Tíminn - 03.09.1982, Síða 6

Tíminn - 03.09.1982, Síða 6
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 Mótettukór stofnadur vid Hallgrímskirkju Reykjavík: í byrjun september verður stofnaður nýr kór við Hail- grímskirkju í Reykjavík, „Mótettu- kór Hallgrímskirkju". Stærð hans er miðuð við 30-40 manns á aldrinum 16-40 ára, sem hafa það hlutverk að flytja kirkjulegar mótettur (Schiitz, Byrd, Bach, nútímatónskáld t.d.) og kantötur í guðsþjónustum, auk reglubundins tónleikahalds á ýmsum tímum kirkjuársins. Miðað verður við eina fasta æfingu á viku (æfingartími verður ákveðinn í samráði við kórfélaga), auk radd- æfinga og aukaæfinga eftir verkefn- um. Smáverkefni bíður kórsins strax 5. september, er fluttar verða 2 Bach- kantötur fyrir Bariton og hljómsveit, en kórinn syngur lokakóralinn í annarri kantötunni. Tónleikarnir 5. september eru til fjáröflunar fyrir orgeljóð kirkjunnar, með þátttöku þýsks einsöngvara, Andreas Sch- midt, og íslenskra hljóðfæraleikara. Söngstjóri hins nýja mótettukórs er nýskipaður orgelleikari Hall- grímskirkju, Hörður Áskelsson. Þeir sem kynnu að hafa áhuga fyrir starfi í kórnum eru beðnir að hafa samband við söngstjórann í síma 32219. Raddprófun fer fram í Hallgrímskirkju n.k. föstudag kl. 16-19 og laugardag kl 11-13.30 eða eftir samkomulagi. Kunnátta í nótnalestri er æskileg, án þess þó að vera skilyrði. , Hin tignarlega HaUgrímskirkja á Skólavörðuholti og nánasta umhverfi. í bakgrunni sjáum við m.a. útivistarsvæðið Miklatún. Mynd Ari. Rúmlega 10.000 með Arnarflugi ■ í áætlunarflugi Arnarflugs innan- lands flugu alls rösklega 10 þús. farþegar fyrstu 6 mánuði ársins, sem er um 600 færri farþegar en á sama tíma í fyrra. En Arnarflug hefur áætlun til 12 staða í innanlandsflugi. Meðal sætanýting var 61,9% sem er um 1% betri nýting en í fyrra á sama tíma. Fyrsta opna Igolfmótið á jnýjum velli á Saudár- Ikróki Sauðárkrókur: Volvo-open, golfmót verður haldið á Hlíðarendavelli við Sauðarárkrók næstkomandi laugardag, 4. september, og hefst klukkan 10 fyrir hádegi. Spilaðar verða 18 holur með og án forgjafar. Petta er fyrsta opna golfmótið sem haldið er á nýjum golfvelli á Sauðár- króki, sem tekinn var í notkun s.l. vor. Völlurinn er níu holu völlur í fjöl- breyttu og fögru landslagi. Volvo-umboðið á íslandi gefur öll verðlaun á þessu fyrsta opna golfmóti á Hlíðarendavelli. Nýr leik- skóli tekinn í notkun í Hvera- Hveragerði: Nýr Leikskóli verður opnaður í 1 'eragerði á morgun, laugardag. 4. sept. við sérstaka athöfn, enda er slíkt eðlilega töluverður viðburður í ekki stærra sveitarfélagi. Athöfnin hefst með helgistund kl. 14.00. Þá flytja ávörp oddvitinn í Hveragerði og forstöðu- kona hins nýja leikskóla ásamt fleirum. Allir Hvergerðingar eru velkomnir að líta á hinn nýja skóla. Leikskólinn er byggður og rekinn af Hveragerðishreppi, og leysir af j annan minni leikskóla sem rekinn hefur verið við mikil þrengsli. Hinn nýi leikskóli á að rúma 40 börn. Yfirlitssýning á verkum Bertels Thorvaldsens: OPNAR A KIARVALS- STÖWIM SfDDEGIS ■ í dag verður opnuð yfirlitssýning á verkum myndhöggvarans Bertels Thor- valdsens að Kjarvalsstöðum. Sýningin kemur frá Thorvaldsenssafni í Kaup- mannahöfn. Þetta er í fyrsta sinn í 134 ára sögu Thorvaldsenssafns sem staðið er fyrir sýningu á verkum hans á erlendri grundu, og jafnframt í fyrsta sinn sem haldin er