Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 23
«• • i.n i vf'vr m ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1982 i V ' * « i % 23 og leíkhús - Kvikmyndir og leikhús ÉGNBOGI! « 19 000 Fiðrildið Spennandi, skemmtileg og nokkuö djörf ný bandarisk litmynd, meö hinni ungu mjög umtöluðu kynbombu Pia Zadora i aðal- hlutverki, ásamt Stacy Keach Orson Welles íslenskur texti. Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15 Madame Emma Áhritamikil og vel gerð ný frönsk litmynd um harðvítuga baráttu og mikil örlög. Romy Schneider, Jean-Louis Trintignant Leikstjóri: Francis Glrod fslenskur texti — Sýnd kl. 9 Þeysandi þrenning ÍW' U Hörkuspennandi og fjörug banda- risk litmynd um unga menn með. bíladellu með Nlck Nolte, Don Johnson, Robin Mattson. íslenskur texti Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05 og 11.15. Dauðinn í Fenjunum Sérlega spennandi og vel gerð ný ensk-bandarisk litmynd, umvenju- lega æf ingarterð sjálfboðaliða sem snýst upp í martröð. Keith Carradine, Powers Boothe, Fred Ward Leikstjóri: Walter Hill Islenskur texti — Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl.3.10,5.10,7.10,9.10 og 11.10. Síðsumar Frábær verðlaunamynd, hugljut og skemmtileg. Katharine Hepburn, Henry Fonda, Jane Fonda 11. sýningarvika—Islenskur texti Sýnd kl. 3.15,5.15,9.15 og 11.15 lonabíó ÍS* 3-1 1-82 Frumsýnir: Hellisbúinn. (Caveman) Back whcn womcn werc womcn, and mcn wereanimals..s t1 **■ Frábær ný grinmynd með Rlngo Starr í aðalhlutverki, sem lýsir þeim tima þegar allir voru að leita að eldi, uppfinningasamir menn bjuggu I hellum, kvenfólk var kvenfólk, karlmenn voru villidýr og húsflugur voru á stærð við fugla. Leikstjóranum Carl Gottlieb hefur hér tekist að gera eina bestu gamanmynd síðari ára og allir hljóta að hafa gaman af henni, nema kannski þeir sem hafa kímnigáfu á algjöru steinaldarstigi. Aðalhlutverk: Ringo Starr og aulabárðaættbálkurinn, Bar- bara Bach og óvinaættbálkur- inn. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. a* 1-15-44 Aðdugaeðadrepast r,fi fw Kktiél Hörkuspennandi ný karate-mynd með James Ryan i aðalhlutverki, sem unnið hefur til fjölda verð- launa á Karatemótum um heim allan. Spenna frá upphafi til enda. Hér er ekki um neina viðvaninga að ræða, allt „prófessionals" Aðalhlutverk: James Ryan, Char- lotte Michelle, Dannle du Pless- Is og Norman Roblnson Sýndl kl. 5,7,9 og 11 Bönnuð innan 14 ára 1-13-84 Víðfræg stórmynd: Blóðhiti (Body Heat) Sérstaklega spennandi og mjög vel gerð og leikin ný, bandarisk stórmynd í litum, og Panavision. Mynd þessi hetur alls staðar fengið mikla aðsókn og hlotiö frábæra dóma bíógesta og gagnrýnenda. Aðalhlutverk: William Hurt Kathleen Turner. Isl. texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9.15. 