Tíminn - 15.08.1982, Page 6

Tíminn - 15.08.1982, Page 6
spurningaleikur SUNNUDAGUR 1S. ÁGÚST 1982 ,ÞENNAN FJÖRÐ NAM ÞURÍÐUR RYMGYLTA9 ■ Eftir nokkurra vikna hlé - af ástæðum sem við hirðum ekki um að fara út í - hefst spurningaleikurinn hér að nýju. Form hans ætti að vera cðið gamalkunnugt, en ef nýir lesendur hafa bæst í hópinn skulum við skýra það í fáeinum orðum. Við erum að fiska eftir einhverju tilteknu atriði: manni, ártali, bók, landi, þjóð, náttúrufyrirbæri etc. etc., en í stað þess að spyrja hreint út gefum við nokkrar vísbendingar. Skal aðeins ein þeirra Iesin í einu. Hitti lesandi á rétta svarið strax við fyrstu bendingu getur hann gefið sjálfum sér fimm stig. Hafi hann ekki rétt svar kynnir hann sér þá næstu, og kveiki hann þá á perunni eru fjögur stig gefin. Og svo koll af kolli, þriðja vísbending gefur þrjú stig, sú fjórða tvö stig og sú fimmta - en þá ætti málið að liggja ljóst fyrir - eitt stig. Þannig er mest hægt að fá fimmtíu sig fyrir rétt svör í öllum tilfellum, strax við fyrstu vísbendingu, en enginn skyldi láta sér bregða þótt hann nálgist það mark ekki að ráði. Lesendum til viðmiðunar höfum við fengið ýmsa valinkunna menn til að spreyta sig á keppninni, tvo í hvert sinn, og heldur sá áfram keppni sem sigrar. Um þessar mundir er það Oddur Ólafsson, ritstjórnarfulltrúi hér á Tímanum, sem stendur sig best: við sjáum hér neðst á síðunni hvernig honum reiðir af nú. Svör finnast við hlið krossgátunnar. Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórda vísbending Fimmta vísbending 1. spurning Þennan Ijörð nam Þuríður rymgylta. Þar höfðu Hollendingar á fyrri öldum skipalægi og Norðmenn síldarverkun á Langeyri. Þar er bærinn Svarthamrar, þar sem mesti ferðalangur á Islandi á 17. öld fæddist. Hér stjómaði Hannibal Valdimarsson fyrsta verkafalli sínu. Þar er kauptúnið Súðavík. 2. spurning Þegar hrygning nálgast gerir hængur þessarar Tisktegundar sér kúlu úr slýþráðum, sem hann límir saman með efni úr nýrum sér og festir kúluna í botni. Gýtur hrygnan í hreiðr- ið. Algengur hér við land í ferskvatni og sjó, en er ekki eftirsóttur af öðrum vegna gaddanna. Aldur físksins er um þrjú ár. Hann er mjög gráðugur og er fæðan egg físka og seiöi, smá krabbadýr og ormar. Þessi fískar ganga í torfum og em eftirsóttir af börnum á lækjarbökkum og tjama. Málsháttur er til sem endar á nafni físksins en byrjar svona: „Syndum við Rskamir sögðu “ 3. spurning Það er spurt um kvikmynda- gerðarmann: hann teiknaði í eina tíð skopmyndir undir nafninu „Sir Gay“ Dcilur hans við rithöfundinn Upton Sinclair urðu afdrifarík- ar. Ein af mörgum frægum mynd- um hans var lauslega byggð á frásögn John Reeds, Tíu dagar sem skóku heiminn. Hann lést eftir mjög storma- sama ævi árið 1948, aðeins fímmtugur að aldri. Langfrægasta mynd hans er auðvitað Beitiskipið Pótem- kin. 4. spurning Eitt fyrsta hljúðfxri af þessu tagi, sem barst til íslands, mun Magnús Stephensen hafa eign- ast árið 1799. I sögu eftir Einar Hjörleifsson frá 1880 var það m.a. nefnt „leikaraspil“... ...en algengasta nafn þess er dregið af gríska orðinu yfír „verkfæri“ Mozart kallaði tól þetta „drottningu hljóðfæranna"... ...enda hefur það stærst tón- svið allra hljóðfæra. 5. spurning Jurt þessi er talin vera upp- runnin í héraði einu í suðvestur hluta Eþíópíu. Múslimar urðu fyrstir manna til að nýta hana, en sums staöar var hún bönnuð, þar cð afurðir hennar þóttu versta dóp... Hún barst til Evrópu á 16. og 17. öld og varð fljótt geysivin- sæl. Núoröið mun mest ræktað af jurtinni í Brasilíu... ...og þar, sem annars staðar, er framleiddur úr henni afar útbreiddur drykkur. 