Tíminn - 27.08.1982, Síða 9

Tíminn - 27.08.1982, Síða 9
FðSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 9 ■ Til eru menn sem eru með þeim ósköpum fæddir, að þeir halda alltaf, að aðrir séu vitlausari en þeir sjálfir. Blaðamannastéttin býður okkur upp á mikil firn af flónsku. Þeir halda að við séum svona skelfilega þunn í roðinu. Til eru menn, sem eru með þeim ósköpum fæddir, að þeir halda alltaf, að aðrir séu vitlausari en þeir sjálfir. Blaðamannastéttin býður alltaf upp á fim af flónsku. Þeir halda, að við séum svona skelfilega þunn í roðinu. Ja, hvað eiga mennimir að halda, ef við afþökkum ekki skemmtiefnið þeirra? Afvegaleidd eðlishvöt, sem nefnist forvitni, veldur því, að fólk beiðist ekki undan ófögnuðinum, sem kallar sig Ijölbreytni og þjónustu við almenning, í stað gömlu nafngiftanna, sem ég nefndi áðan. Framtaksleysi og hógværð veldur því einnig, að hinn almenni lesandi hefur ekki fyrir löngu skrifað blaði sfnu og sagt: - Hingað og ekki lengra. Ég er hvorki alæta né sorptunna. Ég er ekki að atyrða þá, sem rita forystugreinar blaðanna og sitthvað um landsins gagn og nauðsynjar. Þeir hafa margir verið með ágætum ritfærir. Og ekki verður þess krafizt, að allir séu snillingar. Hins vegar hlýtur stjóm blaðs að bera ábyrgð á málfari og smekkvísi hinna ýmsu blaðamanna. Svo margt er til af pennafærum mönnum í landinu, að óþarft er að velja til starfa bögumælta menn með subbulegan munnsöfnuð. Slíkir kækir munu eiga að koma í stað fyndni. En margir segja, að fyndni sé að deyja út, hvemig sem á því stendur. Hvað ætli yrði sagt um knattspymu- félag, sem byði okkur upp á að sjá mann, sem hnyti í hverju spori - og það fyrir peninga? Hvers á orðsins list að gjalda, fremur en aðrar íþróttir? Dagblöð móta skoðanir og almennings- álit. En þau móta Ifka tízku. Einkum höfða þau til ungu kynslóðarinnar, bregða upp fyrirmyndum handa henni, setja goð á stall handa henni til að dýrka. Æskunni er bent á markmið og leiðir til að Ieita gleði og gamans. Mjög er þetta á einn veg: Hetja dagsins er sá, sem brýnir gogginn í hljómplötuiðnaðinum, sá sem sparkar hæst og sú, sem fækkar fötum af mestri undirgefni á almannafæri. Það er aftur á móti sjaldgæft, að sagt sé ítarlega frá piltinum eða stúlkunni, sem tekur glæsilegt prófi í skólanum sínum. Námsafrek eru þó ekki eintóm Guðs gjöf. Þau eru líka mannskapur og dugnaður. Ég mundi glöð og forvitin lesa langt viðtal um vinnubrögð nem- andans, viðhorf hans til bókmennta, skoðanir hans á skólakerfinu, skemmt- ununum - og á mannlífinu yfirleitt. Ég hefði líka gaman af að sjá góða mynd af honum og vita, hverra manna hann er. En hann er ekki hetja dagsins, duglegi, reglusami námsmaðurinn. Þá þykir það heldur ekki fréttnæmt, að unglingsstúlka sé fullgildur háseti, eftir langt volk á sjónum með pabba sfnum á trillunni. En stúlka, sem lætur mynda á sér ber brjóstin er kvenhetja dagsins - þó að enginn lifandi maður nenni að hneykslast á tiltækinu. Hálfsíður af drengstaula, sem stendur gleiður og gapir ofan í kok, er birt handa unga fólkinu að dýrka og líkja eftir. Það er síður verið að skyggnast um eftir komungum strákum, sem orðnir eru « sjógarpar og aflamenn, mynda þá og spyrja þá, hvað þeir hafi verið gamlir,! þegar þeir fóru fyrst á flot - og því síður spyrja þá, hvernig þeim líki skólasetan, níu mánuðir á ári, níu ár í röð. Og vel mætti spyrja þá, hvort þeir séu ánægðir með að sjá aurana sína hverfa í botnlausa hít kaupahéðna, sem græða á skemmtunum og unglingatfzku alls- konar. Niðurstaðan verður sú, að ungum blaðlesanda skilst, að það eina sem máli skipti, sé að sýna sig nær alstrípaðan framan við ljósmyndavél og brýna röddina inn á segulband. Auðvitað er