Tíminn - 30.12.1982, Page 5

Tíminn - 30.12.1982, Page 5
FIMMTUDAGUR 3«. DESEMBER 1982 s fréttir Ágreiningur innan bæjarstjórnar Garðabæjar um hvort löglega hafi verið að útboði vegna innréttinga f nýrri læknamiðstöð: MISSIR GflRÐABÆR AF FRAMLAGI RÍKISINS? ■ Agreiningur er uppkominn innan bæjarstjórnar Garðabæjar um það hvort staðið hafi verið löglega að útboði á verki sem bæjarstjómin ætlar að láta vinna fyrir sig, varðandi innréttingar á læknamiðstöð Garðabæjar. Eru fulltrúar minnihlutans, þ.e. Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins þeirrar skoðunar að meirihiuti bæjarstjórnarinnar, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hafi ekki farið eftir reglugerð um útboð, þegar þátttaka ríkissjóðs í kostnaði er annars vegar,, og hafa fuUtrúar iminnihlutans, þeir HUmar Ingólfsson, fuUtrúi Alþýðubandalagsins og Einar G. Þorsteinsson, fuUtrúi Framsóknarflokksins jafnvel bent á að svo gæti farið að bæjarsjóður missti af framlagi ríkissjóðs vegna þess. Tíminn hafði samband við Hilmar Ingólfsson, og spurði hann nánar út í það um hvað væri deilt: „Samkvæmt lögum um opinberar framkvæmdir, þá ber bæjarstjórn, ætli hún ekki að standa ein að framkvæmdum að senda frum- drög að framkvæmdatillögum til við- komandi ráðuneytis. Ráðuneytið sendir síðan til samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir, samþykki ráðuneytið að styðja viðkomandi beiðni. iÞetta hefur einfaldlega ekki verið gert hér,“ sagði Hilmar, „Þannig að svo gæti hæglega farið að ríkissjóður neitaði að greiða sinn hlut við þessar framkvæmdir, en hlutur ríkisins í svona framkvæmdum er 80%.“ Okkur finnst það afskaplega einkennilegt ef að sveitarfélag getur ráðskast með fé ríkissjóðs eins og því sýnist.“ Hilmar sagði jafnframt að forsaga málsins væri sú að leitað hefði verið eftir verðtilboðum í innréttingar læknamið- stöðvarinnar, til tveggja verktaka, sem búsettir væru í Garðabæ, en annar væri með fyrirtæki sitt í Garðabæ og hinn í Hafnarfirði. Var fjallað um verðtilboðin í sumar, og að sögn Hilmars, þá hafnaði bæjarráð báðum verðtilboðunum. Það hefði síðan gerst á fundi bæjarstjórnar nú í vetur, að meirihluti ráðsins hefði samþykkt að taka tilboði annars aðilans, Sverris Hallgrímssonar, varabæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, en hann er með fyrirtæki sitt í Hafnarfirði. Þessu sagði Hilmar að hann og Einar hefðu mótmælt ákaft, og ekki talið eðlileg vinnubrögð. Sagðist Hilmar hafa bent á að það hlyti að skipta miklu máli í þessu tilviki að verið væri að semja við varafulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garða- bæ og það hlyti að hafa ráðið úrslitum, þegar sjálfstæðismenn ákváðu að taka tilboði því sem þeir höfðu áður hafnað. Hilmar sagði jafnframt að krónulega séð hefði varla verið nokkur munur á þessum tilboðum, og því væri röksemd sjálf- stæðismanna þess efnis að tilboð Sverris væri hagkvæmara afar hæpin. Hann sagðist enda hafa bent á að sá sem átti tilboðið sem hafnað var, greiddi að- stöðugjald í Garðabæ, en hinn ekki, þannig að það tilboð sem hafnað var, væri að því leytinu til hagstæðara fyrir bæjarfélagið. Hilmar sagði að því hefðu þeir fulltrúar minnihlutans talið eðlilegt að smíði innréttinga í læknamiðstöðina væri boðin út að nýju, en því hefði meirihlutinn hafnað af öllum fullrúum Sj álfstæðisflokksins. „Vitnuðu í reglur ríkisins“ Tíminn snéri sér til forseta bæjar- stjórnar Garðabæjar, Agnars Friðriks- sonar og spurði um skýringar sjálfstæðis- manna á því hvernig staðið hefði verið að útboði í innréttingar læknamiðstöðv- arinnar. „Það er rétt, að fulltrúar minnihlutans komu með bókun á bæjarstjórnarfundi þar sem þeir vitnuðu í reglur ríkisins um það hvernig staðið skyldi að útboði í opinberum framkvæmdum. Nú, það eina sem ég hef í rauninni um þetta mál að segja, er að þegar ákveðið var í sumar að leita til tveggja aðila um tilboð í þessar innréttingar, þá var aldrei neinn ágreiningur