Tíminn - 21.09.1982, Qupperneq 2

Tíminn - 21.09.1982, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 i Umsjón: B.St. og K.L. - „Brostu nú kemur fuglinn!” segir Claire . ■ Sifp fflm fSs# s r* ; ' >.-• : ; ■ • : 1ÍI**ÉI*ÉÍÉ^Í "V í J ■ Ljósmyndarar hafa löngum keppst við að mynda hana Claire Waugh, enda eru fyrirsætustörf hennar lifibrauð, en svo fékk hún sjálf áhuga á að ljósmynda. Áhuginn vaknaði, seg- ir Claire, þegar hún sat fyrir hjá Lichfield lá- varði í almanaks- myndir á 1982 daga- Claire segist hafa mest gaman af að mynda fólk, þegar það veit ekki af, - svona eins og í „Candid camera-þáttunum“ þar sem verið er með leynimyndavélar. „Ég læðist að fólki, þegar það er að kveikja sér í sígarettu, eða bíta í samloku og geiflar sig og grettir um leið, það eru stórskemmtilegar myndir“, segir fyrir - sætan. Sjálf vill hún alls ekki að teknar séu af henni myndir, nema hún sé uppstillt og taki sig út! ÍvSí&vi ií.v ;>>. V ':v: ■ Þarna er Claire bæði á bak við - fyr- ir framan myndavél, og hún er fljót að stilla sér upp, svo kroppur- iun taki sig sem best út. a/sV* í- ■ Brúðurinn og brúðguminn voru alveg sallafín - en það rigndi. Þau voru að koma frá kirkjunni eftir brúðkaupið, ungu brúðhjónin í Lettlandi, og styttu sér leið yfir engið á leið í veisluna, því það er vist lítið um leigubQa upp til sveita í Eystrasaltslöndunum. Þá var ekki um annað að gera en bjarga sér eins og best gengur og taka á rás í rigningunni. Lfldega hafa brúðhjónin þó ekki búist við bannsettum Ijósmyndaranum sem sat þarna fyrir þeim. Brúðurinn hafði stórgóða regnhlíf sér til hlífðar, en brúðguminn reyndi að skýla sér fyrir regninu með stóra brúðarvendinum, - en svo hafði daman drifið fína hvíta brúðarkjólinn upp um sig til að hlífa honum við vætunni, og þama stóð hún nú berlæruð þegar Ijósmyndaradóninn kom askvaðandi og... Wí 'f 5t ■ Paul IMcCarlney þeg- ar hann kom til rakarans og vildi láta klippa sig stutt. Paul McCartney og rakarinn voru ekki sammála um klipp- inguna ■ Jack Turner, rakarí í St. Leonards-on-Sea í Sussex í Englandi fómaði höndum og missti skærín sín í gólfið, þegar viðskiptavinur hans í stólnum sagði: Viltu gera svo vel að snöggklippa mig í hnakka og hliðum og klippa líka stutt uppi á kollinum. Jack rakarí, sem er 59 ára og hefur verið í þessum bransa áratugum saman sagði ákveðið nei við beiðni viðskiptavinar- ins, - sem var enginn annar en Paul Mc Cartney, fyrrverandi Bítill og núverandi bóndi og tónlistarmaður. „Ég sagði honum“, sagði rakarinn“ að ég gæti ekki klippt „Konung Bítlanna“ slíkri hermanna- klippingu, það væri af og frá, og svo gerðum við samning um ekki alveg eins róttæka klipp- ingu og hann vildi fá, en hvorugur okkar var ángæður", sagði Jack. Síðan settist Linda, kona Pauls, í stólinn með fjögurra ára son þeirra og sat undir honum meðan hann var klippt- ur eins og pabbinn. Rakarinn spurði Paul, hvers vegna hann hefði komið á þessa gamaldags rakarastofu sína, hann hefði heldur átt að fara á einhvem fínan stað, en hann svaraði því að sér leiddist allt svoleiðis vesen. Hann vildi bara fá almennilega, vanalega klippingu. Það vom fimm aðrir á undan Paul, og hann bcið hinn rólegasti og þau hjón lentu i vinsamlegum samræðum við viðskiptavinina. Rakaralærlingurinn við kassann á rakarastofunni var spurður hvað Bítillinn hefði greitt fyrir klippinguna. Hann borgaði 2.20 pund og gaf líka smá þjórfé. Þá kom rakarinn sjálfur og bað blaðamanninn, sem talaði við lærlinginn, að vera ekki að tala um þetta. Paul hefði greitt það sem upp var sett og vildi láta afgreiða sig eins og venjulegan „kúnna“ Blaðamaðurinn tók fram síðast i fréftinni um hárskera- ferð Pauls Bítils, að altalað væri að úrstekjur hans veru ekki undir 25 milljóaum stei lingspunda. Brúðkaup í Lettlandi ■ Jack rakari missti skærin í gólfiö þegar Paul bað hann að snöggklippa sig. 1 ^ IPpiiiS J »■ ,, ;<V V.' • í 1 \ ' 1 'V /V. ; \ '< ( m ■ .

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.