fagursköpuð mannvera prýði sköpunarverksins og söngurinn „englamál", eins og skáldið segir. En dýrkun kann sér venjulega ekki hóf. Hefst á væmni og endar í æði. Auk þess sem ómerkilegar auraveiðar sigfa undir fölsku flaggi. Bráðum er komið mál til að segja við nektarljósmyndara og hljómplötusala: Hóf er í hverju bezt. Það kemur úr hörðustu átt, þegar blaðamenn gera fjölbreytni að kjörorði sínu. Þeir lfkjast einmitt hver öðrum svo átakanlega í fábreytni orðavals og hugmynda. Engu er líkara en þeir fái heimsenda með hraðboða hverja nýja þynnkufyndni og enskættuð orðskrípi. Blaðamenn grípa þetta á lofti og endurtak^í sífellu, eins og þeir búi í bergmálshelli. Og þá verður nýjabragð- ið fljótt bara að leiðindageispa. Neytendasamtök eru mjög í tízku. Talað er um tónlistameytendur og bókaneytendur. Því ekki að stofna neytendasamtök blaðakaupenda? Við getum þá beðist undan verðhækkun blaða og sívaxandi efni, sem er að kæfa bókhneigð okkar og fylla sorptunnurnar. Ég þekki marga, sem alltaf þóttust þurfa að kaupa minnst tvö, blöð. Nú segjast þessir menn varla hafa efni á að kaupa eitt blað. Þetta er slæmt. Fróðlegra þykir mér að sjá, hvað andstæðingurinn segir um fomstugrein- ina í blaðinu mínu en að eiga kost á heilsíðugrein um einhvem fantinn, ásamt myndum af þeim, sem hann murkaði úr lífið og af þeim kven- sniptum, sem hann var í þingum við. Með öðmm orðum: Minna lesmál. Ódýrara blað. Skárra blað. Hlutur þeirra, sem hneigjast til draumóra um manndráp og misþyrming- ar er heldur ekki fyrir borð borinn Sjónvarpið sér fyrir því af ótrúlegri eljusemi. Margoft hefur verið fundið að ofbeldissýningum sjónvarpsins. En það er eins og skvetta vatni á gæs. Dagblöðin þurfa víst ekki að hljálpa til við þá stórslátmn, sem fer fram á „skjánum“. Mörg samtök hafa risið upp, sem : kenna sig við vemd alls konar. Og ekki sé ég betur en brýnasta þörf okkar sé einmitt að vemda það, sem við eigum, fremur en leita langt yfir skammt á nýjum slóðum. Nærtækast væri þá að friða málið, sem við tölum. Menn bera áreiðanlega minni virðingu fyrir því, sem þeir gefa ljót og niðrandi nöfn og freistast fremur til að misbjóða því. Menntaskólakennari, sem athugaði máifar í ritgerðum nemenda, segir, að piltarnir ' kalli stúlkurnar almennt: skvísur, pæjur, pjásur, meraroggrýlur. Slíkar nafngiftir hafa dálítið lúmsk áhrif. Einhvers staðar erlendis var ákveðið að útrýma íkomum. Og til þess að draga úr vinsældum íkornans, var gripið til þess ráðs að kalla hann „trjárottu". Þetta kvað hafa dugað vel. Niðrandi uppnefni eru áhrifarík. Húsbrot, gróðureyðing og hverskonar tilgangslausar og fúlmannlegar skemmd- ir á eignum manna setja svip á mannfélagið síðustu árin. Þar á ég ekki eingöngu við það, þegar ölæðingar ganga berserksgang. Oft er því líkast sem alls gáðir menn séu að verki. Það em varla draugfullir menn, og því síður börn, sem aka bílum um allar jarðir og yfir eyðisanda til að brjóta rúður og skemma slysavamarskýli. Ekki hef ég heyrt, svo ég muni, neinar viðunandi, sálfræðilegar skýringar á athæfi rúðubrjóta, nema hvað vinkona mín segir, að þeir hljóti að hafa svona gaman af að heyra brothljóð. Skáldið talar um „lítil börn, sem aldrei verða menn“. Getur verið, að tvítugir, þrítugir, fertugur menn hafi staðnað við tveggja ára aldurinn á þessu sviði? Okkur getur gramizt við smábamið, sem hlær yndislega við okkur, sigri hrósandi yfir brotinni könnu. En miklir bamavinir verðum við að vera, ef okkur getur hlýnað um hjartaræturnar við að sjá annarlegt glottið á ásjónu tvítuga, þrítuga, fertuga smábamsins, sem grýtir steini í glugga. Stundum hafa embættismenn krafizt kjarabóta af mikilli hörku. Þá hef ég jafnan óskað þeim þeirra kjarabóta