Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 7 erlent yfirlit ■ VALDATAFLINU, sem menn buggust við, að myndi fylgja í kjölfar láts Brésnjefs er lokið að sinni. Juri Andropof hefur verið valinn í hina valdamiklu stöðu aðalritara Kommún- istaflokksins. Pað var fyrst að ráði farið að tala um Andropof, sem líklegasta eftirmann Brésnjefs, þegar hann var færður á síðastl. vori úr stöðu yfirmanns leynilög- reglunnar KGB og í eina af tíu fram- kvæmdastjórastöðum flokksins. Það er ekki úr vegi að rifja hér upp grein, sem birtist hér í blaðinu 5. júní sl. og var á þessa leið: „Það er bersýnilegt, að mikið valdatafl hefur farið fram og fer enn fram bak við Kremlarmúra, þar sem teflt er um það hver eigi að taka við af Brésnjef. Ýmsir fréttaskýrendur töldu líklegt, að þetta tafl hefði verið á enda kljáð, þegar Juri Andropof var skipaður einn af tíu framkvæmdastjórum eða riturum Kommúnistaflokksins og lét litlu síðar af framkvæmdastjórn leynilögreglunnar, sem gengur undir skammstöfuninni KGB. Þeta þótti styrkja verulega stöðu Andropofs, þar sem óheppilegt hefði þótt að færa hann beint úr framkvæmda- stjórastarfinu hjá KGB í sæti Brésnjefs. Yfirleitt er líka blærinn sá hjá rússnesk- um fjölmiðlum, þegar þeir fjalla um þessa breytingu á högum Andropofs, að skilja má, að menn hafi færzt upp á við. Aðrir fréttaskýrendur eru þeirrar skoðunar, að keppninni um eftirmann Brésnjefs sé engan veginn lokið. Enn mun Brésnjef sjálfur halda því til streitu, ■ Juri Andropof. Valdatafli í Kreml er lokid ad sinni Andropof valinn eftirmaður Brésnjefs að nánasti samverkamaður hans, Kon- stantin U. Chemenko, taki við af honum. Sumir ganga meira að segja svo langt að segja, að Andropof hafi verið fluttur úr framkvæmdastjórastöðunni hjá KGB vegna þess, að hann lét hefja rannsókn á fjármálabraski, sem ættmenn og tengdafólk Brésnjefs hafi verið riðið við. Þá hafi Brésnjef viljað koma í veg fyrir, að Andropof gæti notfært sér KGB í valdataflinu, líkt og Beria reyndi forðum. Þótt ekki sé hægt að taka fullt mark á þessum getgátum, virðist það samt sennilegast, að umræddu tafli sé engan veginn lokið. Taflið hafi hins vegar þrengzt og snúist nú um þá tvo, Andropof og Chemenko. Fyrirætlanir Brésnjefs um að gera Chernenko að eftirmanni sínum hafi mætt mótspyrnu og andstæðingar hans tefli Andropof gegn honum. Vel getur farið svo, að engin ákvörðun verði tekin meðan Brésnjef er við völd, en verði hún tekin eftir daga hans, bendir sitthvað til þess að Andropof verði hlutskarpari. EINS og málin standa nú, virðist formleg staða þeirra svipuð. Báðir eiga sæti í hinni voldugu framkvæmdanefnd flokksins og báðir em framkvæmdastjór- ar eða ritarar hjá flokknum. Síðan Andropof fékk ritarastöðuna hefur þeim báðum verið teflt fram til meiri háttar ræðuhalda. Það er eins og reynt sé að gera ekki upp á milli þeirra. Þegar nánar er aðgætt, virðist persónuleg staða Andropofs öllu betri. Hann er búinn að vera lengur í framkvæmdanefndinni og er sennilega heldur vinfleiri þar. Þá er hann þremur ámm yngri en Chemenko. Andropof verður 68 ára 14. þ.m. Annars þekkj a erlendir fréttaskýrend- ur lítið til þeirra Andropofs og Chern- enkos persónulega, því að þeir hafa unnið mest að tjaldabaki. Þó þykjast þeir hafa heimildir fyrir því, að Androp- of sé viðfelldnari í viðmóti og geti verið þægilegri og léttari í viðræðum. Hann sé einnig vanari að taka ákvarðanir á eigin spýtur sem framkvæmdastjóri KGB. ■ Chemenko. Sennilega sé Chernenko enn meiri línumaður og þrengri í skoðunum, annars sé erfitt að dæma um þetta, því að Chernenko hefur í enn ríkari mæli þurft að vera bergmál af Brésnjef en Andropof. Þegar allt kemur til alls, virðist niðurstaðan sú, að Andropof sé að ýmsu leyti betur til forustu fallinn. Valið myndi því falla á hann, ef Brésnjef stæði ekki enn með Chernenko. ANDROPOF verður eins og áður segir 68 ára 14. þ.m. Hann er kominn af fátækum ættum og fór ungur að starfa hjá flokknum. Um skeið var hann leiðtogi æskulýðssamtaka kommúnista í Kyrjálafylkinu og varð þá náinn sam- starfsmaður Kuusinens, sem Rússar hugðu eitt sinn að gera að stjómanda Finnlands. Sagan segir, að Andropof hafi ýmislegt lært af Kuusinen, en hann þótti fremur frjálslyndur afkommúnista að vera. Andropof hækkaði fljótt í tign og var orðinn sendiherra Sovétríkjanna í Ung- verjalandi, þegar uppreisnin varð þar 1956. Hann átti sinn þátt í að bæla hana niður, en ýmsir þakka honum, að Ungverjum hefur verið veitt meira