Tíminn - 27.08.1982, Side 4

Tíminn - 27.08.1982, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 fréttir Þjófnaður á sýningunni Heimilið Fingralangur hrifsaði med sér talstöö ■ Fingralangur hrífsaði með sér tal- stöð af gerðinni Motorola úr sýningar- bás Kristins Gunnarssonar og co. á sýningunni Heimilið '82 á miðvikudags- kvöld. Sá sem gætir sýningarbássins þurfti að bregða sér frá um stund og þegar hann kom til baka var stöðin á bak og burt. Fjöldi gesta var á sýningunni þegar þjófnaðurinn var framinn. Að sögn rannsóknarlögreglu ríkisins er umrædd talstöð mjög verðmæt, kostar marga tugi þúsunda. Ekki mun hún koma þjófnum að gagni því til þess að fá hana tengda þurfa að fylgja henni ýmsir pappírar, sem ekki er hægt að nálgast nema hjá Kristni Gunnarssyni og Bifreið valt á Vesturlands- ■ Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík eftir að bíll hans valt í Vcsturlandsvegi, við Keldnaholt, á átjánda tímanum í gær. Maðurinn var ekki talinn alvarlega slasaður. Hins vegar skemmdist bíll hans talsvert og þurfti að flytja hann af vettvangi með kranabíl. - Sjó. 'Aætlun Akraborgar tvö skip í feröum Gi/dir frá 22. júli 1982 MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR OG Frá Ak 08.30 10.00 11.30 13.00 14.30 16.00 17.30 20.30 -Frá Rvik 08.30 10.00 11.30 13.00 14.30 16.00 17.30 19.00 22.00 FIMMTUDAGUR FráAk FraRvik MIÐVIKUDAGUR FráAk. FráRvik 08.30 11.30 14.30 17.30 20.30 10.00 13.00 16.00 19.00 22.00 FÓSTUDAGUR FraAk. FráRvik 08.30 10.00 11.30 13.00 14.30 16.00 17.30 20.30 10.00 11.30 13.00 14.30 16.00 17.30 19.00 22.00 LAUGARDAGUR FráAk FráRvík 08.30 10.00 11.30 13.00 14.30 16.00 17.30 19.00 20.30 22.00 SUNNUDAGUR FráAk. FráRvik 10.00 11.30 13.00 14.30 16.00 17.30 19.00 20.30 22.00 08.30 10.00 11.30 13.00 14.30 17.30 08.30 10.00 11.30 13.00 14.30 16.00 19.00 08.30 11.30 16.00 17.30 19.00 20.30 22.00 10.00 13.00 16.00 17.30 19.00 20.30 22.00 Simar: Reykjavik 91-16050 - Simsvari 91-16420 Akranes: 93-2275 ■ Skrilslola: 93-1095 hfJCwalÍ LLAGRIMUR. Akmborf; þjónusta mU.lt hafna þrfr dómarar ráðnir tímabundið að Hæstarétti: „GERIR KLEIFT AD DÆMA í MIKUIFLEIRIMÁLUM — segir Björn Helgason, Hæstaréttarritari ■ Þrír dómarar hafa verið ráðnir að Hæstarétti frá 15. september til 30. júní á næsta ári. Dómaramir em Guðrún Erlendsdóttir, lektor við lagadeild H.Í., Guðmundur Skaftason, hrl. og Guð- mundur Jónsson, borgardómari. Ráðn- ing þessi er í samræmi við lög sem samþykkt vom á Alþingi s.l. vetur. „Fjölgunin gerir Hæstarétti kleift að dæma í miklu fleiri málum en verið hefur. Mál verða flutt 5 daga vikunnar í stað þriggja og svo verða 11 dómarar í gangi í stað 8,“ sagði Bjöm Helgason, Hæstaréttarritari í samtali við Tímann í gær. „Við vonum að sjálfsögðu að þetta verði til að grynnka eitthvað á þeim málum sem fyrir liggja,“ sagði Bjöm. Sem kunnugt er hafa mál oft verið æði lengi fyrir Hæstarétti. Bjöm sagði, að algengt væri að einkamál væm rúmt ár fyrir réttinum, en opinber mál eitthvað skemur. - Sjó. ■ „Þessu máli er ekki lokið af okkar hálfu,“ sagði Guðrún Jónsdóttir borgar- fulltrúi kvennaframboðsins um lóðamál Kolsýmhleðslunnar. „Framkoma borg- arstjóra er svo dæmalaust siðlaus og fyrir neðan allt velsæmi, að annað eins hefur tæpast sést í opinbera lífi,“ bætti hún við. Kolsýmhleðslan sf. er á lóð nr. 12 við Seljaveg í Reykjavík og fékk í upphafi lóðasamning þar til 30 ára. Núersá samningur kominn á enda og fyrirtækið sótti um til borgarstjórnar að samningur- inn yrði framlengdur um 30 ár. Eftir umsagnir viðkomandi nefnda, sem ekki vom allar góðar, ákvað borgarráð að reyna að komast að samkomulagi við fyrirtækið um flutning í eitt af nýjum iðnaðarsvæðum borgarinnar. Við það var ekki komandi af hálfu fyrirtækisins. Þá samþykkti borgarráð að heimila framlengingu samningsins um tíu ár. Það gerðist síðast liðinn vetur. Ekki varð samt úr að samningurinn yrði staðfestur með undirskrift borgar- stjóra og tóku að berast mótmæli frá íbúum í grenndinni, sem þótti að hætta gæti skapast af starfseminni, auk þess sem þeim þótti ekki sem best umgengni umhverfis fyrirtækið.