Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 9
✓ ■ „Utópía, kunna menn að halda. Kenningum Yaneks verður hins vegar ekki hafnað á svo auðveldan hátt - til þess eru þær of vandlega girtar röksemdum og fræðilegum sönnunum. Kenningarnar hafa vakið áhuga ýmissa hagfræðinga. Þeir hafa viljað sannreyna kenningarnar, og tekið í því skyni til við að rannsaka sögu samvinnuhreyfinga“. tékknesk-bandarískur hagfræðingur og prófessor við Cornell háskólann. Vanek heldur því fram að samvinnufyrirtæki, sérstakl.í framleiðslugreinum, og önnur „þátttökufyrirtæki“ sem hann nefnir svo, hafi að vísu af sögulegum misskiln- ingi jafnan forðast þau skipulagsform og starfshætti, sem hefðu gefið þeim bestan efnahagslegan árangur. Óheppilegt fyr- irkomulag - sérstaklega er snertir eignaraðild þátttakenda og fjárfestingar - hafi í gegnum tíðina ýtt undir skaðleg öfl innan fyrirtækjanna. Jákvæðir kraft- ar, sem samvinnufyrirtækjum ætti að vera eðlisleg, hafi ekki fengið að njóta sín. Vanek segir á einum stað: „Persónulega var þessi greining mér mest virði. Mig hafði oft undrað hvernig það gat hafa átt sér stað að slíkum félögum um framleiðslu, byggðum á samvinnu, sameiginlegum hagsmunum og bræðralagi, svo heillandi og æskileg af siðferðilegum og heimspekilegum aðstæðum, gat vegnað svo ilia þegar á reyndi. Mér virðist við nú eiga bæði skýringu og lækningu á þessu ástandi." Lausn er það ekki heldur nýr misskilningur, segir Vanek, að horfa í kapítalísk skjól. í framhaldi af greiningu sinni hefur Vanek dregið upp mynd af fyrirtæki sem, að öllu jöfnu, ætti að skila betri árangri - að því er hann telur betri árangri en allar aðrar fyrirtækjategund- ir. Þess gefst ekki kostur hér að lýsa módeli hans í smáatriðum, en tvö af megineinkennum þess ættu að koma samvinnufólki kunnuglega fyrir sjónir: kröftugt lýðræði á vinnustað og há- markságóðaskipting milli þátttakenda. Útópía, kunna menn að halda. Kenningum Vaneks verður hins vegar ekki hafnað á svo auðveldan hátt - til þess eru þær of vandlega girtar röksemdum og fræðilegum sönnunum. Kenningarnar hafa vakið áhuga ýmissa hagfræðinga. Þeir hafa viljað sannreyna kenningarnar, og tekið í því skyni til við að rannsaka sögu samvinnuhreyfinga. Þeir hafa borið saman skipulags og starfshætti samvinnufélaga í ýmsum löndum - notfært sér að nokkurrar fjölbreytni gætir í hvernig samvinnu- reglurnar hafa verið útfærðar - og reynt síðan að varpa ljósi á hvort um fylgni hafi verið að ræða milli efnahagslegrar frammistöðu og ráðlagðra einkenna Vaneks. Athuganir af þessu tagi hafa ekki staðið yfir nema fá ár, og því er of snemmt að ræða um nokkra endanlega niðurstöðu. Hagfræðingarnir, sem virð- ast hafa leitt í ljós að samvinnufyrirtæki hafi til þessa staðið sig mun betur í samanburði við önnur fyrirtæki en Vanek vill vera láta, hafa ekki orðið fyllilega sammála um öll þau einkenni sem tryggja mættu bestan árangur. En út úr rannsóknunum hefur samt sem áður þegar komið: Þau samvinnufyrir- tæki sem komist hafa næst því að fylgja því skipulagi og starfsháttum sem Vanek bendir á hafa ótvírætt náð lengst með bestum árangri. Hvaða þýðingu gætu svo fjarlægar kenningar og rannsóknir haft hér á landi? Um það skal ekkert fullyrt. En sé mönnum annt um að auka útbreiðslu og áhrif grundvallarreglna samvinnunnar í landinu ættu þeir að fagna hugmyndum sem einmitt gætu leitt þá á þessa braut. Sé samvinnuhreyfingunni íslensku í mun að