Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 Ef ég verð andvaka í nótft tilkynni ég aðsetursskipti” ■ Valdís Gunnarsdóttir er fædd 11. nóv. 1962. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Hamrahlíð síðastliðið vor og starfar í sumar í Vesturbæjarútibúi Lands banka íslands. Hún held- ur utan til Frakklands í haust, þar sem hún mun dvelja í klaustri við frönskunám. Sérfræðingur í að missa af strætó Vakna upp við varfærnislegt blístur nýju quarts-vekjaraklukkunnar minn- ar stundvíslega kl. 8.00. Kúri nokkrar mínútur áfram á koddanum, þar til pabbi fer að kalla niður til mín, svo að undir tekur í húsinu. Staulast fram úr rúminu og, býð sjálfri mér góðan daginn til þess að ganga úr skugga um að röddin sé t eðlilegu ástandi. Já,já, - svo virðist sem sítrónute-drykkja gærkvöldsins hafi borið tilætlaðan árangur. Smeygi mér í fötin. Stekk upp á bað, bursta tennur og geri heiðarlega tilraun til að „hemja" hárið í leiðinni. Klukkuna vantar örfáar mínútur í hálfníu, svo ég á ekki annarra kosta völ en að skunda umsvifalaust út á strætóstöð. Þegar ég kem út fyrir „garðshornið“ sé ég hvar vagninn brunar niður Háaleitisbrautina. Nei, ennþá einu sinni? Mætti halda, að ég hafi sérhæft mig í að verða af strætisvögn- um. Rölti niður á Suðurlandsbraut og tek fimmuna. Það er dásamlega skemmtilegt að sitja í strætó á morgnana og virða fyrir sér samferða- menn sína - stjarfa af þreytu. Strætómissirinn kom ekki að sök - liðið sat ennþá niðri í kaffistofu, þegar ég dúkkaði upp. Viðskiptavinirnir eiga í vök að verjast Við opnum kl. 9.15, en aldrei þessu vant stendur enginn fyrir utan, svo við Valdís Gunnarsdóttir er á leið til Frakklands, þar sem hún hyggst stunda frönskunám í klausturskóla. setjumst niður og bíðum. Það getur orðið ansi þreytandi að hafa ekkert fyrir stafni, enda eiga viðskiptavinirnir í vök að verjast, þar sem þeir standa við borðið og bíða eftir afgreiðslu sinna mála. Hver starfsmaðurinn á fætur öðrum ræðst að honum: „Get ég aðstoðað?" Öðru hverju bregðum við okkur niður í kaffistofu. Matartíminn minn rennur loksins upp - borða aldrei slíku vant í matstofu bankans, þar sem amma. sem eldar alltaf ofan í mig, er utanbæjar. Undir borðum er rætt um efnahags- ástandið og nýjustu aðgerðir stjóm- valda - mjög dæmigert umræðuefni á stað sem þessum. Er orðin fullsödd af kjötbollum og óhagstæðum vöru- skiptajöfnuði, svo ég fer upp „að vinna“ aftur. Það er verkefnaskortur eftir sem áður. Ég ráfa um eins og hrægammur í leit að bráð. Öðru hverju fæ ég eitthvað bitastætt í hendurnar. Ekki í gegnum síma I hléum sinni ég persónulegum Tímamynd: ARI) erindagjörðum. Hringi m.a. niður á hagstofu í þeim tilgangi að tilkynna búsetuskipti. Þar fæ ég þær upplýsing- ar, að það sé f fyrsta lagi ómögulegt f gegnum síma og þar sem ég ætli að flytja til meginlandsins, þurfi ég að tilkynna mig á manntalsskrifstofu lögregluvarðstjóra. Ég slæ á þráðinn þangað. Já, ég verð að fara uppeftir. „Hvað er opið lengi?“ „Til fjögur, en allan sólarhringinn á varðstofunni.“ Mér létti, ef ég verð andvaka í nótt þá skrepp ég bara niður á Hverfisgötu til þess að tilkynna aðsetursskipti! Dagurinn líður einhvem veginn áfram fyrirhafnarlaust. Dríf mig heim að lokinni vinnu. Póstkort frá tveimur kunningjum bíður mín. Alltaf gaman að fá óvæntan póst, en hálftillitslaust finnst mér að senda manni kort frá frönsku Rivíer- unni, þegar hér er súld og slagviðri! Óþolandi í heitu pottunum eftir gengisfellingar Er að hugsa um að skreppa í sund, en snarhætti við og fer í bað í staðinn, þegar ég minnist þess, hve óþolandi það er að liggja í heitu pottunum fyrstu dagana eftir gengisfellingar. Rauð- þrútnir og sílspikaðir kallar með ótakmarkaða þörf fyrir að lýsa fyrirlitningu sinni á ríkisstjórninni og vonlausum efnahagsaðgerðum hennar liggja þusandi allt í kringum mann. Um kvöldmatarleytið set ég plötu á fóninn og hefst handa við að flokka og tímasetja gamlar ljósmyndir, enda ekki seinna vænna að koma skipulagi á hlutina. Ég gleymi vafalaust innan skamms nöfnum „fyrirsætanna". Þegar ég er búin að fá sæmilegan skammt af endurminningum og áður en nostalgían nær tökum á mér, vind ég mér í bréfaskriftir. Viðtakandinn er þýsk vinkona min. Að tjá mig á tungu þýðverskra er ekki mín sterkasta hlið, svo að fæðingarhríðir bréfsins eru nokkuð erfiðar, en með dyggri aðstoð „litlu gulu hænunnar“ og Málfræði B.l. hefst það að lokum. Naflaskoðun og framtíðarplön Þá sný ég mér aftur að fortíðinni og „ódauðlegum augnablikum,“ en fæ heimsókn af Stefaníu vinkonu. Við sitjum og rekjum hvor úr annarri garnirnar milli þess, sem við troðum upp í okkur Kong Hákon-konfekti Garnaupprakningin felst fyrst og fremst í týpískri naflaskoðun og framtíðarplönum. Eftir að Stefanía kvaddi, settist ég við skrifborðið og skráði það helsta, sem bar við í dag í fimmta bindi sjálfsævisögunnar, þ.e. dagbókina. Naut þess að leggjast undir sæng. Dagur í lífi Valdísar Gunnarsdóttur ER UNNT AÐ LÆKNA LITBLINDU? Lyf gegnum húðina ■ Hér eru góðar fréttir fyrir þá, sem veigra sér við að taka inn lyf í töfluformi. Lyfjafyrirtæki eru nú að vinna að því finna aðferð til að taka lyf í gegnum húðina! Sá, sem átti hugmyndina að þessu og hefur unnið að undirbúningsrannsókn- um, er Arnold Beckett, prófessor við lyfjafræðideild Lundúnaháskóla. Nú þegar eru komnir á markað í Bretlandi hormónasalvar sem má nudda inn í húðina á kviðnum til að vinna gegn hitaköstum, sem gjarna vilja fylgja tíðahvörfum, og smyrsl, sem á að bera á bak við eyrun og vinna gegn lasleika. Ekki líður á löngu, uns sjúklingar, sem þjást af angina, eiga að geta límt á bringu sér plástra með lyfjum, sem létta þeim óþægindin. Einn af kostunum við þessa aðferð er sá, að líkaminn tekur við lyfinu jafnt og þétt, en ekki í snöggum skömmtum. Þetta á að draga úr alls konar óþægilegum hliðarverkunum, sem vilja fylgja langvarandi töku margra lyfja. ■ Litblinda er ágalli, sem algengara er aö leggist á karlmenn en konur. Einn karlmaður af hverjum 12 er haidinn þessum galla, en einungis 1 kona af hverjum 200. Þessi galli, sem á lækna- máli er nefndur dysch- romatopsia, erfíst frá föð- ur í gegnum dóttur til sonar. Til skamms tíma varð fólk bara að láta sig hafa það að vera iitblint, þó aldrei nema litblint fólk sé sagt betur gefið en aðrir. En nú hafa jap- anskir læknar lýst yfír því, að þeim hafí tekist að lækna meira en 10.000 litblinda. Þeir geti nú dáðst að lit fagurrauðrar rósar og verið alveg handvissir um, að umferðarljósið sé áreiðanlega grænt! Lækningin er fólgin í örvun með raflosti, og með tölvu fæst nákvæm- lega réttur taktur og orka í raflostin. Dr. Taketoshi Yamada og aðstoðar- menn hans benda á, að líkaminn sé rafsegulmagnað svið, samsett af 60 trilljón frumum, sem hver um sig sé uppbyggð á sama hátt og segull. 1 meðferð læknanna er stuðst við rafeindakunnáttu, sem notuð hefur verið í lækningaskyni, og eldgamla þekkingu á lífeðlisfræði. Þeir halda því fram, að sé eitthvað afbrigðilegt í líkamanum, sé einhvers staðar á húðinni að finna stað, sem auðveld- lega taki við rafmagnsstraum, eitthvað í líkingu við akapunktur, og þegar tveir eða fleiri af þessum stöðum verði fyrir ertingu, batni litaskyn mannsins. Að meðaltali þarf að endurtaka meðferðina 40 sinnum áður en bati næst og japönsku læknamir skrá samviskusamlega hjá sér allan fram- gang hjá hverjum sjúklingi, svo að upplýsingarnar megi að gagni koma fyrir læknavísindin um víða veröld. ÞVAGSÝRUGIGT ER EKKI TIL ILLS EINS ■ Sífellt fleiri ungir menn þjást af þvagsýrugigt nú á dögum. Venjulega verða þeir ekki aðnjótandi mikillar samúðar, þar sem í augum almennings stafar þvagsýrugigt ekki af öðru en of mikilli neyslu á portvíni og hitaeininga- auðugum mat, og þolandinn hefur holdarfar samkvæmt því! Þvagsýrugigt stafar af of mikilli þvagsýru í blóðinu, sem ertir vefina í liðamótunum og bitnar oftast mest á stóru tánni. En nú hafa vísindamenn við Kali- forníuháskóla komið fram með þá kenningu, að of mikil þvagsýra geti haft í för með sér aukið langlífi, þrátt fvrir sársaukann. Tilraunir þeirra benda til þess, að sýran verndi líkamann gegn hrörnun og sé vörn gegn vexti krabba- meinsfruma. Maðurinn hefur 10 sinnum meiri þvagsýru í blóðinu en dýr, og vilja vísindamennirnir halda því fram, að þar sé skýringarinnar að leita á því, að ævi mannsins er sýnu lengri en dýranna. Vegna ólíkrar hormónastarfsemi fá konur sjaldan þvagsýrugigt, og yfirleitt aldrei fyrr en eftir tíðahvörf. Við þvagsýrugigt eru til tyf, en yfirleitt ráða læknar sjúklingum sínum til að sýna meira hóf í mataræði og víndrykkju, og sem kunnugt er, er það ekki sérlega vinsæl varúðarráðstöfun hjá mörgum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.