Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdast]óri: Gisii Sigurösson. Auglýslngastjóri: Steingrfmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atll Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Eirfkur St. Elrfksson, Friðrik Indrlðason, Heiöur Helgadóttir, Slguröur Helgason (iþróttir), Jónas Guömundsson, Kristin Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Guöbjörnsson. Ljósmyndlr: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosl Krlstjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingaslm!: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verö f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuöl: kr. 130.00. Setnlng: Tœknidelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Fjölmennasta flokksþing Framsóknarflokksins ■ FlokksþingFramsóknarflokksinserhaldiðí Reykjavík þessa dagana, en því lýkur á mánudaginn. Flokksþingið, sem fer með æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins, sækja 650-700 framsóknarmenn víðs vegar að af landinu, og er þetta því langfjölmennasta þing flokksins. Þegar flokksþingið kemur saman að þessu sinni ríkir veruleg óvissa í íslenskum stjórnmálum. Þjóðarbúið hefur orðið fyrir alvarlegum efnahagslegum áföllum, sem rýrt hafa þjóðartekjurnar verulega. Ríkisstjórnin á erfitt með að koma málum sínum fram vegna brotthlaups eins af stuðningsmönnum sínum á Alþingi. Stjórnarandstaðan hefur ekkert jákvætt til lausnar þjóðmálanna að leggja, enda öðru fremur upptekin við innanflokksdeilur og klofning. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það í verki, að hann er reiðubúinn að takast á við erfiðleikana af ábyrgð og festu. Á þessum óvissutímum, þegar ófyrirséð áföll og pólitísk sundrung einkenna þjóðmálin, er Framsóknarf- lokkurinn það ábyrga afl, sem þjóðin þarf að efla til enn frekari áhrifa í íslenskum stjórnmálum. Niðurlæging FIDE Forsetakjörið á þingi Alþjóða skáksambandsins FIDE, sem haldið var í spilavíti í Luzern í Sviss, hefur valdið íslendingum vonbrigðum, auk þess sem það hlýtur að teljast mikil niðurlæging fyrir Alþjóða skáksambandið. Hinn nýkjörni forseti FIDE, Campomanes, er frá Filippseyjum, þar sem fjármálaspilling og mútustarfsemi er mönnum jafn eðlilegt og að draga andann. Campoman- es hefur beitt þessum þjóðarsið dyggilega samkvæmt fréttum frá Luzern og keypt fjölda atkvæða í kosningabar- áttu sinni, sem talin er hafa kostað um hálfa milljón bandarískra dala, sem jafngildir átta til níu milljónum íslenskra króna, en það gerir um 130 þúsund krónur á hvert atkvæði sem Campomanes fékk í síðari umferð forsetakjörsins. Friðrik Ólafsson, sem gegnt hefur forsetaembættinu í FIDE síðastliðið kjörtímabil með prýði, en oft við mjög erfiðar aðstæður, varð að lúta í lægra haldi fyrir þessum peningaaustri og síðan pólitískri afstöðu sovéska skáks- ambandsins og fylgisambanda þess í Austur-Evrópuríkj- um, sem voru að hefna fyrir skelegga framgöngu Friðriks í Kortsnoj-málinu. Eins og Friðrik sagði sjálfur í viðtali, sem birtist í Tímanum á föstudaginn, hlaut hann aðeins stuðning þeirra þjóða, þar sem skáksjónarmið voru látin ráða, en ekki önnur sjónarmið, sem ættu að vera samtökum skákmanna framandi. En hér eins og oft áður kemur það í ljós, að íþróttir og stjórnmál blandast saman, og að stjórnmálin ráða oft meiru en fagleg sjónarmið. Friðrik sagði ennfremur í viðtalinu að hann hefði lítinn áhuga á að „starfa fyrir samtök, þar sem pólitík og fjármunir eru alls ráðandi, en heiðarleiki og einlægni einskis virði“. Þessi lýsing a því miður vel við um FIDE eftir þingið í Luzern. Það er fátítt að íslendingar komist til æðstu metorða í alþjóðasamtökum. Landsmenn hafa því fylgst af áhuga og stolti með frama Friðriks Ólafssonar innan FIDE og starfi hans sem forseta undanfarin ár, og þykir miður að honum skuli hafa verið fórnað á altari mammons og stórveldapólitíkur. Og að jafnvel bandaríska skáksam- bandið skuli af pólitískum ástæðum hafa tekið