breyta þeirri þróun, sem virðist hafa einkennt samvinnustarfsemina í landinu að undanförnu, og fyrr var rakið, ætti hún að einbeita sér að því að rannsaka hvernig þær nýju leiðir sem bent hefur verið á eiga við hér á landi. séu nýjar skipulagshugmyndir fyrsta skilyrðið fyrir bættum árangri má vel vera að þær finnist nú betri en áður. Samvinnuhreyfingin íslenska hefur nú, í tilefni af aldarafmæli fyrsta kaupfélagsins, sett sér merka og stór- huga stefnuskrá. Hún hefur m.a. lýst því yfir að „samvinnuhreyfingin telur ekkert samfélagsverkefni sér óviðkomandi ef leysa má það með lýðræðislegum hætti í anda grundvallarreglna samvinnunn- ar“ og lyfti þannig öllum þeim takmörkunum á hlutverki sínu. Einnig hefur hún lýst því sem sérstöku hlutverki sínu að „leita nýrra leiða í atvinnuupp- byggingu og atvinnurekstri." Þá hefur hún sagt að hreyfingunni í heild beri að efla „samvinnufélög um framleiðslu, iðnað og þjónustu, þar á meðal byggingasamvinnufélög." Síðast en ekki síst hefur hún tekið fram að „leiðir til lausnar (á verkefnum hreyfingarinnar) skuli jafnan valdar í samræmi við anda samvinnustefnunnar." Með tilliti til reynslunnar mun talsvert þurfa til að koma þesum áformum af pappírnum. E.t.v. má segja að lykillinn að framtíð samvinnuhreyfingar, hér á landi sem og annars staðar á Vesturlöndum, felist í því að grundvallarreglum samvinnunnar verði komið fyrir í lifandi og sterku rekstrarformi. Að samvinnan verði gerð að öruggum efnahagslegum valkosti. Þá munu grundvallaraðferðirnar vafalaust breiðast út, sjálfstæð samvinnufyrirtæki rísa upp eins og af sjálfu sér. Þá fyrst getur samvinnan farið að uppfylla þær vonir sem lengi hafa við hana verið bundnar sem tæki til aukningar efna- hagslegu lýðræði. Þegar þar að kemur getum við farið að dusta rykið af spádómsbókum John Stuart Mill. vals, að svo miklu leyti, sem myndirnar gjöra það ekki. Fleiri hafa þó lagt þessu máli lið, einstaklingar og félög. Töluvert líf virðist vera í þessu minningarstarfi borgaryfirvalda og Reykvíkinga um Kjarval. Verið er að láta einn færasta blaðamann og rit- höfund landsins, rita bók um Kjarval, og mun það verk vera vel á veg komið og nýverið var ráðinn sérstakur maður til að gjöra skrá um Kjarvalsmyndir, sem hlýtur að vera örðugt starf, ef allar myndir Kjarvals eiga að komast á skrá. Það gæti jaðrað við eignakönnun, en ætti þó, ef sæmilega tekst til, að geta gjört nokkurt gagn, en hugsanlegan skaða líka, því hin óráðna tala Kjarvalsmynda í landinu, ræður nokkuð hinu háa verði, sem nú er á þeim myndum hans, sem seldar eru manna milli. Ég óttast að slík skráning geti orsakað verðfall á Kjarvalsmyndum og þá verður þetta til að skaða stöðu hans og minningu, en ekki til góðs. Annars er mér það hulin ráðgáta, hvað íslendingar leggja mikið upp úr skrám og að raða hlutum. Það er t.d. borgað tífalt betur fyrir það að raða bókum og gjöra um þær spjaldskrár, en greitt er fyrir að skrifa þær, en bókaverðir munu nú vera álíka margir og allir rithöfundar landsins. Og nú er þetta hlaupið í málverkið líka. Einn dýrasti málari í heimi er t.d. Hollendingurinn Vermeer, eða Jan van der Meer. Hann lét aðeins eftir sig 40 málverk, eða 40 myndir eftir hann, hafa öllu heldur varðveist, og er það ástæða þess að myndir hans eru á ómælanlegu verði. Staðir Kjarvals Frú Þóra Kristjánsdóttir, listráðu- nautur Kjarvalsstaða, virðist vera inni á vorri línu, þegar eitthvað á að gjöra fyrir