Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 fréttirl Starfsmaður átöppunardeildar ÁTVR: STAL HUNDR|HHJM LÍTRA AF SPIRA ■ Starfsmaður átuppunardeildar ATVR á Draghálsi hefur orðið uppvís að stuldi á hundruðum lítra af hreinum spíra, sem notast átti til blöndunar á drykkjum sem ATVR framleiðir. Upphaf þessa máls má rekja til húsleitar sem lögreglan í Reykjavík gerði í húsi við Laugaveg í Reykjavík aðfaranótt föstudagsins. Við húsleitina fundust 40 lítrar af spíra. íbúi hússins var handtekinn og vísaði hann á mann sem hafði útvegað honum spírann. í fyrstu neitaði sá að vera viðriðinn málið, en á laugardag viðurkenndi hann sekt sína. Sagðist hann frá áramótum hafa tekið við hundruðum lítra af spíra, frá starfsmanni ÁTVR, og dreift síðan til þriggja manna í Reykjavík. Einn þeirra er íbúi hússins við Laugaveg. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú málið með höndum. Að sögn Arnars Guðmundssonar, deildarstjóra, ermálið ekki enn að fullu rannsakað, en þó mun játning allra mannanna liggja fyrir. Arnar vildi ekki tjá sig um á hvaða verði mennirnir seldu spírann, en ljóst mun að í spilinu var mikið fé. —Sjó Verðlagsráð heimilar hækkanir á bensíni og SVR-gjöldum: ,ALFARIÐ Á MÓTI ÞESSUM HÆKKUNUM’ — segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASf ■ „Ég var alfarið á móti þeim verð- hækkunum, sem heimilaðar voru í Verðlagsráði í gær, og ég tel r.lveg gjörsamlega fráleitt að það sé verið að afgreiða hækkanir á vörum eins og bensíni, beint í kjölfar vísitöluútreikn- ings,“sagði Ásmundur Stefánsson, for- seti A.S.I. í gærkveldi að loknum fundi Verðlagsráðs, þar sem 13,1% verðhækk- un á bensíni og 22% hækkun á fargjöldum Strætisvagna Réykjavíkur voru meðal þeirra hækkana sem ráðið heimilaði á þriggja tíma löngum fundi sínum. Ásmundur sagði jafnframt að fulltrúar launþegasamtakanna hefðu verið einhuga á móti þessum hækkunum en hann bætti því við að fulltrúar launþeganna hefðu engan meirihluta í Verðlagsráði. Ásmundur sagði jafn- framt um bensínhækkunina: „Ég tel alveg fráleitt að stjórnvöld skuli magna þá hækkun upp, með því að hækka vegagjald núna.“ Að sögn Georgs Ólafssonar verðlags- stjóra, þá heimilaði ráðið S.V.R. að hækka fargjöld sín um 22%, en fyrirtækið hafði farið fram á 40% hækkun. Þá voru afgreiddar beiðnir skipafélaganna, þar sem farið var fram á hækkun á vöruafgreiðslugjöldum, og var heimiluð 12% hækkun á þeim, en afgreiðslu á beiðni um hækkun farmgjalda var frestað. Það sem beðið hefur verið eftir með mestri eftirvæntingu, var afgreiðsla ráðs- ins á hækkunarbeiðnum olíufélaganna. Var heimilað að hækka bensín úr 12.20 krónum lítrann, í 13.80 krónur, sem er 13,1% hækkun. í því sambandi má ge'a þess að af þessari 1.60 króna Lækkun á lítra, þá renna 1.36 krónur beint í ríkiskassann, í formi bensín- gjalds, söluskatts og fleiri opinberra gjalda. Þá var heimiluð hækkun á gasolíu - hver lítri hækkar úr 5.20 krónum í 6.20 krónur, og er það 19.2%, Prófkjörsmál sjálf- stæðismanna skýrast ■ Gunnar Thoroddsen greindi kjör- nefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá því bréfleiðis sl. laugardag að hann myndi ekki verða í framboði í prófkjöri flokksins. Tilgreindi Gunnar Thor- oddsen ástæður þess að hann yrði ekki í framboði og sagði þær vera þær að prófkjörið yrði lokað eða hálflokað. Ellert B. Schram hefur eins og Tíminn greindi frá si. laugardag, ákveðið að vera í framboði í prófkjörinu, og verður hann af þeim sökum í leyfi f rá starfi sínu sem ritstjóri DV um óákveðinn tíma. Þá hafa þau tíðindi gerst í Suðurlands- kjördæmi, að Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna. Vegna bréfs forsætisráðherra, þar sem hann greindi frá ástæðum þess að hann tekur ekki þátt í prófkjörinu, hefur fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík sent frá sér greinargerð, þar sem segir m.a.: Ákvörðun um tilhögun prófkjörs var „tekin samhljóða á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, en í því á sæti kjarninn í baráttusveit flokksins, þar á meðal Gunnar Thoroddsen. Hvorki þá né á öðrum stigum málsins hefur Gunnar Thoroddsen gert athugasemd við.. próf- kjörsreglur...