Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 13
■ Hér eru þeir í kröppum dansj Jóhannes BárðarsonVíkingi og Ami Amþórsson Fram.
Tímamynd: ARI
Er Víkingur ad
missa flugid?
■ Á síðustu mínútum leiks Fram og
Víkings í gærkvöldi virtist manni á leik
liðanna, að þau sættu sig við jafntefli.
Staðan var 1-1 og tíminn að fjara út. En
hálfiri mínútu fyrir leikslok tók Valdima:
Stefánsson aukaspymu frá hægri á
miðjum vallarhelmingi Víkings og sendi
háa sendingu inn á Halldór Arason sem
skallaði knöttinn í bláhornið.
Ögmundur hafði hendur á knettinum,
en þó ekki til að koma í veg fyrir mark.
Og þar með komust Framarar upp úr
botnsæti 1. deildar og fögnuður þeirra
var eðlilega mikill.
Annars var leikurinn í gærkvöldi ekki
sérlega skemmtilegur á að horfa, en þó
komu augnablik sem héldu hita á
áhorfendum.
í fyrri hálfleiknum skiptust liðin á um
að sækja. Lið Víkings var h.eldur
aðgangsharðara er það nálgaðist mark-
ið. Fyrsta færið átti Stefán Halldórsson
er hann skallaði yfir þverslá Fram-
marksins eftir sendingu frá Ómari
Torfasyni. Þá átti Heimir skot á markið
af löngu færi en það fór framhjá.
Á 28. mínútu sendi Árni Arnþórsson
sendingu á Halldór Arason, sem skallaði
á markið en Ögmundur Kristinsson
varði vel. 7 mínútum síðar átti Magnús
Þorvaldsson fast skot á mark Fram af
löngu færi, en hitti ekki á rammann.
Á 38. mínútu kepptust Heimir og
Guðmundur Frammarkvöður um knött-
inn og hafði sá síðarnefndi betur og
hinumegin áttust þeir Viðar Þorkelsson
og Ögmundur við.
Ekkert skorað í fyrri hálfleik og
frekar fátt sem gladdi augað. En strax á
2. mínútu síðari hálfleiks áttu Víkingar
nokkur tækifæri til að gera út um leikinn
en án árangurs.
Á 14. mínútu kom svo fyrsta mark
leiksins. Ómar Torfason lék upp hægri
kantinn og sendi góða sendingu út í
teiginn á Gunnar Gunnarsson sem sendi
fasta kollspyrnu í bláhorn - Fram-
marksins og Guðmundur kom engum
vörnum við.
Ekki liðu nema 5 mínútur þar til Fram
jafnaði. Þeir fengu að því er virtist
frekar ódýra aukaspymu rétt fyrir utan
vítateig Víkings og Guðmundur Torfa-
son afgreiddi knöttinn snyrtilega í
bláhornið hægra meginn. Algjörlega
óverjandi fyrir Ögmund. Mjög glæsilegt
mark.
Eftir þetta fengu áhorfendur það á
tilfinninguna, að bæði liðin sættu sig
ágætlega við jafnteflið. Reyndar skor-
uðu Víkingar mark, sem Eysteinn
Guðmundsson dæmdi af. Hann taldi að
Ómar Torfason á miðjunni og Sverrir
Herbertsson skapaði sér færi í sókninni,
en honum voru mislagðir fætur við að
nýta þau til marka.
í Framliðinu var Guðmunriur góður
í markinu og Marteinn lék vel í vörninni.
Valdimar Stefánsson gerði marga góða
hluti á miðjunni og kringum hann
myndaðist oft skemmtilegt spil. Fram-
línan hjá Fram var ósköp dauf. Þó sýndi
Guðmundur Torfason á stundum tilþrif.
Leikinn dæmdi Eysteinn Guðmundsson
og oft fannst mér dómar hans orka
tvímælis, en það bitnaði þá nokkuð jafnt
á liðunum. Tveir menn fengu að líta gul
spjöld. Árni Arnþórsson leit það fyrir
brot á Víkingi og Stefán Halldórsson
fékk það fyrir að andmæla dómi. Sh
ÍBV í toppbaráttuna
d
■ Lið ÍBK tapaði í gær, en þeir hyggjast án efa sigra í úrslitaleiknum í bikarnum
á sunnudag.
■ Vestmannaeyingar virðast ekkcrt á
þeim buxunum að gefa eftir í baráttunni
í 1. deildinni í knattspymu. Þeir léku í
gærkvöldi gegn Keflvíkingum í Keflavík
og sigruðu með einu marki 1-0.
Það virðast einhvers konar álög á
Keflavíkurliðinu að fá á sig mörk af
ódýrari gerðinni og það var upp á
teningnum í gær. Á 9. mínútu leiksins
varð misskilningur milli Rúnars Georgs-
sonar og Þorsteins markvarðar, sem
leiddi til þess að Sigurlás komst að
knettinum og skoraði og það mark
reyndist vera sigurmarkið í þessum leik.
