Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 13
Illllllllllll I ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 ______21 ályktanir ■ Guðmundor G. Þorannsson a tali við mæðgumar Sigrúnu Sturiudóttur og Auði Þórhallsdóttur. ■ Hér sitja þeir Haukur Ingibergsson, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins frá næstu áramótum og Þráinn Valdimarsson sem senn lætur af störfum framkvæmdastjóra, 18. flokksþingið þakkaði honum vel unnin störf í þágu flokksins um langt árabil. Tímamynd Róbert ■ Meðal framsóknarkvenna sem sátu flokksþingið voru Dóra Guðbjartsdóttir, Þóra Þorleifsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Tímamynd Ella 1) Með því að koma á annarri rás við Ríkisútvarpið. 2) Með því að koma upp aðstöðu til hljóðritunar og útsendinga í öllum landsfjórðungum og hefja staðbundið útvarp. 3) Með því að veita landssamtökum og sambærilegum aðilum aðgang að út- sendingarkerfi útvarpsins fyrir eigin dagskrá. Flokksþingið leggur áherslu á forystu- hlutverk Ríkisútvarpsins sem fjölmiðils allrar þjóðarinnar. Jafnframt telur þing- ið að til álita komi að öðrum aðilum verði leyft að útvarpa og sjónvarpa, að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. Grunnskóli Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að auka tengsl skóla og foreldra. Þetta má gera með því að hvetja til aukinnar handleiðslu þeirra við nám heima fyrir og gefa þeim kost á að taka þátt í félags-og tómstundaiðkana innan veggja skólans. Vegna vaxandi þátttöku kvenna í atvinnulífinu færist uppeldishlutverk í síauknum mæli til skólans, þarf því að leggja áherslu á að búa nemendur hlýlegt og þroskavænlegt námsumhverfi, fjöl- breytt verkefnaval og efla með þeim sjálfstæð vinnubrögð og hugsun, svo og hæfni til samstarfs við aðra. Að betri tengsl og ráðgjöf þarf að vera milli grunnskólans, og framhaldsskól- ans, þannig að nemendum sé ljóst hverjir möguleikar eru til náms að loknum grunnskóla. Að verkleg menntun og tækninám þarf að skipa veglegan sess í menntakerfi landsins, og þeirri stefnu fylgt eftir í framkvæmd. Einnig þarf að huga að nýskipan menntakerfisins með hliðsjón af framtíðarstefnu í atvinnumálum. Að nemendum grunnskóla sé gefinn kostur á að kaupa máltíðir í skólum. Styðja skal og efla umferðarfræðslu á sem flestum sviðum svo fullnægt verði settum lögum á þessu sviði. Stefna skal að umferðarmenningu sem fari saman við öryggiskröfur er eðlilegar teljast meðal nágrannaþjóða okkar. Að frágangur og skipulag skólalóða sé fært í betra horf en nú er víða, til prýðis og þæginda fyrir nemendur, og til að glæða fegurðarskyn þeirra og um- gengismenningu. Að þrátt fyrir viðleitni núverandi ríkisstjómar að málefnum fatlaðra. að beina til þeirra sem mestu fjármagni, þarf að tryggja meira fjármagn til þeirra hluta svo að þjálfunar og hæfingarskólar ríkisins geti sem allra fyrst sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað og blöndun í almenningsskóla verði framfylgt. Flokksþingið fagnar þeim breytingum sem orðið hafa á íslenskum framhalds- skólum á undanförnum árum. Þessar breytingar stefna að aukinni menntun í heimabyggð, betri verkmenntun, fjöl- þættari námstækifæmm og betri nýtingu á fyrra námi. Til þess að ná þessum markmiðum telur flokksþingið stofnun fjölbrautarskóla um land allt og tilkomu áfangakerfis við menntaskóla og sér- skóla mikilsverð spor í skipulagi fram- haldsskólanna. Sérstaklega ber að fagna auknum tækifærum til verk- og tækni- menntunar við tilkomu áfangakerfis í Vélskóla fslands og Iðnskólanum í Reykjavík. Þingið telur að í þessum skólum eigi nemendur að geta lokið stúdentsprófi til undirbúnings háskólanámi í tæknigrein- um. Almennt iðnnám, meistaranám og nám til stúdentsprófs verði skipulagt sem ein heild og séu í skipulegum tengslum við atvinnulífið og hagi starfi sínu eftir umhverfi og aðstæðum á hverjum stað. Jafnhliða fagmenntun ber að leggja sérstaka áherslu á almenna menntun, íslensku, stærðfræði, tölvu- fræði og erlend mál. Til þess að tryggja sem besta nýtingu fjármagns ákveði hver skóli sjálfur skiptingu þess rekstrar- fjár sem honum er veitt á fjárlögum og fjárhagsáætlun. Efla skal tengsl við grunnskóla annars vegar og háskóla hinsvegar. Nýta skal húsnæði og búnað sem best, t.d. með skólarekstri, fullorðinsfræðslu og eftir- menntun árið um kring. Stjórnun framhaldsskólans verði gerð einfaldari og virkari. Lög um framhalds- skóla og skólakostnað verði sett hið bráðasta. Fullorðinsfræðsla Fullorðinsfræðslu ber að efla í þeim tilgangi að auka almenna menntun veita starfsþjálfun á sérsviðum og skipuleggja endurmenntun og ýmis konar viðbótar- þekkingu í hagnýtum tilgangi. Fullorð- insfræðsla skal fyrst og fremst efld með auknum stuðningi við það starf, sem þegar er fyrir