Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMRER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvaamdastjóri: Gfsii Slgurftsson. Auglýslngastjórl: Steingrimur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiftslustjóri: Slgurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Elias Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrlmsson. Umsjónarmaftur Helgar-Tfmans: Atll Magnúason. Blaftamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Eirlkur St. Elrfksson, Frlðrik Indriðason, Helftur Helgadóttlr, Slgurftur Helgasoa(fþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Lelfsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Traustl Guftbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosl Krlstjánsson, Kristfn , Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Slftumúia 15, Reykjavfk. Slml: 86300. Auglýsingasfmi: 18300. Kvftldsfmar: 86387 og 86392. Verft f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánuftl: kr. 130.00. Setnlng: Tœknldelld Tfmans. Prentun: Blaftaprent hf. Nauðsynlegar aðgerðir næstu daga og vikur ■ Við upphaf fjölmennasta flokksþings Framsóknarflokksins til þessa síðastliðinn laugardag flutti Steingrímur Hermannsson, formaður flokksins, yfirgripsmikla og skelegga ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Hann gerði glögga grein fyrir þróun þjóðmálanna í tíð núverandi ríkisstjórnar og þeim alvarlegu áföllum, sem þjóðarbúið hefur nú orðið fyrir, og fjallaði einnig ítarlega um þær ráðstafanir, sem nauðsynlegt væri að gera í nánustu framtíð. Steingrímur lagði m.a. mikla áherslu á nauðsyn þess að grípa til ráðstafana til þess að draga úr hinum alvarlega viðskiptahalla, en hann er nú talinn vera 10-11 af hundraði. „Þótt verðbólgan sé mikið vandamál, er viðskiptahallinn þó áreiðanlega stærsti efnahagsvandinn nú“, sagði Steingrímur. „Þessi halli stafar að stórum hluta, að sjálfsögðu, af minni framleiðslu vegna aflabrests, en því miður einnig af því, að eyðsla hefur á sama tíma farið vaxandi og innflutningur hverskonar, m.a. á ýmiskonar óþarfa“. Formaður Framsóknarflokksins gerði síðan grein fyrir því í yfirlitsræðu sinni, hvað brýnast væri að gera í efnahagsmálunum: „Eftirtaldar aðgerðir í efnahagsmálum tel ég nauðsynlegastar á næstu dögum og vikum: 1. Koma verður í veg fyrir að atvinnuvegirnir stöðvist vegna skorts á rekstrarfé. 2. Draga verður úr innflutningi með margþættum aðgerðum, t.d.: — hækkun tolla á óþörfum varningi eins og frekast er heimilt að teknu tilliti til samninga við Fríverslunar- og Efnahags- bandalögin. — takmörkun á erlendum vörukaupalánum og á innlendum afborgunarlánum. — innborgunarskyldu þegar um erlendan samkeppnisvarning er að ræða. 3. Skilyrðislausa framkvæmd á öllum atriðum efnahagsaðgerð- anna.“ Steingrímur Hermannsson ræddi síðan ítarlega um síðasta liðinn, skilyrðislausa framkvæmd á öllum atriðum þeirra efnahagsaðgerða, sem samkomulag varð um í ríkisstjórninni í ágúst s.l., og sagði m.a.: „Telja má orðið öruggt að skerðing verðbóta og takmörkun á hækkun búvöruverðs og fiskverðs muni koma til framkvæmda 1. desember n.k. Þá er sjáífsagt að framkvæma einnig þær aðgerðir, sem samkomulag varð um til viðbótar. Þar er einkum um að ræða breytingu á vísitöluviðmiðun launa, annarsvegar, sem draga mun úr víxlverkun verðlags og launa og því úr verðbólgu og, hinsvegar, láglaunabætur og lengingu orlofs, sem er ætlað að bæta launþegum að nokkru skerðingu verðbóta. Því hefur hvað eftir annað verið lýst yfir af þessari ríkisstjórn, að vísitöluviðmiðun launa verði endurskoðuð. í ágústmánuði s.l. lögðu fulltrúar allra samstarfsaðila að ríkisstjórninni fram í viðræðunefnd við fulltrúa launþega sameiginlegar tillögur um breytingar. Þær eru ekki róttækar. Gert var ráð fyrir: 1. Lengingu vísitölutímabilsins úr þremur mánuðum í fjóra. 