Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 10 heimilistíminn umsjón: A.K.B. ■ Brynhildur, Ásta Ingunn og Þóra Björg. Fyrir aftan þær sést í Mæju. Unnur Björnsdóttir, þriggja ara, var að leika sér í Kambaselinu. A sólardegi í Breiðholtinu ■ í Breiöholtshverfi í Reykjavík búa um 23 þús. manns, en til samanburðar má geta Jress að í stærstu kaupstöðum landsins Kópavogi og Akureyri eru íbúar 13.996 (Kópavogur) og 13.605 (Akureyri). Mannfjöldatölurnar eru frá 1. des. 1981. Breiðholtshverfi skiptist í fjórar kirkjusóknir, Breiðholtssókn, þar sem íbúar eru 4.964, Seljasókn, þar sem íbúar eru 7.111, Fcllasókn, þar sem íbúar eru 7.209 og Hólasókn, þar sem tbúar eru 3.780. í Breiðholti eru fjórir grunnskólar og einn fjölbrautaskóli. Við Fjöl- brautaskólann er suntilaug, sem bæði Breiðholtsbúar og ýmsir nágrannár þeirra njóta góðs af. Fyrstu húsin, sem byggð voru í Breiðholti voru í svokölluðu neðra Breiðholti, við Stekki og Bakka. Það er nú orðið gróið hverfi, þar sem gróður er v(ða orðinn fallegur. Falleg tré og blóm í görðum bera sumrinu vitni. Sama má segja um yngri hverfi Breiðholts, þar sem ekki eru enn hús í smíðum. Við Jórusel, Kaldasel, Klyfjasel, Kambasel og Kleifarsel eru enn mörg hús í smíðum og við efstu húsin í því hverfi mátti byggja hesthús. Ekki sá ég nú samt neinn hest þar í hverfinu, er ég fór þar um cinn sólríkan dag nú í vikunni, enda kannske ekki von, því að þau hús, sem flutt er í cru alveg nýbyggð og önnur hálfbyggð. Ég tók nokkrar myndir á fcrð minni um Breiðholtið og fylgja þær hér með. Við Engjaselið voru vinkonurnar Maja, Erla, Brynhildur, Ásta Ingunn og Þóra Björg. Þær sögðu að það væri mjög gott að eiga heima í Engjaselinu. Þær væru oft að hjóla og oft í skipaleik, en þá væru krakkarnir uppi í virkinu, sem er þar á sameiginlegu leiksvæði og hefðu virkið fyrir skip. Leiksvæðið þarna er mjög skemmtilegt og hægt að hjóla þarna um, án þess að fara út í umfcrðina. í Kambaseli hitti ég Unni Björns- dóttur, þriggja ára, sem var að moka upp á hjólið sitt og þar hitti ég líka þá vinina Ágúst Jóhann Auðunsson og Eyþór Sigurðsson. Þeir eru báðir átta ára og sögðust leika sér mikið saman, enda eiga þeir hcima í sömu götu, Fjarðarselinu. Þeir sögðust mest gaman hafa af því að hjóla, og þeir voru líka á hjólunum sínum. Mæja og Erla eiga heima í Engjaseli. ' Tímamyndir: Anna. Hreinlæti ver okkur fyrir matareitrun og sýkingu af völdum sýkla ■ Margir, sem fara í ferðir til útlanda, verða fyrir því að fá matrareitrun. Sumir telja þetta eðlilegt, það fylgi því að skipta um mataræði. Nokkrir komast þó alltaf hjá magakvillum í slíkum ferða- lögum og þeir hafa fyrir reglu að þvo vandlega (ekki skola lauslega) allt grænmeti og ávexti og sneiða hjá því að borða ís, rjóma og mat með olíusósu. Einnig er óvarlegt að drekka vatn víða erlendis. Heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur gefið út lítið rit, sem heitir matarsýking og matareitrun af völdum sýkla og varnir gegn þeim og það er mjög gagnvart fyrir fólk að kynna sér það, sérstaklega fyrir þá, sem vinna við matvæli og þeir eru margir. Hrátt kjöt má ekki geyma hjá soðinni matvöru Við sjáum oft í verslunum hrátt kjöt ýmiss konar rétt við hliðina á sviðasultu, salötum eða áleggi. í ritinu segir samt: Haldið soðinni matvöru (t.d. áleggi og fleiru) alveg aðgreindri frá hrávöru og notið aldrei sömu skurðbretti eða áhöld til meðhöndlunar á þessum tveimur tegundum matvæla, nema áhöldin séu vandlega þvegin á milli. