Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 5
MUÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 5 fréttir LANSKJARAVISUALA HA6- STÆHAM lANTAKENDUNUM — heldur en kaupgjaldsvísitölu öll árin frá 1981 - Dæmið snúist við á þessu ári ■ Tíu þúsund krónur sem verðtryggðar hefðu verið frá árinu 1970 samkvæmt kaupvísitölu - án vaxta - hefðu árið 1981 verið orðnar 319.500 krónur. Sama upphæð verðtryggð með lánskjaravísi- tölu hefði hins vegar orðið 269.100 kr. Það sama mundi að sjálfsögðu eiga við um verðtryggð lán, greiðslubyrði og uppreiknaðar eftirstöðvar af verð- tryggðu láni hefðu í fyrra verið tæpum 19% hærri miðað við kaupvísitöluna en lánskjaravísitöluna. Á þessu er vakin athygli vegna mikillar umræðu og fjölda samþykkta sem gerðar hafa verið af félögum og nefndum þar sem skorað er á fjármála- yfirvöld að reikna framvegis afborganir og eftirstöðvar lána samkvæmt kaupvísi- tölu í stað lánskjaravísitölu. Kaupvísitala hefði verið eitthvað hag- stæðari lánagreiðendum nú í ár. En öll árin frá 1970 til 1981 hefðu lántakendur þurft að greiða hærri afborganir af lánum verðtryggðum með kaupvísitölu heldur en lánskjaravísitölu. Samanburð- ur á þessu kemur fram í nýjasta Fréttabréfi Fjárfestingarfélagsins. Þar segir m.a.: 5.500 4 .000 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 700 500 300 200 ■ 100 1970 til Ástæðan fyrir því að vakið er máls á þessu hér, er grein sem birtist í einu dagblaðanna fyrir nokkru, þar sem slegið er upp á baksíðu að á sama tíma og lánskjaravísitalan hafi hækkað um 95% frá ársbyrjun 1981, hafi verðbóta- vísitalan hækkað um 75%. það sem ámælisvert er við þennan samanburð er að hér er algerlega horft fram hjá öllum grunnkaupshækkunum launþega á tíma- bilinu“. í fréttabréfinu er sýndur á línuriti samanburður á þróun lánskjaravísitölunnar frá árinu 1970 við þróun vísitölu kauptaxta allra launþega og vísitölu ráðstöfunartekna á mann. -HEI ■ Á þessari mynd má sjá að frá 1970 til 1981 hefur iánskjaravísitala hækkað um 2.591%, kauptaxtar allra launþega um 3.095% og ráðstöfunartekjur á mann 4.667%. Allan þennan tíma er hin margumrædda lánskjaravísitala neðst. Nær öll skreiðarframleiðsla þessa árs enn óseld: Verðmæti skreiðar- birgðanna 1600 milljónir kr. ■ „Mesta mein aldarinnar, “ bók um áfengisvandamálið eftir Joseph P. Pirro fyrirlesara við Freeportsjúkrahúsið í Bandaríkjunum er ein sex bóka sem útgáfufélagið Fjölnir hf. sendir frá sér fyrir næstu jól. Það var Hrafn Pálsson sem þýddi fyrirlestra Pirro og bjó í bókarform, en þetta er frumútgáfa bókarinnar, þar sem hún hefur ekki komið út á ensku. Hér er þýðandi bókarinnar, Hrafn Pálsson, ásamt höfundi, Joseph P. Pirro þegar bókin var kynnt fréttamönnum. Tímamynd - Róbert Norðurlandaráð: Bílferjur, myndbönd og fjárfestingar ■ „Hér er um það mikla þjóðarhags- muni að ræða að stjórnvöld og banka- yfirvöld verða að leggja aUt kapp á það að aðstoða framleiðendur við sölu þessara verðmæta", segir í samþykkt fjölmcnns fundar skreiðarframleiðenda. Talið er að skreiðarbirgðir í landinu nemi um 15.000 tonnum (um 330 þús. pökkum) auk 4.000 tonna af þurrkuðum hausum, samtals að verðmæti 1.600 milljónir króna (sem er nær sama upphæð og fékkst fyrir allan frystan þorskfisk frá áramótum til ágústloka). Fundarmenn lögðu höfuðáherslu á að nú þegar verði gert sameiginlegt átak stjórnvalda bankayfirvalda og sölusam- taka framleiðenda um lausn þessa vandamáls og skorar á viðskiptaráðherra að hafa forgöngu í þessu máli. „í Noregi eru yfir 400 þús. pakkar af skreið, á íslandi um eða yfir 300 þús. auk samtals á þriðja hundrað pakka af hausum. Hvernig ætlið þið að koma þessu öllu inn á leyfi sem aðeins eru fyrir 130 þús. pakka?