svigrúm en öðrum austantjaldsþjóðum til að fara eigin leiðir í efnahagsmálum. Árið 1957 var Andropof kvaddur heim frá Ungverjalandi og skipaður einn af tíu ritumm eða framkvæmdastjórum Kommúnistaflokksins. Hann fékk það hlutverk að stjórna þeirri deild flokksins, sem hafði með höndum samskiptin við Austur-Evrópulöndin. Andropof þekkir því vel til málefna Austur-Evrópu. Þessu starfi gegndi Andropof í 10 ár. Árið 1967 lét hann af ritarastarfinu, þegar hann var skipaður yfirmaður KGB. Sú skipan kom nokkuð á óvart, því að hann hafði aldrei áður tekið þátt í störfum leynilögreglunnar. Þessu starfi hefur Andropof gegnt í 15 ár, eða þangað til að hann lét nýlega af því, eins og áður segir. Andropof hefur átt sæti í framkvæmdanefnd flokksins (politbur- eau) síðan 1973. Það er talið, að Brésnjef hafi ráðið mestu um, að Andropof var skipaður yfirmaður KGB, því að hann hafi verið búinn að fá traust á honum. Síðan hefur verið góður kunningsskapur milli þeirra að sögn. Andropof er sagður hafa verið tfður gestur í hinum veglega sumarbú- stað Brésnjefs. Eftirmaður Andropofs sem yfirmaður KGB hefur verið skipaður Vitaly V. Federochuk. Hann byrjaði ungur að starfa hjá KGB. Hann hefur síðan 1970 verið yfirmaður KGB í Úkraínu. Hann er 64 ára.“ Þórarinn Þórarinsson, j ritstjóri, skrifar erlendar fréttir ■ Dauði Brésnjéfs gaf þjóðaleiðtogum tækifæri til að bera saman bækur Útför Brésnjévs fór fram f gær: Viðræður í Moskvu ■ Útför Leonids Brésnjévs leiðtoga Sovétríkjanna fór fram í gær að viðstöddum mesta fjölda erlendra sendimanna, sem komið hafa til Moskvu við eitt og sama rækifærið. Jarðneskar leifar sovéska leiðtogans voru lagðar til hinstu hvílu í Kremlar- múrnum, þar sem nokkrir af helstu stórmennum Sovétríkjanna hvíla. Jurí Andropov, eftirmaður Brésn- jévs sagði að hinn látni leiðtogi hefði verið velgjörðamaður sovésku þjóð- anna, sem og baráttumaður fyrir friði í heiminum. Hann lýsti því yfir að starfi hans yrði haldið áfram og að Sovétríkin vildu lifa í friði og vináttu við allar þjóðir. Eftir útförina átti Andropov og sovéski utanríkisráðherrann, Andrei Gromyko viðræður við varaforseta Bandaríkjanna George Bush, en hann var fyrir bandarísku sendi- nefndinni við útförina. Bush sagði eftir fundinn að viðræðurnar hefðu verið hreinskilnislegar og vinsamleg- ar. Tass fréttastofan vitnaði til And- ropovs í frásögn sinni af viðræðunum og sagði.Andropov hafa lýst yfir vilja sínum til að bæta sambúð stórveld- anna tveggja á grundvelli gagn- kvæmra hagsmuna og gagnkvæmrar virðingar, með bætta sambúð þjóða heims að leiðarljósi. Einnig áttu sovésku leiðtogarnir viðræður við forsætisráðherra Indlands, Indiru Gandhi. Þá hefur það vakið athygli að kínverski utanríkisráðherrann mun dvelja í Moskvu til þriðjudags, væntanlega í þeim erindagerðum að ráðgast við sovéska leiðtoga um bætta sambúð Sovétríkjanna og Kína. Walesa vill samkomulag Lech Walesá'leiðtogi Samstöðu í Póllandi er kominn heim til Gdansk, en hann var látinn laus úr stofufangelsi um síðustu helgi. Walesa átti fund með erlendum fréttamönnum í gær og var hógvær í tali. Hann kvaðst trúa því að hægt væri að ráða fram úr vandamálum Póllands á friðsam- legan hátt. Walesa sagði að hann hefði lítið aðhafst í stofufangelsinu, en hann hefði ekki samið um neitt við stjórnvöld, né skrifað undir eitt eða neitt gegn því að verða látinn Iaus. Walesa sagði að hann hefði lifað í einangrun og hann yrði að fá tíma til þess að átta sig á þeim viðhorfum sem nú eru ráðandi hjá pólskum stjórnvöldum. Talið er að um 1000 manns hafi fagnað honum er hann kom til Gdansk, fólkið hrópaði vígorð til stuðnings Samstöðu, en Walesa nefndi ekki Samstöðu á nafn í stuttu ávarpi sínu. Opinberir fjöl- miðlar í Póllandi hafa ekki ennþá greint frá því að Walesa hafi verið látinn laus. Jaruzielski lýsir yfir: Herlögum verður aflétt Jaruzielski hershöfðingi, yfirmað- ur herforingjastjórnarinnar í Pól- landi lýsti því yfir í Moskvu í gær í viðræðum við Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands að her- lögum yrði aflétt í Póllandi fyrir næstu áramót, það væri ákvörðun sem ekki yrði breytt. Hann nefndi ekki nánar hvenær mætti vænta þess að ákvörðun um afléttingu herlaga yrði hrint í framkvæmd. 13. desemb- er n.k. verður eitt ár liðið frá því að herlög voru sett í Póllandi, verkalýðssamtökin „Samstaða" voru bönnuð og leiðtogi þeirra. Lech Walesa var hnepptur í fangelsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.