Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST1982 ___21 róttir 35 kg. ■ Lyftingakappinn kunni frá Akureyri sem er þekktur undir nafninu „Heim- skautabangsinn“ er kominn til landsins, en hann hefur að undanförnu æft kraftlyftingar í Dayton í Bandaríkjun- um. Svo allir viti við hvem er átt má geta þess að sá sem hér um ræðir heitir Víkingur Traustason. „Þarna er besta æfingaaðstaða sem hægt er að fá í heiminum, enda bætti ég mig um 35 kg þarna úti. Ég var þarna í 4 og hálfan mánuð og það var æft stíft. Reyndar missti ég talsvert úr því blóðþrýstingurinn var orðinn allt of hár hjá mér og ég þurfti að létta mig um tugi kílóa, og er nú í 125 kg flokki." Árangur „bangsans" í Bandaríkja- ferðinni var 333 kg í hnébeygju 187 í bekkpressu og 325 í réftstöðulyftu. Þetta eru samtals 845 kg en það vekur athygli hvað „bangsinn" tekur upp í hnébeygj- unni. 333 kg í þeirri grein er geysigott afrek og sýnir einfaldlega hvað „bangs- inn“ getur gert í hinum greinunum þegar fram líða stundir. - gk, Akureyri. ■ Hér er „heimskautabangsinn“ Vfldngur Traustason í ömggum höndum finnskra lyftingamanna. Mynd: GK Akureyrí, Óhressir með dómarana ■ Leikmenn jafnt og fararstjórar landsliðs Honduras á HM voru mjög óánægðir með hvemig dómgæslan í keppninni var þeim í óhag. Eða eins og einn fararstjórinn sagði: „Ég vil ekki láta uppi álit mitt á þeim, því land mitt er fátækt og hefur ekki ráð á að greiða FIFA háar sektir...“ Suðrænt skap hjá Dönum ■ Það er viða fjör í fótboltanum. Llm síðustu helgi léku B1909 og KB í dönsku 1. deildarkeppninni í Odense. Gestirnir sigmðu með tveimur mörkum gegn engu, en eitthvað virðist áhorfcndum hafa verið uppsigað við dómarann eftir leikinn, því að kalla varð á lögreglu til að hann kæmist leiðar sinnar eftir leikinn. Vera má að hitabylgjan í Danmörku í sumar hafi skilið eftir suðræn áhríf meðal frænda vorra Dana... Opið golf mót á Ólafsfirði ■ Opna KEA-mótið í golfi var haldið á Ólafsfjarðarvellinum á dögunum. Þar mættu 40 kylfingar víðsvegar af Norður- landi til leiks og léku 36 holur. Veður var fremur óhagstætt til keppni, en þokkalegur árangur náðist þó. í kírlaflokki sigraði Húsvíkingurinn Kristján Hjálmarsson örugglega, vann bæði með og án forgjafar. Hann lék á 148 höggum og 136 með forgjöf. í öðru sæti án forgjafar var Jón Halldórsson Golfklúbbi Ólafsfjarðar á 161 höggi og þriðji Jón Steinbergsson Golfklúbbi Akureyrar á 165 höggum eftir auka- keppni við Axel Reynisson frá Húsavík. Annar í forgjafarkeppninni var Sverr- ir Valgarðsson frá Sauðárkróki á 138 höggum og Haukur Hilmarsson frá Ólafsfirði þriðji á 143 höggum nettó. í unglingaflokki sigraði 11 ára piltur, Kristján Gylfason frá Ólafsfirði. Hann lék á 169 höggum. Annar var Ólafur Þorbergsson Akureyri á 172 höggum og Mikil keppni í Grafarholti ■ Þegar keppnin í meistaraflokki karla á landsmótinu í golfi var hálfnuð í gær hafði Sigurður Pétursson enn forystu í keppninni. Enkeppinautarhans komu ekki langt á eftir og greinilegt er, að það stefnir í hörkukeppni í karla- flokknum. Þrír efstu eftir tveggja daga keppni eru: 1. Sigurður Pétursson GR 146 högg 2. Ragnar Ólafsson GR 148 högg 3. Björgvin Þorsteins. GA 150 högg Sjá má að lítill munur er á þessum þremur köppum og á næsta leiti eru aðrir sem gætu auðveldlega blandað sér í keppnina um íslandsmeistaratitilinn. Eftir fyrsta keppnisdaginn var Sólveig Þorsteinsdóttir lslandsmeistari í fjórða sæti, en í gær gerði hún sér lítið fyrir og komst upp að hlið Ásgerðar Sverrisdótt- ur í 1. sæti. Staðan í kvennaflokknum er annars þessi: 1.-2. Ásgerður Sverrisdóttir GR 175 högg 1.