2. Frádrætti vegna útgjalda ríkisins til félagsmála, t.d. heilsu- gæslu, skóla o.s.frv. enda komi launþegum á móti til góða allar skattgreiðslur. Þetta hefur verið nefnt lífskj aravísitala. Þessu sama mætti einnig ná með því að taka alla skatta og niðurgreiðslur út úr vísitölunni. 3. Að breyting á verði raf- og hitaorku hafi ekki áhrif á verðbætur. Jafnframt er gert ráð fyrir að nýi vísitölugrundvöllurinn verði tekinn í notkun. Það mun draga verulega úr þeim frádrætti, sem nú er. Segja má að orkufrádrátturinn kæmi í staðinn. Áætlað er að með þessum breytingum yrði verðbólga í lok næsta árs 40-45 af hundraði en án þeirra 3-4 stigum hærri. Hins vegar er áætlað að þessar aðgerðir skerði kaupmátt aðeins um 1 af hundraði. í þeirri mjög alvarlegu verðbólguþróun og mikla viðskiptahalla, sem nú er, kemur ekki til greina að gefa slíkt eftir. Þessi breyting á vísitölukerfinu er auk þess mikilvæg, þótt lítil sé, þegar til lengri tíma er litið. Hún er varanleg“, sagði Steingrímur Hermannsson. —ESJ ■ - Ég fagna því í efnahagsmálum sem vel hefur tekist, en harma, að á þremur árum hefur aðeins tvisvar náðst sam- staða um raunhæfar aðgerðir til hjöðnunar verðbólgu, sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins í ræðu sinni í upphafl 18. flokksþingsins. Hann rakti þróun mála frá því síðasta flokksþing var haldið 1978, en ræddi einkum um þann vanda sem nú blasir við og lagði fram stefnu- mörkun um hvernig við honum á að bregðast. Um þær aðgerðir sem gerðar hafa verið sagði hann: Það var út af fyrir sig töluvert afrek að ná samstöðu í ríkisstjórninni 1980- 1981 um niðurtalningu verðbólgunnar. Þær aðgerðir sönnuðu réttmæti þeirra kenninga, sem við Framsóknarmenn héldum fram í kosningabaráttunni. Það var góður árangur að ná verðbólgu úr 60 af hundraði niður í 40 af hundraði og halda á sama tíma fullum kaupmætti. Þetta hefði átt að sannfæra launþega og einnig samstarfsaðila okkar í ríkisstjórn- inni um ágæti slíkra aðgerða og skapa samstöðu um að halda áfram án tafar á sömu braut. Því miður dróst þar til í lok ágúst s.l. að samstaða næðist í ríkisstjóminni um raunhæfar aðgerðir í efnahagsmálum að nýju: . Það varð ekki fyrr en eftir margra vikna, jafnvel mánaða, umræður og við blasti að upp úr stjórnarsamstarf- inu slitnaði. Margþættar orsakir Ekki er réttmætt að kenna því einu um erfiðleikana nú, að of langt varð á milli raunhæfra aðgerða í efnahagsmálum. Því verður ekki neitað, að aðstæður hafa verið mjög erfiðar. Sú vaxandi kreppa, sem yfir viðskiptalönd okkar hefur gengið, hefúr að sjálfsögðu valdið okkur lslendingum miklum búsifjum. Þetta hefur komið fram á verði útflutnings- afurða og sérstaklega valdið íslenskum iðnaði verulegu tjóni. Enn alvarlegri er þó sá aflabrestur, sem hófst á s.l. ári með samdrætti í loðnuveiðum og jókst mjög á þessu ári, er loðnuveiðar verða engar og þorskafli að öllum líkindum um 90 þús. lestum minni en ráðgert var. Áætlað er, að verðmæti sjávarafurða verði um 16 af hundraði minna í ár en s.l. ár. Þetta, ásamt áhrifum kreppunnar í umheimin- um, mun valda samdrætti í þjóðarfram- leiðslu í ár og næsta ár, sem nemur samtals 9 af hundraði. Það er meiri samdráttur en við íslendingar höfum orðið að þola allt frá því fyrir síðustu heimsstyrjöld. Einnig verður að viðurkennast að gott útlit í lok ársins 1981 villti um fyrir mönnum. Eins og fram kemur í þjóð- hagsáætlun þeirri, sem lögð var fram á Alþingi í október á s.l. ári, var þá talið að þjóðarframleiðsla ykist um 1 af hundraði á árinu 1982, viðskiptahalli yrði enginn og hjöðnun verðbólgu héldi áfram. Slík spá skapaði bjartsýni og jafnframt tregðu til þess að standa að efnahagsaðgerðum, m.a. með skerðingu verðbóta eins og gert var í upphafi ársins. Við