Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 19 flolcksþingið Stytta af Jónasi í Reykjavík Flokksþingið samþykkti að unnið skuli að því að reist verði stytta af Jónasi Jónssyni frá Hriflu í Reykjavík. Það var Tómas Ámason ritari Framsóknar- flokksins sem bar tillöguna upp og lagði hann til að stefnt skuli að því að styttan verði reist árið 1985, en 1. maí það ár verða liðin 100 ár frá fæðingu Jónasar. Tómas minnti á að Jónas frá Hriflu var aðalhvatamaður að stofnun Fram- sóknarflokksins og formaður hans um langt skeið og væri vel við eigandi að reisa af honum styttu í höfuðborginni. Tillagan var samþykkt með dúndrandi lófataki. MNGW TIL ÞESSA ■ 18. flokksþing Framsóknarmanna er hið fjölmennasta sem haldið hefur verið til þessa. Gefin voru út 639 kjörbréf og auk þess sátu margir gestir þingið, svo að þegar flest var voru um 750 manns í þingsölum. Áður hafa þeir verið flestir um 500 á flokksþingi. Þingið var haldið á Hótel Sögu í Reykjavík og stóð yfir frá laugardegi til mánudagskvölds. Umræður á þinginu voru fjörugar, mikið starfað í nefndum og fjöldi samþykkta gerðar um málefni flokks og þjóðar. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins flutti ítarlega ræðu í þingbyrjun sem var gott yfirlit um stjómmálin á liðnum árum og einnig lagði hann fram stefnumörkun um hvemig bregðast skal við þeim vanda sem nú steðjar að, um atvinnumál og þær breytingar sem væntanlegar eru á stjómarskrá og afstöðunnar til nýrrar kjördæmaskipanar. Útdráttur úr ræðu Steingríms er birtur á öðmm stað í blaðinu. Tómas Ámason ritari Framsóknar- flokksins flutti skýrslu og kom víða við varðandi stjómmálabaráttuna og starf- semi Framsóknarflokksins. Um stjómmálaflokkana sagði hann m.a.: „Það virðist vera popptíska að sverta stjómmálaflokka og telja þá úrelta og spillta. A þetta spilar hávær og taumlaus lýðskrumsblaðamennska. En athugum okkar gang. Hvað er lýðræði? Jú, það er stjómarform, þar sem meirihlutinn ræður ríkjum. Hvemig er hægt að skapa meirihluta án þess að menn þjappi sér saman í flokk? Það er deginum ljósara að það er ekki hægt. Og hvernig er svo hægt að stjóma Alþingi án samstæðs meirihluta sem hér hefur ævinlega verið samvinna milli fleiri flokka? Og hvemig er hægt að mynda ríkisstjóm og hvernig getur hún stjómað án þess að skipulagsbundinn meirihluti styðji hana? Með því að athuga málin í rökréttu samhengi komast menn fljótt að raun um að rausið um skaðsemi stjórnmála- flokka er tómt lýðskmm sem ekki fær staðist nema menn vilji hreint stjórnleysi Rétturinn til að mynda stjómmála- flokk og starfsemi stjómmálaflokka er forsenda lýðræðis. Án fleiri stjórnmála- flokka verður ekkert lýðræði. Upplausn stjómmálaflokkanna þýðir upplausn lýðræðisins. Við skulum efla okkar flokk , Fram- ■ Jónas frá Hriflu Þingið öllum opið ■ Steingrímur Hermannsson flytur ræðu í upphafi flokksþingsins. sóknarflokkinn og reyna sífellt að bæta hann og aðlaga nýjum þjóðfélagshátt- um. Áróðurinn á móti stjórnmálaflokk- unum er hættulegt upplausnarfyrirbrigði sem á að verðskulda fordæmingu allra, góðra lýðræðissinnaðra manna. I almennu umræðunum tók Olafur Jóhannesson mjög í sama streng og sagði pólitíska baráttu hér á landi oft verða óþarflega harða og óvægna. Menn yrðu að viðurkenna að pólitískir and- stæðingar hefðu fullan rétt á að hafa sínar skoðanir og meðal þeirra væm hinir mætustu og hæfustu menn sem bæri að láta njóta réttmælis. Ólafur sagði lífdaga ríkisstjórnarinnar brátt talda og yrðu Framsóknarmenn á þessu þingi að móta stefnuskrá sem jafnframt yrði þeirra kosningamál. Þótt ýmislegt hafi mistekist í stjórnarsam- starfmu dugði ekki annað en horfa fram á veginn og taka á málum af festu og framsýni. Hann lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn væri og ætti að