-2. Sólveig Þorsteinsdóttir GR 175 högg 3. Þórdís Geirsdóttir GK 178 högg Af þessu má sjá að allt getur gerst hjá Ólafur Sæmundsson Akureyri á 174 höggum. Kristján sigraði einnig með forgjöf, lék á 121 höggi og spilaði sig því talsvert niður í forgjöf. Það gerði einnig Ólafur Þorbergsson. sem lék á 126 höggum en þriðji varð Ólafur Sæmundsson sem lék á 140 höggum. Þrjár konur mættu til keppni í kvennaflokki. Inga Magnúsdóttir frá Akureyri sigraði, lék á 162 höggum og 136 með forgjöf, Rósa Pálsdóttir Akureyri varð önnur á 237 höggum og 179 nettó og Ása Bjarnadóttir Ólafsfirði var á 261 höggi og 203 nettó. Hún var að taka þátt í sínu fyrsta móti og varð um leið fyrsta konan frá Ólafsfirði sem keppir í golfi opinberlega. KEA gaf vegleg verðlaun til keppn- innar og Tak h.f. á Akureyri aukaverð- laun. - gk, Akureyri. ■ Sólveig Þorsteinsdóttir ætlar að blanda sér í baráttuna um íslandsmeist- aratitilinn. kvenfólkinu ekki síður en karlmönnun- um og bendir allt til þess að keppnin verði mjög spennandi í dag og á morgun, en henni lýkur þá. Annað kvöld verður síðan haldinn 40 ára afmælisfagnaður Golfsambands íslands, en það var stofnað 14. ágúst 1942. fþróttasíða Tímans óskar golfmönnum til hamingju með afmælið. sh 1. deildin í Dan- mörku hálfnuð ■ Um síðustu helgi var leikin heil umferð í dönsku 1. deildarkeppninni í knattspymu. Úrslit leikja urðu: AGF-Vejle 7-1 Hvidovre-OB 0-0 B1903-B1901 1-1 B 93-Bröndby 1-1 Ikast-Næstved 0-2 Kolding-Lingby l-l Köge-Esberg 4-2 B 1909-KB 0-2 Staðan í dönsku 1. deildinni er sem hér segir: AGF 15 9 3 3 30-15 21 Lyngby 15 7 7 1 24-12 21 OB 15 7 5 3 18-12 19' Bröndby 15 7 3 5 28-16 17 Næstved 15 6 5 4 21-18 17 B 1903 15 6 4 5 15-15 16 Ikast 15 5 5 5 16-18 15 Köge 15 5 4 6 21-18 14 Hvidovre 15 5 4 6 15-19 14 Vejle 15 6 2 7 17-25 14 B 1909 15 4 5 6 21-25 13 Kolding 15 3 7 5 19-25 13 Esbjerg 15 6 1 8 21-28 13 B 93 15 2 7 6 16-19 11 KB 15 3 5 7 20-27 11 B 1901 15 3 5 7 14-24 11 sh. Bikar- keppni FRÍ 1. deild ■ Bikarkeppni FRÍ 1. deild, fer fram á Laugardalsvelli dagana 21. og 22. ágúst n.k.. Keppnin hefst klukkan 14.00. Þátttökufélög eru beðin um að senda liðsskipan og þátttökugjald til FRÍ í síðasta lagi n.k. þriðjudag 14. ágúst. Morten Frost er bestur í heimi ■ Með sigrum sínum á All England keppninni og á opna danska meistara- mótinu tryggði Daninn Morten Frost sér fyrsta sætið á lista yfir bestu badminton- leikara heims. Þar er hann settur fram fyrir Indverjann Prakash Padukone og Kínverjann Luan Jin. í kvennaflokki eru kínverskar stúlkur í efstu sætunum og er Li Lingwei í fyrsta sæti. Lene Köppen sem oft hefur leikið hér á landi er í fimmta sæti. Tekjur badmintonmanna erlendis eru töluverðar. Indverjinn Prakash hefur t.d. 150.000 ísl. krónur í tekjur af að leika badminton, en aðrir hafa rétt rúmleea 100.000 krónur í tekjur. Þeir eru alls ekkert llkir ■ Það vakti mikla athygli hér á dögunum þegar Manchester United lék á Laugardalsvellinum að nokkrum manni skyldi hafa dottið í hug að líkja þeim George Best og Norman White- side saman. Þeir eru mjög ólíkir leikmenn og leikstíll þeirra á fátt annað sameiginlegt en að þeir eru báðir snjallir. En það sem þeir eiga sameigin- legt er, að þeir eru frá Norður-írlandi og þar með er það upptalið. Lést vegna hundsbits ■ Fulvio Costa sem er ítalskur meistari í 1500 metra hlaupi innanhúss lést fyrir skömmu af völdum hundsbits. Hann fékk blóðeitrun í sárið og lést aðeins 22 ára að aldri. númer 9. ■ Envin Kostedde sem er 36 ára gamall og lék með Werder Bremen hefur gert samning við Osnabruck í 2. deild. Þar mcð hefur þessi fyrrverandi landsliðsmaður leikið fyrir níu félög á ferli sínum. Norðmenn unnu Svía ■ Við íslendingar höfum oft náð góðum árangri í knattspyrnulandsleikj- um gegn Norðmönnum. Þess vegna kemur á óvart hve sterkir Norðmenn virðast vera orðnir á knattspyrnusvið- inu. Svíar hafa lengst af verið taldir sterkastir Norðurlandabúa í knattspyrn- unni, en í fyrradag tóku Norðmenn sig saman í andlitinu og unnu Svíana 1-0. Það var þeirra þekktasti lcikmaður Tom Lund sem sá um að skora markið. 4. deild Úrslit ■ Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni fjórðu deildar í fyrrakvöld. Úrslit þeirra urðu: Þór Þ - Ármann 1-4 Leiftur - Reynir 2-1 Næstu leikir í úrslitakepninni verða leiknir á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.