Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982
■ „Það eru nokkrar skýringar á þessari
fjölgun hjá okkur. Aðalskýringin er
fjölbrautaskólarnir. Þaðan koma sífellt
fleiri til okkar, en mistekist hefur að
beina fólki á aðrar brautir. í öðru lagi
fjölgar fólki með eldra stúdentspróf. Og
í þriðja lagi er fólk sem er að velkjast í
námi“, sagði Guðmundur Magnússon,
háskólarektor er Tíminn ræddi við hann
mikla fjölgun háskólastúdenta. Á
háskólaárinu 1981-82 voru 1.419
stúdentar skráðir í Háskóla íslands og
um miðjan júlí s.l. höfðu um 100 fleiri
látið skrá sig en á sama tíma í fyrra..
Útskrifaðir á síðasta háskólaári voru
hins vegar um 390.
-Meinar þú með framansögðu, að
stúdentar úr fjölbrautaskólunum eigi
ekki allir erindi sem erfiði í háskólanám?
- Fyrst og fremst held ég að eftir því
sem fleiri koma úr hverjum fæðingarár-
gangi þá sé ekki hægt að ætlast til að
meðaltalið haldist óbreytt.
Við samanburð á tölum yfir innritaða
stúdenta í ákveðnar deildir og greinar
annars vegar og þá sem lokið hafa
prófum frá Háskólanum á skólaárinu
1981-82 vekur athygli hve hlutfallslega
miklu færri eru brautskráðir úr
félagsvísinda- og heimspekideild en
■ Háskóli íslands
Hlutfallslega færri brautskráðir úr Félagsvísinda- og Heimspekideild
en ödrum deildum Háskólans:
„FOLK NIMIR ÞARNA AN ÞESS
AÐ ÆTIA SÉR AD TAKA PRÓF’
— segir Guðmundur Magnússon, háskólarektor
öðrum deildum skólans (eins og kemur
fram á meðfylgjandi töflu). Að
sjálfsögðu verður ekki gerður nákvæmur
samanburður með þessum hætti. Rektor
var spurður um höfuðástæður þessa
greinilega mismunar milli deilda.
-Ein skýringin er að það hefur fjölgað
mjög í þessun), deildum. En sjálfsagt
m.a. einnig í því að fólk er að híma
þarna án þess að ætla sér að taka próf.
-Má þá e.t.v. líta svo á að tugir eða
jafnvel hundruð stúdenta sitji í
Háskólanum aðallega til að eyða
tímanum en ekki til að undirbúa sig
undir ákveðin störf að námi loknu?
-Já, eða eigum við ekki heldur að
segja að fólk sé að leita sér
lífsfullnægingar. Kannski er það ekkert
betra að fólk noti tímann til að rækta
fleiri kindur eða að veiða meiri fisk, svo
ég svari nú eins og þú spyrð.
Þarna á ég m.a. við t.d. fólk meðeldra
stúdentspróf sem kemur hingað í
auknum mæli. í fyrrnefndum deildum er
líka nokkuð um fólk með gamalt
kennarapróf sem stundað hefur kennslu
árum saman og fær að setjast í skólann
og læra meira í sínum helstu
kennslugreinum.
-Má þá e.t.v. líta svo á að
„lífsfullnægjuleitendur" séu t.d. fjöl-
mennir í sagnfræðinni?
-Ekki þori ég að fullyrða það, held
raunar að þetta eigi fremur við um
tungumálin.
-Er t.d. eðlilegt að einn Ijúki
kandidatsprófi úr grein sem 173 stunda
nám í? (þar voru 33 á kandidatsstigi).
-Eiginlega get ég ekki svarað því, væri
líklega best að þú spyrðir menn sjálfa.
En víst væri fróðlegt að athuga þetta
nánar.
Raunar er það eitt af því sem við
ætlum að fara að kanna, hvað verður um
allt það fólk sem ekki lýkur prófum. í
viðskiptadeild - þar sem ég þekki best
til - hefur t.d. innritun vaxið úr 80-100
á ári og í um 200 án þess að þeim sem
útskrifast hafi fjölgað að marki. Hvað
um þetta fólk verður þurfum við að vita.
Á hinn bóginn hlýtur það líka að bera
vott um góð lífskjör, að sumu leyti
a.m.k., að fólk skuli geta veitt sér að
sitja í háskólanámi án sérstakra
■ Guðmundur Magnússon rektor
markmiða. E.t.v. er það t.d. að
einhverju leyti lúxus hjá þessum 173 sem
þú nefndir, að læra sögu, vitandi ekki
hvað þeir fá síðan að gera á eftir.
- En springur ekki Háskólinn að
Guðfræði 67 8 12%
Læknisfræði 392 40 10%
Tannlækningar 57 6 10.5%
Hjúkrunarfræði 172 23 13%
Sjúkraþjálfun 67 14 21%
Lagadeild 253 26 10%
Viðskiptad. 563 70 12.5%
Verkfr. og raunv. 650 99 15%
Heimspekideild 895 71 8%
Félagsvísindad. 477 31 6.5%
■ í fremsta dálki eru innritaðir í nefndar deildir og greinar háskólaárið 1981-82
í öðrum útskrifaðir kandidatar á árinu og aftast hlutfall brautskráðra af skráðum í
nefndar greinar.
lokum með því að taka árlega um 1.000
fleiri inn í skólann en útskrifast?
- Springur að því leyti, að það eru
ekki nægir peningar til þess að standa
undir kennslu alls þessa fólks. Hins
vegar verða þessar tölur sem þú nefndir
kannski til þess að vinnumarkaðurinn
springur ekki. HEI
STUÐMENN AÐ
LJÚKA VIÐ
KVIKMYNDINA
■ Stuðmenn eru um þessar mundir að
Ijúka tökum á kvikmynd sinni „Með allt
á hreinu“ sem Ágúst Guðmundsson
stjórnar. Mikill fjöldi íslenskra leikara
kemur fram í myndinni sem verður
frumsýnd um jólin.
Stuðmenn léku við mikinn fögnuð á
Atlavíkurhátíðinni um verslunarmanna-
helgina og á Þjóðhátíðinni í Vestmanna-
eyjum. Voru menn einróma sammála
um að hljómsveitin hefði aldrei verið
betri en einmitt nú. Ráðgert var að
hljómsveitin kæmi fram einu sinni í
hverjum landsfjórðungi eftir að tökum
lyki á kvikmyndinni en af því gctur að
líkindum ekki orðið. Hins vegar munu
Stuðmenn leika í Félagsgarði í Kjós
næstkomandi laugardagskvöld á stórhá-
tíð sem Ungmennasamband Kjalarness-
þings gengst fyrir og þá gefst Sunnlend-
ingum og öðrum sem þangað leggja leið
sína kostur á að heyra í hljómsveitinni.
Samkoma þessi kemur í stað þeirrar sem
aflýst var vegna jarðarfarar fyrr í sumar.
Þetta verður að líkindum eina og síðasta
skiptið sem Stuðmenn koma fram áður
en myndin verður frumsýnd.
■ Stuðmenn með allt á hreinu í hita og
þunga leiksins.