Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 5
Skólastjóri Garðaskóla neitadi að skipa íþróttakennara vegna
deilu um kennslu þriggja bóklegra tíma:
„REKUR OLAF OG RÆÐUR ÞRJA
NÝJA KENNARA AN SAMRAÐS”
— segir deildarstjóri íþróttabrautar við Garðaskóla
■ „Gunnlaugur Sigurðs-
son, skólastjóri Garða-
skóla, lýsti því yfir í
tvígang við mig að hann
h-áði ekki kennara nema í
samráði við fagstjóra eða
deildarstjóra. Þegar Ólaf-
ur Gíslason var ráðinn að
skólanum var ég með-
mæltur ráðningu hans.
Það er því vantraust á mig
þegar skólastjóri gengur á
bak orða sinna, rekur Ólaf
og ræður þrjá nýja kenn-
ara án samráðs við mig.“
Þannig fórust orð Páli Ólafssyni,
deildarstjóra íþróttabrautar við Garða-
skóla, í samtali við blaðamann Tímans,
vegna allsérstæðs deildumáls er nú er
upprisið við skólann. Ólafur Gíslason
íþróttakennari fékk ekki skipun í stöðu
sem hann hefurgegnt með miklum sóma
síðastliðin 2 ár og voru í hans stað ráðnir
3 nýútskrifaðir íþróttakennarar. Málið
hefur verið til umsagnar hjá fjölda aðila,
skólanefnd í tvígang, viðkomandi
fræðslustjóra, Kennarasambandi ís-
lands og Menntamálaráðuneyti og nú
er bréf á leiðinni frá skólanefnd til
ráðuneytisins.
Forsögu þessa máls má rekja aftur til
marsmánuðar sl. er skólastjóri Garða-,
skóla, Gunnlaugur Sigurðsson, fór að
huga að kennslustundafjölda hvers
kennara komandi vetur. Gunnlaugur fór
þess á leit við Ólaf að hann kenndi
a.m.k. 9 tíma í samfélagsfræði ásamt
íþróttakennslunni. Ólafur vildi ekki
taka að sér meira en 3 tíma á viku. Eftir
Garðaskóli í Garðabæ. Þar er nú risin deila um íþróttakennarastöður.
nokkuð þóf féllst Ólafur á að kenna 6
tíma í viku og mátti þar með ætla að
málið væri leyst. En svo var ekki,
skólastjóri stóð fast á sínu.
Páll Ólafsson sagði að sér fyndist
furðulegt að gera hina örfáu bóklegu ;
tíma að úrslitaatriði málsins, ekkert tillit
væri tekið til hæfni Ólafs sem íþrótta-
kennara. Þá væru ráðnir 3 óreyndir
íþróttakennarar til þess að annast bæði
bóklega kennslu og íþróttakennslu, en
þeir hefðu ekki, fremur en Óiafur,
réttindi til bóklegrar kennslu.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar skóla-
nefndar að afloknum kosningum í vor
var þetta deilumál á dagskrá. Niður-
staða þessa fundar var sú, að Ólafur fékk
ekki skipun í þá stöðu er hann^hafði
gegnt og í hans stað ráðnir 3 íþrótta-
kennarar, nýútskrifaðir.
Þess má geta, að Ólafur tók íþrótta-
kennarapróf frá ÍKÍ vorið 1978. Hann
hefur síðan kennt á Fáskrúðsfirði 2 ár
og 2 ár við Garðaskóla. Hann hefur því
4 ára reynslu við kennslustörf og hin
bestu meðmæli.
Hvorki skólastjóri né skólanefnd hafa
leitað umsagnar um hina 3 kennara frá
ÍKÍ, hvernig próf þeirra voru, námsferill
o.s.frv.
Olafur Gíslason vildi illa una þessum
málalokum og hann leitaði umsagnar
Helga Jónassonar, fræðslustjóra
Reykjanesumdæmis og Rögnvaldar
Finnbogasonar, skólafulltrúa í Garða-
bæ. Þá var Menntamálaráðuneytið látið •
vita um afstöðu skólanefndar og mála-
vöxtu alla og varð úr að ráðuneytið
skrifaði bréf til skólanefndar Garða-
skóla þar sem nefndin var beðin um að
endurskoða sína fyrri afstöðu og gefa
nánari skýringar. Skólanefndin kom
síðan saman á fimmtudag í síðustu viku
og er bréf á leiðinni til ráðuneytisins.
Þar er fyrri ákvörðun nefndarinnar
ítrekuð.
