Tíminn - 26.11.1982, Qupperneq 10

Tíminn - 26.11.1982, Qupperneq 10
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 Vetrardagur á Möltu ■ Guðrún Möller er fædd í Stykkis- hólmi. Hún vann þar fyrst á símstöð- inni, en síðan hjá Landsímanum í Reykjavík árum saman. Nú er Guðrún komin á eftirlaun og notar mikið tímann til að ferðast og sjá sig um í heiminum. Hún ætlar að segja okkur frá einum degi á Möltu, sem hún tók miklu ástfóstri við, og segist hún ætla að heimsækja eyjuna hið bráðasta aftur. Við vorum fjórum íslendingarnir, sem fórum með „Dansk Folkeferie" til Möltu í janúar sl. Það var Jóhann Kúld rithöfundur og kona hans, Geir þrúður Ásgeirsdóttir, og Skúli Þorleifsson, fiskmatsmaður, og undirrituð. Vildum við losna við mesta skammdegið hér heima á íslandi. Malta tók á móti okkur með 19 stiga hita og björtu veðri. Við bjuggum í „Mellieha Holiday Centre" - orlofshúsum, vestarlega á eyjunni. Danir hafa byggt þarna 150 húsa orlofsbæ með ágætri þjónustu- miðstöð. Þarna voru gestir af ýmsum þjóðerum, mest Danir og Norðmenn. Búið var í flestum húsana þennan tíma, sem við vorum þarna. Maríulíkneski alls staðar úti og inni Einn ferðafélaganna, Skúli, varð fyrir því að brjóta gleraugun sín, og þurfti að fá þau viðgerð. Svo talaðist til, að ég færi með honum til höfuð- borgarinnar Valetta til að koma gler- augunum í viðgerð. Við fórum snemma morguns með strætisvagni. Strætisvagnarnir á Möltu eru alveg í sérflokki. Eftir útliti að dæma gætu þeir verið af árgerð 1920-1930. Vagninn sem við forum með var skrýddur Maríulíkneski, fremst hjá vagnstjóranum og eins var margs konar skraut og glingur hér og þar í vagninum, gylltar bjöllur, dýr- lingamyndir o.fl. Maríulíkneski sjást mjög víða á Möltu, - við vegi, utan á húsunum og víðar. Landsmenn virðast vera afar trúaðir. Á eyjunni eru nálægt 400 kirkjur. Margt fólk fer til kirkju snemma morgana, áður en það fer til vinnu, og svo aftur eftir að vinnu lýkur á daginn. Ævisaga í strætó Við hlið mér í strætisvagninum sat kona, líklega um scxtugt. Við tókum tal saman (allir Möltubúar tala ensku). Hún var fædd í Ástralíu, en fluttist ■ Guðrún Möller, t.h. ásamt íveimur vinkonum sínum á suðrænum slóðum. með foreldrum sínum á unglingsárum til Möltu. Hún giftist á stríðsárunum. Sitt fyrsta barn ól hún í helli. Loftárásirnar voru svo gífurlegar þá, að fólkið varð að búa í hellum langtímum saman. Mjög auðvelt er að kynnast Möltu- búum. Fólkið er afar frjálslegt. Á stuttum tíma hafði þessi kona sagt mér ævisögu sína, en svo skildu leiðir okkar og konan fór sína leið. Áður en hún fór úr vagninum þá bauð hún mér að koma heim til sín daginn eftir, - sem ég og þáði og hafði mikla ánægju af. Á göngugötunni í Valetta Við Skúli héldum áfram til Valetta. Strætisvagnarnir ganga aðeins að borg- arhliðinu, en þar tekur við göngugata - þvert í gegn um borgina, og hún er aðalverslunargatan. Það úði og grúði af fólki, sem þarna var að spóka sig, skoða sig um og versla. Auðveldlega gekk okkur að finna gleraugnabúð og koma gerlaugunum í gerðgerð. Möltubúar eru að mörgu leyti líkir okkur (ekki samt í útliti). Líklega stafar það af því að þeir búa á eyju eins og við. ítbúatalan er nálægt 340 ■ Mellieha-kirkjan stendur á hæðinni yfir ströndinni og sést vítt að. þúsund manns. Eyjan er aðeins 28 km á lengd og 14 1/2 á breidd. íslensk vinkona mín, sem hefur verið búsett á Englandi um lengri tíma, en oft komið til Möltu, sagðist aldrei hafa séð eyjuna græna áður. Hún hafði aldrei áður komið þangað um þetta leyti árs, en á sumrin eru brúnir og gráir litir ríkjandi í öllum gróðri. Heimferðin - og önnur ævisaga í strætó! Eftir að við Skúli höfðum skoðað okkur um í Valetta fórum við að hugsa til heimferðar til Mellieha. Á leiðinni til baka, settist hjá mér ung kona með lítinn son sinn. Það fór eins og fyrr um daginn, að við tókum tal saman. Hún sagðist vera íri en eiginmaður hennar Möltubúi og drengurinn Englendingur, því hann fæddist í London. Áður en við skiidum sagði hún mér, að hún væri að koma frá lækni, og hann hefði staðfest það sem hana grunaði, - að hún ætti von á barni. Um