Kjarval. Hún ritar formála í sýningar- skrá og segir: „Þegar listamaður verður eign heillar þjóðar, vilja menn gjaman rekja slóð hans, staldra við þar sem listamaðurinn sjálfur nam staðar á lífsbraut sinni, á þeim stöðum sem honum voru kærir. í Eiðaþinghá er kofi, sem hefur orðið forvitnilegri en aðrir kofar, í kirkjunni á Borgarfirði eystra er altaristafla, sem dregur að sér listelska pílagríma, í Austurstræti var vinnustofa, þar sem í hólf og gólf blasti við annar ævintýra- heimur en á venjulegu veggfóðri. Allt vegna Kjarvals, þessa ástsæla lista- manns, persónulegrar nærveru hans á þessum stöðum og ótal öðrum, í lifanda lífi, nálægðar hans við þjóð sína í list sinni, nú þegar hann er allur. Einu sinni var reist hús, þar sem íslensk stjórnvöld vildu skapa listamanninum vinnu- aðstöðu. En það var of seint, Kjarval festi þar ekki rætur og nú er húsið notað í þágu líknarmála...“ Ennfremur: „Sýning sú, sem nú er í Kjarvalssal hefur á sér annað yfirbragð en fyrri sýningar og líka annan tilgang. Þar er að sjálfsögðu, sem fyrr, reynt að gefa hugmynd um Kjarvalssafn borgarinnar, en farið aðrar leiðir. Hér má ganga að ljósmyndum af öllum þessum 112 verkum, jafnt sem þeim veggina prýða og hinna. í annan stað er gerð tilraun til að lýsa listferli Kjarvals með myndaröð, tilraun, sem í íramtíðinni gæti orðið vísir að annars konar aðferð í fræðslu um Kjarval og list hans. Þannig yrði ef til vill enn fremur en áður ástæða fyrir listelska pílagríma að leggja leið sína á Kjarvalsstaði ekki síður en í Bakka- gerðiskirkju, auk þess sem myndröðina sjálfa og þá væntanlega í enn fullkomn- ara formi - mætti líka senda á flakk út um land og út um lönd til að boða og kynna list meistarans.“ Að gera það eina sem þarf ekki að gera Þetta geta víst flestir tekið undir, en þó skal vakin athygli á því, að ennþá beitir Reykjavíkurborg afli sínu að þeim hluta í lífsstarfi Kjarvals, sem hann er færastur um að sinna sjálfur, sumsé málverkinu. Þessum málverkum þarf ekkert að hjálpa. Þau bjarga sér sjálf, þótt vitaskuld sé gott að fá sýningu, og að myndaröðin sem sýnir lífshlaup hans, sem myndlistarmanns er áhugaverð í alla staði. En fleira þarf að gjöra. Það þarf til að mynda endilega að gefa út Ijóðabækur og greinar Kjarvals, en þar birtist lífsskoðun hans og eldmóður, ekki síður en í myndunum. Hann var skáld. Það sem gleður mest, er það, að þarna fær maður að sjá margar teikningar, sem ekki hafa áður verið sýndar, en Kjarval gaf Reykjavíkurborg margar myndir, þannig að nú tekur hver í nefið hjá sjálfum sér. Einnig eru sýndar Kjarvals- myndir, er örlátir menn hafa gefið borginni til að styðja safnið. Þökk sé þeim. Jónas Guðmundsson skrífar um w myndlist VÍSINDA- SAGA DARWINS Wilma George: Darwin. Fontana 1982 160 bls. ■ Á öllum öldum hafa verið uppi menn, sem með lífi sínu, starfi og kenningum höfðu áhrif á viðhorf samtímamanna sinna og nágranna. Þeir eru hinsvegar aðeins örfáir í veraldarsögunni, sem hafa með starfi sínu náð að gjörbreyta hugsunar- hætti margra kynslóða, jafnvel allra þeirra, sem uppi voru eftir þeirra dag. Einn þeirra örfáu var Charles Darwin. Á úrsvölum haustmorgni árið 1859 gaf hann út bók sína UM UPPRUNA TEGUNDANNA. Bókin seldist upp á einum degi og höfundurinn varð heimsfrægur. en jafnframt umdeildari en flestir, ef ekki allir, samtímamenn hans. Nú á dögum þykja kenningar Darwins næsta sjálfgefin vísindi, en þó eru þeir enn