“. Þetta segir Bjarni V. Magnússon í íslensku umboðssölunni vera svörin hjá skreiðarkaupendunum í Lagos í Nígeríu - sem hafa um 58,6% af þeim leyfum sem veitt hafa verið til landsins - er hann ræðir við þá um skreiðarkaup héðan. Leyfin kvaðBjarni þessa menn fá gegn ríflegum greiðslum í „flokkssjóðinn“ - jafnvel upp í 30% - og telji þeir sig kannski geta útvegað fleiri leyfi ef skreiðarseljendur lækki sitt verð. 1 því efni hafi Norðmenn verið liðlegri og fái því líkast til öll þessi leyfi til Lagos. Af þeim 130 þús. pakka leyfum sem veitt hafa verið telur Bjarni okkur kannski eiga von í um fjórðungi. Leyfum fyrir um 50.000 pökkum telur hann enn óráðstafað. Málaleitunum um að íslendingar fái þessi leyfi til jafns við Norðmenn, sé vel tekið, en einungis ef þeir bjóði sama verð og kjör og Norðmenn. Þeim kjörum hafi útflutn- ingsyfirvöld og bankar hér hins vegar einfaldlega hafnað án frekari viðræðna. „Óneitanlega finnst manni stundum sem litlar athuganir og lítil þekking ráði hér stórum ákvörðunum“, sagði Bjarni. Eigum við að halda að okkur höndum og gera ekki neitt, eða nýta möguleika þó lélegir séu? spurði Bjarni skreiðar- framleiðendur á fundi þeirra. Benti hann á að öll leyfi í Nígeríu renna út hinn 31. desember n.k. og óvíst sé hvenær og hvort leyfi verði gefin út á næsta ári. í ljósi þess hve bankar og stjórnvöld hér telji sig þurfa að hafa mikið eftirlit með skreiðarsölu - svo umboðssalar fái oft litlu um ráðið - spurði hann hvort ekki væri tími til kominn að: Opna sendáráð í Nígeríu - koma á beinum bankaviðskipt um - ráðherra eða ráð- herrar he.'msæki þetta ntikilvæga mark- aðsland - alvarlegar athuganir séu gerðar á opnun gagnkvæmra viðskipta (íslendingar hafi aldrei keypt neitt frá Nígeríu). Öllu þessu hafa Norðmenn komið á sem Bjarni segir allt hafa hjálpað þeim til að tryggja sér megin- hlutann af þeim leyfum sem nú fáist. „En við gerum ekkert". Hjá Magnúsi Friðgeirssyni, deildarstj. Sjávarafurðadeildar kom fram að hlut- fall skreiðarverkunar hafi haldist um 20% af vertíðarafla, eins og í fyrra, þrátt fyrir viðvaranir banka og annarra. (Hlutfallið var t.d. 7% árið 1979). Auk þess sé hlutfall B-skreiðar nú nær þriðjungur framleiðslunnar, sem er tvö- földun miðað við undanfarin 3 ár, sem geri ástandið ennþá alvarlegra. Skráð verð á A-skreið sagði Magnús nú 287 dollara á pakka (sem samsvarar kringum 100 kr. á kílóið), og niður í 170 dollara fyrir B-skreið. Nígeríumenn eru ennþá háðari sinni olíu en við okkar fiski þar sem um 97% af útflutningstekjum þeirra er fyrir hana. Þær tekjur fóru í fyrra úr 1.3 millj. naiera á mán. niður í 950 þús. og áætlað er að þær fari jafnvel niður í 600 þús. naiera á mán. á næsta ári. Útlitið fyrir skreiðarsölu þangað er því langt frá því bjart. -HEl ■ Fastanefndir Norðurlandaráös halda þessa daganna fundi í Finnlandi. Fundimir hófust 9. nóv. og lýkur þeim 17. nóv. Em þeir haldnir í Turku/ÁUb og á Álandseyjum Fundaröðin tíófst með fundi upplýsinga- nefndarinnar, sem stóð yfir í Ábo 9.