hendi á þessu sviði, s.s. námsflokka bréfaskóla, öldungadeildir og námskeiðahald á vegum fölmargra aðila í landinu, svo sem Verkalýðs og samvinnuhreyfingar. Eðlilegt er að fullorðinsfræðsla sé yfirleitt sameiginlegt verkefni ríkis og sveitafélaga, enda verði slíkri skipan við komið með góðu móti. Rétt er að ríkið styrki sérstaklega námsefnagerð í þágu fullorðinsfræðslu, Æskilegt er að sett verði sérlög um fullorðinsfræðslumál, enda verði gætt þeirra sjónarmiða, sem að ofan getur. Háskóli íslands. Með tilliti til þess, að Háskóli íslands er æðsta menntastofnun landsins verður að efla hann svo að hann geti sinnt þeim skyldum, sem honum samkvæmt lögum er gert að gegna. Sívaxandi nemenda- fjöldi í háskólanum krefst aukins hús- rýmis og fleira kennara og starfsliðs. Nauðsynlegt er að gera áætlun um þróun háskólans nokkur ár fram í tímann, þar sem í senn er hugað að kennslu, námsgreinum, rannsóknum og nemendafjölda. í þessu sambandi er rétt að benda á að samræma þarf stefnu í menntamálum á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Stuðla ber að eflingu rannsókna á sviði íslenskrar menningar og náttúru og í þágu þjóðlífs og atvinnuvega lands- manna, bæði við háskólann og aðrar rannsóknarstofnanir. * Alyktun um öryggis- og utanríkismál Framsóknarflokkurinn telur það meg- inmarkmið utanríkisstefnu íslands að treysta sjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði landsins, stuðla að vinsam- legum samskiptum þjóða og auðvelda þannig samninga um afvopnun og varð- veislu friðar. Þegar þjóðir heims verji æ hærri fjárupphæðum tii vígbúnaðar og stórveldi heimsins framleiða sífellt ægi- legri gereyðingarvopn, hlýtur það að vera eitt helsta verkefni mannkyns að hindra að þessi. vopn verði notuð. íslendingar hljóta að leggja öllum þeim öflum lið, sem af einlægni vinna að því að friður haldist. Framsóknarflokkurinn vill ná þessum markmiðum með eftirgreindum hætti meðal annars: 1) Að íslendingar leitist við að eiga góð samskipti við allar þjóðir. Þátttaka íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna, í Norðurlandaráði og í Evrópuráðinu eru hornsteinar þessarar stefnu. Sam- starf við nágrannaþjóðirnar á sviði öryggismála er nauðsynlegt eins og málum er nú háttað. 2) Að starfsemi Sameinuðu þjóðanna verði efld og þeim gert auðveldara en nú er að tryggja frið í heiminum. 3) Að unnið verði að því að endurvekja slökunarstefnuna í Evrópu. í því sambandi er mikilvægt að samkomu- lag náist á Madridfundinum um að kalla saman ráðstefnu um öryggismál Evrópu, þar sem Bandaríkin og Kanada verði þátttakendur ásamt; Evrópuríkjunum. 4) Að lögð sé mikil áhersla á að samningar náist um bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn og fram- leiðsla þeirra stöðvuð. 5) Að jafnhliða banni við framleiðslu og notkun kjarnorkuvopna og annarra gereyðingarvopna verði unnið að samningum um alhliða gagnkvæma afvopnun. 6) Að íslendingar noti hvert tækifæri sem gefst til að vara við auknum kjarnorkuvopnabúnaði og vaxandi hernaðarumsvifum á Norður-Atlants- hafi. Stefnt verði að því að kalla saman ráðstefnu um þessi mál eins og þingmenn Framsóknarflokksins á Al- þingi hafa lagt til. 7) Að styðja sérhverja viðleitni sem miðar að því að hjálpa þróunar- löndum til sjálfsbjargar og stuðla að því að þau nái jafnrrétti við aðrar þjóðir. Framsóknarflokkurinn vill taka þátt í varnarsamstarfi vestrænna þjóða, en vill jafnframt að erlendur her hverfi héðan jafnskjótt og aðstæður leyfa. Það er stefna Framsóknarflokksins að staðið skuli við skuldbindingar íslands gagnvart Atlantshafsbandalaginu, þannig að það þjóni fyrst og fremst öryggishagsmunum íslensku þjóðarinnar. Unnið verði að því að skilja enn frekar á milli herliðs og þjóðar en nú er og umsvif vamarliðs- ins verði sem minnst. Nauðsynlegt er, að gerð sé grein fyrir því með hvaða hætti ætlunin er að verja ísland ef til átaka kemur. Slík vitneskja er nauðsynleg fyrir starfsemi Almanna- varna ríkisins. 'Brýna nauðsyn ber til að efla rann- sóknir í utanríkis- og öryggismálum, og skal Framsóknarflokkurinn stuðla að því að fram fari opinskáar og málefna- legar umræður um þau efni. í þeim tilgangi skal flokkurinn efna til ráðstefnu um þau mál. Framsóknarflokkurinn fagnar því að hafréttarsáttmáli verður undirritaður í næsta mánuði og væntir þess að sem flestar þjóðir fullgildi hann. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að utanríkisþjónustan vinni sem best að utanríkisviðskiptum og markaðsöflun. Þetta sjónarmið þarf að hafa í huga við skipulag utanríkis- þjónustunnar og staðsetningu fulltrúa hennar erlendis. Framsóknarflokkurinn telur brýnt að unnið sé að því að koma á samstöðu þjóðarinnar um meginatriði utanríkis- mála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.