Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDQ? Skemmuvegi 20 - Kopavogi Simar (91)7 75-51 & 7-80-30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öJlu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingafé/ag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armúla 24 Simi 36510 ■ „Við viljura að fólk sé opið fyrír allri tónlist og geri sér ekki fyrirfram ákveðn- ar hugmyndir um hana áður en það heyrir í henni. og á þetta við um allar tegundir tónlistar. Við erum óþekktir hér á landi og við vonum því að fólk komi á tónleika okkar með þessu hugarfari", sagði Henry Threadgill sax- ófónleikari hljómsveitarinnar AIR í samtali við Tímann en hljómsveitin er nú stödd hérlendis og mun halda eina tónleika í kvöld í Gamla bíói. Hljómsveitina skipa auk Threadgill sem leikur á allar tegundir saxófóna, flautna og hjólkoppafón, þeir Fred Hopkins á bassa og Steve McCall á trommur. McCall mun ekki hafa komist með til íslands og í hans stað mun Thurman Barker berja húðirnar. Threadgill segir að hljómsveitin hafi verið stofnuð í Chicago fyrir einum 10 árum síðan. Þá vann Threadgill einkum að því að semja og flytja tónlist fyrir leikþætti og það var við gerð eins slíks sem hann hitti Hopkins. „Við Hopkins bjuggum svo að segja við hliðina á hvor öðrum en höfðum aldrei spilað saman og er einn kunningi minn bað mig að koma og semja og flytja tónlist við eitt stykki hans stakk ég upp á Fred Hopkins einnig og McCall en við McCall höfðum átt nokkur samskipti áður. Petta varð svo úr að við lékum í stykkinu saman og hefur samstarfið haldist óslitið síðan Raunar var það einnig í þessu fyrsta stykki sem við kynntúmst ragtime tónlist og höfum við síðan ávallt haft á prógrammi okkar okkar eigin útfærslur á þeirri tónlistarstefnu, einkum lögum Scott Joplin en ég tel að þetta hafi opnað leið hjá okkur til að taka fyrir og leika aðrar tónlistarstefnur og tímabil sam- hliða okkar eigin tónlist og höfum við ávallt gert slíkt“, segir Threadgill. Fluttu til New York Segjá má að vendipunktur fyrir hljóm- sveitina hafi verið er hún flutti frá Chicago og til New York árið 1975 en þar byrjuðu þeir að koma fram reglulega og hljóðrita hljómplötur. Síðan þá hefur Henry Threadgill saxófónleikari AIR. Tímamynd FRI AD FÓLK SÉ OPK) — rætt við Henry Threadgill saxófónleikara hljómsveitarinnar AIR sem heldur tónleika í Gamla bíói í kvöld AIR hlotið margvíslegar viðurkenningar og er óhætt að segja að af frjáls-jazz hljóms'veitum (að Art Ensemble of Chicago undanskildri) nýtur AIR hvað mestra vinsælda gagnrýnenda,hingað dropar koma þeir frá Bandaríkjunum á leið til Evrópu en nýlega héldu þeir tónleika á vesturströndinni, eða í Los Angeles fyrir troðfullu húsi, færri komust að en vildu. „Okkur var sagt að okkur mundi ganga mjög illa í Hollywood, þar gangi bara tónlist sem sé góð söluvara og stóru dreifingarfyrirtækin ráði öllu. Við feng- um í lið með okkur eina slíka „stóra vél“ og því gekk dæmið upp“. Sem fyrr segir mun AIR leika í Gamla bíói í kvöld og það skal tekið fram að aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða. -FRI ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 fréttir Ekki hætt við Kísilmálm- vinnsluna ■ Stjórn Kísilmálm- vinnslunnar h/f hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjöl- miðla þar sem borin er til baka frétt DV, í gær, þess efnis að stjórnin hefði lagt til að hætt yrði við að byggja kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. í yfirlýsingunni segir að fyrir liggi nú nýjar athugan- ir bandarísks fyrirtækis, „Chase Econometrics," á hagkvæmni hinnar fyrir- huguðu verksmiðju og hafi fyrirtækið, sem þekkt sé sem eitt hið virtasta á sviði markaðsráðgjafar fyrir orkufrekan iðnað, komist að þeirri niðurstöðu að verksmiðjan ætti að verða hagkvæmari en fyrri rann- sóknir bentu til, en á þeim var ákvörðun alþingis um að ráðast í verksmiðjuna byggð. Stjórn Kísilmálmvinnsl- unnar hefur samþykkt að stefnt skuli að því að taka fyrsta ofn hennar í notkun 1986, en endanleg ákvörð- un þar um er í höndum alþingis. Blaðburðarbörn óskast; Tímann vantar fólk til blaðburðar, í eftirtalin hverfi: Grímstaðarholt sími: 863C Prentarar í verkfall? Á morgun verður haldinn almennur félagsfundur í félagi bókagerðarmanna, þar sem fjallað verður um tiUögu stjómar félagsins og trúnað- armannaráðs um að veita heim- Ud til vinnustöðvunar verði vinnuveitendur ekki búnir að fallast á að greiða vísitölu- skerðinguna sem koma á tU framkvæmda 1. desembern.k. Skiptar skoðanir munu vera meðal prentara um hvort boða skuli tU verkfalls, og óttast sumir þeirra mjög langt verkfaU, a.m.k. svo vikum skiptir, ef það kæmi á annað borð tU framkvæmda. Slíkt verkfall myndi fyrst og fremst koma niður á dagblöðunum því all flestar jólabækurnar verða frá þegar að mánaða- mótum dregur. Vel gæti því svo farið að tUlögu stjómar yrði hafnað á fundinum. Ekki síst fyrir þá sök að vinnuveitendur standa sem klettur ■ þessu máli og vilja ekki af kröfum prentara vita, gerandi sér grein fyrir því að ef fallist yrði á kröfur einnar starfstéttar í þessu efni, þá myndi launþegahreyfingin sem slík fylgja á eftir. „Sérframboð“ Yilmundar ■ Merkilegur maður Vil- mundur Gylfason. Eftir að hafa látið ganga á eftir sér í heila viku án þess að vilja gefa skýr svör um hvort hann hygð- ist taka þátt í prófkjöri krata fyrir næstu alþingiskosningar í Reykjavík, eða hvort rétt væri að hann hygðist fara í sérfram- boð, þá gefur hann yfirlýsingar bæði í sjónvarpi og útvarpi um að hann skilji ekki orðið „sér- framboð". Þegar þetta kemur tU þá er orðið Ijóst að hann tekur ekki þátt í prófkjöri krata, þar sem framboðsfrestur er liðinn, og því aðeins eftir að kveða upp úr um hvort af sérframboði verði. Þeirri spurningu hefur hins vegar enn ekki verið svarað af VUmundi þar sem hann segist ekki skilja hvað í „sérfram- boði“ felist, jafnframt því sem hann upplýsir að hart hafi verið að sér lagt að leggja út í „sérframboð." Það er ýmist í ökla eða eyra þegar VUmundur á í hlut. Krummi ... ...heyrði þetta haft eftir gam- ansömum Framsóknarflokks- manni: „Mikið skolli voru framsóknarmenn klókir við valið á nýja framkvæmdastjór- anum sínum. Jú, sjáðu tU, þetta er vanur hljóðfæraleikari og getur því spilað flokkslínuna í öUum tóntegundum.“ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.