Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 9
vegirnir stöðvist vegna skorts á rekstrarfé. 2. Draga verður úr innflutningi með margþættum aðgerðum, t.d.: 2.1. Hækkun tolla á óþörfum varningi eins og frekast er heimilt að teknu tilliti ti! samninga við Fríverslunar- og Efnahagsbandalögin. 2.2 Takmörkun á erlendum vörukaupa- lánum og á innlendum afborgunar- lánum. 2.3. Innborgunarskyldu, þegar um er- lendan samkeppnisvarning er að ræða. 3. Skilyrðislausa framkvæmd á öllum atriðum efnahagsaðgerðanna. Um síðasta liðinn vil ég fara nokkrum orðum. Telja má orðið öruggt, að skerðing verðbóta og takmörkun á hækkun búvöruverðs og fiskverðs muni koma til framkvæmda 1. des. n.k. Þá er sjálfsagt að framkvæma einnig þær aðgerðir, sem samkomulag varð um til viðbótar. Þar er einkum um að ræða breytingu á vísitöluviðmiðun launa, annarsvegar, sem mun draga úr víxlverkun verðlags og launa og því úr verðbólgu og, hinsvegar, láglaunabætur og lengingu orlofs, sem er ætlað að bæta launþegum að nokkru skerðingu verðbóta. Endurskoðun viðmiðunar Því hefur hvað eftir annað verið lýst yfir af þessari ríkisstjórn, að vísitölu- viðmiðun launa verði endurskoðuð. í ágústmánuði s.l. lögðu fulltrúar allra samstarfsaðila að ríkisstjórninni fram í viðræðunefnd við fulltrúa launþega sam- eiginlegar tillögur um breytingar. Þær eru ekki róttækar. Gert var ráð fyrir: 1. Lengingu vísitölutímabilsins úr þremur mánuðum í fjóra. 2. Frádrætti vegna útgjalda ríkisins til á að geta hotið uppbótarsæti úr dreifbýl- inu, sem krefst þess, að það sé á hlutfalli og hlýtur því að leiða til fjölgunar þingmanna, ef ná á svipuðu vægi á milli kjördæma og var 1959. í öðru lagi sætta þeir sig ekki við að fækka eða leggja niður uppbótarsæti en fjölga að sama skapi kjördæmakjömum þingmönnum, því það eykur misvægi á milli Framsóknarflokksins og annarra stjórnmálaflokka. Eg legg áherslu á að fjölgun þing- manna verði sem minnst og hlutfall á milli kjördæma aldrei lægra en svo að meirihluti þingmanna komi alls ekki frá tveimur þéttbýliskjördæmunum. Það væri óheilbrigt. Hins vegar skulum við gæta þess, að ekki verður staðið gegn eðlilegri kröfu íbúa þessa svæðis um leiðréttingu á þeirri röskun, sem orðin er á vægi atkvæða í milli kjördæma. Margar lc-iðir hafa verið kannaðar. M.a. hef ég látið athuga fjöigun þing- manna um 3 uppbótarþingmenn með tveimur úthlutað eftir hlutfalli. Þá yrðu þingmenn 63. Miðað við kosningarnar 1979 hefði hlutfall atkvæða í Reykjavík orðið 225 og í Reykjaneskjördæmi 223 á móti 100 í fámennustu kjördæmunum. Aukið jafnvægi næst einnig á milli flokka. Misvægi hefði lækkað úr 22 af hundraði í 12 af hundraði miðað við Framsóknarflokkinn. Ég efast þó um að hinir sjtórnmálaflokkarnir telji þetta fullnægjandi. Því má vel vera að sam- komulag sé útilokað. Á það þarf þó að reyna. Að sjálfsögðu er vafasamt að ræða og jafnvel ákveða breytingar á kosninga- lögum og kjördæmaskipan án þess að fjalla um stjórnarskrána í heild. Stjórn- arskráin hefur að geyma fjölmörg önnur ákvæði, sem ákveða rétt kjósenda í þéttbýli og dreifbýli. Því miður sýnist Útdráttur úr ræðu Steingríms Hermannssonar vid setningu flokksþings: HJÖÐNUN VERBBÖLGU AN ATVINNU- LEYSIS HEFUR SANNAÐ GILDI SITT — en nauðsynlegt er að lögbinda slíkar aðgerðir félagsmála, t.d. heilsugæslu, skóla, vega o.s.frv. enda komi launþegum á móti til góða allar skattgreiðslur. Þetta hefur verið nefnt lífskjaravísi- tala. Þessu sama mætti einnig ná með því að taka alla skatta og niður- greiðslur út úr vísitölunni. 