þátt í að fella Friðrik úr forsetastóli er vafalaust flestum íslending- um með öllu óskiljanlegt. Friðrik Ólafsson mun auðvitað standa jafn réttur eftir þótt hann hafi verið felldur með þeim subbulega hætti, sem gert var og öllum er ljós. Spurningin er hins vegar hvort Alþjóða skáksambandinu tekst að vinna sig upp úr niðurlægingunni í spilavítinu í Luzern. _ esj#1 horft í strauminn ■ Frá setningu Alþingis 11. október sl. Ef alþingi bregst nú einu sinni enn á þjóðin að kjósa stjórnlagaþing ■ Það er tíðum haft á orði, að menn verði að gæta virðingar alþingis, og alþingi sinnar virðingar. Víst eru það oftast orði í tíma töluð, en þótt ætla megi af því hve mönnum er þetta framarlega á tungu, að þessarar lýðræðisskyldu sé vel gætt, er því ekki að neita að mönnum er gjarnast að hafa þetta á orði um smámuni, svo sem orðbragð á þingi eða misbrest í ■ þinglegum tilburðum við málflutning. Um hitt sem mestu máli skiptir eru menn fáorðari - vanburði og mistök þingsins við mikilvægasta löggjafarstarfið. íslenska lýðveldið nálgast nú óðum fertugsafmæli sitt. Þó á það enga stjórnarskrá við sitt hæfi. Það fékk hana ekki í tannfé, og ekki heldur í fermingargjöf né á tvítugs- eða þrítugsafmæli. Það á í raun hvorki stakk né brók enn, nema kagbætta garma sem eitt sinn voru saumaðir upp úr gömlu konungsfataræksni. Allir sem lesið hafa þetta plagg, sem kölluð hefur verið stjórnarskrá íslands, vita vel, að fjölmörg ákvæði hennar eru uppsprettulindir ranglætis og bálkestir nútímalegra lýðræðishugmynda. Því verður varla á móti mælt, að eitthvert mikilvægasta hlutverk góðrar lýðveldisstjórn- arskrár sé að verðveita og jafna persónurétt, einkum réttinn til áhrifa á landsstjórn og löggjafarstarf. Vanhæfni stjórnar- skrárinnar í þessu efni er nú orðin svo hrikaleg, að hverjar alþingiskosningar eru opinber aftaka þessara réttinda. Almenn mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar eru af skornum skammti. Þetta er sök alþingis En hvernig stendur á því að það hefur vafist fyrir okkur nær fjörutíu ár að setja íslenska lýðveldinu nothæfa stjórnar- skrá? Hver ber sök á herðum? Það er alþingi. Því hefur frá öndverðu verið ætlað þetta verk, og það sjálft hefur ekki aðeins talið það eðlilegt verkefni sitt, heldur beinlínis vakað yfir því að aðrir tækju ekki fram fyrir hendur þess. 1 þessi fjörtíu ár hefur alþingi tekið allmörg tilhlaup að málinu, skipað ófáar nefndir sem annað hvort hafa legið í dái árum saman eða skilað einhverjum tillögum, sem alþingi hefur lagst á eða brennt til ösku í sundurlyndiseldi. Einu breytingarnar, sem Alþingi hefurgert, eru kjördæmabreyting- ar, sem hafa haft í för með sér ofurlítinn jöfnuð milli flokka, en því meiri ójöfnuð á kosninga- og atkvæðisrétti manna, svo að nú er munurinn á áhrifarétti fólks allt að því sexfaldur. Það er auðvitað háðung að kenna slíkt við lýðræði. Fyrr á árum var gerð nokkur tilraun til þess að losa stjórnarskrármálið úr helgreipum alþingis. Stofnuð voru fjórðungasamtök yfir flokkamörk til þess að vinna að gerð og setningu nýrrar stjórnarskrár. Fyrir þeim vakti stofnun fjórðungs- eða landshlutaþinga. Unnt hefði verið að hafa atkvæðisrétt nokkurn veginn jafnan til þeirra, og þá hefði ef til vill gert minna, þótt hann væri ekki alveg jafn til allsherjarþingsins ef hlutdeild landshlutaþinga þar hefði verið með einhverju jafnræði. En þessi samtök höfðu hvorki þol né styrk til þeirrar þrautseigju sem til þurfti, enda sætti hreyfingin andbyr frá flokkunum og alþingi. Nú er þessi hreyfing sofnuð, og alþingi hefur frjálsar hendur um að jafna við jörðu hverja tilraun til setningar nýrrar stjórnarskrár. Bregst alþingi einu sinni enn? Enn ein stjórnarskrárnefnd alþingis hefur nú starfað nokkur ár og unnið á margan hátt betur og skiptulegar en fyrri nefndir, enda skilað allýtarlegum tillögum til alþingis. Nefndarmenn láta drjúglega yfir þeim breytingum og viðaukum sem lagðar séu þar til mála, en samt er farið með