2S* 1-89-36 A-salur Frumsýnir úrvalskvikmyndina Absence of Malice ii Ný amerísk úrvalskvikmynd I litum. Að margra áliti var þessi mynd besta mynd ársins 1981. Hún var útnefnd til þriggja Ósk- arsverðlauna. Leikstjórinn Syndey Pollack sannar hér rétt einu sinni snilli sina. Aðalhlutverk: Paul Newman, Sally Field, Bob Bala- ban o.fl. Islenskur texti. Hækkað verð. Sýnd kl. 5,7.10 og 9.15. B-salur STRIPES I Bráðskemmtileg ný amerisk úr- vals gamanmynd i lltum. Mynd sem allsstaðar hefur verið sýnd við Lmetaðsókn. Leikstjóri Ivan Reit- man. Aðalhlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren Oates, P.J. Sojes o.fl.. < Sýnd kl. 5,7 og 9 íslenskur textl jiHörkutólin | (Steel) Hörkuspennandi amerisk kvik- mynd með Lee Majors og Jennifer j 0’ Neill. Endursýnd kl. 11 '5S* 3-20-75 Frumsýning á stórmynd Otto Preminger The Human Factor Mannlegur veikleiki Ný bresk stórmynd um starfs- mann leyniþjónustu Breta i Afríku. Kemst hann þar I kynni við | skæruliða. Einnig hefjast kynni hans við svertingjastúlku í landi þar sem slikt varðar við lög. Myndin er byggð á metsölubók Graham Greene. Framleiðandi og leikstjóri: Otto | Preminger. Leikarar: Richard Attenborough, I Joh’n Gielgud og Derek Jocobi. Sýnd kl: 5,7,9 og 11:10. S 2-21-40 Venjulegt fólk t ( » -á‘ ^ S ^ Fjórföld óskarsverðlaunamynd. „Ég veit ekki hvaða boðskap þessi mynd helur að færa unglingum, en ég vona að hún hafi eitthvað að segja foreldrum þeirra. Ég vona að þeim veði Ijóst að þau eigi að, hlusta á hvað börnin þeirra vilja segja." - Robert Redford leikstj Aðalhlutverk Donald Sutherland, Mary Tyler Moore, Timothy Hutton Sýnd kl. 5,7.30 og 10. Hækkað verð. ÞJÓDLKIKHÚSID Garðveisla Miðvikudag kl. 20 föstudag kl. 20 Amadeus Fimmtudag kl. 20 Laugardag kl . 20 Fáar sýningar eftlr Litla sviðið: Tvíleikur Miðvikudag kl. 20.30 Miðasala 13.15-20. Sími 1-1200. ULIKL'KIAC KILYKjAVÍKl IK Skilnaður i kvöld uppselt laugardag uppselt Jói Miðvikudag kl. 20.30 Sunnudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir írlandskortið frumsýning fimmtudag uppselt 2. sýning föstudag kl. 20.30 Grá kort gilda. Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30 Sími 16620. IIIIBi ÍSLENSKA ÓPERAN Búum til óperu „Litli sótarinn“ söngleikur fyrir alla fjölskylduna 1. Sýning laugardag kl. 14.00 2. S yning laugardag kl. 17.00 Miðasala opin daglega frá kl. 15-19 sími 11475. kvikmyndahornið ■ Megan Carter (SaUy Field) og Michel Callagher (Paul Newman) ræða málin í Absence of Malice. Ofsóknar- blaðamennska? ABSENCE OF MALICE. Sýningarstaður: Stjörnubíó. Leikstjóri: Sidnev Pollack. Handrit: Kurt Luedtke. Aðalhlutverk: Paul Newman (Michael Gallagher), Sally Field (Megan Carter), Bob Balaban (Elliot Rosen). Myndataka: Owen Roizman. Framleidd fyrir Mirage Enterprises, 1981. Ein af bestu kvikmyndum síðari því að láta lögregluna og fjölmiðlana ára, sem fjalla um blaðaheiminn, er að sjálfsögðu „All The Presidents Men“, er segir frá hlut tveggja blaðamanna við Washington Post við að afhjúpa Watergate-hneykslið. Alan J. Pakula leikstýrði þeirri mynd snilldarlega, svo úr varð pólitískur þriller af besta tagi. En sú mynd sýndi að sjálfsögðu blaðamenn í jákvæðu ljósi; þeir voru hetjurnar, sem voru að afhjúpa skúrkana. „Absence of Malice“ fjallar um bandaríska blaðamennsku í nokkuð öðru ljósi, en þó er auðvitað sláandi hversu margt í þeirri blaðamennsku, sem hér er gagnrýnd, er af sama tagi og í „All The Presidents Men“. Hér eru upplýsingar einnig látnar leka til blaðamanna, sem birta það sem aðrir vilja að þeir birti. Að þessu sinni vill bara svo til, að upplýsingarnar eru ekki alveg réttar. Myndin segir frá því er leiðtogi verkalýðsfélags