sýning á verkum hans hér á landi. Bertel Thorvaldsen var einn frægastur listamaður Evrópu um sína daga. Hann var sem kunnugt er íslenskur í föðurættina, sonur Gottskálks Þorvalds- sonar tréskurðarmanns, en móðir hans var dönsk, og hann var fæddur og uppalinn í Danmörku. Thorvaldsen fæddist 1770 og nam dráttlist og höggmyndalist fyrst í Damörku og síðar í Rómaborg, þar sem hann settist að og bjó lengst af ævinnar. Hann varð fyrir miklum áhrifum af fomrómverskri list og var einn helsti fmmkvöðull nýklas- sisku listastefnunnar. Thorvaldsen flutt- ist aftur heim til Kaupmannahafnar 1838, eftir 40 ára dvöl í Róm, og þar lést hann 1844, fjórum árum áður en safn hans þar var opnað. Á safninu em um 860 verk eftir Thorvaldsen, en mikill fjöldi verka hans, bæði höggmyndir og teikningar, er dreifður víða um lönd. Af verkum hans hér á landi er t.d. skírnarfonturinn í Dómkirkjunni, sem Thorvaldsen „gaf ættjörð sinni“ eins og segir í áletmn á fontinum frá 1827, enda fór hann aldrei í grafgötur um uppmna sinn. Til íslands kom hann þó aldrei. Þá er og að geta sjálfsmyndar Thorvald- sens, sem Kaupmannahafnarborg gaf til íslands 1874 til minningar um þúsund ára byggð landsins. Styttan var upphaf- lega afhjúpuð með viðhöfn á Austurvelli á afmælisdegi Thorvaldsens 19. nóvem- ber 1875, en 1931 var hún flutt yfir í Hljómskálagarðinn. í tilefni sýningar- innar á Kjarvalsstöðum hefur styttan verið flutt þangað og prýðir nú hellulagðan garð Kjarvalsstaða. Tvö önnur verk eru á sýningunni eftir Thorvaldsen, annað úr eigu Þjóðminja- safnsins, og er það brjóstmynd af Jóni Eiríkssyni konferenzráði, en hitt er marmaramynd af Ganymedesi, sem Listasafn íslands á. Öll önnur verk, 75 talsins koma frá Kaupmannahöfn, og er sýningarsvæðinu á Kjarvalsstöðum skipt í herbergi er líkjast sölum Thorvaldsens- safns í smækkaðri mynd. Margir hafa lagt hönd á plóginn þannig að sýning þessi gæti orðið að veruleika og þeim viðburði sem efni standa til. Hugmyndina átti sendiherra Dana á íslandi Janus Paludan, sem er mikill aðdáandi Thorvaldsens, en af hálfu Thorvaldsenssafns hefur frú Dy- veke Helsted forstöðumaður safnsins og Sören Sass arkitekt, ásamt safnvörðun- um Evu Henchen, Bjarne Jörnes og Sören Rasmussen unnið við skipulagn- ingu og uppsetningu sýningarinnar. Af íslcndinga hálfu hafa unnið Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur og Stefán Halldórsson ásamt Þóru Kristjánsdóttur listráðunaut Kjarvalsstaða svo og fjöldi íslenskra iðnaðarmanna frá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Sérstakir verndarar 'f I . • " •'■ WmSí? sýningarinnar eru hennar hátign Ingiríð- ur drottning og dr. Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti íslands, sem skrifar í veglegt rit, sem Thorvaldsenssafn hefur gefið út í tilefni sýningarinnar. Sýningin á Kjarvalsstöðum verður opnuð í dag kl. 17:00 með viðhöfn. Við það tækifæri flytja ávörp Einar Há- konarson stjórnarformaður Kjarvals- staða og Bent Nebelong stjómarfor- maður Thorvaldsenssafns og borgar- stjóri í Kaupmannahöfn, en síðan mun forseti Islands Vigdís Finnbogadóttir opna sýninguna. Sýningin verður á Kjarvaldsstöðum í tvo mánuði, eða til októberloka. Hún verður opin daglega frá kl. 14-22, og er ókeypis aðgangur. ■ Síðasta hönd lögð á uppsetningu symngannnar. Tímamynd G,E

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.