tillögumar eins og mannsmorð enn, enginn má segja orð og þjóðin fær ekki að skoða þær, ræða eða meta. Þetta er hið furðulegasta háttalag. Flokkarnir í samtryggingunni miklu virðast sammála um þetta eitt - að halda þessu leyndi fyrir þjóðinni. Hernaðaráætlun þeirra virðist vera þessi: Nefndin skili tillögum sínum til alþingis. Þingmenn einir flokksoddvitar fái að sjá þær um sinn, og þeim verði gefið gott færi á að semja um málin í leynum með allri þeirri hrossakaupalist sem þeir ráð yfir, áður en þjóðin fær að ræða málið, og þegar þar að kæmi verður séð um að tími til opinberrar umræðu um einstök atriði verði orðinn svo naumur, áður en alþingi afgreiddi málið í tímaþröng fyrir kosningar, að þjóðin gæti eiginlega ekkert lagt til málanna. Þessu hefði verið ráðið til lykta á bak við hana. Og það sem verra er, öll sólarmerki benda til þess, að þingmennirnir og flokksforingjarnir á alþingi séu í raun og veru ekki að ræða um stjórnarskrártillögurnar - nema einn þátt þeirra, sem þó er ekki stjórnarskrármál nema af hjálfu leyti - kosningafyrirkomulag, þingmannafjölda, kjördæma- mál, sem þeir kalla nú því fagra nafni jöfnun atkvæðisréttar, en er í þeirra höndum aðeins skálkatafl um það hvernig þeir geti tryggt flokkshagsmuni sína. Umræðan virðist enn sem komið er benda til að þeir hafi alls engan áhuga á öðru, og þar er þegjandi samkomulag um að þjóðin fái ekki að sjá og skoða aðrar tillögur og allra síst ræða um þær. Og nú eru flokksoddvitar farnir að segja það berum orðum að þetta eitt skipti máli núna og annað geti beðið. Formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins sagði í blaðaviðtali fyrir nokkrum dögum: „Stjórnarskrármálið, eða að minnsta kosti kjördæmamálið, skiptir nú höfuðmáli úr því sem komið er. Það er í flokkanna valdi hvort saman næst.“ Þarna er þegar farið að búa fólk undir það að enn einu sinni verði aðeins fiktað við kjördæmamál og kosningar, einhverjar hrákaleiðréttingar gerðar sem kalla svo á nýjar af sama tagi eftir nokkur ár. Auðvitað er það mikið réttlætismál að leiðrétta og jafna kosningaréttinn, en það er hvorki allt stjórnarskrármálið né heldur neinn rembihnútur, ef aðeins er hugsað um það en ekki eingöngu flokkana. Til varanlegrar jöfnunar kosninga- réttar er auðvitað ekki til nema eitt ráð - að landið verði eitt kjördæmi. En þá bera menn hlut fjórðunganna eða landshlutanna fyrir borð, segja einhverjir. Þá eiga héruðin sér ekki málsvara á þingi lengur. Þetta er fráleitt, enda hægt að finna mótvægi með ýmsum hætti. Til að mynda gætu einstakir þingmenn borið ákveðna landshluta og héruð öðrum fremur fyrir brjósti, þótt þeir væru kjörnir í landskjördæmi. Einnig væru sérstök fjórðungsþing til þess fallin að fjalla um landshlutamálefni og búa þau til alþingis. Lokapróf - stjórnlagaþing En fari nú svo einu sinni enn, að alþingi bregðist í stjórnarlagamálinu, velti því af sér og geri aðeins einhverja hrossalækningu í kjördæmamálinu, væri þjóðinni vænlegast að líta svo á, að alþingi hefði fallið á lokaprófi í þessu máli. Fjörutíu ár ættu að duga sem reynslutími um þetta. Þá er komin tími til að stofna og efla frjáls og óháð þjóðarsamtök um stjórnarskrármálið með það fyrir augum að taka það upp úr steinkistu alþingis, leggja það og fram komnar tillögur í því í opinskáa og hreinskilna umræðu með hag og lýðræði þjóðarinnar fyrir augum en ekki hagsmurii stjómmálaflokka. Þessi þjóðarsamtök þyrftu að beita sér fyrir skoðun og skilgreiningu málsins, og þegar nokkurn veginn skýrar tillögur væru fram komnar, ætti þjóðin að kjósa til stjórnlagaþings sem réði málinu til lykta. Endi alþingi 40 ára eyðimerkurgöngu sína með því að stjómarlagamálið verði enn einu sinni úti, er varla fært að tengja nafn þess við virðingu um sinn. En þá er komið að þjóðinni að bjarga sinni virðingu, lýðveldi og lýðræði, og það getur hún. Andrés Kristjánsson A Andrés Kristjánsson skrifar i iH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.