Eftir það sóttu Keflvíkingar mun
meira, en þeim gekk illa að skapa sér
afgerandi færi. Þó má nefna að Einar
Ásbjörn Ólafsson átti hörkuskot að
marki Eyjamanna, en Páll Pálmason
varði glæsilega. Og það var raunin með
öll skot sem Keflvíkingar áttu á markið.
Páll var alltaf réttur maður á réttum
stað.
Keflvíkingar sóttu eins og fyrr segir
látlaust og í síðari hálfleik þurfti
Þorsteinn Bjarnason markvörður þeirra
ekki að verja eitt einasta skot. Slík var
pressan, enda sóttu heimamenn þá
undan allhvössum vindi.
Bestu menn Keflvíkinga í gær voru
Rúnar Georgsson þrátt fýrir óhappið í
sambandi við markið, þá var Einar
Ásbjörn mjög virkur og eins Sigurður
Björgvinsson þrátt fyrir meiðsli.
í Vestmannaeyjaliðinu stóðu þeir Páll
Pálmason og Valþór Sigþórsson einna
helst uppúr í tiltölulega jöfnu liði.
Keflavíkurliðið hefur marga menn á
sjúkralista og eru þó nokkrir þeirra
manna „vafasamir“ í bikarúrslitaleikinn
á sunnudaginn. En vonandi verða þeir
sem allra flestir í leikhæfu ástandi.
ME/sh
Úrslit í 3. deild
■ Úrslitakeppni 3. deildar verður
fram haldið nú um helgina. í
Garðinum leikur Víðir gegn KS og á
Sauðárkróki leikur Tindastóll gegn
liði Selfyssinga. Báðir þessir leikir
hefjast Idukkan 14.00. Staða Víðis er
best i úrslitakeppninni, en líklegt er,
að hörð keppni verði mUli KS og
Tindastóls um hitt sætið í 2. deUd
sem losnar. Bæði lið hafa nú 3 stig í
úrslitakeppninni, þannig að reikna
má með hörðum og spennandi
leikjnm. Þess má geta að Siglfirðing-
ar eru án sins aðalmarkaskorara Óla
Agnarssonar, sem meiddist Ula í
upphafi leiks gegn Selfyssingum um
sí ðustu hclgi og verður M keppni um
tíma.
Valsdagur
■ Á morgun laugardag halda Vals-
menn sinn árlega Vatsdag á svæði
félagsins við Hlíðarenda. Margt og
mikið verður um að vera og keppt í
knattspymu, körfuknattleik og frjáls
afnot af badmintonsal, þar sem aUir
ættu að geta fengið að spreyta sig.
Þá verður keppt í knattleikni mUU
meistara, 2. og 3. flokks í knatt-
spyrou.
Valskonur munn hafa kaffisölu í
félagsheimUinu og eru aUir Vals-
menn og aðrir áhugamenn boðnir
velkomnir.
Dagskráin hefst klukkan 13.30 og
henni lýkur um klukkan 17.00.
Úrslit h)á
konum
■ Á morgun laugardag fer fram á
Akureyri urslitaleikurinn í 2. deUd
kvenna í knattspyrou. Leikurinn
verður milli liðs ÍCA og Víðis úr
Garði og hefst klukkan' 14.00.
Af Brian Little
■ Brian Little fyrrverandi leikmað-
ur með Aston Villa í ensku
knattspyrnunni varð að hætta knatt-
spymuiðkunum á síðasta kcppnis-
tímabili vegna meíðsla. Hann hefur
því ekkert getað komið nálægt
knattspymunni í tæpt ár, þar til hann
var fyrir skömmu ráðinn þjálfari
unglingaliðs Aston ViUa.
„Hann sagðist hafa saknað knatt-
spyrnunnar síðasta árið. Hann hafi
að visu haldið sambandi við félag
sitt, en það væri ekki eins ánægulegt
og að vera virkur þátttakandi í
starfinu.“
Þeir urdu að
selja hann
■ Stuðningsmenn Manchester City
era óhressir yfir því, að félagið skyldi
selja Trevor Francis til Ítalíu. Þeir
álíta að hann hafi verið liðinu mjög
mikilvægur og átt mikinn þátt í
aukinni velgengni þess. John Bond
framkvæmdastjóri var heldur ekki
hrifinn af þeirri ráðstöfun að selja
hann til Sampadoria, en staðreyndin
í málinu var sú, að hefði félagið ekki
selt Francis, hefði það átt yfir höfði
sér gjaldþrot. Og það tók þann
kostinn af tveimur slæmum.
Meira um
Motherwell
■ Sérfræðingar enska knattspymu-
tímaritsins SHOOT spá í upphafi
keppnlstímabilsins í hvert verði
gengi skosku liðanna í vetur. Þar er
meðal annars minnst á MotherweU,
lið það scm Jóhannes Eðvaldsson
samdi nýlega við. Sagt er, að líkast
tU verði þetta erfitt keppnistímabU
fyrir MotherweU, einkum þó ril að
byrja með. En þeír segja að Jock
WaUace frnmkvæmdastjóri þeirra sé
maður metnaðargjaro, og stefni
áreiðanlega að skammlausri stöðu
liðsins í lok keppnistimabUsins. Það
kann að vera að liður í þvi séu kaup
félagsins á Jóhannesi...