3. Að breyting á verði raf- og hitaorku hafi ekki áhrif á verðbætur. Jafnframt er gert ráð fyrir að nýi vísitölugrundvöllurinn verði tekinn í notkun. Það mun draga verulega úr þeim frádrætti, sem nú er. Segja má að orkufrádrátturinn kæmi í staðinn. Áætlað er að með þessum breytingum yrði verðbólga í lok næsta árs 40-45 af hundraði en án þeirra 3-4 stigum hærri. Hinsvegar er áætlað, að þessar aðgerðir skerði kaupmátt aðeins um 1 af hundr- aði. { þeirri mjög alvarlegu verðbólguþró- un og mikla viðskiptahalla, sem nú er, kemur ekki til greina að gefa slíkt eftir. Þessi breyting á vísitölukerfinu er auk þess mikilvæg, þótt lítil sé, þegar til lengri tíma er litið. Hún er varanleg. Um efnahagsmálin á næsta og næstu árum vil ég segja þeta: Útilokað er að atvinnuvegirnir þoli mikla verðbólgu mikið lengur. Slíkt ástand mundi fljótlega leiða til stöðvunar þeirra og atvinnuleysis. Umtalsverðan viðskiptahalla og vax- andi erlendar skuldir þolir þjóðarbúið ekki. Hvort tveggja verður að stöðva. Til lengri tíma litið verður þetta bætt með aukinni framleiðslu. Á það ber að sjálfsögðu að leggja höfuðáherslu. í bráð verður hins vegar ekki hjá því komist að grípa til róttækra aðgerða. Raunhæfar aðgerðir Þeir, sem ekki viija atvinnuleysi, hljóta að leggja áherslu á hjöðnun verðbólgu án atvinnuleysis, leið, sem sannaði gildi sitt á s.l. ári. Reynslan sýnir, hins vegar, að líklega er nauðsyn- legt að lögbinda slíkar aðgerðir, t.d. til eins árs í senn. Miðað við það verðbólgustig, sem nú er, tel ég eftirtaldar aðgerðir raunbæfar fyrir tímabiiið frá miðju ári 1983 til miðs árs 1984. 1. Markmiðið verði, verðbólga ekki yfir 30 af hundraði á timabiiinu. 2. Lögbundið verði 30 af hundraði þak á verðbætur samtals á tímabilinu og sömuleiðis á launahækkun bænda og á tekjuaukningu sjómanna í gegnum fiskverð. 3. Verðtrygging inn- og útlána (láns- kjaravísitala) verði í 1 ár bundin við 30 af hundraði og vextir ákveðnir í samræmi við það. 4. Hámark á hækkanir vöruverðs og þjónustu verði lögbundið 30 af hundr- aði nema þær sem stafa af hækkunum erlendis. 5. Dregið verði úr erlendri lántöku til . framkvæmda og sérstök áhersla lögð á sparnað í opinberum rekstri. 6. Grunnkaupshækkanir verði engar. 7. Kaupmáttur lægri launa verði varinn eftir mætti með skattalækkunum og láglaunabótum. Ég er sannfærður um, að með slíkum aðgerðum má ná góðum árangri. Þeim þyrfti síðan að sjálfsögðu að halda áfram næsta árstímabil með nýju markmiði, t.d. 20 af hundraði verðbólgu. Framsóknarflokkurinn mun verða reiðubúinn til þess að taka þátt í slíkum efnahagsaðgerðum. Stjórnarskráín Um stjómarskrármálið og breytingar á kjördæmaskipan og kosningalögum sagði Steingrímur m.a.: Loks hefur verið vakin athygli á því, að með því að ákveða hve mörgum uppbótarsætum verði úthlutað I Reykja- vík og í Reykjaneskjördæmi, getur fengist hin furðulegasta niðurstaða, t.d. sú að uppbótarsætin falli þannig að flokkur með minnihluta atkvæða í Reykjaneskjördæmi fái meirihluta þingmanna þar. Spurningin verður þá sú, hvort við viljum teygja okkur eitthvað til móts við aðra stjórnmálaflokka og hafa þannig áhrif á endanlega niðurstöðu. Sú afstaða er í samræmi við ályktun miðstjórnar- fundar 1981. Ég tel það skynsamlegt. Hann rakti í höfuðdráttum afstöðu hinna flokkanna til kjördæmaskipunar, og sagði síðan: Flokksþingið verður að taka afstöðu til þess, hvort flokkurinn á að leita eftir samkomulági og þá hve langt skal ganga. Ég mæli eindregið með því, að við höldum áfram þátttöku í þessu starfi og reynum að hafa áhrif á niðurstöðuna. 