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að sýklar, sem vera kunna á hrávörunni berist yfir í soðnu vöruna. Matareitranir Matareitranir orsakast af því, þegar sumir sýklar fjölga sér í matvælum. Þá mynda þeir samtímis sterk eituefni. Berist þessi eiturefni ofan í fólk í nægilegu magni, valda þau skyndilegum sjúkdómseinkennum svo sem uppköst- um, kviðverkjum og niðurgangi. Sýklarnir geta verið í kjötvörum og öðru hrámeti, en líklega er þó oftar urn það að ræða að sýklarnir komist í matinn í matartilbúningi frá þeim, sem við matinn starfa. Algengustu orsakir eru fingurmcin og úðasmitun frá nösum. Sé maturinn geymdur við of hátt hitastig t.d. stofuhita, getursýklunum fjölgaðog eiturefni myndast, en þau myndast ekki undir 7 gráðu hita á Celcius. Eiturefnið, sem myndast af klasasýklum þolir allt að 30 mínúta suðu. Erfitt er að varast sýkinguna, því að matur, sem í er eituefni frá klasasýklum, heldur útliti og bragði óbreyttu. Perfringensbakteríur valda líka matareitrun og þær vaxa aðeins við súrefnissnauðar aðstæður. Þau skilyrði eru oft til staðar í volgum sósum og ýmsum kjötvörum. Ef mikið er af þessum bakteríum í mat getur það komið fram á bragði og öðrum gæðum. Hiti eyðileggur virkni eiturefnis þeirra, þ.e. 60 gráður á Celcius í 60 mínútur. Ýmsar tegundir af kóligerlum geta valdið niðurgangi. Kóligerlar eru mjög útbreiddir í náttúrunni og allir einstak- lingar hafa slíka gerla í þörmum. Sumir stofnar þeirra mynda eiturefni, sem veldur niðurgangi. Þessir sýklar eru sennilega algengasta orsök niðurgangs hjá ferðamönnum í sólarlöndum og þess vegna er hreinlæti mjög mikilvægt til að komast hjá slíku. Margar aðrar bakteríutegundir geta borist ofan í fólk með mat og vatni t.d. kólerusýkillinn og skyldar bakteríur, blóðkreppusóttar - og bótulismussýklar, en þessir sjúk- dómar eru nær óþekktir hér á landi. Aftur á móti hefur sýkingum af völdum salmonella sýkla fjölgað hér á landi, en það eru þeir sýklar sem hvað oftast valda alvarlegum matarsýkingum víða um heim. Af þeim eru til um 1800 tegundir. Margar þeirra hafa fundist hérlendis bæði í sjúklingum, í umhverfi (skólpi, menguðum sjó) og einnig stundum í dýrum, matvælum og fiski- mjöli. Margar dýrategundir geta gengið með salmonellasýkla allt sitt æviskeið og við slátrun dýranna geta sýklar leynst á eða í kjötinu. Mesta hættan stafar frá svínum og ýmsum fuglategundum, t.d. kjúklingum. Mikílvægt að þíða kjöt, áður en matreiðsla fer fram Hafi hrátt kjöt ekki verið fullkomlega þítt er matreiðsla fer fram, aukast líkur á að salmonellasýklar lifi af matreiðsl- Til þess að heilbrigður einstaklingur smitist af salmonella sýklum verða mjög margir lifandi sýklar að berast ofan í hann. Ólíklegt er að slíkt smitmagn berist á milli einstaklinga. Því mun nær alltaf um að ræða smit með mat og drykk. Mesta sýkingarhættan stafar af matvælum, sem ekki eru soðin, svo sem réttum úr ósoðnum eggjum, t.d. salöt, olíusósu. Séu matvæli vel soðin eða steikt er tryggt að salmonella sýklar drepist. Lán fvrir 5-6 manna fjölskyldu 240 þús. ■ Ein lína féll út úr í grein um húsnæðismálastjórnarlán í blaðinu í gær og rugluðust því tölur um lán. Lán til 5-6 manna fjölskyldu eru 240 þús., en lán til 7 manna fjölskyldu og stærri eru 278 þús. kr. Hér verður því birt aftur í heild klausan um lánin: Nú er upphæð lána Húsnæðismálastjórnar til nýbygg- inga sem hér segir: Fyrir einstakling: kr. 161 þús., fyrir 2-4 manna fjölskyldu, kr. 205 þús., fyrir 5-6 manna fjölskyldu kr. 240 þús., fyrir 7 manna fjölskyldu og stærri kr. 278 þús.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.