Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.11.1982, Blaðsíða 10
MUÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 ÍO heimilisfiminn umsjón: B.St. og K.L. Gólfteppaverksmiðja Álafoss h.f. 25 ára: 10% afsláttur á gólfteppum ■ Um þessar mundir eru iiðin 25 ár síðan Álafoss h.f. hóf framleiðshi á gólf- teppum og í tilefni afmælis- ins er veittur 10% afsláttur af öllum Álafoss gólftepp- um í versluninni við Vest- urgötu 2. Þetta tilboð gildir um þau teppi, sem keypt eru eða pöntuð fyrir næstu áramót. Við inngöngu íslands í EFTA og niðurfellingu tolla á innfluttum gólftepp- um, breyttist mjög samkeppnisaðstaða íslenskra teppaverksmiðja, sem leiddi til þess að þær hættu starfsemi ein af annarri. Nú um nokkura ára skeið hefur Álafoss h.f. því verið eina gólfteppa- verksmiðjan á Islandi. Framleiðslumagn verksmiðjunnar hefur verið svipað frá ári til árs eða um 40 þús. fermetrar, en hlutdeild gólfteppa í heildarveltu fyrir- tækisins hefur verið að minnka jafnt og þétt og er nú um 3%. Það yrði til mikils skaða ef gólfteppa- framleiðsla Álafoss h.f. leggðist niður, því að tilvera hennar veldur því, að innflutt gólfteppi eru ekki tolluð. Verð á innfluttum teppum myndi því hækka verulega, ef gólfteppaframleiðsla hér á landi félli niður, en nú þegar eru vörugjald og söluskattur u.þ.b. helming- ur af verði gólfteppa. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi, sem forráðamenn Álafoss héldu nýlega, en þar bar margt á góma um sarfsemi fyrirtækisins, auk þess, sem kynnt var ný lína í hönnun á ullarfatnaði. Útflutníngur 72% af heildarveltu Á árinu 1981 nam útflutningur 64% af heildarveltu Álafoss h.f., en fyrstu 9 mánuði þessa árs nam hann 72% af heildarveltu fyrirtækisins. Pessi árangur er þeim mun athyglisverðari, þar sem almenn viðskiptakreppa ríkir í heimin- um um þessar mundir sem kunnugt er. Á þeim 12-14 árum, sem liðin eru frá því útflutningur á íslenskum iðnaðar- vörum úr ull hófust fyrir alvöru, hefur Álafoss h.f. byggt upp sölukerfi, sem nú nær til allra landa Vestur-Evrópu, nema Grikklands, aúk Bandaríkjanna, Kanada og Japan. í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð rekur Álafoss h.f. eigin sölu- og dreifingarfyrirtæki. Sérstök áhersla hefur verið lögð á Bandartkjamarkað á þessu ári og hefur nú kynning á íslenskum ullarvörum þar þegar skilað góðum árangri, auk þess sem þéss er vænst, að hún leiði til áframhaldandi söluaukningar. Á árinu 1981 nam útflutningurÁlafoss h.f. 1.6% af heildarútflutningsverð- mætum íslendinga. Þá var fyrirtækið í 11. sæti á lista yfir stærstu útflytjenduma og í þriðja sæti, ef einungis em taldir iðnaðarvöruútflytjendur, aðeins ísal og járnblendifélagið stóðu þar framar í flokki. Kvikmynd um ullarvinnslu Álafoss h.f. hefur látið gera 15 mínútna kvikmynd um vinnslu á ís- ■ Jakki og húfa í stfl. Kraginn eykur glæsibrag jakkans. ■ Hlý og notaleg peysa með áfastri hettu. í baksýn er ungi maðurinn að snúa við peysunni sinni og er þá kominn með aðra yfirhöfn. (Tímamyndir Ella) ■ Nýja linan er um margt frábrugðin þeim hefðbundna stfl, sem einkennt hefur íslenskan uUarfatnað. Það má Dnna t.d. þrískipta kjóla, þ.e. pfls með mikiUi vídd, létta peysu og ýmist sjal eða utanyfirpeysu. lenskri ull. Hefur hún verið notuð við kynningu og sölu á íslenskum ullar- vörum og verið dreift til fjölmargra viðskiptavina erlendis á myndböndum. Nú hefur fyrirtækið afhent utanríkis- ráðuneytinu 14 eintök af þessum mynd- böndum og skal þeim dreift til allra sendiráða íslands erlendis. Kennslubók fyrir handprjón Sl. vor sendi Álafoss h.f. frá sér prjónabók, þar sem bæði er að finna 20 nýjar prjónauppskriftir og birt er ná- kvæm lýsing á öllum handtökum við prjónaskap, allt frá uppfitjun til loka- frágangs. Bókin er nú komin út á 5 tungumálum, þ.e. dönsku, þýsku, frönsku og ensku, auk íslensku. Nú fara fram viðræður við Hand- og mynd- menntadeild skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins um að taka hana til kennslu í grunnskólunum. Ný lína í ullarfatnaði Nú er verið að setja á markað nýhannaðan ullarfatnað, sem um margt er ólíkur þeim hefðbundna fatnaði, sem við höfum átt að venjast. Hönnuður þessarar nýju línu, er að stórum hluta Malin Örlygsdóttir, en einnig var feng- inn til ráðuneytis ítalskur hönnuður. Auk þess eru, eins og fyrr, hagnýttar ýmsar hugmyndir, sem fram hafa komið á ýmsum prjóna- og saumastofum um allt land. í þessari nýju línu er að finna 80 mismunandi stórar flíkur, auk þeirra smærri, s.s. húfa, trefla, legghlífa o. fl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.