Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1982 ■ Stórleikur helgarinnar í Englandi var án efa leikur Liverpool og Man- chester United, en hann var háður á Anfield-leikvanginum í Liverpool. Leiknum lauk með markalausujáfntefli, en Liverpoolleikmennirnir voru mun nær sigri og mátti lið Manchester United þakka sínum sæla og Gary Bailey markverði fyrir að ná öðru stiginu. Þeir Alan Kennedy og Mark Lawrenson áttu mjög góð marktækifæri, en í bæði skiptin var Bailey vel á verði og kom í veg fyrir að þeim tækist að skora og ná í öll stigin þrjú. Það var álit margra sem fylgdust með leiknum, að það hefði verið fásinna hjá dómara leiksins, að dæma ekki víta- spymu er Alan Kennedy braut á Ray Wilkins. En hann sleppti því og þvf fór sem fór 0-0. Arsenal vann góðan sigur á W.B.A. Þeir Alan Sunderland og Tony Wood- cock skoruðu mörk Lundúnaliðsins. Með sigri hefði lið W.B.A. skotist upp í 2. sætið í deildinni með lakari markatölu en Man. Utd. En það tókst ekki að þessu sinni. Markverði vísað útaf { jafnteflisleik Nottingham Forest og Birmingham var Jim Blyth markverði Birmingham vísað af leikvelli. Er það að verða býsna algengt að þeir séu látnir fjúka. Það var SteVe Hodge sem skoraði mark Nottinghamliðsins, en Kevin Bremner skoraði fyrir Birmingham sem verma botnsætið í 1. deild. Stoke vann öruggan sigur á Brighton. 1 þeim leik skoraði Mickey Thomas eitt mark, en hann lék sem kunnugt er áður með Brighton. Þeir Chamberlain og gamli United-leikmaðurinn Sammy Mclllroy skoruðu hin tvö mörkin. Góður sigur hjá Stoke, sem eru í humátt á eftir toppliðunum í 1. deild. Liði West Ham sem vegnað hefur mjög vel að undanförnu tókst ekki vel upp gegn Southampton á The Dell, leikvelli Southampton. Þeir fengu á sig þrjú mörk og tókst ekki að rétta sinn hlut. Það var Steve Williams sem skoraði fyrst, síðan heimsmeistarinn frá 1966 Alan Ball og loks Steve Moran. Þrátt fyrir þetta tap, er lið West Ham í 2. sæti í 1. deild og á alla möguleika á að vera með í toppbaráttunni. Leikmenn Everton gerðu góða ferð til Wales, er þeir heimsóttu Swansea. Gestrisni Swansealeikmannsins Nigel Stevenson var mikil, en hann opnaði markareikning Evertons í leiknum. Þeir Kevin Richardson og Steve McMahon skoruðu hin mörkin tvö. Ekki tókst Watford að halda í við liðin á toppi 1. deildarinnar. Þeir urðu að lúta í lægra haldi fyrir sterku liði Aston Villa. Það kemur sér vel fyrir Aston Villa, sem eiga fyrir höndum í vikunni leik í Evrópukeppni meistara- liða, en eins og kunnugt er eru þeir nú handhafar þess titils. ■ Pcter Withc og Gary Shaw komu allir mjög við sögu er Aston Villa sigraði Watford örugglega. í 2. deild urðu þau úrslit athyglis- verðust að Úlfarnir töpuðu sínum fyrsta leik, gegn Leicester og fengu á sig heil þrjú mörk, sem er 75% af þeim markafjölda sem skoruð hafa verið hjá liðinu að þessu sinni. Þá sigraði nýja félagið hans Allan Simonsen Burnley með tveimur mörkum gegn einu. Úrslit í einstökum leikjum í 2. deild urðu sem hér segir: Blackbum-Chelsea Cambridge-Sheff. Wed. Charlton-Bumley Crystal Pal.-Oldham Grimsby-Fulham Leeds-Carlisle Middiesbro-Bolton Newcastle-Fulham QPR-Shréwsbury Rotherham-Bamsley Wolves-Leicester Q.P.R. Wolves Fulham Sheff. Wed. Grimsby Leicester Lecds C. Palace Charlisle Chelsca Rotherham 3- 0 Bamsley 2-2 Newcastle 2-1 Blackburn 1-0 Oldham 1-1 Charlton 1-1 Bumley 1-0 - Shrewsbury 1-4 Bolton 4- 0 Cambridge 1-0 Derby 0-3 Middlcsb. 