allnokkrir, sem af einhverjum ástæðum telja hann argasta falsspámann og kenningar hans hina hroðalegustu villutrú. Má í því viðfangi minna á „Aparéttar- höldin“ frægu í Bandaríkjunum fyrr á öldinni. Meginásinn í kenningum Darwins var, að maðurinn væri ekki æðri en aðrar lífverur jarðarinnar, skapaður af guði í þeirri mynd, sem hann er nú heldur aðeins hluti lífkeðjunnar og væri sífellt að þróast rétt eins og aðrar lífverur. Darwin sýndi fram á, að maðurinn væri skyldur öpum og hinn fyrsti maður hefði verið frum- stæð skcpna, sem lifði á líkan hátt og önnur dýr merkurinnar. Þegar hin fræga bók Darwins kom fyrst út vakti hún hrifningu margra, en aðrir urðu stórlega hneykslaðir og þótti sem jörðinni væri kippt undan fótum sér. Má þar á meðal nefna marga heittrúaða, sem þótti lítið gert úr sköpunarsögunni, og „fínt“ fólk, sem átti erfitt með að sætta sig við þá tilhugsun, að það væri komið af forfeðrum, sem hefðu í upphafi verið rétt eins og aparnir. Þessi bók er ekki beinlínis ævisaga Darwins, öllu heldur vísindasaga hans. Höfundurinn, Wilma George, hefur kannað rannsóknir Darwins og lýsir í bókinni, hvernig rannsóknir hans þróuðust stig af stigi uns kenningin um uppruna tegund- anna var fullmótuð. Þetta er mjög líflega og skemmtilega skrifuð bók, lcsandinn lifir sig inn í starf vísindamannsins og verður æ því spenntari sem lengra líður. Bókarhöfundur, Wilma George, er lektor í náttúruvísindum í Oxford. Hún hefur einkum lagt stund á dýrafræðiransóknir á eyðimörkum Afríku og Ástralíu og hefur samið allmörg rit og ritgerðir um rannsókn- ir sínar. Þessa bók samdi hún í tilefni af því, að á þessu ári eru liðin eitt hundrað ár frá láti Darwins. Jón Þ. Þór. HEILDAR- ÚTGÁFA AFVERKUM GOETHES Johann Wolfgang von Goethe: Werke. Ham- burger Ausgabe in 14 Bánden. Deutscher Taschenbuch Verlag 1982. ■ Á þessu ári eru liðin eitt hundrað og fimmtíu ár frá dauða skáld- jöfursins Johann Wolfgang von Goethe, en hann lést 26. mars 1832. Af þessu tilefni gaf Deutscher Taschenbuch Verlag út heildarút- gáfu, sem oftast er kennd við Hamborg, þar sem hún kom fyrst út. Um Goethe þarf ekki að fara mörgum orðum. Hann er einn mesti rithöfundur og skáld veraldar- sögunnar. Hann lifði langa ævi (fæddur 1749) á miklu umbrota- skeiði evrópskrar menningar. Á æskuárum hans voru þau menningar- áhrif, sem oft eru kennd við Barokkstílinn enn næsta ríkjandi, síðan tók við upplýsingarskeiðið og um það bil scm Goethe féll í valinn var rómantíkin að sigra. Má hafa það til marks um áhrif Goethes, að Þjóðverjar kalla þau rúmlega áttatíu ár, sem hann lifði gjarnan „Goethes- zeit“, Goethetímabilið. Goethe var mikilvirkur höfundur og lét sér fátt mannlegt óvið- komandi. Þetta sést best af þessari heildarútgáfu á verkum hans, sem hér er til kynningar. í fyrstu tveim bindunum er af finna ljóðmæli og frásagnir í óbundnu máli, í 3.-5. bindi eru leikrit, í 6.-8. bindi skáldsögur, 9.-11. bindi hefur að geyma ritgerðir skáldsins um bók- menntir og listir og í 13. og 14. bindi eru ritverk Goethes um náttúruvís- indi. { 14. bindinu eru einnig ýmsar heildarskrár fyrir allt ritsafnið, rit- gerð um Goethe og verk lians og einskonar almanak yfir ævi skáldsins og störf. Öll er þessi útgáfa vel frágengin og einkar handhæg þótt varla muni hún henta þeim, sem safna glæsiútgáfum af verkum stórskálda. Jón Þ. Þór. Jón Þ. Þór skrifar um erlendar bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.