Tíminn - 28.10.1982, Page 11

Tíminn - 28.10.1982, Page 11
■ i’ainiiui (Óliif Kolbrun Hiiriinrdótlir) oc Papagcno. Þarft þú, félagið eða fyrirtækið að halda mannfagnað? Við bjóðum þig velkominn, hvort sem þú ert einn eða með stóran hóp með þér. Staður hinna vandlátu hefur glæsileg húsakynni fyrir alls konar mannfagnað - fyrir alla landsmenn FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1982 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1982 10 fréttafrásögn 11 fréttafrásögn I „Töfraflautan er trú- lega ástsælasta ópera sem samin hefur verið, og hún er líka eitt margslungnasta listaverk óperusögunnar. Hún er sambland af gamni og alvöru, einum þræði er hún ævintýri handa börn- um um vonda drottningu og góðan prest, töfraflautu sem dýr dansa eftir og töfraklukkur sem stökkva öllum óvinum manns á braut, en öðrum þræði er hún voldugur lofsöngur um ást manns og konu, og enn einum þræðinum á- kall um andlegt frelsi og frið á jörð. Loks er hún helgileikur, trúarjátning höfundar síns.“ Þessi kynningarorð um Töfraflautuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart eru á kynningarblaði frá fslensku óperunni, í tilefni af því að íslenska óperan íslenska óperan frumsýnir T öf raf lautuna eftir Mozart í kvöld: ■ Hlutverk hirðmcynna þriggja, í þjónustu Næturdrottningarinnar eru ■ höndum þeirra Sieglinde Kahman, Elínar Sigurvinsdóttur og Önnu Julíönu er ern hér með beim Panaeenó (Steindór Þráinssoni oe Tamínó (Garðar Cortez). ■ Lydia Riicklinger í hlutverki Nætur- drottningarinnar. „TRULEGA ASTSÆIASTA ÓPERA SEM O SAMIN HEFUR VERIД frumsýnir verkið í húsakynnum sínum í Gamla bíói í kvöld. Hljómsveitarstjóri er Bandaríkjamaðurinn Gilbert Levine og leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Mcð helstu hlutverk fara þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortez, Eiríkur Hreinn Helgason, Steinþór Þrá- insson, Guðmundur Jónsson, (en hann söng einnig í uppfærslu Þjóðleikhússins á Töfraflautunni 1956) og Lydia Rúck- linger. Annars taka flestir helstu söngvarar íslendinga þátt í sýningu íslensku óperunnar, þeirra á meðal Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elín Sigur- vinsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Sigurð- ur Björnsson og Sieglinde Kahmann. Tíminn brá sér á æfingu íslensku óperunnar í vikunni og spjallaði við nokkra þátttakendur í sýningunni. Pamína prinsessa, dóttir Næturdrottningarinnar Hlutverk Pamínu, dóttur. Nætur- drottningarinnar, sem haldið er fanginni í musteri Sarastró, er í höndum Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Blaðamaður spurði Ólöfu hvað henni þætti um þetía hlutverk sitt: „Ég hef mjög mikla ánægju af þessu verkefni. Þetta . • hlutverk er ólíkt öðrum hlutverkum sem ég hef áður sungið. °amína er ung og saklaus stelpukrakki, sem í verkinu þroskast í ástfangna stúlku. Ég hef fengið að hafa hönd í bagga með leikstjóranum Þórhildi, um persónusköpun Pamínu. Af því hef ég haft ánægju, auk þess sem tónlist Mozart hrífur mie Tamínó er bjargvættur Pamínu Það er Garðar Cortez sem fer með hlutverk Tamínós, bjargvættar Pamínu, en er fenginn af Næturdrottningunni, móður Pamínu til þess að reyna að bjarga henni úr klóm Sarastórs, sem hún segir hinn versta mann. Tamínó ratar í ýmsar raunir er hann reynir þetta, en kemst jafnframt að því að Sarastró er hinn ágætasti maður. Hann og Pamína fella hugi saman, en til þess að þau fái að eigast, og taka við ríki sólkonungsins, föður Pamínu, í stað Sarastró verða þau að sigrast á ýmsum þrautum sem Sarastró leggur fyrir þau. Blaðamaður Tímans spurði Garðar Cortez hvernig honum félli hlutverk Tamínó: „Mér finnst mjög gaman að þessu hlutverki. Þetta er reyndar eitt af fáum Mozarthlutverkum sem hæfir minni rödd. Það hefur einnig verið afar skemmtilegt að taka þátt í undirbúningi að uppfærslu þessa mikla verkefnis, og æfingar hafa að mínu mati gengið mjög vel. Annars ættir þú að spyrja æfinga- stjórann okkar, Mark Tardue um það hvernig æfingarnar hafa gengið, en hann hefur æft einsöngvara og kórinn, þannig að þeir væru reiðubúnir til þess að æfa undir stjórn hljómsveitarstjórans." - Blaðamaður tekur Garðar á orðinu og spyr Mark Tardue um hvernig hafi gengið að hans mati. