Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 6
MUÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 ■ Tómas Árnason viðskiptaráð- herra mælti á miðvikudag fyrir frumvarpi um neyðarbirgðir af olíu. Frumvarpið felur í sér að íslendingar uppfylli skilyrði til að gerast aðilar að Alþjóðaorkustofnuninni, sem er fyrst og fremst það að ávallt skuli vera til í landinu birgðir sem full- nægja þörf í að minnsta kosti 90 daga. Alþjóðaorkustofnunin tengist Efnahags-og framfarastofnuninni. Það kom fram í framsögu Tómasar að olíuverð mundi hækka sem svarar 1.6% vegna birgðahaldsins. Hins vegar eykur það öryggi að vera aðili að Alþjóðaorkustofnuninni, því að- ildarríkin eru skuldbundin til að hlaupa undir bagga hvert með öðru ef að kreppir. Er um að ræða nokkurs konar sameinginlega birgða- söfnun á olíu. Deilt um aðild að Alþjóðaorkustofnuninni Viðskiptaráðherra rakti sveiflur á olíumarkaði undanfarin áratug, verðhækkanir og misræmis milli framboðs og eftirspurnar og hvernig Islendingum hefði reitt af í þeim sviftingum. Hann lagði áherslu á að íslendingar gerðu ýmsa fyrirvara um aðild að Alþjóðaorkustofnuninni um aðlögunartíma og sjálfsákvörðunar- rétt um nýtingu eigin orkulinda o.fl. Birgir Isleifur Gunnarsson tjáði sig fylgjandi frumvarpinu og mundi það auka mjög öryggi okkar varðandi orku að gerast aðilar að Alþjóðaorku- stofnuninni. Flokksbróðir Birgis Isleifs, Albert Guðmundsson var á allt öðru máli og taldi hag fslendinga betur komið utan aðildar að stofnúninni og sagðist sjá margar hættur í þessu og varaði við samþykkt frumvarpsins. Guðrún Helgadóttir sagði Alþjóðaorkustofnunina forréttinda- klúbb ríkra ríkja og taldi að íslend- ingar ættu ekkert erindi í hann. Magnús H. Magnússon sagði frum- varpið í einu og öllu vera í samræmi við þingsályktunartillögu sem Alþýðu- flokkurinn lagði fram 1981, og væru þingmenn flokksins meðmæltir frum- varpinu. Guðmundur J. Guðmunsson gerði Rotterdammarkaðinn að umræðu- efni og sagðist aldrei skilja hvernig á því stæði að íslendingar keyptu ávallt olíu þegar verðið væri hvað hæst á þeim markaði en lækkunar virtist aldrei gæta í olíuverði hérlend- is. Ámi Gunnarsson minnti á tillögu sem hann hafi margflutt um fækkun olíufélaga í landinu og mætti áreiðan- lega spara mikinn kostnað með því að fækka dreifingarkerfum úr þrem- ur í tvö eða jafnvel eitt. Tómas Árnason sagði það mikinn misskilning að olía væri aðeins keypt þegar verðið væri hátt. Á þessu væri allur gangur á óstöðugum markaði. Hann sagði það matsatriði á hvaða hátt þjóðin ætti að haga birgðasöfnun á olíu, en væri það rétt mat hjá t.d. Svíum og Dönum að gera þetta með því að gerast aðilar að Alþjóða orkustofnuninni, því skyldi það ekki vera góð leið fyrir okkur líka. Mergurinn málsins er sá, sagði viðskiptaráðherra, að með þessu frumvarpi erum við að auka öryggi okkar, en Alþjóðaorkustofnunin verður að fallast á þá fyrirvara sem við setjum ef við gerumst aðilar. „Banriad börnum” miðist við fæðingarár, en ekki af mælisdag ■ Níels Á. Lund og Páll Pétursson hafa lagt fram frumvarp um breyting- ar á lögum um vernd barna og ungmenna. Þar er kveðið svo á um að ungmenni verði skilgreind þannig í lögum að þar sé átt við fólk innan við 16 ára aldur, en unglingar eru 16-18 ára. Pá er lagt til að þegar börnum er bannaður aðgangur að opinberum skemmtunum, svo sem kvikmynda- sýningum skuli miða aldur við fæð- ingaár en ekki fæðingardag, á þann hátt að ungmennum fæddum á sama ári verðiekki mismunað hvað varðar aðgang að opinberum skemmtunum. I greinargerð um þetta atriði segir: Hér er lagt til að lögum nr 53/1966, um vernd bama og ungmenna, verði breytt á þann hátt, að ungmennum fæddum á sama ári verði ekki mismunað hvað varðar aðgang að opinberum skemmtunum. Frá því að lögin vom samþykkt á Alþingi 1966 hefur aðgangur að opinberum skemmtunum verið mið- aðúr við fæðingardag viðkomandi, en ekki fæðingarár svo sem nú er lagt til að gert verði. Þessi viðmiðun er ákaflega ranglát og erfið í framkvæmd, auk þess sem hún hefur kallað á tilraunir til að komast inn á þessar skemmtanir á ólöglegan hátt. Rétt er að