Inní þetta mál flækist einnig annar
íþróttakennari, Markús Einarsson, en
hann hefur kennt að hluta til við
Garðaskóla. Hann missti tíma sína við
skólann fyrirvaralaust.
í lokin skal þess getið, að hvorki
skólanefnd né skólastjóri hafa tilkynnt!
Ólafi Gíslasyni ákvörðun sína bréflega.
Ólafur er nú atvinnulaus í byrjun
skólaárs.
Páll Ólafsson fer nú í haust í ársfrí og
sagði hann að ólíklegt væri að hann
mætti aftur til starfa við Garða-
skóla, eingöngu vegna þessa máls.-IngH
Valgeir Gestsson, formaður
Kennarasambands Islands:
„FAGLEG
DEILA OG
MÓRÖLSK”
Gunnlaugur Sigurðsson, skóla-
stjóri Garðaskóla:
Deila um
hver á að
verkstýra
í skóla
■ „Málið er miklu frekar faglegt og
móralskt, en að hér sé um að ræða
lagalega deilu. Það er ljóst samkvæmt
erindisbréfi skólastjóra að valdið er
hans, en þar sem ég hef ekkert heyrt um
að viðkomandi kennari sé umdeildur
sem slíkur er hér um að ræða deilu á
milli hans og viðkomandi skólastjóra um
skiptingu kennslu," sagði Valgeir
Gestsson, formaður Kennarasambands
íslands um deiluna í Garðaskóla.
Valgeir sagði ennfremur að KÍ hefði
ekki enn tekið beina afstöðu í málinu.
Á sínum tíma óskaði KÍ eftir skýringum
frá skólastjóra og skólanefnd Garða-
skóla. Skólanefndin sendi bókun sína
þar sem vitnað er til að niðurstaðan
byggist á áliti skólastjóra, en það álit
hefur Kennaasambandið enn ekki
fengið.
„Málið snýst að nokkru leyti einnig
um það hvort það sé eðlilegt að fela
kennara í sérgrein kennslu í öðrum
greinum. Hér er um að ræða
íþróttakennslu, sem er sérnám og hefur
nokkra sérstöðu. Þó skal þess getið að
viðkomandi kennari hefur kennt hina
umræddu bóklegu grein, samfélags-
fræði, undanTarin ár. Hvað um það, þá'
heyrir samt til agjörra undantekninga að
■ Valgeir Gestsson
ekki náist samkomulag um þessa hluti.
Stífni á báða bóga hindrar lausn
málsins."
Valgeir sagði að Kennarasambandið
biði eftir svari skólanefndar Garðaskóla
til Menntamálaráðuneytisins, en þegar
það svar er komið á leiðarenda muni
þeir hjá Kí ræða það við rétta aðila í
ráðuneytinu.
■ „Mér finnst nú að vandamál þessa
kennara leysist ekki á síðum dagblaðs.
Frá mínum bæjardyrum snýst deilan
ekki um annað en hver á að verkstýra í
skóla,“ sagði Gunnlaugur Sigurðsson,
skólastjóri Garðaskóla, er hann var
inntur eftir deilunni um íþróttakennara-
stöður í skóla hans.
„Þetta verður auðvitað að vera
samkomulagsatriði og verða menn að
leysa málin í sameiningu. En það tókst
ekki, því miður. Það er ýmislegt sem á
undan er gengið, sem ég vill ekki fara
nánar út í hér. En það er af og frá að
ég sé að ofsækja einn eða neinn, ég hef
leitað ráða hjá þeim sem næst mér
standa. Málið hefur síðan fengið rétta
afgreiðslu hjá réttum yfirvöldum." ingH
IneH
Handknattleikur undirrótin
■ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum
Tímans er ein af undirrótum deilunnar
um íþróttakennarastöðu við Garðaskóla.
komin til vegna áhrifa frá Handknatt-
leiksdeild Stjömunnar í Garðabæ. Sem
kunnugt er leikur Stjarnan í 1. deild
næsta vetur og hafa þeir Garðbæingar
verið að viða að sér leikmönnum fyrir
komandi átök. Hinir 3 nýju íþróttakenn-
arar eru allir kunnir handknattleiks-
menn.
Þá hefur Tíminn fengið það staðfest,
að íþróttakennari nokkur á Norður-
landi, sem jafnframt er margreyndur
handknattleiksmaður, fékk óformlegt
tilboð sl. vor um kennarastöðu í
Garðabæ jafnframt því sem hann léki
með Stjörnunni. Var þetta áður en Ijóst
var að Ólafur Gíslason fengi ekki skipun
sem íþróttakennari við GarðaskólalngH