6. spurning Þetta eru verðlaun sem fyrstir fengu þeir Jean H. Dunant frá Sviss og Frédéric Passy frá Frakklandi. Carl von Ossietzsky fékk þessi verðlaun meðan hann sat í fangelsi. Meöal annarra sem hafa feng- ið þau eru Fridtjof Nansen, Albert Schweitzer, Banda- ríkjaforsctarnir Teddy Roose- welt og Woodrow Wilson, og George C. Marshall, hers- höfðingi. Á stríðstímum eru þessi verð- laun helst ekki veitt, nema þá Rauða krossinum. Andrei Sakarov komst fyrst í ’ann krappann eftir að hann hlaut þau. 7. spurning Síðasti konungur þessa lands dó í útlegð á Englandi árið 1932. Þar sem ríki þetta er nú herjuðu Lúsitaníumenn til forna gegn Rómverjum. Það var um hríð eitt mesta nýlcnduveldi heims. Nafn landsins er sagt vera dregið af rómverskri höfn, Portus Cale... ...og þar étinn saltfískur og dmkkið portvín! 8. spurning Faðemi hans er nokkuð á reiki... ...en móðirin hins vegar vel metin kona Tólf ára þótti hann svo vel að sér að fróðustu menn gátu ekki kennt honum neitt. I allfrægri könnun sem gerð var fvrir nokkrum ámm taldist hann þriðji áhrifamesti maður sögunnar - og þótti lítið! Á sínum tíma voru fylgismenn strádrepnir í Róm - „fremur fyrir andfélagslegt athæfí en íkveikjur," segir Tacitus. 9. spurning Hann er sagður fremur lág- vaxinn og feitlaginn, auk þess kallaður bestinjósnari i heimi. Hann fékk eitt sinn kveikjara að gjöf frá konu sinni... ...en konan sú, Ann að nafni, reyndist honum löngum þung í skauti Sömuleiðis sovéski njósnarinn Karla. Hann er skjólstæðingur Breta nokkurs, sem nefnir sig frönsku nafni. 10. spurning Fyrrverandi ástkona þessa fræga tónlistarmanns var mjög umdeild - sumir töldu að dauðinn fylgdi henni... Hann er talinn eiga mestan þátt í einhverju vinsælasta dxgurlagi síðari tíma, þó tveir séu skrifaðir fyrir því. Án efa er hann eini tónlistar- maðurinn sem dreginn hefur verið fyrir dóm og dæmdur til að halda ókeypis konsert fvrir blinda... ...en þá hafði hann verið handtekinn fyrir að hafa heró- ín í fórum sínum, en lagt hart að sér til að hætta neyslu þess. Hann spilar á gítar í einni frægustu rokkhljómsveit sem um getur. Egill hlóð Oddi ■ í gær lögðu þeir skipum sínum til orrustu Oddur Ólafsson, sem af mestum fræknleik hefur borið sigur af féndum sínum í þessari spurningakeppni að undanförnu og kumpánn hans í blaða- mannastétt, Egill Helgason, sem lesend- ur Helgar-Tímans munu kannast við. Varð fundur þeirra við Ásvallagötu, þar sem báðir eiga óðul sín og varð viðureignin hörð, sem vænta mátti af berserkjum úr blaðamannastétt, sem lengi hafa legið í víkingu á langhundum sínum og herjað á lesendur. Vörðust stafnbúar beggja af bogfimi og hreysti í öndverðri orrustunni, en svo fór að Egill kom krókum á skip Odds og hlóð honum í afturstafni um síðir og voru það ármenn Egils þeir George Smiley og Keith Richards sem veittu honum sárin. Það var reyndar Egill sem í upphafi stofnaði til þessarar spurningakeppni og hefur nú sjálfur sannað hve íþróttum búinn hann er á þessum vettvangi. Fyrsta spurning: Hvorugur þekktu þeir Egill eða Oddur Álftafjörð við ísafjarð- ardjúp og 0 stig hjá báðum. Onnur spurning: Þeir reyndust betur heima í náttúrufræðinni og hvor um sig hlýtur fimm stig. Þriðja spurning: Oddur bar ekki kennsl á Eisenstein fyrr en í síðasta skoti, en Egill var gleggri. Oddur eitt stig, en Egill þrjú. Fjórða spurning: Oddur hafði næmara tóneyra og þekkti orgelið við fyrsta tón þess, en Egill ekki fyrr en í þríundinni. Oddur fimm stig og Egill þrjú. Fimmta spurning: Oddur var meiri kaffimaður en Egill og þekkti jurt þessa strax, en Egili við þriðju tilraun. Oddur fimm stig en Egill þrjú enn aftur. Sjötta spurning: Oddur var seinni til sátta og friðar en Egill og bar kennsl á friðarverðlaun Nóbels í annarri tilraun, en Egill í fyrstu. 5-4 fyrir Egil. Sjöunda spurning: Enn var það landa- fræðin. Oddur tók land í Portúgal á þriðja degi, en Egill á fimmta. 3-1 fyrir Odd. Áttunda spurning: Báðir þekktu Hvíta- Krist að bragði og hvor fær fimm stig. Níunda spurning: Hér hallar óðfluga á Odd. Flugumaðurinn Smiley kemst að ■ Egill Helgason honum að óvörum og Oddur fær ekkert stig. Egill fær fimm. Tíunda spuming: Hér nær Egill að binda gítarstreng Keith Richards í boga sinn. ■ Oddur Ólafsson - Oddur fær ekkert stig, en Egill fær fjögur. Sem sagt: Oddur fær 28 stig, en Egill 34.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.