hafnarverkamanna í Miami hverfur (hugmyndin sýnilega fengin af hvarfi Jimmy Hoffa á sínum tíma). Sérstök sveit lögreglumanna innan FBI vinnur að rannsókn málsins, en nær engum árangri. Þeir fá hreinlega engar upplýsingar, þótt grunsemdir beinist að sjálfsögðu að Mafíunni. Rosen, foringi rannsókn- arsveitarinnar, fær þá hugmynd að knýja Michael nokkurn Callagher, miðaldra vínkaupmann, til þess að hjálpa til við uppljóstrun málsins. Faðir Callaghers var í Mafíunni, og ýmsir nánir ættingjar hans eru þar valdamiklir. Rosen telur því að Michael gæti fengið réttu upplýsing- arnar ef hann væri knúinn til þess. Og í því skyni lekur Rosen þeim upplýsingum til blaðamanns við Miami Standard, Megan Carter að nafni, að Callagher sé undir rann- sókn sem einna líklegasti morðingi verkalýðsforingjans. Michael, sem þar hafði hvergi komið nærri málum, bregður að sjálfsögðu harf við og rcynir að hreinsa sig af þessum áburði, en það tekst ekki. Félag hafnarverkamanna stöðvar alla vinnu hjá fyrirtæki hans, og vinkona hans, sem hafði blaðrað í Megan Carter upplýsingum um einkalíf sitt til þess að gefa Michael fjarvistarsönnun, verður svo mikið um aðsjá þessar upplýsing- ar á prenti að hún fremur sjálfsmorð. Og Michael hyggur á hefndir með falla á eigin bragði. Kvikmyndin er að sjálfsögðu ádeila á bandaríska blaðamennsku, en þar verndar stjórnarskráin og löggjöfin mjög frjálsa frétta- mennsku. Þar er ekki hægt að fá blöð dæmd fyrir að birta ósannindi um einhvern einstakling, ef viðkomandi blað getur sýnt fram á, að þau ósannindi hafi ekki verið birt af illum ásetningi, og vísar nafn kvikmyndar- innar einmitt til þessa lagaákvæðis. Hér á landi er hins vegar hægt að dæma blaðamenn fyrir að skrifa það sem satt er um fólk. Engu að síður á sumt af því, sem gagnrýnt er í myndinni, vissulega erindi til þeirra íslensku fjölmiðla, sem hafa í vaxandi mæli á liðnum árum byggt fréttir á ummælum heimildarmanna, sem ekki láta nafns síns getið. Það er vafalaust eitt erfiðasta verkefni fréttamanna að meta gildi slíkra upplýsinga og skera úr um það, hvenær rétt er að birta frétt samkvæmt slíkum nafnlausum heimildum. Absence of Malice ber einkenni styrkrar stjórnar Sidney Pollacks og minnir að- öllu yfirbragði mjög á ýmsar fyrri mynda hans. Ástarþráð- urinn í myndinni er klassískur Pollack; sögupersónurnar ná saman án þess þó að ná saman. Sally Field fer vel með hlutverk blaðamannsins, og Paul Newman stendur ávallt fyrir sínu. Það ættu sem flestir að sjá þessa mynd, sem sameinar það að vera skemmtileg, spennandi og fjalla á gagnrýninn hátt um vandamál, sem koma öllum við. Ps: Það skemmdi óneitanlega nokkuð fyrir myndinni á köflum, að höfundur íslenska textans hafði dottiö í þann pytt að nota nöfn á íslenskum stofnunum og fyrirtækj- um þegar þýða þurfti nöfn í myndinni. Þetta truflar áhorfendur og dregur athygli frá myndinni sjálfri, og á því engan rétt á sér. Elías Snæland 'vKtllntflí Jónsson skrifar , v. ★★★ Absence of Malice ★★★ Venjulegtfólk 0 Hinn ódauðlegi ★★★ Síðsumar ★★ Stripes ★★★ Dauðinn í fenjunum ★★ Madame Emma ★ Hellisbúinn Stjömugjöf Tímans ★ ★ + * frábær • ★ * * mjög göö * * * góö * ★ sæmlleg * O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.