Framsóknarmenn urðum því að láta okkur nægja efnahagsáætlun þá, sem ríkisstjómin gaf út í janúar s.l. Við teljum þó mikilvægt, að í þeirri áætlun er gert ráð fyrir endurskoðun vísitölu- viðmiðunar launa. Sú vinna var strax hafin með skipun vísitölunefndar og henni falið að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um þetta mikilvæga mál. Fleira er þar að sjálfsögðu jákvætt, t.d. lækkun á launaskatti atvinnuveg- anna. Fljótlega varð þó ljóst, að fyrrnefnd spá var byggð á alltof mikilli bjartsýni. Nauðsynlegt reyndist að endurskoða áætlun um efnahagsþróun hvað eftir annað. Gætti í því sambandi fyrst og fremst vaxandi aflabrests og áframhald- andi kreppu í viðskiptalöndum okkar. Þannig breyttist spáin úr 1 af hundraði vexti þjóðartekna í 3 og síðan 5 af hundraði samdrátt. Utanríkisviðskipti breyttust úr jöfnuði í 4-5 af hundraði og síðan 10 af hundraði halla. Eftir kjara- samingana, sem gerðir voru s.l. vor, breyttist jafnframt verðbólguspáin úr hjöðnun í hraðvaxandi verðbólgu, jafn- vel 80-90 af hundraði, ef ekki yrði í taumana gripið. Að sjálfsögðu áttu grunnkaupshækkanir ekki einar sök á vaxandi verðbólgu. Því ollu einnig hækkanir á vöruverði m.a. vegna mikill- ar hækkunar dollarans og óhagstæð viðskiptakjör. Hinu verður þó ekki neitað, að samningar um hækkun grunn- kaups, jafnvel þótt hógværir væru á okkar mælikvarða, voru óraunhæfir á sama tíma og þjóðartekjur dragast saman. Þótt þessar skýringar á ástandi mála séu allar réttar, breytir það ekki því að grípa þurfti í taumana með raunhæfum aðgerðum í efnahagsmálum fyrr en gert var, og reyndar strax s.l. vor, þegar ljóst var í hvað stefndi. Þetta verður að viðurkenna. Þessar tvennu samræmdu aðgerðir í efnahagsmálum, í upphafi síðasta árs og nú í lok þessa, eru að sjálfsögðu um margt líkar. í báðum tilfellum eru verðbætur skertar og hækkun búvöru- verðs og fiskverðs takmarkað til sam- ræmis við það. í báðum tilfellum eru ákveðnar láglaunabætur til þess að draga úr kaupmáttarskerðingu þeirra, sem lægri launin hafa. Hins vegar eru þessar aðgerðir, að sumu leyti frábrugðnar. Á s.l. ári var einnig sett þak á verðhækkanir og fullri verðtryggingu inn- og útlána frestað. 1 bjartsýni þeirri, sem ríkti í lok ársins 1981 var talið óhætt að setja á fulla verðtryggingu enda spáð hjaðnandi verðbólgu. Sömuleiðis var talið rétt að afnema þá verðstöðvun, sem varað hafði í 10 ár, og heimila aukið frjálsræði í verðlagningu. Ég viðurkenni, að erfitt er að hverfa frá þeirri stefnu, sem ákveðin var á þessum sviðum. Ég hygg þó, að slíkt kunni að vera óhjákvæmilegt á meðan við erum að komast yfir verðbólgukúf- inn. Mér sýnist vel koma til greina að setja tímabundið þak á verðhækkanir. Viðskiptahallinn Um viðskiptahallann og hvernig bregðast á við honum sagði Steingrímur: Eins og ég hef áður sagt hefur viðskiptahalli farið ört vaxandi í ár og er nú talinn vera 10-11 af hundraði. Á s.l. ári nam greiðslubyrði af erlendum lánum 16,5 af hundraði gjaldeyristekna en er í ár talin verða um 23 af hundraði. Að óbreyttu yrði greiðslubyrðin orðin 1/3 af gjaldeyristekjum að 3 til 4 árum liðnum. Það yrði að sjálfstögðu óbæri- legt og gæti leitt til greiðslufalls. Þótt verðbólgan sé mikið vandamál er við- skiptahallinn þó áreiðanlega stærsti efnahagsvandinn nú. Þessi halli stafar að stórum hluta, að sjálfsögðu, af minni framleiðslu vegna aflabrests, en því miður einnig af því, að eyðsla hefur á sama tíma farið vaxandi og innflutningur hverskonar, m.a. á ýmiskonar óþarfa, leyfi ég mér að segja. Úr þessum viðskiptahalla verður að draga með beinum aðgerðum, ef annað bregst. Eftirgreindar aðgerðir í efnahagsmál- um tel ég nauðsynlegastar á næstu dögum og vikum. 1. Koma verður í veg fyrir að atvinnu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.