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek að mér svona verkefni fyrir utan Bandaríkin og ég verð að segja það, að það kom mér ánægjulega á óvart hverskonar efniviður beið mín héma. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast, en hef sfðan komist að raun um að „standard" íslensks tónlistarlífs er mjög hár og mér hefur þótt ánægjulegt í alla staði að starfa hér. Ég held að ég haft hvergi nokkurs staðar fyrirhitt jafn elskulegt fólk og íslendinga, að minnsta kosti hafa viðtökur þær sem ég hef hlotið verið afar hlýlegar." Næturdrottningin eitt erfiðasta sönghlutverk sem til er í óperum Garðar Cortez og Ólöf Kolbrún höfðu upplýst blaðamann um að hlutverk Næturdrottningarinnar, í Töfraflaut- unni væri eitt alerfiðasta sönghlutverk sem til væri í óperutónlist, og sögðu þau að aðeins fáar raddir í heiminum gætu sungið þetta hlutverk, en röddin sem til þarf liggur eins ofarlega og hugsast getur í tónlist, og nefnist colloratura. Stúlkan sem syngur Næturdrottninguna heitir Lydia Rucklinger og er hún austurrískur nemi, í söng og blaðamennsku. f kvöld fer hún með sitt fyrsta hlutverk á sviði, en áður hefur hún sungið einsöng á tónleikum í ísrael auk þess sem hún hefur að sjálfsögðu sungið fjölda hlutverka í námi sínu við Tónlistar- háskólann í Vín. Lydia, sem er aðeins 24 ára gömul, segir þegar blaðamaður spyr hana um hlutverk hennar í Töfraflautunni: „Það er rétt, að þetta er geysilega erfitt hlutverk, því tónhæðin er svo mikil, og ég verð að koma beint á sviðið og syngja erfiðar, dramatískar aríur, en fæ- ekki að hita mig upp með auðveldari söng. Það leggst hins vegar vel í mig að syngja þetta hlutverk og ég hef haft mjög gaman af því að æfa með íslenskum listamönnum. Það er ekki kominn neinn frumsýningarskrekkur í mig enn, en hann kemur sjálfsagt.“ „Megum ekki hlaupa og hafa hátt“ Blaðamanni tekst að króa af þrjár sætar hnátur, sem hlaupa eftir ganginum í Gamla bíó, um leið og þær bera saman bækur sínar um það hvað hver þeirra hafi nú komið með í nesti á æfinguna. Hnáturnar heita Ingibjörg Agnes Jóns- dóttir, 11 ára, Jóra Jóhannesdóttir, 11 ára síðan í gær og Guðrún Elín Sigurðardóttir 10 ára. Blaðamaður spyr þær hvað þær séu að gera þarna; og einum rómi svara þær: „Við leikum í Töfraflautunni. Við Ieikum allt mögu- legt, bæði krakka og svo dýr, t.d. fugla, dádýr, héra og tígrisdýr. Það er ein stelpa í viðbót sem heitir Anna Sóley, sem leikur líka og svo eru fjórir strákar." Þá forvitnast blaðamaður um það hjá ungu dömunum hvort þær séu í leiklistarskóla en þær segja: „Nei, við erum í Ballettskóla Þjóðleikhússins og einn strákanna ltka.“ Aðspurðar um það hvort þetta sé gaman segja þær: „Já, þetta er voða gaman. Það er ekkert erfitt að æfa svona á kvöldin, því við lærum bara heima fyrir skólann á daginn. Það eina sem er leiðinlegt, er að við megum Hljómsveitarstjórinn, Gilbert Levine. ■ Tamínó ásamt dýrum skógarins, en þeirra á meðal eru litlu dömurnar þrjár, sem stutt spjall er við hér á síðunni. ekki hlaupa og hafa hátt, þegar við erum ekki að æfa, þá eigum við bara að sitja kyrrar, og það er svolítið leiðinlegt.“ - Það er ekki erfitt að ímynda sér að leikstjórinn Þórhildur Þorieifsdóttir hafi góðan aga á ungu dömunum, því hún lætur skipanirnar vaða óhikað, hvort sem kórmeðlimir eða einsöngvarar eiga í hnút. Lítur blaðamann hálfgerðu hornauga, því hann er helst til snemma mættur til leiks, og segir í hvössum tón. „Hvenær var þér sagt að mæta?“ Má síðan ekki vera að að hugsa meira um það, en snýr sér að ljósameistaranum og segir: „Heyrðu, þetta er hálfflatneskjulegt, „rýkur síðan upp á senu, og messar yfir karlpeningnum í kórnum og segir m.a. Heyriði karlar, það þarf örlítið meira fjaðrafok á þessum stað.“ Sem sagt, í nógu að snúast, og ekki allt smollið endanlega saman, þegar Tímamenn litu inn, en verður sjálfsagt allt í sómanum á frumsýningunni í kvöld, þegar þýðir ómar töfraflautunnar berast út um salarkynni Gamla bíós. - AB Æ STAÐUR HINNA VANDLATU Pantið tímanlega. M i | ★ Fjölbreyttan matseðil ★ Diskótek D 1 L/Ulli ★ Skemmt^triði ★ Lifandi músik Símar: 23333 og 23335 Föstudagskvöld - Skemmtikvöld Laugardagskvöld - Skemmtikvöld Sunnudagskvöld - Þórskabarett

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.