Tíminn - 15.08.1982, Page 22

Tíminn - 15.08.1982, Page 22
SUNNUÐAGUR 15. ÁGÚST 19*2 22 Wimwrn ■ Afríka er óróleg heims- álfa. Byltingar, byltingar- tilraunir, uppreisnir og stríð eru nær daglegt brauð einhvers staðar í álfunni. Leiðtogar, sem sjálfir komust flestir til valda eftir byltingar, lifa í stöðugum ótta við gagnbylt- ingu og síðan útlegð eða dauðadóm. Kannski þeir slappi samt af næstu árin. Brjálaði Mike hefur verið dæmdur í 20 ára fangelsi í Suður-Afrfku, því landi sem undanfarna tvo áratugi hefur vemdað hann gegn óteljandi óvinum. Hver Brjálaði Mike er? Hann heitir Hoare og kallar sig ofursta, er alveg efunarlaust frægasti málaliði heims, og starfar auk þess sem ráðgjafi ýmissa uppreisnar- og and- spyrnuhreyfinga. Brjálaði Mike vinnur reyndar ekki fyrir hvern sem er. Hann er vandur að virðingu sinni og ræður sig aðeins í þjónustu þeirra sem ekki geta talist sósíalistar á neinn hátt. Nú hefur hann verið dæmdur fyrir flugrán í nóvember á síðasta ári, eftir að hann hafði, ásamt 44 félögum sínum, gert tilraun til að steypa stjórninni á Seychelle- eyjum, sem eru á Indlands- hafi, ekki langt undan vestur- strönd Afríku. Tilraunin fór út um þúfur, og Brjálaði Mike og málaliðar hans komust undan með því að ræna flugvél frá Indian Airlines, og fljúga henni til Durban í Suður- Afríku. Par var hann hand- tekinn og nýlega lauk loksins réttarhöldunum í máli hans, en þau cru hin umfangsmestu sem haldin hafa verið í sögu Suður-Afríku. Meðan á réttar- höldunum stóð gerðu fjölmörg Afríkuríki kröfu til að fá Brjálaða Mike framseldan en rétturinn virti þær kröfur að vettugi. Hann var sem fyrr segir dæmdur í 20 ára fangeisi, en þar af eru 10 ár skilorðs- bundin, vegna þess að hann vildi endilega taka tillit til aldurs Brjálaða Mike (en hann Japanir endurrita söguna: „Innrás" verður að „liðsflutningum" ■ Kínverjar eru þrautþjálf- aðir í að endurrita söguna. Þegar menningarbylting hófst breyttist fortíð Kína skyndi- lega mjög verulega, og eftir að Maó Zedong lést hefur hann jafnvel verið máður út af Ijósmyndum. Því þóttu ofsa- fengnar ásakanir Kínverja, um að nágrannaþjóðin Japanir væru að endurskrifa söguna, í fyrstu koma úr hörðustu átt - eða þar til farið var að athuga málið betur. Það vill svo til að í apríl á næsta ári mun koma út í Japan endurskoðuð útgáfa mannkynssögubókar fyrir menntaskólanema, og þar er vikið svo rækilega frá hefð- bundinni söguskoðun að ekki aðeins Kínverjar hafa mót- mælt, heldur flestar þjóðir Asíu. Dæmi: Fjöldamorðin í Nanking 1937 hefur hingað til verið lýst sem fjöldamorðunum í Nank- ing 1937, þar sem Japanir hafa „myrt, rænt og brennt“ uns 200 þúsundir Kínverja lágu dauð- ir. í nýju bókinni er þetta alls ekki kallað fjöldamorð. Tölu látinna hefur verið sleppt og látið er í veðri vaka að japönsku hermennirnir hafi aðeins verið að hefna félaga sinna. Innrás japanska hersins í Mansjúríu áður en síðari heimsstyrjöldin hófst hefur til þessa verið nefnd „innrás", „árás“ og „heimsvaldastefna". Nú heitir þessi atburður „sókn“ og „liðsflutningar". Búið er að þurrka út allar málsgreinar sem sögðu frá þrælkunarvinnu kórenskra fanga í Japan meðan á stríðinu stóð, og tala kínverskra fanga í sömu „vinnu“ hefur verið lækkuð um 20%, eða niður í 40 þúsundir, án þess að vitað sé um ný gögn sem styðji þessa lækkun. Uppreisn í Kóreu óskipulögð uppþot æsingamanna? Uppreisn Kóreubúa gegn nýlendurherrum Japans árið 1919 hefur allt fram á þennan dag verið talin nokkuð mikil- vægur atburður í sögubókum, japönskum sem öðrum. Nýja útgáfan gefur í skyn að um hafi verið að ræða óskipulögð uppþot æsingamanna. Alls ekki er getið um þær sjö þús- undir sem Japanir myrtu í kjölfar uppreisnarinnar, né heldur um allar þær kóreönsku kirkjur sem þeir brenndu til grunna. „Leiðréttingar" af þessu tagi hafa valdið því að stjórnirnar í Norður- og Suður-Kóreu hafa sent yfirvöldum í Japan harðorð mótmæli, og mörg ríki í Suðaustur-Asíu sömu- leiðis. Viðbrögð Kínverja eru þó lang harkalegust enda eiga margir enn um sárt að binda síðan Japanir fóru hamförum í Kína á árunum 1933-45. Kín- verjar hafa rifjað upp stríðs- rekstur Japana í landinu í löngu máli og birt myndir af hrottalegum hermdarverkum, meðal annars af kínverskum föngum sem notaðir voru sem fórnarlömb í æfingum jap- er orðinn 63ja ára, kallinn) og „and-marxískra sjónarmiða hans.