Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 1
i „Helgarpakkirm” fyfgir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAO Föstudagur 3. september 1982 199. tbl. - 66. árgangur LÍÚ ákveður að stöðva fiskiskipaflotann 10. september: UTGERDARMENN TEUA FISK- VERD HIRFA HÆKKA UM 40% ■ Fiskveiðifloti íslendinga stöðvast á miðnætti 10. september nk. hafi samningar milli Landsambands íslenskra útvegsmanna og stjórnvalda um aðgerðir til að bæta rekstrarskilyrði útgerðarinnar ekki tekist fyrir þann tíma. 25 manna trúnaðarráð LÍÚ stendur að baki þessarar ákvörðunár, en ákvörðunin er tekin í kjölfar óánægju útgerðarmanna með ný ákveðið fiskverð og aðgerðarleysi. stjórnvalda, eins og þeir orða það, varðandi rekstrarskilyrði útgerðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem trúnaðarmannaráðið beitir sérstakri stöðvunarheimild í samþykktum samtakanna á þennan hátt. Kristján Ragnarsson, framkvæmdar- stjóri LÍÚ sagði í viðtali við Tímann að loknum fundi trúnaðarráðsins, að algjör samstaða hefði verið innan ráðsins um þessa ákvörðun. - Hér er um algjöra neyðarráðstöfun að ræða og við áttum ekki annars úrkosta. Menn geta ekki rekið útgerðina lengur við þessi rekstrarskilyrði, sagði Kristján Ragnarsson, og benti á að fiskverð eitt hefði þurft að hækka um a.m.k. 40% til að tryggja viðunandi rekstur. Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra sagði í samtali við Tímann að hann gæti lítið sagt um þessa ályktun trúnaðarráðsins annað en það að hann og forsætisráðherra myndu hitta viðræðunefnd LÍÚ að máli um hádegis- bilið í dag og þar yrði þeim væntanlega kynntar tillögur sambandsins til úrbóta. - Mér er alveg ljóst að staða útgerðarinnar er ákaflega slæm, sagði Steingrímur Hermannsson, en benti jafnframt á að því væri það þeim mun óskiljanlegra að Kristján Kagnarsson, formaður LÍÚ hefði hafnað 'þeirri 20% hækkun fiskverðs sem fulltrúum seljenda var boðin við síðustu fiskverðs- ákvörðun. - ESE . ' sÆimt ■ ■>: . f ,'•• ’í; íi ii il li il ll li ll il li il li í spegli Tímans: Svartur sauður - bls. 2 Stéttar- sambands- þingid - bls. 8—9 Fótaað- gerðir - bls. 14 in II! : m iiiiii :i H II íl tl IIIIII! II II II I! ii IIIIII II II I! II ! II III H »n n ii n n it ii i? n II tð II 13 ii ii it jr 11 H 111! Iðnaðarráðherra undirbýr ad- gerðir: Einhiiða hækkun á raforku tii ísal? ■ „Ef ekld verður orðið við sanngimis- kröfum okkar islendinga hvað varðar breytingar á samningi okkar við Alusuisse þá hljótum við að grípa til okkar eigin ráða sem fólgin era í fullveldisrétti okkar. Við hljótum þá að íhuga einhliða breytingar, bæði á raforkuverði og fyrírkomulagi skattgreiðslna, eins og gert var i landhelgis- málinu á sínum tíma.“ Þetta sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, á fundi með blaðamönn- um í gær þegar hann kynnti niðurstöður tveggja starfshópa sem kannað hafa tvo þætti viðskipta íslenskra stjórnvalda og Alusuisse vegna álverksmiðjunnar í Straumsvík. Þessir tveir þættir eru raforku- verð og hins vegar skattgreiðslur íslenska álfélagsins með tilliti til þess, hvernig æskilegt sé að haga þeim málum f framtíðinni. Meginniðurstaða starfshópsins sem kannaði röksemdir fyrir hækkun raforku- verðs til ÍSAL er sú að gjörbreyttar , forsendur frá því raforkusamn- ingurinn var gerður árið 1966 og endur- skoðaður árið 1975 réttlæti kröfur um að ■ raforkuverðið hækki úr 6.45 millj í 15-20 millj og verði það framvegis að fullu verðtryggt. Niðurstaða starfshópsins sem athugaði skattlagningu ISAL er sú að henni sé verulega áfátt, og telur hann heppilegra í framtíðinni að ÍSAL greiði árlega fastan verðtryggðan skatt að viðbættu fram- leiðslugjaldi eða veltuskatti, sem sé óháð bókfærðum hagnaði fyritækisins. - Kás ■ I gær cfndi Landhelgisgæslan «g Slvsavarnarlclag íslands til björgunarsýningar við Tjörnina í Rcvkjavík í tilefni af fjársöfnun þcirri sem hcfst í dag a vegtim Hjálparstnfnunai kirkjunnar til styrktar hjtirgunar - og hjálparsv citum við kuup á fjarskiptahúnaði. TF-RAN þvrla Gæslunnar varpaði m.a. niður gúmmihát, sem hlásinn var upp, «g sýnt var hvcrnig mönnum cr slakað niður öðrum til hjálpar og síðan hífðir um borð í þyrluna al'tur. Tímamynd: Röhcrt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.