leið og hún sagði mér þetta strauk hún á sér magann. Ja, það má segja að fólkið þama er mjög opinskátt. Saltfiskveisla Skúla Um kvöldið hélt Skúli saltfiskveislu. Hann kom með afbragðs sólþurrkaðan fisk heiman frá íslandi. Nú hafði fimmti íslendingurinn bæst í hópinn, Karl Sæmundsson kennari. Einnig höfðum við kynnst 2 dönskum konum, sem komu í saltfiskveisluna. Dönsku konurnar voru Else Hviid og Sigrid, vinkona hennar. Else talar dágóða íslensku, því hún dvaldi á íslandi fyrir 50 árum. Þá var hún starfsstúlka á heimili Guðmundar Vilhjálmssonar, forstjóra Eimskips. Else hefur nokkrum sinnum komið til íslands síðan hún dvaldist þar. Hún naut þess í ríkum mæli að heyra og tala íslensku. Eftir mjög ánægjulega kvöldstund fylgdu íslendingarnir dönsku konun- um í næstu götu, þar sem þær bjuggu. Þá var stjömubjart, heiðskírt og mjög fallegt og líta til lofts. Einkennilegt er hvað stjörnurnar virðast vera miklu nær manni þama suður í Miðjarðarhafi en hér heima, og karlinn í tunglinu snýr allt öðmvísi en séður frá íslandi. Vikurnar á Möltu liðu allt of fljótt. Sem betur fer fæ ég vonandi tækifæri til að fara þangað aftur í janúar 1983. Guðrún Möller Dagur í lífi Guðrúnar Möller: ÍSLENSK NÆRING- AREFNA- TAFLA ■ Á undanförnum árum hefur mjög aukist áhugi hér á landi á að neyta hollrar fæðu og hafa margar lærðar greinar verið rítaðar um það efni. Einnig er fólki Ijóst mikilvægi rétts holdafars og hvern þátt rétt fæðuval á í þvi að halda því í lagi. Margir hafa þegar öðlast talsverða kunnáttu í því að telja saman hitaeiningarnar í þeim mat, sem þeir neyta, en lítið hefur verið u,m handhæg- ar íslenskar töflur, þar sem birtur er hitaeiningafjöldi algcngustu íslenskra matartegungda. Nú hefur Manneldisfélag íslands bætt úr þessum vanda. Það hefur gefið út handhæga töflu, þar sem gefið er upp næringargildi algengra fæðutegunda. Auk hitaeininga er þar gefið upp magn allra orkugjafanna, þ.e. fitu, sykurs og annarra kolvetna og próteina, en eins og vitað er, er feitur og sykraður matur ekki talinn sérlega hollur. Það þarf því ekki annað en að líta á töfluna til að gera sér grein fyrir því, hvaða fæðutegundir eru hollari en aðrar. Fitan í matnum er mishörð eða GEFIN ÚT AF MANNELDISFÉLAGI ÍSLANDS MMMMMMMMMMMtéMMMM INNIHAU) f 100 G Af ÆTUM H1.UTA ' ORKA PRÓTFIN PJTA KOLVETN! ALLS RYKUR 'l ?>'*,/'' '-y-M ■> 4-' ' kcðl 8 8 8 6 Kjöt ^V&Í^S^'uMttABÓGUR • 220 17.1 17.1 4+ I.AMBALÆRI. STEIKT • 265 17,3+4 fi/A 7MTY\ UMBAKáTlLFTTUR • 250 16,7 20.2+ + 0 NAirlABLTF • 145 21.8 5.7++ 0 NAUTAHAKK • 270 21.2++ KÁLFABÓGUR9 140 19.7 SVfNAKÓTILETTUR* 225 20,7 14.9 +4 0 SVÍNAI Æ'M, STCJKT 285 26.9 19.8++ 0 BMKON, STCIKT 580 46.4 ++ IIROSSAKJÖT • 170 10,0 + 0 IIVAIKJÖT 145 26,8 4.1 0 KJLKLJNGAR. STtlKTtR tOFNI M Pfinli 215 22.6 14.0 o 0 LAMBAUFUR, STEIKT • 230 22.9 14,0 o 3.9 LIFRARKAiFA • 300 11.0 24.4 ♦ blOomör, SOOIN • >35 9.0 25.0++ 1-IFRARPVLSA. sotmn • 360 8,2 27,0 ++ VfNARPVJ^UR kindabKigu )« 11 32 ++ KJÖTBOILUR, STCJKAR 260 13.7 16.9+ + 9.5 Fiskur mettuð. Mjúk fita er nákvæmlega jafn orkurík eða fitandi og sú harða, en hins vegar eykur hörð fita kólesterol blóðs, þar sem mjúk fita hefur þveröfug áhrif, og frekar lækkar kólesterólið. í töflunni er gefið upp hvort um harða eða mjúka fitu er að ræða í hverri fæðutegund. Tveir plúsar (++) tákna hörðustu fituna eins og t.d. þá í smjöri, kindakjöti og nautakjöti. Einn plús táknarfitu, sem er ekki alveg eins hörð, s.s. borðsmjörlíki og smjörva. Núll táknar fitu, sem er hvorki mjúk né hörð, og hefur hún hverfandi áhrif á kólesteról blóðsins. Dæmi um slíka fitu er lúða og kjúk- lingur. Mjúka fitan, sú sem stuðlar að lækkun kólesteróls, er táknuð með mínus. Við fitusnauðar matvörur er ekkert tákn. Járn er það næringarefni, sem einna helst skortir í fæðu margra barna og kvenna. Járnríkar fæðutegundir eru því merktar í töflunni með dökkum díl. Fleiri upplýsingar er að finna í töflunni. Þar eru einnig myndir og hvatningarorð um hollari Iifnaðarhætti. Taflan er litprentuð og myndskreytt og því tilvalin til að hengja upp í eldhúsinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.