1 því skyni þarf að taka afstöðu til grundvallaratriða eins og t.d., hvort til greina kemur að fallast á fækkun kjördæmakjörinna þingmanna. Ég mæli ekki með því við núverandi kjördæma- skipan. Taka þarf einnig afstöðu til þess, hvað við teljum eðlilegt hlutfall á milli kjördæma og á milli flokka, svo og hvaða hámarksfjölgun þingmanna við getum fallist á. Hlutfallið á milli fjölda atkvæða á bak við hvern þingmann 1959 var í Reykja- vík 258 á móti 100 í fjórum fámennustu kjördæmunum, að meðaltali, en 147 í Reykjaneskjördæmi. í síðustu kosning- um var þetta vægi hins vegar orðið 310 í Reykjavík 349 í Reykjaneskjördæmi á mót 100 í fámennustu kjördæmunum. Til þess að ná þessu hlutfalli að nýju þarf því að fjölga þingmönnum í Reykjavík og Reykjanesi. Einfaldasta leiðin til þess er að flytja uppbótarþingsætin í þessi tvö kjördæmi. Það mætti gera eftir þremur leiðum. I fyrsta lagi mætti ákveða að uppbót- arsætum verði eingöngu úthlutað eftir atkvæðafjölda. Þá færðust þau langlfest til Reykjavíkur. Hlutfallið 1959 næðist auðveldlega fyrir Reykjavík, en yrði hins vegar eftir sem áður óhagstætt fyrir Reykjaneskjördæmi, þótt það lagaðist eitthvað. í öðru lagi mætti breyta uppbótarsæt- unum í kjördæmakjörna þingmenn í þessum tveimur kjördæmum, t.d. í 6 í Reykjavík og 5 I Reykjaneskjördæmi. Með þessu móti yrði hlutfallið fyrir Reykjavtk jafnvel nokkuð lægra en 1959, en hins vegar lítið lægra á Reykjanesi en í Reykjavík. Auk þess mundi misvægi á milli flokka stóraukast frá því sem nú er. í þriðja lagi er hugsanlegt að ákveða fyrirfram að úthlutað skuli t.d. 6 uppbótarsætum í Reykjavík og 5 í Reykjaneskjördæmi. Með þessu næðist, að sjálfsögðu, sama vægi á milli kjör- dæma eins og í öðrum kosti að ofan og jafnframt sama vægi á milli flokka og nú er. Líklega gætum við Framsóknarmenn sætt okkur við einhvern af ofangreindum kostum. Með þeim er ekki um fjölgun þingmanna að ræða, sem margir flokks- menn eru mjög andvígir. Ég er hins vegar sannfærður um, að um engan af þessum kostum getur orðið samkomulag við hina stjórnmálaflokk- ana. Þeir leggja I fyrsta lagi mikla áherslu mér þó flest benda til þess, að svo geti farið. Róttækar aðgerðir Steingrímur Hermannsson fjallaði síðan um atvinnumálin og þá stöðu sem stjórnmálin eru í þessa dagana og sagði að lokum: Margir bera kvíðboga fyrir næstu vikum, það er eðlilegt. Það er heldur ekki óeðlilegt að menn velti vöngum yfir stöðu Framsóknarflokksins, stærsta stjórnarflokksins, þegar til kosninga kemur, að öllum líkindum snemma næsta vor. Mér er ljóst að næstu vikur og mánuðir verða erfiðir. Ég hef hins vegar engar áhyggjur af kosningum, ef við vinnum að málefnum þjóðarinnar af drengskap, vekjum athygli á því, sem vel hefur tekist, viðurkennum af hrein- skilni það sem miður hefur farið og vekjum menn af raunsæi til umhugsunar um það, sem fram undan er. Á næstu vikum munum við Framsókn- armenn leggja á það höfuð áherslu, að ekki komi til stöðvunar atvinnuvega og atvinnuleysis. í veg fyrir slíkt skal komið. Við munum einnig leggja á það ríka áherslu, að staðið verði við markmið í verðbólgumálum, sem ríkisstjórnin setti sér með aðgerðunum 21. ágúst s.l. Til þess þurfa öll þau mál, sem samið var um, að fá framgang. Við munum einnig leggja fram okkar tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum á næstu árum. Þær þurfa að vera róttækar. Við munum leggja áherslu á hjöðnun verðbólgu án atvinnuleysis. Þannig munum við Framsóknarmenn vinna að málum og leggja okkar gerðir ótrauðir í dóm kjósenda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.