Tíminn - 15.08.1982, Page 17

Tíminn - 15.08.1982, Page 17
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 17 að segja henni frá því. Þeir telja að þannig sé auðveldara að venja hana smátt og smátt af lyfinu. „En þá heldur konan að hún sé aðeins að glíma við valíumneyslu sína, þegar hún er ekki einu sinni byrjuð,“ segir Prentice. Leiðin til þess að hætta benzódíazepín hlýtur því að gera það smátt og smátt, án þess að önnur lyf komi í staðinn. Lader telur einn mánuð hæfilegan tíma, þó það sé vissulega einstaklingsbundið, en hann leggur áherslu á að þetta ætti að gerast undir eftirliti lækna. Sú athygli sem beindist að valíum fyrir nokkrum árum gerði það að verkum að það komst í tísku að vera á móti þeim, og þeir sem eru háðir lyfinu tóku að þjást af sektarkennd ofan á allt annað. „Það er engin ástæða til að hafa sektarkennd,11 segir Hilary Prentice, „vegna þess að fólkið hóf lyfjaneysluna í góðri trú. Það vissi ekki hvað myndi gerast.“. Tvær breskar konur, Dorothy og Marion, hafa nýlega sett upp hjálpar- miðstöð fyrir þá sem eru að reyna að hætta valíum-neyslu, en þær eru báðar fyrrverandi valíum-sjúklingar. Svo margar hjálparbeiðnir bárust til þeirra, bæði gegnum síma eða bréfleiðis, að þær eru nú að reyna að koma á fót fleiri slíkum miðstöðvum um landið allt, í samvinnu við Release. „Það er mikil- vægt að fólk geri sér grein fyrir því að fráhvarfseinkennin geta haldist í langan tíma,“ segir Dorothy. „Ég þekki nokkur dæmi um tilfelli þar sem fráhvarfsein- kennin hurfu ekki fyrr en eftir tvö ár, og var neyslunni þó hætt smátt og smátt. Eitt helsta vandamálið er þó það að fyrir flesta tekur langan tíma að manna sig upp í að hætta. Það hjálpar mikið að hafa einhvern til að ræða við um þetta vandamál." Hvers vegna nær eingöngu konur? Það eru nú tvö ár síðan Dorothy át valíum í síðasta sinn, en undir lokin var hún farin að neyta 70 milligramma á dag, eða rúmlega tvöfalds lágmarksskammts. Hún segir: „Maður verður að læra að það er hægt að bregðast við vandamál- um öðruvísi en að fá sér pillu. Það hefur hvert áfallið af öðru dunið yfir mína fjölskyldu en þá hef ég staglast á því við sjálfa mig að morgundagurinn hljóti að verða skárri en dagurinn í dag.“ Náttúrlega getur þetta verið afar erfitt, en verra er þó að gleypa töflu af valíum, sem aldrei var hugsað sem allsherjar- lausn á persónulegum vandamálum. Lader segir að fólk verði umfram allt að takast á við vandamál sín, viðurkenna stresseinkennin og reyna að þola þau, og Hilary Prentice segir að besta leiðin sé að veita öllum tilfinningum sínum einhverja útrás. „Að skjálfa getur verið leið til að losna við ótta,“ segir hún, „og grátköst losa um sársauka." Áðumefnd Dorothy leggur á hinn bóginn áherslu á að vandamál séu rædd, svo að fjölskylda og vinir þess sem er illa á sig kominn skilji hvað um er að vera. En hvernig stendur á því að hér hefur nær eingöngu verið rætt um konur? Hvers vegna er svo mikill meirihluti valíum-neytenda konur? Er það vegna þess að samkvæmt hefðinni verða konur að sjá um heimilið og stress ræðst því harkalegar að þeim en körlum, eða er það vegna þess að karlar eiga auðveld- ara með að fá útrás með drykkju? Eða skiptir hér máli við hverju karlar búast af konum? Joanna Murray hefur undanfarið unnið að rannsókn á félags- legum þáttum í neyslu róandi eða örvandi lyfja hjá sálfræðistofnun Lun- dúna. Hún spyr: „Getur það verið að konur hafi fleiri sálfræðileg vandamál en karlar, eða getur skýringin verið sú að læknar, sem flestir eru karlar, hneigjast til þess að álíta að svo sé? Það má líka spyrja hvort konur séu einfaldlega færari um að lýsa tilfinningum sínum en karlar. Konur geta áttað sig á því að verkurinn í öxlinni stafar af stressi, en karlar segja aðeins að þeim sé illt á þessum og þessum stað.