Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 erlent yf irlit ¦ ÞAÐ ER komið nokkuð á annað ár síðan Mubarak forseti tók óvænt við stjórnartaumunum í Egyptalandi. Fréttaskýrendum kemur yfirleitt sam- an um, að enn sé varla kominn nægur reynslutími til þess að hægt sé að fella dóm um, hvernig honum muni farnast. Álit flestra virðist þó, að honum hafi gengið allvel til þessa. Mubarak hefur haldið áfram því starfi Sadats að reyna að ná sáttum við ísrael. Hann leiddi samningana um Suezeiðið til lykta og tryggði Egyptum yfirráð þar. Hins vegar hafa viðræðurnar um vestur- bakkann og Gazasvæðið siglt í strand, en þær voru í raun komnar í strand áður en Sadat féll frá. Mubarak hefur samt lýst áfram fylgi sínu við þá stefnu að vilja ná fullu samkomlagi við ísrael, en ber því við, eins og rétt er, að samkomulagsvilja skorti af hálfu ríkisstjórnar ísraels. Vegna þessarar stöðu, hefur Mubarak tekizt að halda áfram vinfengi við Bandaríkin, en jafnframt að bæta nokk- uð sambúðina við önnur Arabaríki, en leiðtogar þeirra virðast bera meira traust til hans en Sadats. Eins og er, má því segja að staða Mubaraks sé sæmileg út á við. Inn á við býr hann hins vegar við erfitt efnahags- ástand, fátækt og atvinnuleysi. Þetta hefur sízt batnað síðan Sadat féll frá, heldur frekar versnað og á efnahags- kreppan í heiminum sinn þátt í því. VEGNA ástandsins innanlands þarf Mubarak margt að varast, sem getur orðið honum að falli. Hættulegustu andstæðingar hans eru vafalaust ofsatrúarmenn í hópi múham- eðstrúarmanna, en þeir líta til Khomein- is sem hinnar miklu fyrirmyndar. Morðingjar Sadats tilheyrðu öfgahópi slíkra manna. Þeir hafa þegar verið dæmdir og teknir af lífi, en það virðist ekki hafa dregið neitt úr fylgi við stefnu þeirra. Jihad-samtökin, félagsskapur trúarof- stækismanna, sem boðar heilagt stríð í VERKTAK sími 54491. VOKVAPRESSA MÚRBROT — FLEYGUN HLJÓÐLÁT — RYKLAUS Tökum að okkur aila múrbrota- og f leygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. I húsgrunnum og holræsum, brjótum mllllveggl, gerum dyra og gluggaop, elnnlg fyrlr flestum lögnum og f.l. Erum rneð nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. GLUGGAR OG HURÐIR Esmat Sadat í réttarsal Mubarak berst gegn spillingu og ofsatrú Bróðir Sadats einn helzti sökudólgurinn anda kóransins, hafa heldur færzt í aukana en hið gagnstæða. Mubarak reyndi í fyrstu að ná vissum sættum við leiðtoga þeirra, en það virðist hafa misheppnazt algerlega. Um pessar mundir fara fram í Kairó réttarhöld yfir 250 meðlimum þessara samtaka. Þeir eru ákærðir fyrir bylting- aráform, sem hafi að markmiði svipaða stjórnarhætti og í íran. Réttarhöld þessi vekja ekki sízt at- hygli vegna þess, að hafa verður hina ákærðu á bak við grindur, svo að þeir geti ekki hleypt réttinum upp. Ráð þeirra gegn þessu eru hróp og köll, sem torvelda mjög réttarhöldin. Réttarhöld þessi vekja mikla eftirtekt í Egyptalandi. Eftir er að sjá, hvort réttarhöldin og dómarnir yfir hinum ákærðu verða til að styrkja Mubarak eða reynast vatn á myllu ofsatrúarsamtak- anna. í KAIRO fara fram önnur réttarhöld, sem einnig vekja mikla athygli. Þau hafa ekki minni pólitískan tilgang en réttar- höldin yfir ofsatrúarmönnunum. Þessi réttarhöld eiga að undirstrika að stjórn Mubaraks berjist ekki síður gegn