11 7 2 2 17:8 23 10 6 3 1 14:4 21 10 6 2 2 24:14 20 10 6 2 2 23:15 20 10 6 2 2 20:12 20 10 5 1 4 19:9 16 9 4 4 1 12:9 16 10 4 3 3 13:11 15 10 4 2 4 20:21 14 10 3 4 3 12:11 13 10 3 4 3 13:17 13 9 3 3 3 12:11 12 10 3 3 4 16:17 12 10 4 0 6 16:20 12 10 2 5 3 11:13 11 10 3 2 5 13:21 11 9 3 15 15:15 10 10 3 1 6 9:17 10 10 2 2 6 9:16 8 11 1 4 6 12:19 7 9 1 4 4 8:15 7 10 1 4 5 10:23 7 iter er boitinn a leið i netið i leik West Ham og Southampton. Þessi lið mættust á laugardag og þá töpuðu „spútnikar“ West Ham mjög óvænt og frekar stórt. Watford byrjuðu af miklum krafti og mátti Jimmy Rimmer hafa sig allan við, en tókst að koma í veg fyrir að þeir skoruðu. Á 28. mín. náði Aston Villa að skora sitt fyrsta mark og kom það eftir góðan samleik Gary Shaw, Des Bremner og Peter Withe, sem skoraði framhjá Steve Sherwood markverði Watford sitt sjötta mark á keppnis- tímabilinu. Tony Morley lagði sitt af mörkum til að endurheimta landsliðs- sæti sitt. Hann skoraði tvö mörk fyrir lið Aston Villa, á 51. og 59. mínútu leiksins. Áhorfendur í Birmingham voru 21.572. Man. City jafnaði tvisvar j Manchester City lentu í barningi gegn Sunderland í Manchester. Ally McCoist skoraði fyrir Sunderland á 31. mín., en Kevin Reeves jafnaði í byrjun síðari hálfleiks. Mick Bucley skoraði annað ■ Tony Morley var í miklu stuði gegn Watford og skoraði tvö mörk. ■ Alan Brazil skoraði fyrir Ips- wich, en leikmenn Luton töldu, að hann hefði verið rangstæður. mark Sunderland eftir að Nicky Reid hafði gert mistök, en gamli kappinn Asa Hartford skaut skömmu síðar að marki Sunderland og rakst knötturinn í David Cross og í netið. Þar með var jöfnunarmarkið staðreynd og úrslit leiksins því 2-2. Ekki voru leikmenn Luton beint sáttir við að mark Ipswich væri dæmt gott og gilt. Þeir héldu því fram að Alan Brazil hefði verið a.m.k. tveim metrum innan við varnarmúr Luton er hann skoraði markið, þ.e. að hann hafi verið gróflega rangstæður. En ekki tjáir að deila við dómarann og því var markið látið standa sem gott og gilt. Það var hins vegar markahæsti leikmaður 1. deildar Brian Stein sem skoraði jöfnunarmark Luton úr víta- spyrnu, sem dæmd var á Paul Mariner landsliðsmiðherja Englands. Áhorfend- ur: 13.378. Lið Tottenham hefur orðið fyrir barðinu á meiðslum að undanförnu og það gerði gæfumuninn hjá því á laugardag er það mætti Norwich á Norwich. Lið Tottenham á fyrir höndum leik gegn Bayern Munchen í Evrópu- keppni bikarhafa á miðvikudag, þannig að þeir hafa orðið að sýna gætni í Norwich. í fyrri hálfleik sótti Norwich mun meira og höfðu varnarmenn Tottenham nóg að gera, en í þeim síðari snerist blaðið alveg við og máttu leikmenn Norwich þakka fyrir að fá ekki á sig mark eða mörk. Næst því að skora voru þeir Garry Brooke og Paul Price er þeir hæfðu tréverkið á markinu 22.600 áhorfendur voru í Norwich. ■ Úrslit leikja í 1. deild á laugardag urðu sem hér segir: Arsenal-WBA 2-0 Aston Villa-Watford 3-0 Coventry-Notts County 1-0 Liverpool-Man. Utd. 0-0 Luton-Ipswich 1-1 Man. City-Sunderland 2-2 Norwich-Tottenham 0-0 Nott. For.-Birm.ham 1-1 Southampton-West Ham 3-0 Stoke-Brighton 3-0 Swansea-Everton . 0-3 Mörkin komu á 6 mínútum — og Celtic vann leikinn ■ Tvö mörk undir leikslok í leik Celtic og Kilmamock færðu liði Celtic bæði stigin í leiknum og þar með heldur Uðið enn forystu í úrvalsdeildinni í Skotlandi. Það var Chailie Nicholas sem skoraði bæði mörkin, hið fyrra á 80. mínútu, en hið síðara fjórum mínútum fyrir leikslok. Panl Clark skoraði fyrst fyrir Kolmaraock á 6. mínútu síðari hálfleiks, en Nicholas bjargaði heiðri Celtic . eins og fyrr segir. í öðrn sæti í úrvalsdeildinni er lið Dundee United, sem sigraði Morton með sex mörkum gegn engu, en á sama tíma gerði lið Glasgow Rangers jafntefli gegn StMirren. Fimm af mörkum Dundee United voru skorað í fyrri hálfleik. Davie Dodds skoraði þrennu, en Davey Narey tvö. Staðan 1. deild Manchester United 10 6 3 1 15:6 21 West Ham United 10 6 1 3 21:12 19 Liverpool 10 5 3 2 20:10 18 West Bromwich 10 6 0 4 18:12 18 Watford 10 5 2 3 22:11 17 Tottenham 10 5 2 3 21:11 17 Stoke 10 5 1 4 20:15 16 Manchester City 10 5 1 4 13:14 16 Aston Villa 10 5 0 5 16:16 15 Everton 10 4 2 4 19:14 14 Luton 10 3 5 2 25:22 14 Arsenal 10 4 2 4 11:9 14 Coventry 10 4 1 5 11:15 13 Nottingham For. 10 4 1 5 16:19 13 Sunderland . 10 3 3 4 14:19 12 Brighton 10 3 3 4 9:23 12 Swansea 10 3 2 5 11:16 11 Southampt. 10 3 2 5 8:13 11 Notts Country 10 3 2 5 10:17 11 Ipswich 10 2 4 4 15:13 10 Norwich 10 l 5 4 15:21 8 Birmingham 10 1 3 6 7:23 6 2. deild JAFNTEFU í STÓRUPPGJÖRINU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.