“ Hver svo sem ástæðan er, þá er það altént ljóst að þessi vandi er raunverulegur, ekki ímyndaður. Konur taka miklu meira af valíum en karlar. Heilaskemmdir? Malcolm Lader, prófessor, segir að þrátt fyrir stóraukna umræðu um afleiðingar af notkun valíum og skyldra lyfja, þá sé enn margt órannsakað, og raunar hafi yfirborð vandamáls enn varla verið nema léttilega gárað. „Hvert það lyf sem hefur áhrif á heilann í meira en fimm ár verður að taka alvarlega," segir hann. „Heilinn hefur ekki enda- laust viðnámsþol.“ Nýjar rannsóknir hans hafa gefið til kynna heilaskemmdir hjá þeim sjúklingum sem lengst höfðu tekið lyfið, svipaðar þeim heilaskemmd- um og gera vart við sig hjá áfengissjúkl- ingum, en að vísu á lægra stigi. Lader leggur áherslu á að þessa hlið málsins hafi hann enn ekki kannað nógu nákvæmlega til að taka af skarið um orsök eða afleiðingu, en þessi tíðindi virðast mjög alvarleg. Allir þeir sem rætt var við í þessari grein tóku fram að það væri ekkert athugavert við að taka benzódíazepín- lyf um skamma hríð. Þau geta bæði verið eins konar bauja til að ná taki á stórsjó, eða róað stressaða manneskju nægilega mikið til að hún geti síðan sjálf glímt við erfiðleika sína. En séu lyfin notuð sem hækja er illt í efni, því sú hækja þolir ekki þyngd sjúklingsins. Fyrr eða síðar hlýtur hann að detta og fallið getur orðið slæmt. Fáir geta víst búist við því að sleppa jafn vel og Barbara Gordon sem dansaði eins hratt og hún gat, og hafði á endanum upp úr því metsölubók og kvikmynd. En þeir sem vilja berjast gegn lyfjanotkun sinni geta að minnsta kosti haft hugfast að morgundagurinn hljóti að verða skárri en dagurinn í dag. - ij endursagði. ■ Jiil Clayburgh leikur aðalhlutverkið í myndinni I’m Dancing As Fast As I Can, þar sem fjallað er um vandamál konu sem reynir að hætta valíum-neyslu, og tekst það eftir ógnvænlega baráttu. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Barböru Gordon, en fjöldi kvenna hefur svipaða sögu að segja. BÆNDUR - SUMARBÚ STAÐAEIGENDUR FOSS — ROTÞRÆH Nú er rétti tíminn til að notfæra sér auðvelda lausn á skólpvandamálinu. FOSS — ROTÞRÆR eru úr trefjaplasti og því níðsterkar. FOSS — ROTÞRÆR þola mikinn þrýsting og hafa langa endingu FOSS — ROTÞRÆR eru tilbúnar til notkunar, léttar í meðförum og auðvelt að setja þær niður FOSS — ROTÞRÆRNAR eru framleiddar i mörgum stærðum, sem henta sumar- bústöðum, bændabýlum og stærri sambýlum. $ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR r . i r s t i rt i /\ i\ i r\ r ri r» a » i t 1 'i i t\ /i » »1 w i si JÐURLAN DSBRAU T J? SIMI8/U3-1 OG KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT HVAÐ MEÐ ÞIG ||U^FEROAR Við erum til á lagernum Þess vegna bjóöum viö þrjá Bedford Körfubíla, sem eftir eru á sérlega hagstæöu veröi: Aöeins kr. 102.350 stykkiö. Greiðsluskilmálar eru ekki síöri: 33% útborgun (33.775 kr) og eftirstöövar á 12 mánuðum. Bílarnir eru árg. '70/ ‘71, nýsprautaöir og nýuppgerðir. Þeir eru meö Simon 28-körfuútbúnaöi, sem lyftir 170 kg upp í 8,5 m vinnuhæö. pnunn/on &vnu/on Klapparstíg 16 Símar: 91-27745 — 27922

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.