“. Réttarhöldin snérust fyrst og fremst um flugránið en hann var ekki einu sinni ákærður fyrir valdaránstil- raunina á Seychelle-eyjum. ■ Brjálaði Mike. Fé hefur verið lagt til höfuðs honum í fjölmörgum Afríkuríkjum. Eina ákæran sem hugsanlega laut að þeim atburði var sú að hann hefði stofnað lífi annarra í hættu. Og það er alveg óumdeilanlegt - Brjálaði Mike hefur lítið annað gert í lífinu en stofna öðrum í hættu. Frægur í Kongó-stríðinu Thomas Michael Bernard Hoare, sjálfskipaður ofursti, fæddist á frlandi og lærði til hermanns í síðari heims- styrjöldinni, en þá var hann í breska hernum og barðist meðal annars gegn Japönum í Búrma. í rúman áratug fór fáum sögum af honum en árið 1960 varð hann víðfrægur og hataður, málaliði í borgara- stríðinu sem braust út í Kongó (síðar Zaire), er landið fékk sjálfstæði frá Belgíu. Mála- liðar komu mjög við sögu í þessu borgarastríði, sem stóð í mörg ár eða þar til hersveitir Sameinuðu þjóðanna sóttu inn í héraðið Katanga og skildu stríðsaðilana að. Teiknimyndasaga um páfann! ■ Jóhannes Páll páfi hefur einhvern veginn haft lag á því að gera sig hjartfólginn mann- kyninu. Þessi Pólverji, sem upphaflega hét Karol Wojtyla, hefur á ýmsan hátt farið aðrar leiðir í starfi en títt var um fyrirrennara hans, og af sjálfu sér leiðir að honum er öðruvísi tekið. Eða skyldi einhverjum hafa dottið í hug að gera teiknimyndasöguhetju úr hin- um stranga Páli páfa sjötta? Aldeilis ekki. En nú er Jóhannes Páll orðinn slík „kartún" hetja - í Ameríku auðvitað, þar sem útgáfufyrir- tækið Marvel Comics hefur sett á markað 64ra síðna hefti sem ber heitið Líf Jóhannesar Páls páfa annars. Fyrirtæki þetta hefur hingað til verið þekktast fyrir að gefa út sögur um „Jötuninn ógurlega" og aðra slíka, en nú hefur páfinn sem sé bæst í hópinn. Það segir sig sjálft að páfinn hefur lagt blessun sína yfir þessa útgáfu. Ævi hans hefur reyndar verið að mörgu leyti viðburðarík, en að hún skyldi vera talin „komix-stöff“ - það grunaði okkur ekki... Brjálaði Mike Stríð þetta þótti mjög grimmdarlegt og mörg hryðju- verk framin af báðum aðilum, og það var þarna í Kongó sem T.M.B. Hoare fékk nafnið Brjálaði Mike. Sögumar um afrek hans em afar litríkar, en alveg áreiðanlega orðum aukn- ar. Það er vitað að hann bjargaði fjölda Evrópubúa frá hefndaræði Afríkumanna, en hitt er líka vitað að mennirnir í liði hans vom alræmdir fyrir að skilja eftir sig slóð nauðg- ana og rána, hvar sem þeir fóm. Eftir að stríðinu í Kongó lauk settist Brjálaði Mike að í Suður-Afríku og gerðist end- urskoðandi! En það er illt að kenna gömlum hundi að sitja og oft hvarf hann á braut frá heimabæ sínum Pietermaritz- burg, og kom af stað bylting- um, uppreisnum eða smáskær- um hér og hvar í Afríku. Nóg af slíku í álfunni undanfarið og margir sem töldu sig þurfa á þjónustu „sérfræðings" eins og Brjálaða Mike að halda. Nú er svo komið að fé er lagt til höfuðs honum í fjölda ríkja í Afríku, en hann hefur jafnan átt sér bakjarl, þar sem er stjórnin í Suður-Afríku. Eins og fyrr greindi berst Brjálaði Mike aðeins gegn þeim sem hann sjálfur stimplar sósíalista og það fellur ráðamönnum í Pretoriu ágæta vel í geð. Oftast hafa þeir því lokað augunum þegar Brjálaði Mike fer í stríð, en þess eru líka dæmi að hann hafí fengið vopn, hermenn og peninga frá stjórninni. Dæmdur tíl dauða í Súdan Stjómin í Suður-Afríku tók líka þátt í ævintýri einu sem snerti Brjálaða Mike óbeint. ■ Brjálaði Mike í gamla daga, þegar hann stjórnaði sveit málaliða í her Tsjombes.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.