spillingunni en ofsatrúarmennirnir, en þeir styðja byltingaráform sín ekki minnst með þeirri röksemd, að fjármála- spilling, og reyndar hvers konar spilling, sé orðin slík í Egyptalandi, að ekkert nema bylting dugi til að útrýma henni. Þessi réttarhöld eiga líka að árétta, að engum, sem gerí sig seka um spillingu, verði vægt. Þar skipti ætterni eða kunningsskapur ekki neinu máli. Aðalsökudólgurinn í þessum réttar- höldum er enginn annar en Esmat al-Sadat, bróðir hins myrta forseta, Anwars al-Sadat. Þegar Sadat forseti hófst til valda var Esmat bróðir hans strætisvagnastjóri með um 1000 krónu mánaðarlaun, og næstum eignalaus. Nú eru eignir hans virtar á 500-600 milljónir króna. Vönduð vinna á hagstœðu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. Tilboð óskast í hurðir fyrir 5. og 6. hæð B álmu Borgarspltalans. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 20. janúar 1983 kl. 11 f.h. INNKÁUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frílcirk; jvagi 3 — Sími 25800 Utboð Tilboð óskast I loftræstilagnir fyrir 5. og 6. hæð B álmu Borgarspítalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. janúar 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríltirl«juv«gi 3 - Sími 25800 ¦ Ofsatrúarmenn í réttarsal Lóghald hefur verið lagt á þessar eignir hans, en meðal þeirra er fyrirtæki, sem rekur um 100 vörubíla, 30 leiguí- búðir, sex villur og eru um 50 herbergi í einni þeirra, en hún er í einu eftirsóttasta hverfinu í Kairó. Þá er Esmat meðeig- andi í fimm fyrirtækjum, sem fást við útflutningsverzlun. Það hefur ekki verið látið uppi, hvort Sadat forseta hafi verið kunnugt um fjármálabrask bróður síns. Enginn vafi leikur hins vegar á því, að Esmat hefur notið þess í braski sínu að vera bróðir forseta landsins. Margir fleiri tignarmenn frá valda- . skeiði Sadats hafa verið ákærðir fyrir fjármálabrask en Esmat. í seinni tíð hermir orðrómur, að böndin geti farið að berast að ekkju Sadats, Jehan, sem er ensk í aðra ættina. Hún hélt sig vel meðan hún var forsetafrú og stóð fyrir miklum fjár- söfnunum, sem áttu að renna til heimila fyrir vangefin börn. Nú gengur sú saga, að ekki hafi allt þetta fé lent hjá þeim. Sitthvað þykir benda til þess, að Mubarak vilji ekki láta eigna sér að hann fylgi stefnu og stjórnarháttum Sadats. Miklu fremur telji hann Nasser fyrir- mynd sína. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar # ORKUBÚ VESTFJARÐA óskar eftir tilboðum í efni vegna 66 kV háspennu- línu frá Mjólkárvirkjun til Tálknafjarðar. Útboðsgögn 101: Pressure treated wood poles. Verkið felst í að afhenda 620 fúavarða tréstaura. Útboðsgögn 102: Conductors and stay wire. Verkið felst í að afhenda 150 km af álblönduleiðara og 15 km af stálvír. Afhending efnis skal vera 1. maí 1983. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 18. janúar 1983. Útboðsgögn 101, kl. 11:00 Útboðsgögn 102, kl. 14:00 Tilboðum skal skila til Línuhönnunar hf., verk- fræðistofu, Ármúla 11, 105 Reykjavík fyrir opnunartíma og verða þar opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 ísafirði og hjá Línuhönnun hf., verkfræðistofu, Ármúla 11, 105 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 22. desember 1982 og greiðist 100 kr. fyrir eintakið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.