Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 12
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 18. flokksþing Framsóknarmanna Stjórnmálaályktun Framsóknarflokkurinn hefur þaö meginmarkmið að standa vörð um óskorað stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar á grundvelli lýðræðis og þingræðis og að beita sér fyrir alhliða framförum. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að treysta atvinnulíf þjóðarinnar og vili að það byggist á framtaki efnalega sjálfstæðra manna sem leysa sameiginleg verkefni á félagslegan hátt. Undirstaða atvinnulífsins er verndun og skynsamleg nýting íslenskra náttúrugæða. Framsóknarflokkurinn vill leysa þau vandamál, sem nú blasa við íslensku þjóðinni, annarsvegar með átaki til að nýta hina miklu framleiðslumöguleika til lands og sjávar og hinsvegar með mjög ákveðnum og undanbragðalausum aðgerðum til að bæla niður þá verðbólgu sem er höfuðmeinsemd efnahagslífsins. Reynslan af efnahagsaðgerðum 1981 sýnir að niðurtalning verðbólgunnar er möguleg. Tímafrekt samningsþóf við hvert niðurtalningarskref hefur gefist illa, og er því nauðsynlegt að áfangarnir séu fyrirfram ákveðnir og lögbundnir. Framsóknarflokkurinn leggur því áherslu á að gerð verði áætlun um samræmdar efnahagsaðgerðir til ákveð- ins tíma, r.d. tveggja ára, sem leiði til hjöðnunar verðbólgunnar en stuðli jafn- framt að vexti þjóðartekna á ný. Atjánda flokksþing Framsóknar- mánna telur það brýnustu verkefni næstu mánaða að bæta skilyrði atvinnuveganna, eyða viðskiptahalla, stöðva skulda- söfnun erlendis og draga úr verðbólgu en án þess að komi til atvinnuleysis, í því skyni leggur flokksþingið áherslu á eftirfarandi ráðstafanir. En framkvæmd þeirra ber að tryggja með nauðsynlegri löggjöf: Áhersla verði lög á aukna og bætta framleiðslu til öflunar og sparnaðar gjaldeyris, og eflingar þjóðarhags. Gjöldum skal létt af atvinnuvegum til samræmis við það sem gerist í viðskipta- löndum okkar, og aðbúnaður þeirra bættur á annan hátt. Dregið verði úr víxlverkun verðlags og launa með breytingu á vísitölukerfinu. Dregið verði úr eyðslu og ótímabærri fjárfestingu og störf frjárfestingalána- sjöða verði samræmd slíkri stefnu. Erlendar lántökur skal takmarka við hluta af stofnkostnaði iiarðbærra fram- kvæmda. Meðan halli er á viðskiptajöfnuði verði leitað allra leiða sem færar eru með hliðsjón af samningum við önnur ríki, til þess að draga úr innflutningi. Spornað verði við afborgunarkaupum og eyðslulánum. Dregið verði úr opinberum útgjöld- um. Gerðar verði ráðstafanir til hjöðnunar verðbólgu í áföngum. Hámark verði sett á hækkanir á vísitölubótum, al- mennu verðlagi, búvöruvcrði og fisk- verði og ávöxtunarkjör ákveðin í sam- ræmi við það. Grunnkaupshækkunum verði frestað. Samfara þessu ber að leggja kapp á að varðveita kaupmátt almennings í samræmi við þjóðartekjur og jafna lífskjörin. Gæta skal þess að sá samdrátt- ur sem nauðsynlegur kann að reynast í bili bitni síst á þeim sem lægst eru launaðir. Flokksþingið leggur áherslu á að leitað verði víðtækrar samstöðu um þessar aðgerðir, enda mikilvægt að ráðstafanir njóti skilnings og trausts. Á Alþingi ríkir nú óvissa. Framsókn- arflokkurinn mun nú sem fyrr láta ábyrgð ráða gerðum sínum. Hann leggur áherslu á _að staðið verði við þær samþykktir sem gerðar hafa verið í efnahagsmálum og í frekari aðgerðir ráðist eins og nauðsyn krefur til að draga úr hinum ískyggilega viðskiptahalla. Flokksþingið telur að við núverandi aðstæður á Alþingi sé eðlilegt að gengið verði til kosninga snemma á næsta ári. Framsóknarflokkurinn mun enn sem fyrr leggja áherslu á jöfnuð og öryggi landsmönnum öllum til handa og vill stuðla að bættu mannlífi með betri vinnuskilyrðum og heilbrigðu tóm- stundalífi einstaklinga og fjölskyldna. Flokkurinn telur mikilvægt að saman fari farsælar framfarir, öflugar mengun- arvarnir og verndun þess sem mest á veltur að óspillt haldist í náttúru landsins. Flokkurinn telurþaðverulegan þátt í lífskjörum manna að eiga kost á þvi að búa í ómenguðu umhverfi og hafa aðgang að óspilitu landi. ■ Búnaðarfrömuðir á flokksþingi. Ásgeir Bjarnason form. Búnaðarfélags ísl., Halldór Pálsson fyrrverandi búnaðarmálastjóri, Jónas Jónsson búnaðarmálastjúri og Magnús Ólafsson yfirkennari á Hvanneyri. ■ Tómas Amason ritari Framsóknarflokksins flytur skýrslu sína, ■ Haildór Ásgrimsson varaformaður Framsóknarflokksins flytur skýrsiu um Tímann, en hann er formaður blaðstjórnar. Timamynd Róbert Túnamynd Róbert Stjórnarskrármálið 18. flokksþing Framsóknarmanna haldið í Reykjavík 13.-15. nóvember 1982, felur þingflokki að vinna að því að heildarendurskoðun stjórnarskrár- innar ljúki sem allra fyrst. Þingið telur að almenn þjóðmálaum- ræða þurfi að eiga sér stað um nefndar- álitið og að efna beri til sérstaks stjórn- lagaþings sem leitast við að ná þjóðar- sáttum um stjórnskipan landsins. Þingið varar við stjórnarskrárbreytingum um kjördæmamálið eitt, en vekur athygli á þeim breytingum sem hægt er að gera innan kosningalaganna. í viðræðum um kjördæmaskipan og kosningafyrirkomulag verði lagt til grundvallar: 1. Vægi atkvæða verði sem næst því sem var fyrst eftir að núverandi kjördæma- skipun var komið á. Þetta verði fremur gert með breyttum reglum um úthlutun uppbótarþingsæta en fjölgun þingamanna. 2. Kjördæmakjörnum þingmönnum verði ekki fækkað í neinu kjördæmi miðað við það sem nú er. 3. Kosningaréttur miðist við 18 ára aldur. 4. Kosning þingmanna verði persónu- bundnari en nú er. Mennta og menningarmál Almenn menningarmál. Framsóknarflokkurinn vill stuðla að því að blómlegt menningarlíf megi dafna í landinu. Ríkisvaldinu ber að örva framtak áhugamanna á þessu sviði. Vinna skal að því að menningarstofnanir landsins fái nægilegt fé og mannafla til að sinna skyldum sínum af fullri reisn. Á tímum hraðfara þjóðlífsbreytinga verður sú nauðsyn æ brýnni að lögð sé rækt við þjóðleg menningarverðmæti, sem fyrri tíðar menn hafa látið eftir sig. Á undanfömum árum hefur miðað vel því nauðsynjaverki að koma þjóðar- bókhlöðu undir þak, og ber að fagna því. Á hverri tíð skal setja sér slík ákveðin verkefni í stórframkvæmdum vegna menningarmála og vinna að þeim af dugnaði og festu. Safnamál þjóðarinnar þarf að taka til endurskipulagningar. Þjóðminjasáfn þarf að efla, og styrkja þarf byggða- og minjasöfn úti um land, en jafnframt að samræma störf þeirra til þess að koma í veg fyrir tvíverknað. Víða um land hafa áhugamenn unnið mjög gott starf að minjasöfnun. Brýnt er að safna minjum frá tæknibyltingu þessarar