benda á eftirfarandi: a) Löggjafinn gerir ráð fyrir því, m.a. í lögum nr. 63/1974, grunn- skólalögum, að þessir unglingar eigi sama rétt og sömu skyldur, og er skólanum skylt að leggja fyrir á sama námsefni hvort sem viðkom- andi er fæddur fyrst í janúar eða síðast í desember. Þar af leiðir að lögin hljóta að gera ráð fyrir að þeir hafi líkan þroska, bæði and- legan og líkamlegan. b) Af þessu leiðir m.a. að unglingarn- ir hafa í flestum tilvikum valið sér félaga innan síns bekkjar eða hóps án tillits til þess, hvenær ársins þeir eru fæddir, og með því að miða við fæðingardag þegar um skemmtanir ræðir er verið að sundra félagshóp sem ekki er æskilegt. c) Þessi aðskilnaður er mjög óæski- legur og geta afleiðingar hans verið ófyrirsjáanlegar, og dæmi eru um að þeir unglingar, sem fyrir utan eru og hafa verið skildir frá hópnum, leiðist til óreglu og séu verr á sig komnir en þeir sem komast inn. Þessi sundrun félags- hópa er því mjög varhugaverð og hlýtur að skapa fleiri vandamál en hún leysir. d) Mjög erfitt er fyrir forráðamenn skemmtana að framfylgja núgild- andi reglum þar sem ásókn jafn- aldra er mikil í að sækja skemmt- anir saman, og hefur þetta mis- ræmi á aldursgreiningu orðið þess valdandi, að unglingar hafa reynt að komast inn á skemmtanir á ólöglegan hátt, m.a. með fölsun á nafnskírteinum. Af þessu hefur það svo leitt, að á mörgum stöðum hefur í reynd verið farið eftir fæðingarári en ekki fæðingardegi þegar aldur er metinn. Rækjubátar við Húnaflóa: HÆTTfl ROÐRUM UM NÆSTU MÁNAÐAMÓT — verði verðákvörðun á rækju ekki leiðrétt ■ „Samstaða hefur orðið um að stöðva rækjubáta við Húnaflóa 1. desember n.k. fáum við ekki leiðréttingu okkar mála í verðlagsráði við næstu verðá- kvörðun“, segir í samþykkt fjölmenns fundar útgerðar- og sjómanna við Húna- flóa sem haldinn var nýlega. Mótmælti fundurinn harðlega þeirri aðför sem gerð hefur verið að kjörum útgerðar og sjómanna með tveim síðustu verðákvörð- unum á rækju. „Einnig mótmælum við harðlega ábyrgðarlausum fréttaflutningi útvarps á útreikningum launa einstakra rækju- sjómanna. Fundurinn bendir á að gengi íslensku krónunnar hefur íallið um 32,6% gagnvart gjaldmiðlum 18 helstu viðskiptalanda okkar á tímabilinu 28. maí til 15. október s.l. Á sama tíma hefur rækjuverð aðeins hækkað um 16%. Jafnframt dregur fundurinn í efa að gögn þau er verðlagsráð leggur til grundvallar rækjuverði séu raunhæf. Svo og mótmælir fundurinn þeim flokk- unarreglum sem í gildi eru við verðá- kvörðun. Að fenginni reynslu efumst við um hæfni fulltrúa seljenda í verðlagsráði til ákvörðunar um rækjuverð og teljum að það ráði önnur sjónarmið en hags- muni útgerðarmanna og sjómanna.“ Fundurinn lýsti jafnframt yfir fullri samstöðu við aðgerðir rækjusjómanna við ísafjarðardjúp. -HEI ■ Út er komin hljómplatan Morgundagurinn með lögum úr samnefndri kvikinynd sem frumsýnd verður eftir 2-3 vikur. Platan sem er 45 snúninga inniheldur 4 lög, öil eftir Stefán Hjörleifsson sem einnig annaðist útsetningar með Jóni Ólafssyni hljómborðsleikara. Flytjendur auk þeirra eru: Petrea Óskarsdóttir, Hafsteinn Valgarðsson og Smári Eiriksson. Takkamaður var Rafn Sigurbjörnsson sem auk þess stjórnaði upptöku í slagtogi við Stefán Hjörleifsson. Platan var þrykkt á plast í AJfa. Útgefandi er Hljómplötuútgáfa Fátækra Námsmanna. Dreifingu annast Fálkinn. Úlfljótur, tímarit laganema: Gefur út einkamálalög- in með greinargerðum ■ Úlfljótur, tímarit laganema, hefur nýlega gefið út sérprentun af lögum um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936 með síðari breytingum og safn greinar- gerða við þau lög. Er þar um að ræða greinargerðir við eftirtalin breytingalög: Lög nr. 52/1937, 32/1948, 100/1950, 33/1963, 7/1965, 59/1975, 14/1976, 80/ 1976 og 28/1981. Bókinni er fyrst og fremst ætlað að ■ „Norðurlandaráð lesbía og homma, NRH, fordæmir að Ríkisútvarpið, sem er ríkisstofnun með einkarétt á sínu starfssviði, skuli taka þá afstöðu að minnihlutahópur lesbía og homma brjóti í bága við almennan smekk og velsæmi," segir í ályktun sem ársfundur NRH, sem haldinn var í Oslo fyrir skömmu hefur sent