Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 eftir helgina j flokksstarf Jólaveð- ur í f ram- reikningi ■ Veður á Suðurlandi var með fegursta móti á laugardag og þegar köld sólin kom upp, blasti borgin við hvít af snjó, einnig heiðar og fjöll. Vetur konungur er sumsó byrjaður að teikna jólakortið sitt. En þótt fagurt hafi verið á fjöllum, er íslenski veturinn ekki fegurðin ein, heldur ef til vill fyrst og fremst barátta. f vegkantinum á Hellisheiði höfðu rjúpnaskyttur lagt bílum sínum, því þegar fagurt er á fjöllum, er hentugt að ganga til rjúpna. Rjúpnaveiði hefur nefnilega verið listgrein á íslandi álíka lengi og fegurð himins- ins. Það er að segja, eftir að menn settust að í landinu til að nytja gögn þess og gæði. Aður höfðu írskir munkar notað ísland, og þá einkum til bænahalds. Landið var víst hent- ugt fyrir bænir, og kann það að eiga eftir að koma sér vel fyrir almenning, ef vandi atvinnuveganna og verð á matvörum, eða vöru og þjónustu, eins og það heitir á hagfræðimáli er haft í huga. Já, íslenski veturinn er ekki fegurðin ein, þótt hinir fögru vetrar- dagar séu heillandi fyrir augað. Veturinn er barátta, serh venjulega hefst fyrst á sjónum, þótt gangna- menn og rjúpnaskyttur geti líka lent í hrakningum. Togari fékk á sig brotsjó um helgina fyrir norðan, en fyrir guðsmildi, þá varð ekki manntjón, eða slys á mönnum. Og innan tíðar byrjar svo vetrar- baráttan í fjallaskörðum, háspennu- línum, síma og sjónvarpi. Landið er örðugt yfirferðar að vetrarlagi þegar snjóalög eru mikil, þrátt fyrir sfórar ýtúr og hefla. Þá veitir ekki af því að hafa fimmtán gíra áfram, bæði til sjós og lands, ef allt á að ganga eðlilega fyrir sig. Og um leið og vetur konungur hreiðrar um sig í fjöllunum og hafið byrjar að lemja landið í andlitið, hefst vetrarkvíðinn hjá rjúpunni og þjóðinni, og öðrum þeim sem eru varnarlausir að vetri. Maður sem er kunnugur peningamálum, sagði mér, að uppselt væri nú í allar jóla- ferðirnar hjá ferðaskrifstofunum. Því munu nokkur hundruð fslending- ar heyra flamingotónlist um jólin í staðinn fyrir gaulið í vindinum, fá heita sól í staðinn fyrir kalda, og enginn þarf að biðja fyrir sér, nema gjaldeyrisdeild bankanna og fjall- konan. Um helgina var mikið rætt um stjórnmálin, og um fjölgun þing- manna, en allt útlit er nú fyrir að þingmönnumjbölgi um fimm eða sjö, og í kjölfariS^líklegt að þingflokk- um fjölgi um tvo eða þrjá, og verður þá meira plass fyrir sundurlyndi íslendinga í þinginu. Ljóst er þegar að Alþýðuflokkurinn mun ganga til kosninga tvískiptur, og mjög er rætt um það, hvort að sama muni ekki ganga yfir Sjálfstæðisflokkinn, því dr. Gunnar Thoroddsen verður víst ekki með á innanfélagsmóti flokksins þar sem keppt er um þingsætin. Sjálfstæðisflokkurinn, sem verður að teljast einskonar frumherji prófkjör- anna, hefur nefnilega þrengt allar reglur hjá sér, sem er auðvitað hans mál. Næstu kosningar verða því líklega spennandi, þótt almenningi finnist ástandið í stjórnmálunum vera orðið dapurlegt, og þingmenn munu lík- lega einir um það, að undanskiildum Framsóknarmönnum, að þingsætum, eða þingmönnum eigi að fjölga. Þjóðin telur þá þegar of marga og of dýra. En baráttan um völdin og þing- sætin er hávær, og því hefur sú rödd, sem á alþingi hefur borið fram tilögu um að fjölga þjóðinni, ekki fengið mikið hljóð. En það er Þorvaldur Garðar, sem lagst hefur gegn núver- andi löggjöf um fóstureyðingar, en segja má að íslendingar séu farnir að nota fóstureyðingar í staðinn fyrir getnaðarvarnir. Á sjötta hundrað fóstureyðingar munu nú framdar á íslandi árlega, og í landi mikilla framreikninga á öllum sviðum, geta menn gert sér hugmyndir um áhrifin. 500 Islendingar verða þessum nýju útburðarlögum að bráð á hverjum áratug, ef svo fer sem horfir. Og þessari læknisfræði er þrengt upp á íækna vora, nauðuga viljuga. Og hún er látin viðgangast, þótt fjöldi bam- lausra heimila bíði eftir að fá börn í fóstur. Ekki ætla ég mér þá dul, að útskýra alla þá óhamingju er fylgir óvelkomnum börnum og bamaút- burði þeim, er nefnist fóstureyðing á nútíðarmáli. Þó hefi ég tilhneigingu til þess að standa með fóstrinu, þegar þessi mál em rædd. Ef til vill ætti alþingi að ljúka við að fjölga þjóð- inni, áður en að það lokar klaustrinu og efnir til kosninga um að fjölga þingmönnum. Ég held að þá myndi okkur líða betur í vetur. Jónas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson, rithöfundur, skrifar Reykjanes Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið í Skiphól Hafnarfirði sunnudaginn 28. nóv. n.k. og hefst kl. 10 f.h. Stjórnir framsóknarfélaganna í kjördæminu eru minntar á að kjósa fulltrúa á þingið. