Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 24
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD” Skemmuvegi 20 - Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land, allt Ábyrgö á.öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingafélag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 Áttatíu ár liðin frá stofnun Landakotsspítala: TENGSL STARFSFÓLKS OG SJÚKLINGA GÓÐ — segir Hildur Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur ■ Á laugardaginn voru áttatíu ár Iiðin frá stofnun Landakots- spítala. Hann var reistur af systrum úr reglu St. Jósefs, sem stundað höfðu hjúkrunarstörfi hér á landi frá því skömmu fyrir aldamót. Á árinu 1977 afhentu systurnar ríkinu spítalann og drógu sig í hlé frá rekstri hans, þó munu fjórar systur starfa enn við spítalann. í tilefni af afmælinu brá blaðamaður Tímans sér í heimsókn á handlækninga- deild spítalans í gær og ræddi þar við Hildi Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðing. Hildur var spurð hvort starfsemi handlækningadeildarinnar hefði breyst mikið þegar St. Jósefssysturnar hættu hjúkrunarstörfum? Nunnurnar unnu á við tvo „Ég get ekki sagt að ég hafi fundið fyrir miklum breytingum. Að vísu skipti um starfslið og þar af leiðandi voru teknar upp nýjar starfsaðferðir á ýmsum sviðum. Nunnurnar voru yfirleitt deild- arstjórar og þær unnu mjög mikið, voru hérna frá sjö á morgnana til sjö á kvöldin með hléi um hádegið svo þær unnu eiginlega á við tvo. Enda kom það á daginn þegar þær hættu, að það þurfti að fjölga hjúkrunarfræðingum veru- lega,“ sagði Hildur. - Þær bjuggu hérna í húsinu og voru nánast til taks allan sólarhringinn? „Já það má segja það og ég held að þær hafi líka unnið allt í sjálfboða- Fáir íslenskir hjúkrunarfræðingar „Þegar ég byrjaði að vinna hérna fyrir einum 11 árum Voru aðeins örfáir íslenskir hjúkrunarlræðingar starfandi á spítalanum. Á minni deild var t.d. aðeins einn fyrir utan mig og sá hætti tveimur mánuðum eftir að ég byrjaði. Flestir hjúkrunarfræðingarnir voru þýskir og margir þeirra töluðu litla íslensku. Það hafði í för með sér ýmsa erfiðleika því þeir skildu ekki sjúklingana og þeir ekki dropar i As V ■ Vilhelmína Alfreðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Hildur Stefánsdóttir hlúa að Sverri Stefánssyni, sjúklingi á handlækningadeildinni. — Tímamynd Róbert. þá og stundum þurfti að túlka allt sem hjúkrunarfræðingarnir sögðu. Nú hefur þetta breyst mjög, var raunar farið að breytast áður en nunnurnar fóru. Flestir hjúkrunarfræðingar sem starfa nú við spítalann eru íslenskir og svo eru líka komnir hjúkrunarnemar hingað, en þeir i voru ekki áður,“ sagði Hildur. - Er þá Landakot í engu frábrugðið öðrum spítölum hér í Reykjavík? „Spítalinn er auðvitað í stöðugri þróun. Hann tekur vaktir á við hina spítalana og mjög oft yfirfyllast deildir. Það sem kannski er sérstakt við starfsemina, er hversu lítill spítalinn er og þ.a.l. að tengslin milli starfsfólks og sjúklinga eru mjög góð,“ sagði Hildur. -Sjó. Dýr niðurskurður ■ Dropar eru sólgnir í gott nýtt brauð, og þykir það því betra þeim mun grófara sem það er. Að vísu er bakkelsi af þessu tagi dýrara en venjuleg brauð, a.m.k. ef miðað er við vísitölubrauðið góða, en hvað láta Dropar ekki hafa sig í. Á dögunum var tíðindamaður Dropa í bakaríi einu í bænum, og stóð þar í biðröð við þriðja mann. Þegar röðin kom að honum bað hann um nýja tegund kornbrauðs sem báðir viðskiptavinirnir sem á undan honum voru höfðu keypt. Afgreiðslustúlkan spurði hann af miskunnsemi hvort hann vildi brauðið e.t.v. niðursneitt sem hann játti. I framhaldi af því var brauðhleifnum