- Guðrún Jónsdóttir óskaði svo eftir að Ibúar í grenndinni óttast að hætta geti stafað frá Kolsýrahleðslunni sf. auk þess sem þeim þykir umgengnin ekki sem best. Borgarstjóri undirritar lódasamning við Kolsýruhledsluna áður en málið er tekið fyrir aftur í borgarráði: „Þessu máli er ekki lokið af okkar hálfu” — segir Guðrún Jónsdóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðsins: málið yrði tekið upp aftur til umræðu í borgarráði og var það sett á dagskrá fundar borgarráðs á þriðjudaginn var. En tveim dögum áður en málið skyldi tekið til umræðu vatt borgarstjóri sér í það á sunnudegi að staðfesta samning- inn. Guðrún Jónsdóttir sagðist telja að borgarstjóri hefði lagalegan rétt til að ganga frá málinu á þennan hátt, en bætti við að ef orðtakið „löglegt en siðlaust11 ætti nokkurs staðar við þá væri það hér. Hún var spurð hvort hún vildi leiða getum að tilgangi borgarstjóra með þessu athæfi. Hún sagðist telja að borgarstjóri hefði séð fram á að hann hefði ekkj stuðning meirihluta borgar- ráðs í þessu máli og því kosið að gera út um málið á þennan hátt fyrirfram. „Annars er þetta sýnilega eitt málið enn af því tagi, þar sem óskir almennra borgara eru troðnar undir af hagsmun- um þeirra sem hafa peninga,“ sagði Guðrún. Tíminn reyndi að ná sambandi við Davíð Oddsson borgarstjóra í gær, til þess að bera undir hann ummæli Guðrúnar, en tókst ekki að finna hann. Þegar mál þetta kom fyrir borgarráð síðast liðinn þriðjudag vom greinilega mismunandi sjónarmið uppi um það, því ekki vom færri en sex bókanir gerðar um málið. Guðrún Jónsdóttir og Sigurjón Pétursson lögðu sameiginlega fram bókun þar sem þau benda á að augljóslega hafi verið óskað eftir að málið yrði tekið upp aftur í borgarráði, á þeirri forsendu að enn hafði ekki verið gengið frá samningnum, svo og því að íbúar í grennd við fyrirtækið vom óánægðir með framlenginguna. Bókun þeirra lýkur með þessum orðum: „Þessi vinnubrögð em fáheyrð, og sem betur fer sjaldgæft, að borgarráði sé sýnd slík óvirðing sem borgarstjóri gerir nú. Við mótmælum þessum vinnubrögðum harð- lega.“ Albert Guðmundsson lagði fram svofellda bókun, sem ekki verður gerð tilraun til að skýra hér: „Þrátt fyrir ítrekaðar óskir mínar um, að samningurinn við Kolsýmhleðsluna hf. yrði ræddur á ný í borgarráði, áður en til undirskriftar kæmi, þá mótmæli ég öllum fullyrðingum, sem fram koma í bókun minnihluta borgarráðs og gagnrýna embættisgjörðir borgarstjóra. Borgarstjóri er hér að reka endahnút á samninga, sem borgarráð hefur þegar samþykkt. Kosning nýs borgarráðs fellir ekki úr gildi samþykktir frá fyrra kjörtímabili. Skoðun mín er sú, að umrætt borgarhverfi eigi að skipuleggja sem íbúðahverfi og hverfa hið fyrsta frá skipulagi um iðnaðarhverfi á umrædd- um stað.“ Markús Öm Antonsson lét bóka að engin breyting hefði orðið á efni þessa máls, síðan það var samþykkt í borgarráði í nóvember í fyrra og þess vegna hafi borgarstjóri „í einu og öllu farið eftir ákvörðun borgarráðs, og er það í samræmi við embættisskyldur hans.“ Borgarstjóri lét bóka að sér hafi verið bæði rétt og skylt að undirrita lóðar- samninginn, enda hafi engin bein tillaga komið um annað. Þá komu Sigurjón og Guðrún með aðra bókun þar sem þau segjast ekki rengja lagalegan rétt borgarstjóra til að ganga frá samningnum, heldur mótmæli þau vinnubrögðum hans, sem þau segja að sýni gerræði hans í embættisrekstri. Síðust kom svo bókun frá Kristjáni Benediktssyni, þar sem hann taldi að tíu ára framlengingin gefi Kolsýrahleðsl- unni ótvírætt í skyn að hún fái lóðina ekki til frambúðar. -SV. BÍLASALA DOTTIÐ NIÐUR í VIKUNNI ■ „Það gengur ekkert, við seldum nokkra bíla fyrir hækkun, en ekkert síðan,“ sagði sölumaður hjá einu bílaumboðinu. Annar sagði: „Það kom afturkippur fyrst, þó er fólk nú þegar farið að taka við sér. Það er eins og fólk haldi að þessir kallar sem felldu gengið, séu rétt að byrja." Almennt kom fram, þegar Tíminn leitaði upplýsinga hjá bílaumboðunum að sala hefði alveg dottið niður, í þessari viku. Einn sagðist þó vera búinn að selja tvo bíla og annar bar sig vel og sagðist vera búinn að selja marga, en vildi ekki segja hvað marga. Aftur á móti vom flestir salar notaðra bfla á þeirri skoðun að kippur hefði komið í söluna, strax eftir helgina, en margir sögðu að það hefði bara verið smákippur, sem væri liðinn hjá. Einn bílasalinn var mjög ánægður og sagði að nú væri salan ævintýralega góð. „Ég ei búinn að selja 18 bfla í dag,“ sagði hann. Þeir sem vom spurðir sögðust búast við að á næstu vikum verði mikið að gera í sölu á notuðum bflum, vegna þess að það taki alltaf nokkum tíma að þeir hækki í verði við svona efnahagsaðgerð- ir. Að því hljóti þó að koma, en þangað til búast þeir við góðri sölu. SV

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.