-10.nóv. Meðal mála sem þar voru rædd var staða nýs forstöðumanns upplýsingadeildar Norður- landaráðs, skipulagning starfseminnar næstu tvö ár og málefni tímaritsins Nordisk Kontakt. Af hálfu íslensku sendinefndarinn- ar sat Stefán Jónsson þessa fundi. Forsætisnefnd hélt tvo fundi í Ábo. Meðal þeirra mála sem þar var fjallað um eru þær skipulagsbreytingar sem leiða munu af því ef Færeyjar, Grænland og Álandseyjar fá sjálfstæða aðild að Norðurlandaráði. íslenski fulltrúinn á þessum fundum var Halldór Ásgrímsson. 14; 17. nóv. halda nefndarmenn fundi í Mariehamn á Álandseyjum. Þar munu jábræður stjórnmálaflokkanna halda fundi og nefndarfundir fara þar einnig fram. Fara mun fram undirbúningur að næsta fundi Norðurlandaráðs og einnig búið í haginn fyrir væntanlegan fund forsætisnefndarinnar og forsætisráðherra Norðurlandanna. Laganefndin mun m.a. fjalla um þátttöku Færeyinga og Grænlendinga i Norðurlanda- ráði. Þá mun hún halda fund með dómsmála- ráðherrum landanna, þar sem m.a. verður fjallað um fjölskyldurétt og löggjöf- um tölvur og fíkniefni. Fulltrúi lslands á þessum fundum er Halldór Asgrímsson. Eiður Guðnason situr fundi menningar- nefndarinnar, þar sem m.a. eru rædd framlög til nprrænna sýninga, samvinnu um rannsókn heimskautssvæða og um norrænar kvikmynd- ir og sjónvarpsefni á myndböndum. Samgöngumálanefndin mun halda fund með samgöngumálaráðherrum Norður- landa um bílaferju milli Islands, Færeyja og annarra Norðurlanda um flugsamgöngur milli Grænlands og Norðurlanda. Fulltrúi íslánds á þessum fundum er Sverrir Her- mannsson. Páll Pétursson situr í efnahagsmálanefnd- inni, en þar er fjallað um aukna samvinnu á sviði orkumála og umhverfisvemdar. Nefnd- in mun einnig fjalla um lán vegna fram- kvæmda og starfsemi Norræna fjárfestinga- bankans. Nefndirnar munu fjalla um tillögu um norrænan ríkisborgarrétt. Fundunum lýkur 17. nóv. með fundum fjárhagsnefndar og menningarmálanefndar. Meðal þeirra sem þar sitja fundi eru Páll Pétursson og Eiður Guðnason. Síðan verður haldinn blaðamannafundur þar sem finnski þingmaðurinn Elsi Hetemáki-Olander, for- seti Norðurlandaráðs og formenn fastanefnd- anna munu skýra frá helstu málum varðandi norræna samvinnu. Lestunar- áætlun Goole: Arnarfell ...23/11 Arnarfell ... 6/12 Arnarfell .. . 20/12 Arnarfell .. 3/1 '83 Rotterdam: Arnarfell ... 25/11 Arnarfell ... 8/12 Arnarfell ... 22/12 Arnarfell .. 5/1 '83 Antwerpen: Arnarfell ... 26/11 Arnarfell .... 9/12 Arnarfell ... 23/12 Arnarfell .. 7/1 '83 Hamborg: Helgafell ... 6/12 Helgafell ... 27/12 Helsinki: Dísarfell ... 17/12 Dísarfell . 15/1 '83 Larvik: Hvassafell ...29/11 Hvassafell ... 13/12 Hvassafell ...27/12 Hvassafell . 10/1 '83 Gautaborg: Hvassafell ...30/11 Hvassafell ... 14/12 Hvassafell . 11/1 '83 Kaupmannahöfn: Hvassafell .. 17/11 Hvassafell .. 1/12 Hvassafell ... 15/12 Hvassafell .. 29/12 Hvassafell 12/1 '83 Svendborg: Helgafell .. 18/11 Hvassafell .. 2/12 Helgafell .. 8/12 Hvassafell .. 16/12 Dísarfell . . 20/12 Árhus: Helgafell . . 20/11 Helgafell .. 10/12 Helgafell . . 30/12 Gloucester, Mass: Skaftafell .. 1/12 Skaftafell . 5/1 '83 Halifax, Canada: Skaftafell .. 3/12 Skaftafell 7/1 '83 ■ -.*• / 6 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu •wv’. Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Hlaðrúm úr furu í viðarlit og brúnbæsuðu. Áhersla er lögð á vandaða lökkun. Stærðir: 65x161 cm og 75x190 cm. Sendum gegn póstkröfu. Furuhúsið hf., Suðurlandsbraut 30, sími 86605.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.