“ í gærkveldi þegar Tíminn leitaði eftir upplýsingum um endanlegan prófkjörs- lista, hjá formanni kjörnefndar, Gunnari Helgasyni, þá sagði hann að listinn væri enn ófrágenginn, en reiknaði með að nefndinni tækist að ákveða uppröðunina fyrir miðnætti. -AB en þar er megin skýringin á hækkuninni hækkun innkaupsverðs vegna gengissigs og erlendraj^erðhækkana, og þá var heimiluð hækkun á svartolíu, hvert tonn hækkar úr 3710 krónum í 4330 krónur. Þar er um 16.7% hækkun að ræða, og skýringar á hækkuninni eru þær sömu og með gasolíuna. Georg sagði að verðhækkanir þessar tækju gildi frá og með.deginum í dag. Hann sagði jafnframt aðspurður, að þessar samþykktir hefðu ekki verið gerðar samhljóða, og að um allverulegan niðurskurð á beiðnum fyrirtækjanna hefði verið að ræða. leikur Chopin ■ Hádegistónleikar eru haldnii hvern miðvikudag í Nor,ræna húsinu á vegum Tónleikanefndar háskólans, og hefjast kl. 12:30. Miðvikudaginn 17. nóvember leikur Jónas Ingimundarson píanóleikari ýmis verk eftir Chopin, tvær Polonesur og sex Etýður. Tón- leikarnir eru öllum opnir. Þeir vara um 40 mínútur, aðgangseyrir er kr. 50. SKÁLDRÓSA Á HÖFN: ■ Nýlega frumsýndi Leikfélag Hornafjarðar leikritið Skáld-Rósu eftir Birgi Sigurðsson í leikstjórn Jóns Sigurbjörnssonar, við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Með aðalhlutverk fer Ingunn Jensdóttir. í lok frumsýningarinnar voru 2 af stofnendum félagsins heiðraðir sérstaklega þau Sigrún Eiríksdóttir ogGísli Arason. Einnigvoru heiðraðir og gefin blóm þeir Haukur Þorvaldsson og Bragi Ársælsson fyrir mikil og góð störf í þágu félagsins. Óveðrid olli Akraborg erfiðleikum ■ „Það leit ansi illa út um tíma. Vindurinn stóð beint að bryggjunni og það var talsverðum erfiðleikum bundið að tengja stefnið við brúna, en þetta fór allt vel,“ sagði Helgi Ibsen, fram- kvæmdastjóri Skallagríms, útgerðarfé- lags Akraborgarinnar í samtali við Tímann í gær. Versta veður var á Akranesi þegar Akraborgin lagðist þar að bryggju klukk- an 14 í gær. Tókst þó um síðir að koma skipinu að bryggju án þess að teljandi skemmdir yrðu á því. Þó mun stefnislúga hafa Iaskast lítillega. Búist var við að viðgerð á henni lyki í gærkvöldi, og ferðir Akraborgar yrðu með eðlilegum hætti í dag. -Sjó Skemmdir á þaki Hótels Loftleiða ■ Þakpappi losnaði af stórum hluta þaks Loftleiðahótelsins í óveðrinu síð- degis í gær. Slökkviliðsmenn og.menn úr Flugbjörgunarsveitinni voru kallaðir á vettvang. Tókst þeim að koma í veg fyrir að stórtjón yrði með því að festa . pappann með fjölum og batningum. -Sjó Prófkjör Alþýðuflokks í Reykjavlk: Fimm um fjögur efstu sætin ■ Frestur til þess að tilkynna framboð í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík rann út á miðnætti sl. laugardag, en prólkjörið fer fram helgina 27. og 28. þessa mánaðar. Kosið verður um röðun í fjögur efstu sæti listans og barst kjörstjórn eftirfar- andi framboð: í fyrsta til fjórða sæti: Bjami Guðnason, Jóhanna Sigurðardótt- ir og Jón Baldvin-Hannibalsson. 1 2. til 4. sæti Ágúst Einarsson og í 4. sætið Emanúel Morthens. Niðurstöður prófkjörs eru bindandi, hljóti frambjóðandi sá sem kjörinn er, minnst 20% þess kjörfylgis, sem Alþýðu- flokkurinn hlaut við síðustu kosningar til Alþingis. Prófkjörið er opið öllum þeim sem orðnir eru 18 ára og eru ekki flokks- bundnir í öðrum stjórnmálaflokkum. -AB '★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆☆★☆ ☆ ★☆★ Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEOSPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460. Opiðalladaga kl. 13.00-23r00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.