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Framsóknarvist á Hótel Heklu Næsta Framsóknarvist verður á Hótel Heklu n.k. miðvikudagskvöld og 17. nóvember. Verður byrjað að spila kl. 20.30, en æskilegast er, að þátttakendur mæti tímanlega til skrafs og ráðagerða um tilhögun Framsóknarvistarkvöldanna í vetur. Að venju er vel vandað til verðlauna, og svo eru kaffiveitingar í spilahléi, en engu að síður er aðgangseyri stillt í hóf. Framsóknarvistin er góð skemmtun fyrir unga sem eldri, og því ánægjulegri sem fleiri mæta. Þessvegna ætti áhugafólk að segja sinum sínum og kunningjum frá Framsóknarvistarkvöldunum á Hótel Heklu, um leið og það mætir sjálft. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Prófkjör framsóknarmanna á Austurlandi— Framboð Kjördæmisþing Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austur- landi þann 24. og 25. september ákvað að fram fari prófkjör um framboð flokksins í kjördæminu við næstu alþingiskosningar. Framboðsnefnd flokksins hefur nú ákveðið að framboðsfrestur verði til 10. desember næstk. Hér með er auglýst eftir framboðum í prófkjörið. Hvertframboð skal stutt stuðningsyfirlýsingu minnst 25 flokksmanna. Framboðum skal skilaö til formanns framboðsnefndar Þorvalds Jóhannssonar Seyðisfiröi, eða varaformanns Friðriks Kristjánssonar Höfn, sem veita allar nánari upplýsingar. Prófkjör fer fram eftir reglum sem samþykktar voru á kjördæmisþingi í september síðastliðnum. Prófkjörsdagur mun verða auglýstur síðar. Framboðsnefnd. Vegna skoðanakönnunar á Suðurlandskjördæmi Á 23. Kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi sem haldið var í Vík 30. okt. s.l. var ákveðið að efna til skoðanakönnunar vegna framboðs til Alþingiskosninga. Skoðana- könnunin fer fram á auka kjördæmisþingi með tvöföldum fjölda fulltrúa og verður þingið haldið í félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli laugard. 4. des. n.k. og hefst kl. 13,30. Auk tilnefningar frambjóðenda frá framsóknarfélögunum er öllum flokksbundnum framsóknar- mönnum heimilt að bjóða sig fram enda fylgi meðmæli 10-20 flokksbundinna framsóknarmánna. Framboð þurfa að berast til formanns kjörstjórnar Ingva Ebenhards- sonar Víðivöllum 18, á Selfossi, í síðasta lagi fyrir 30. nóv. n.k. Kjörstjórnin. Njarðvík — Aðalfundur Framsóknarfélags Njarðvíkur verður haldinn í Framsóknarhúsinu Keflavík sunnudaginn 21. nóv. kl. 14.00. 3. önnurmál Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosningfulltrúaákjördæmisþingið Stjórnin. Bingó Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó n.k. sunnudag kl. 14.30 að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. pjjF Reykjavík Framsóknarfélag Miðneshrepps heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 18. nóv. 1982 kl. 20.30 í húsi Verkalýðsfélags Miðneshrepps. Dagskrá: ,1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Skráning nýrra félaga. 4. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 5. Önnur mál. Framsóknarfólk mætið vel og stundvíslega. Undirbúningsnefndin. • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar Prentun • Bókband. PRENTSMIÐJA Kuanu^-\ n C.dda h f. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 Kvikmyndir Sími78900 Salur 1 Frumsýnir Svörtu Tigrisdýrin GOOD GUYS WEAR BLACK CHUCK NORRIS is JohnT BOOKER Hörkuspennandi amerísk spennu- mynd með úrvalsleikaranum Chuck Norris. Norris hefur sýnt það og sannað að hann á þennan heiður skilið, því hann leikur nú í hverri myndinni á fætur annarri. Hann er margfaldur karate- meistari. Aðalhlutverk: Chuck Norris, Dana Andrews, Jim Backus. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Bönnuð börnum innan 14 ára Salur 2 Atlantic City Atlantic City var útnefnd fyrir 5 óskarsverðlaun í marz s.l. og hefur hlotið 6 Golden Globe verðlaun. Myndin er talin vera sú albesta sem Burt Lancaster hefur leikið í, enda fer hann á kostum í þessari mynd. AöalHlutverk: Burl Lancaster, Susan Sarandon og Michel Piccoll Leikstjóri: Louis Malle Bönnuð innan 12 ára Sýndkl. 5,7,9 og 11 Salur 3 • Hæ pabbi CARB^N CAPY Ný, bráðfyndin grínmynd sem alls staðar hefur fengið fráþæra dóma. og aðsókn. HVERNIG LlÐUR iPABBANUM PEGAR HANN UPP- GðTVAR AÐ HANN Á UPPkOM- INN SON SEM ER SVARTUR Á HÖRU'ND?? Aðalhlutverk: George Segal, Jack Warden og Susan Salnt James. Sýnd kl. 5,7 og 9 Kvartmílubrautin Bumout er sérstök saga þar sem þér gefst tækifæri til að skyggnast inn i innsta hring 1/4 mllu keppninnar og sjá hvemig tryll'itækj- jnum er spymt 1/4 mílunni undir 6 sek. Aðalhlutv: Mark Schnelder, Ro- bert Louden Sýndkl. 11 Salur 4 Porkys Keep an eye out for the funniest movie about growing up y Sýnd kl. 5 og 7 Félagamir frá Max-bar) 'itxi only make frlends iike ihese once In a lifetlme... Sýnd kl. 9 og 11.05 _________Salur 5 Being There Sýnd kl. 9 (9. sýnlngarmánuður)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.