ríkisstjórn íslands og Alþingi. -Ennfremur segir í ályktuninni, að Samtökunum 78, félagi lesbía og homma á íslandi, hafi margsinnis verið neitað um réttinn til að auglýsa í útvarpi til þess að bjóða lesbíum og hommum til opinna funda. „Þessi breytni Ríkisútvarpsins brýtur í bága við samþykkt Sameinuðu þjóðanna um félagsleg og pólitísk rétt- indi manna," segir í ályktuninni. Á fundinum í Osló var meðal annars rætt um slæmar aðstæður lesbía og koma laganemum og lögfræðingum að gangi við nám og störf. Umsjón með útgáfunni höfðu Jón Finnbjörnsson stud.jur. og Jón Höskuldsson stud. jur. Lög um meðferð einkamála í héraði og safn greinargerða er seld í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla íslands og Bóksölu stúdenta v/Hringbraut. Hún er 139 blaðsíður að stærð og er unnin ■ Ríkisprentsmiðjunni Gútenberg. homma á íslandi. Kom fram að löggjöf og önnur mikilvæg atriði hafa ekki breyst til batnaðar á liðnu ári. „Lágmarksaldur aðila að kynmökum á íslandi er 16 þegar þeir eru af gagnstæðu kyni, en 18 ár séu þeir af sama kyni. Við krefjumst þess að á íslandi verði ein aldurstakmörk látin gilda, og vísum í því sambandi til ályktunar Evrópuráðsins nr. 924 1. október 1981, um afnám misréttis gagn- vart lesbíum og hommum, en þar skorar ráðið á aðildarlöndin að láta ein aldurs- mörk gilda í þessu efni,“ segir í ályktuninni. í frétt frá Samtökunum 78 kemur fram að næsti ársfundur Norðurlandaráðs lesbía og homma verður haldin í Reykjavík dagana 17. til 19. júní 1983. -Sjó. Athugasemd í fyrirsögn fréttar af loðdýraræktinni, sem birtist hér í blaðinui fyrir helgina gætir mikils misskilnings. Þar er sagt að margir refabændur séu nú Ula staddir og að skinn lækki um allt að 50%. Hvorttveggja er rangt enda kemur ekkert slíkt fram í því sem haft er eftir Sigurjóni Bláfeld loðdýraráðu- naut. ’Þarna hefur höfundur fyrirsagna greinilega ekki Iesið það sem í fréttinni stendur nægilega vel eða misskilið málið herfilega. Flokkun dýranna er til þess gerð að velja bestu dýrin til ásetninga, alveg eins og tíðkast við allar búfjárkynbætur. Sigurjón bendir réttilega á hve mikilvægt það er að eftir þeim dómum sé farið og að ef slakað er á í úrvalinu hrakar stofninum og skinnin verða verðminni. Þá bendir hann einnig á það hve mikilvægt er að skinnin séu vel verkuð og vel með farin á allan hátt. Umræddri flokkun með tilliti til vals á ásetningsdýrum er nú um það bil lokið og kemur í ljós að víðast hefur náðst viðunandi árangur í ræktuninni á þessu ári og eldið tekist fremur vel. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir það að talið er að í nokkrum tilfellum hafa á síðasta ári verið sett á dýr sem ekki náðu flokkun. Þá hefur nú verið kannað hve margir bændur eru nú þessar vikur tilbúnir að hefja refarækt og hve mörg dýr þeir hyggjast kaupa og bendir sú könnun til þess að standast muni á fjöldi þeirra dýra sem dæmd hafa verið hæf til ásetnings og áform manna um lífdýrakaup og ásetning á eigin búum. Um skinnaverð nú á þessum vetri er ekkert vitað með vissu en, spáð hefur verið einhverri lækkun á refaskinnum, en alls engu verðhruni. Ekkert er til í þeirri fullyrðingu í fyrirsögninni að margir refabændur séu nú illa staddir. Þetta óska ég, að komi fram vegna þess að fjölmargir hafa komið að máli við mig og virst flemstri slegnir yfir „fréttinni". Jónas Jónsson Athugasemd fréttastjóra: ■ í umræddri frétt kemur eftirfarandi fram: Nú í haust mun einhver hópur refabænda súpa seyðið af því bráðlæti sínu við að koma sér upp eða fjölga í sínum refabúum, með því að setja á í fyrra til undaneldis óflokkuð og jafnvel léleg dýr, „og fá því að sjálfsögðu léleg dýr undan þeim aftur nú í haust, sem kemur niður á skinnaflokkuninni og skinnaverðinu, svo munað getur jafnvel 50% á verði. „Þessum staðhæfingum sem í fréttinni koma fram er ómótmælt. Fyrirsögnin er á þeim byggð og stendur því óhögguð. Hvort menn vilja lesa eitthvað annað úr henni, sem hvorki er í samræmi við hana né efni fréttarinnar, eiga þeir alfarið við sjálfa sig. Samtökunum 78 meinað að auglýsa í útvarpi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.