aldar, minjum sem nú fara óðfluga forgörðum. Annað undirstöðusafn landsins er Þjóðskjalasafn. Húsnæðismál þess þarf að leysa til frambúðar svo það geti gegnt ómetanlegu hlutverki sínu. Samræma þarf skráningu skjala ríkisins og annarra opinberra aðila. Listasafn rfkisins eygir nú lausn hús- næðisvanda síns. Er það fagnaðarefni, auk þess sem þá batnar um leið aðstaða Þjóðminjasafns. Þá má benda á hið mikilvæga hlutverk Náttúrugripasafns og hve brýnt er að hlúa að starfsemi þess. Ennfremur verður að gera náttúrugripasöfn að lifandi þætti í skólastarfi um land allt. Almenningsbókasöfn hafa á seinni árum þróast í það horf að vera almennar menningarmiðstöðvar, þar sem ekki er einungis hægt að fá lánaðar bækur, heldur einnig myndir, hljómplötur, hljóðbönd, hlýða á fyrirlestra, horfa á kvikmyndir og leiksýningar o.s.frv. Al- menningsbókasöfn á íslandi eiga mörg hver langt í land að verða slíkar stofnanir en að því ber að stefna. Höfundaréttur verði tryggður betur en nú er, og rithöfundar fái greitt fyrir útlán en ekki eintök í bókasafni. Ríkis- framlög til styrktar einstaklingum á sviði lista, bókmennta og fræða verði endur- skipulögð. Framsóknarflokkurinn fagnar því að sett hafa verið lög um Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Mun það stuðla að því að koma starfsemi hennar í fastara form og hún nýtist landsmönnum öllum framar þvt' sem verið hefur. Stuðla skal að því að Þjóðleikhúsið geti sinnt þeim skyldum sem því með lögum eru lagðar á herðar fyrir framgang leiklistar, óperuflutnings og listdans. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að það menningarstarf sem áhugafélög um leiklist, sem starfá við mjög erfiðar aðstæður, verði metið að verðleikum. Stofn íslensku óperunnar er dæmi um frumkvæði og framtak áhugafólks sem ber að fagna. Óperan ber vitni atorku og bjartsýni sem gjaman mætti njóta sín á fleiri sviðum. Framsóknarflokkurinn telur kristin lífsviðhorf undirstöðuatriði ■ íslenskrar menningar og þjóðlífs og vill hlúa að kristilegu og kirkjulegu starfi. Framsóknarmenn beittu sér á sínum tíma fyrir stofnun Menningarsjóðs og menntamálaráðs. Sú stofnun hefur veigamiklu hlutverki að gegna. Með rýmkuðum fjárhag gæti hún beitt sér enn frekar en nú er fyrir útgáfu merkra ritverka, svo sem þýðinga úrvalsverka í skáldskap og fræðum. Einnig gæti menntamálaráð haft forgöngu um útgáfu alvarlegrar íslenskrar tónlistar á plötum og nótum í samvinnu við Ríkisútvarpið og samtök tónlistarmanna. Leggja ber áherslu á að efla íslenska kvikmyndagerð með því að stórefla kvikmyndasjóð. Rannsóknir á sögu og menningu íslendinga, ekki síst íslenskra fombók- mennta er eitt af helstu verkefnum æðri mennta hér á landi. Brýnt er að sinna rækilega þjóðfræðum og er athugandi hvórt ekki skuli komið upp sérstakri stofnun er hafí með höndum rannsóknir á þjóðfræði íslendinga. Sérstök þörf er á stuðningi við þýðingar íslenskra bók- mennta á erlendar tungur. ftíkisútvarpið Efla ber Ríkisútvarpið og gera þvi kleift að sinna vel margþættu upplýsinga,- . menningar- og afþreyingar- hlutverki sínu. Auka skal fjölbreytni efnis í hljóðvarpi og hlustendum veitt aðstaða til að velja um dagskrár. Þetta sé einkum gert á þrennan hátt:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.