og þeirrar kauptryggingar, að þeir mættu vera óhræddir um bílinn sinn, sumar- bústaðinn eða skrúðgarðinn. Að þeir þurfi ekki sjá eyðilagt á einni nóttu margra ára starf ræktunarmanns. Slíkra kjarabóta er ekki unnt að krefjast af ríkissjóði. En menn ættu, með einhverjum ráðum, að rcyna að nálgast þær - taka öll félagsvísindi í þjónustu sína, stofna svo víðtæk félög, að skemmdarvargamir sjálfir verði seinast komnir í þau - stofna húsvernd, gróðurvemd og verndum málsins, sem við tölum. Þá gæti efnaður maður óhræddur lagt fé í að fegra sveitasetrið sitt og þyrfti ekki að kvíða því að sjá áratuga starf sitt eyðilagt. Og konan í kjallaranum þarf ekki að vera hrædd um að riffilkúla , sundri rúðum hennar eða myndunum á veggnum, þó að hún bregði sér að heiman nokkrar nætur. Allir eiga eitthvað í hættu vegna þeirra ólíkinda, sem granda vilja að gamni sínu því, sem okkur er hugfólgið, hvort sem það er skrauthýsi eða þrastarhreiður við lítinn glugga. Margt er í hættu, jafnvel það ólíklegasta, meðan ekki em gerðar rækilegar tilraunir í þá átt að nálgast umræddar ókindur á mannlegan hátt og breyta þeim í viðkunnanlega menn. Hvað fer fram í huga manns, sem leggur af stað út í myrkrið, með öxi eða sög til að fella, með ærnu erfiði, eldgamalt tré, sem engan angrar í gömlu bæjarhverfi. Til hvers er að vinna? Skemmdarverkið er náskylt ofbeldinu, þessari erkismán mannskepnunnar. Þeir hlaða og þeir hlaða. Trjám stórskóganna er hlaðið í kesti, fleytt á vötnum, og þau em tætt í vélum. Pappírsbúlkum er hlaðið í vagnhlöss og skipsfarma. Prentsmiðjumar hlaða og hlaða. Prentmál hleðst upp, þar til þáð er miðað við borgartumana á hverjum stað. „Og efst uppi á gnípunni gullhani stóð og gól út í eilífan bláinn —“ var einu sinni sagt. Oddný Guðmundsdóttir. 1927 vélvirki í Reykjavík, var kvæntur Sesselju Katrínu Karlsdóttur. Þau hafa slitið samvistum. Yngst er Elísabet Guðrún f. 23. maí 1930, póstafgreiðslu- maður á Hvolsvelli. Maður hennar er Jón Stefánsson símvirki. Þau hafa búið á Hvolsvelli síðan 1966. Þegar þetta er ritað em bamabömin 12 og bamabama- bömin 13. Ólafur starfaði mikið að félagsmálum í sinni sveit, Fremri-Torfustaðahreppi, og var oft til hans leitað, þegar einhver vandamál komu til sögunnar. Hann var lengi í hreppsnefnd og oddviti í 18 ár. Þá var hann lengi formaður búnaðar- félagsins í sveit sinni. Hann var Iengi deildarstjóri Kaupfélags Vestur-Húna- vetninga á Hvammstanga. Þá má geta þess, að Ólafur var formaður fasteigna- matsnefnda í Vestur-Húnavatnssýslu kringum 1940 og einnig rúmum tuttugu ámm síðar. Mér er sagt, að Ólafur hafi alla tíð verðið lipur samningamaður, réttsýnn og alltaf viljað skoða málin frá ýmsum hliðum. Hann var mikill sam- vinnumaður í þess orðs bestu merkingu. Meðan kona mín, Guðný Margrét, lifði vomm við hjónin á hverju sumri alltaf smátíma í Núpsdalstungu, viku eða hálfan mánuð. Eftir lát hennar fannst mér ég alltaf hafa þurft að koma þangað á hverju sumri og vera þar nokkra daga og hélt ég þeim sið flest sumur þar til Ólafur og Ragnhildur fluttu hingað til Reykjavíkur síðla árs 1966. Frá Núpsdalstungu á ég margar bjart- ar endurminningar. Mér fannst ég alltaf vera kominn heim, þegar ég var kominn þangað norður. Njóta þar ágætrar gestrisni og fegurðar landsins í línum og litum. Bærinn Núpsdalstunga stendur ofarlega í hárri brekku, nokkum spöl frá Núpsá. Bæjarstæðið er eitt hið fegursta og víðsýni meira en víða annars staðar. Sérstaklega er fagurt þar um að litast, þegar nótt er björt og sjá má í norðri sólroðin fjöll Strandasýslu og Vatnsnesfjall milli Miðfjarðar og Húna- fjarðar, en í suðri inn allan Núpsdal og til jökla á miðhálendinu, ef skyggni er gott. Það var því með