vera miðflokkur óbundinn af kreddum til hægri eða vinstri og starfa í anda þeirra hugsjóna sem flokkurinn byggist á. Margir tóku til máls í almennu umræðunum og voru á einu máli um að stjómarsamvinnunni sem staðið hefur í nær þrjú ár, færi senn að ljúka. Margir voru harðorðir í garð Alþýðubandalags- ins, sem þeir töldu að staðið hafi í vegi fyrir framgangi niðurtalningarinnar með íhaldsamri afstöðu til efnahagsmála og allra breytinga í þá átt að hefta verðbólguna með því að skera á þær víxlverkanir sem ætíð kynda undir dýrtíðarbálið. Mikill tími fór í nefndastörf og umræður um nefndaálit. Miklar um- ræður urðu um Tímann eins og oft hefur orðið á þingum og fundum flokksins, en allir vom á einu máli um að efla blaðið og gera veg þess sem mestan enda væri Framsóknarflokknum nauðsyn að eiga öflugt málgang og láta ekki deigan síga þótt fjölmiðlaveldi pólitískra andstæð- inga gerist sífellt öflugra. Mikið var rætt um útvarpsfjölmiðlun og einkarétt Ríkisútvarpsins.Helgi H. Flokksþingið kaus 25 manns í mið- stjóm Framsóknarflokksins og 25 vara- menn. Aðalmenn voru kjörnir: Eysteinn Jónsson, Reykjavík Gerður Steinþórsdóttir, Reykjavík Eiríkur Tómasson, Reykjavík Þórarinn Þórarinsson, Reykjavík Þráinn Valdimarsson, Reykjavík Arnþrúður Karisdóttir, Hafnarfirði Tímamynd Róbert Jónsson fréttamaður var fyrir þeim hópi sem ekki vildi afnema einkarétt Ríkisút- varpsins á hljóðvarpi og sjónvarpi. En fýrir þinginu lá tillaga þess efnis, að til álita komi að leyfa öðmm aðilum að útvarpa og sjónvarpa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Er þetta reyndar í samræmi við álit útvarpslaganefndar, sem Markús Einarsson er formaður fyrir og yfirlýsta stefnu Ingvars Gfslasonar menntamálaráðherra. Breytingatillaga þess efnis að Ríkisút- varpið héldi einkarétti sínum var felld á flokksþinginu. Miklar umræður urðu um margar aðrar samþykktir sem lagðar vom fyrir þingið, svo sem um félagsmál og stjómmálaályktun. Þóra Hjaltadóttir, Akureyri Dagbjört Höskuldsdóttir, Stykkishólmi Valur Arnþórsson, Akureyri Erlendur Einarsson, Reykjavík Jón Sveinsson, Akranesi Magnús Bjamfreðsson, Kópavogi Ingi Tryggvason, Kárhóli Markús A. Einarsson, Hafnarfirði Þorsteinn Ólafsson, Reykjavík Haraldur Ólafsson, Reykjavík Að loknum setningarræðum á flokks- þingi sté Helgi H. Jónsson fréttamaður í pontu og bar fram tillögu um að óflokksbundnum mönnum yrði vísað úr salnum og fengju ekki að sitja þingið. 1 máli hans kom fram að það vom aðallega blaðamenn frá málgögnum andstæðinganna og fréttamenn sem hann vildi ekki að hlustuðu á umræður Framsóknarmanna. Rök hans vom að blaðamenn sem andsnúnir væru Fram- sóknarflokknum afflyttu mál og rifu úr samhengi. Þeir Tómas Ámason og Hákon Sigurgrímsson mæltu á móti tillögunni og töldu sjálfsagt að allir fengju að fylgjast með öllum störfum þingsins nema nefndastörfum. Nokkur ágreiningur varð um efnið, sem leyst var úr með því að Ólafur G. Þórðarson flutti frávísunartillögu, sem var samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta. Þess má geta að dugnaðarkonan Fríða Proppé blaðmaður á Morgunblaðinu sat nær allt þinghaldið og fylgdist af áhuga með umræðum og ágreiningsefnum Framsóknarmanna. Hrólfur Ólvisson, Þjórsártúni Sigrún Magnúsdóttir, Rcykjavík Helga Jónsdóttir, Kópavogi Jón Kristinsson, Patreksfirði Helgi Bergs, Reykjavík Auður Þórhallsdóttir, Reykjavík Hákon Sigurgrímsson, Kópavogi Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Ilafnarfirði Kjörnir í miðstjórn ■ Frá setningu flokksþingsins. Steingrímur Hermannsson flytur ræðu, lengst til vinstri situr Tómas Árnason ritari Framsóknarflokksins, en fundarstjórar eru Sigrún Magnúsdóttir og Valur Arnþórsson. Tímamynd Róbert FJÖLMENNASTA FLOKKS-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.