komið fyrir í þar til gerðri vel sem skar brauðið á sekúndubroti. Svipur kom hins vegar á okkar mann þegar hann heyrði að brauðið hefði hækkað hálfa Hmmtu krónu við niðurskurð- inn, sérstaklega eftir að hann hafði beðið um hálft vísitölu- brauð til viðbótar og í Ijós kom að verð þess náði ekki niður- skurðarverði brauðsins góða. Auðvitað verða bakarar að fá sanngjarnt verð fyrir sín brauð og snúða, en er þetta ekki fullmikið af því góða. Vimmasögur úr þinginu. ■ Hann Vimmi notar hvert tækifæri til þess að taka þingheim á beinið og eitt slíkt nýtti hann í gær, þegar hann hélt þrumandi ræðu, langa mjög í neðri deild, yfir hausa- mótum samtals 9 þingmanna. Bar þá svo við að rödd hans glumdi fram á gang, þar sem menn stóðu og ræddust við. Þcirra á meðal var Friðrik Sophusson sem ræddi við ónafngreindan mann, sem undraðist hávaðann í Vimma. Brosti Friðrik góðlátlega og sagði „Hann ætlar að leysa öll „problem" á fyrsta degi“. Ekki lýkur hér Vimmaþætti Gylfasonar, því einum viðmæl- anda eins þingvarparins varð að orði, er hann heyrði Vimma þenja sig,“ Það eru naumast lætin í Vilmundi!" og þing- vörðurinn svaraði að bragði: „Er það nokkur furða að hann láti í sér heyra, þegar hann ÞRIÐJUDAGUR 19. OKT 1982 Fréttir „Fráfarandi stjórn hreinlega braust inn“ ■ Fráfarandi stjórn hreinlega braust inn í húsakyni sambands- ins eftir að nýkjörinn stjórn hafði skipt þar um skrár í dag,“ sagði Haraldur Kristjánsson, sem um helgina var kjörinn formaður Iðnnemasambandsins, en sagði af sér skömmu síðar.“ „Þegar nýja stjórnin ætlaði að taka við húsnæð- inu í dag, var þar ekki nokkur sála. En stjómin hafði lykil meðferðis og komst inn, skipti síðan um læsingar og hvarf af vettvangi. Aðeins fáum stundum síðar fréttum við að einhverjir væm í húsinu. Þegar hringt var niður eftir til að ganga úr skugga um það kom í ljós að það var rétt og í símann viðurkenndu fráfar- andi stjórnarmenn að hafa brotist inn, hreinlega sparkað hurðinni frá stöfum," sagði Haraldur, sem taldi að atvikið yrði ekki kært til lögreglunnar. -Hvað leiddi til átakanna á þinginu um helgina? „Það er rangt sem haldið hefur verið fram að um hafi verið að ræða skipulagða flokkspólitíska valdayfirtöku í Iðnnemasamband- inu. Þetta var bara endahnúturinn á þá þróun sem átt hefur sér stað að undanförnu; lýðræðissinnuðu fólki fjölgar ár frá ári og sú klíka sem hefur verið allsráðandi þoldi hreinlega ekki að ég fengi for- mannsembættið, vegna þess að ég er yfirlýstur sjálfstæðmaður," sagði Haraldur. „Þeir leystu þingið upp í eitt allsherjar málþóf og helltu úr skálum reiði sinnar yfír nýju stjórnina og bám loks upp vantrauststillögu á hana í formi dagskrártillögu. Margir fundar- menn vom búnir að fá sig fullsadda af málþófinu ogvom þar af leiðandi farnir af fundi. Þess vegna leit út fyrir að vantrauststil- lagan fengist samþykkt. Til að gera fundinn ólöglegan ætluðum við nokkrir að ganga út en vorum stöðvaðir, dyrunum var lokað fyrir okkur. Til að dreifa athygl- inni frá dyrunum sagði ég af mér formennskunni og það dugði til , við sluppum út. Engu að síður var vantrauststillagan borin upp og hún felld,“ sagði Haraldur. Tíminn hafði samband við Hafstein Eggertsson, þingforseta, en hann viidi ekki tjá sig um málið. „Það er ekki heillavænlegt fyrir Iðnnemasambandið að gera þetta að fjölmiðlamáli," sagði hann. -Sjó. loksins fékk að tala, mann- greyið?“ Krummi ... ...heyrði haft eftir augnlæknin- um sem fékk risastórt málverk af auga í afmælisgjöf frá starfsfólki í tilefni sextugs afmælisins: „Það var eins gott að ég var ekki kvensjúkdómalæknir.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.