nokkmm trega, sem Ólafur og Ragnhildur yfirgáfu þetta gróðursæla hérað, þar sem þau höfðu bæði slitið bamsskónum, en vom nú allt í einu flutt á mölina. Þegar ég kom fyrst í Miðfjörðinn, vakti það strax furðu mína, hversu Miðfjarðarhérað var gróðri vafið, þótt oft geti andað þar köldu á hafísámm. Landslagið ber öll einkenni síðustu ísaldar, ávalar gróðursælar hlíðar, þar sem flestar ójöfnur hafa sorfist af undan þunga skriðjökulsins, sem stefndi á haf út. Þetta landslag sér maður ekki á Norðurlandi fyrr en í Þingeyjarsýslum. Ég man oft eftir fögmm kvöldum í Núpsdalstungu. Þá gekk ég oft upp brekkuna á hæð fyrir ofan gamla túnið, þar sem forfeður konu minnar höfðu oft leikið sér, börn að aldri, og horft á hið undurfagra útsýni. í þessu umhverfi var Ólafur Björns- son fæddur, þar starfaði hann um langan aldur fyrir sveit sína og hérað. Hann trúði ávallt á mátt moldarinnar og gróður jarðar, enda vann hann mikið að jarðarbótum á jörð sinni. Hann var mikill félagshyggjumaður og hafði í mörg horn að líta, enda þurfti hann oft að bregða sér frá sínu heimili ýmissa erinda. Rétt er að geta þess, þegar minnst er á störf Ólafs í Tungu, að margt annað, en félagsstörf og búskapur var honum hugleikið viðfangsefni. Olafur var nefni- lega dverghagur og ágætur smiður bæði á tré og járn. Var oft til hans leitað, þegar gera þurfti við ýmsa hluti, jafnvel um hásláttinn í besta þurrki, enda vom margir, sem til hans komu í þeim erindum og fengu fljóta og góða afgreiðslu. Ungur að ámm var hann á námskeiði í Reykjavík hjá dýralækni, enda var hann mjög nærfærinn við skepnur og mörgum mjólkurkúm mun hann hafa bjargað eftir burð, en á þeim ámm var ekki til lærðra dýralækna að leita. Ólafur átti lengst af ágæta hesta og alltaf þótti honum skemmtilegt að koma á bak góðum gæðingum og mun það hafa verið hans síðasta eign, sem honum þótti nokkurs virði. Áður fyrr var oft leitað til Ólafs, þegar sækja þurfti lækni, bæði að degi og nóttu, en þá tók hann sína bestu hesta til fararinnar og var fljótur í ferðum. Ég átti tal við Ólaf nokkra eftir að hann flutti til Reykjavíkur og þá sagði hann að sér þætti það miður að ekkert af sínum börnum hefðu séð sér fært að taka við jörðinni og heldur ekki neitt af sínum ættmönnum. Árið 1969 var jörðin seld ágætum manni, sem mun vonandi gera þar garðinn frægan. Eins og verið hafði í tíð foreldra Ólafs áttu margir erindi að Núpsdalstungu. Þar var á tímabili miðstöð sveitarinnar, þar vom fundir haldnir og þar var í upphafi símstöð, einnig var þar á tímabili veðurathugunarstöð. í Núpsdalstungu var öllum gestum tekið opnum örmum og veitingar ágætar. Ólafur í Tungu var vel að sér um flesta hluti. Hann var alinn upp á miklu menningarheimili, þar sem bókakostur var góður og sumar fornsögumar held ég að hann hafi kunnað næstum utanbókar. Hann hafði ágæta rithönd, enda þurfti hann oft að beita penna. Ólafur var hamingjumaður í einkalífi, kvæntur ágætri konu, sem var fyrir- myndar húsmóðir, sem öllum vildi gott gera. Eftir að Ólafur og Ragnhildur fluttu til Reykjavíkur bjuggu þau að Leifsgötu 10, höfðu nokkm áður keypt þar litla en snotra íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi. Ólafur fékk strax góða vinnu á ágætum vinnustað og líkaði honum þar vel að starfa með góðum vinnufélögum. Þar starfaði hann í mörg ár. Ólafur var við góða heilsu fram yfir áttrætt, en eftir það fór heilsu hans að hraka. Hann var mörg síðustu árin í sjúkrahúsi, lengst af í sjúkradeild Heilsuvemdarstöðvarinnar. Að leiðar- lokum þakka ég Ólafi ágæta samfylgd og óska honum Guðsblessunar í æðri veröld. Blessuð sé minning hans. Magnús Sveinsson ffá Hvítsstöðum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.