Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 2
MiilJíl! ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 T spegli tfmans . ... *■£. - • ir.rát., Umsjón: B.St. og K.L.^ ENGINN ER VERRI ÞOH HANN VðKNI Newman í lyfja. Drykkjuskapur hefur alveg horfið í skuggann fyrir þessum ósköpum. En ekki eru allar stór- stjömur hrifnar af þessari þróun. ■ Eiturlyfjavandinn skýtur viða upp kollinum og er síður en svo einskorðaður við lítilmagnana í þjóð- félaginu. í Hollywood, þar sem stjórstjörnur baða sig í frægðarljóma og stórar fjárfúlgur þykja heldur hversdagslegar, gengur nú alger tiskualda, þar sem fólk kemur ekki svo saman, að það fái sér ekki smásniff af kókaíni, sem þykir fínast, eða neyti einhverra annarra eitur- - Það er alvörumál, hvað kokain- og marijúna neysla er orðin viður- kennd í samkvæmum í okkar hópi, segir Paul Newman . - Það er reginhneyksU, hversu auðvelt það er fyrír unglinga að verða sér úti um eiturlyf. Paul hefur beitt sér af alefli ■ Paul Newman, og kona hans, leikkonan Joanne Woodward, beita sér af alefli í baráttunni gegn eiturlyfjancyslu. krossferd gegn eiturlyfjaneyslu og er fyrir bragðið sniðgenginn af ýmsum starfs- systkinum sínum. -Ég harma það vegna þess að það gefur mér minni mögulcika til að vara þetta fólk og börn þess við afleiðingum þessa kæruleysis, segir Paul. Sjálfur var Paul kærulaus í þessum efnum aUt til ársins 1978. Það ár dó sonur hans af völdum of stórs skammts af eiturlyfjum. Þá vaknaði faðir hans við vondan draum. Hann stofnaði sjóð til minningar um son sinn, Scott Newman sjóðinn, og er honum ætlað að berjast gegn eitur- iyfjaneyslu. Sjálfur gengur Paul á undan með gott fordæmi. Hann gætir þess jafnan að gefa sfóran hluta launa sinna, sem eru himinhá, til sjóðsins. En hann lætur ekki þar við sitja. Hann lætur ekkert tækifærí ónotað til að leiða fólki fyrir sjónir, livilik hætta fylgi neyslu flkniefna. ■ Elizabeth er fjúkandi vond... Liz Taylor vill stoppa sjónvarps- mynd um sjálfa sig ■ Elizabeth Taylor, hin heimsfræga fimmtuga leik- . kona, ætlar í mál við sjónvarps- manninn David Frost og fyrír- tæki hans, til að koma í veg fyrir að þeir geri sjónvarps- mynd um ævi hennar. Sjónvarpsfyrirtækið hafði ákveðið að byrja upptöku kvikmyndar um Elizabeth án leyfis hennar. - Þessar áætlanir eru móðg- andi fyrír mig, segir leikkonan. Þeir ætla sér að nota nafn mitt, fá einhverja leikkonu, sem eitthvað líkist mér, láta hana segja setningar, sem ég á að hafa sagt og gera mér upp skoðanir. Svo á að bera þetta fyrir áhorfendur sem sanna ævisögu mína, sagði Elizabeth Taylor alveg fjúkandi vond á blaðamannafundi nýlega í New York. - Þeir kalla þetta „heimild- armynd“, en þetta er ekkert nema uppsuða þessara manna eftir slúðurfréttum úr gömlum blöðum og ímyndunun þeirra í viðbót. Þetta er árás á einkalíf mitt og mig sjálfa sem leik- konu. Elizabeth ætlar ekki að láta sér nægja að stoppa kvikmynd- ina, heldur fer hún fram á háar skaðabætur í peningum. Reagan ekki nógu finn í tauinu ■ Málarinn Thomas Hipsc- hen vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið, þegar hann fékk endursent frá Hvíta húsinu málverk, sem sjálfur forsetinn hafði setið fyrir á. í Ijós kom, að forsctafrúin var ekki sátt við myndina og krafðist lag- færinga. Hvað setti Nancy aðallega fyrir sig? Hún hélt því fram, að engu væri líkara en að forset- inn klæddist fötum úr gervi- efni! Það sagði hún allsendis óviðeigandi og krafðist þess, að málarinn klæddi mann hennar rándýrum ullarfatnaði. Það var ekki laust við, að málarinn varpaði öndinni létt- ara, þegar málið upplýstist. -Ég vona bara að hún verði þá orðin ánægð og fari ekki fram á að ég afmái aUar hrukkur í andUti forsetans, sagði hann. Brooke í fylgd með nýjum herra Foreldrar Brookes skildu, þegar hún var aðeins barn að aldri. Hún hefur síðan verið á vegum móður sinnar, sem hefur haft mikU afskipti af frama dóttur sinnar. En Brooke hélt alltaf góðu sambandi við föður sinn, sem fljótlega gifti sig aftur. Vegna anna þeirra beggja eru samverustundimar færri og strjáUi en þau bæði vildu. í þetta sinn gáfu þau sér þó bæði tíma til að hittast í danssal Plaza-hótelsins í New York. ■ Viðstöddum þótti Brooke Shields heldur betur vera farin að færa sig upp á skaftið, þegar til hennar sást í fylgd með virðulegum herramanni, sem farinn var að grána í vöngum. En hver var hann? Jafnvel harðsnúnir frétta- menn og gamlir í hettunni minntust þess ekki að hafa séð hann áður. Fljótlega kom þó í Ijós, hver herrann var. Hér var kominn faðir Brookes, Frank Shields. ■ Það var eins og allar gáttir himinsins hefðu opnast, og ekki leið á löngu þar til gatan, sem liggur frá norsku konungshöllinni í átt til miðbæjar Oslóborgar, líkist helst stöðuvatni. í. miðjum vatnselgnum stóð hin konunglega norska sveit varðmanna heiðursvörð fyrir Olaf konung. Þeir kipptu sér ekki einu sinni upp við það, þegar vatnið náði þeim í miðja kálfa! Þeir gerðu sínar kúnstir eins og hefðin býður og létu sig engu skipta, þó að gusumar skvettust upp eftir þeim. Sjálfur var konungur vel klæddur í regnkápu. En Ólafur konungur kunni að meta framgöngu varða sinna. Ekki var þessari sýningu fyrr lokið en hann sendi þeim hverjum og einum eina rommflösku ti) að taka úr sér hrollinn. Að auki gaf konungur þeim eins dags frí og mælti með því, að þeir héldu sig í rúminu, ef það gæti orðið til þess að þeir losnuðu við að fá kvef. ■ Ólafur konungur kunni vel að meta framkomu varða sinna, þrátt fyrir óhagstætt veðurlag, þegar heiðurssýning- in fór fram. En hann bætti þeim vosbúðina upp með því að senda þá í bólið með rommflösku!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.