um það hvort skyldi til þessara manna, en ekki einhverra ann- arra, og fleiri. Agreiningurinn kom fyrst í ljós, þegar búið var að ákveða að taka tilboði annars aðilans." Agnar var að því spurður hvort hann hefði ekki tekið þátt í því að hafna tilboði Sverris í sumar: „Báðum tilboð- unum var hafnað á sínum tíma, og allir voru sammála um það. Þeim var hafnað á þeim grundvelli að báðir bjóðendur komu með þau rök, að það væri líklegast hægt að framkvæma þetta á ódýrari máta heldur en útboðsgögn hefðu gert ráð fyrir. Arkitekt, sem hafði hannað innréttinguna var því falið að koma með nýjar teikningar og á grundvelli þeirra teikninga, var tekið tilboði þess sem lægri var, en á sömu einingarverðum og . gilt höfðu í upprunalega tilboðinu. Þarna var því um það að ræða að efni varð minna, en vinnuliðir og annað slíkt var á sama einingarverði og bjóðandi hafði boðið á sínum tíma. Það var sem sagt aldrei ágreiningur um það hvernig staðið var að útboðinu og því finnst mér ekki rétt að segja í dag, að hugsanlega muni ríkið ekki taka þátt í þessu, af því að það var staðið þannig að þessu. Hitt er svo allt annar handleggur að menn geta verið ósam- mála um það hvaða tilboði eigi að taka. “ Agnar var spurður hvað hann vildi segja um þá röksemd Hilmars og Einars að hagkvæmni tilboðanna yrði mjög svipuð ef aðstöðugjöld fyrirtækisins í Garðabæ væru reiknuð inn í dæmið: „Ég hef ekkert um það að segja. Þetta er vafalaust þeirra sjónarmið og það má hugsanlega setja einhverjar reglur um það að fyrirtæki sem eru starfrækt í bænum, eigi að njóta einhvers forgangs umfram önnur fyrirtæki, vegna þess að þau greiða gjöld til bæjarins. Slíkar reglur eru hins vegar ekki í gildi, og hafa ekki verið í gildi. Við, eins og önnur bæjarfélög höfum leitað til þeirra sem verið hafa með lægst tilboð, og þá ekki endilega horft í þetta.“ Agnar sagði að í þessari læknamiðstöð yrði aðstaða fyrir tvo lækna, og auk þess yrði hjúkrunar, og meinatæknaaðstaða, ásamt heimilis og skólalækningum, svo og mæðraeftirlit. Er stefnt að því að hægt verði að taka miðstöðina í notkun með vorinu. -AB Þórunn Magnea Magnúsdóttir, í hlutverki Önnu SUKKULAÐI HANDA SILJU — f rumsýnt á Litla leiksvidinu í kvöld Konsertklúbb- urinn: Flautuleikur Martial Nardeau í Norræna húsinu ■ Mánudaginn 3. janúar n.k. efnir Konsertklúbburinn til tónlcika í Norr- æna húsinu og flytja þar Martial Nardc- au flautuleikari og Snorri Sigfús Birgis- son píanóleikarí verk eftir J.S. Bach, Gabriel Fauré, Henrí Dutilleux og Serge Prokofief. Martial Nardeau, sem er fæddur 1957, hóf flautunám 9 ára að aldri við tónlistarskóla í heimaborg sinni, Bou- logne í Norður-Frakklandi, og útskrifað- ist þaðan 6 árum síðar. Hann stundaði framhaldsnám í París í tvö ár og var síðan við tónlistarskóla í Versölum þar sem Roger Bourdin var aðalkennarí hans og þaðan brautskráðist hann sem cinleikari með frábærum vitnisburði 1976. Nardeau hefur komið fram á fjölda tónleika sem einleikari og einnig tekið þátt í kammertónleikum. Hann starfar í vetur sem tónlistarkennarí í Reykjavík, Kópavogi og Keflavik. Aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn, en tónleikamir hefjast kl.20.30. ■ Martial Nardeau flautuleikari. ■ Súkkulaði handa Silju, nútíma raun- sæisleikrit eftir Nínu Björk Árnadóttur verður frumsýnt á Litla sviðinu í Þjóðleik- húskjallaranum í kvöld. Eins og greint var frá í Tímanum á Þorláksmessu, þá er hér um að ræða leikrit um mæðgurnar Önnu og dóttur hennar Silju, lífsbaráttu þeirra, vinahóp, vandamál unglingsirts Silju o.fl. Er verkið ljóðrænt, enda Nína Björk þekkt fyrir ljóð sín. Það er María Kristjánsdóttir sem leikstýrir sýningunni, Messíana Tómas- dóttir gerir leikmynd og búninga, Egill Ólafsson semur og flytur tónlistina og lýsingu annast Sveinn Benediktsson. Níu leikarar fara með hlutverk í sýningunni og þeirra stærst er hlutverk Þórunnar Magneu Magnúsdóttur, en hún leikur önnu, sem er einstæð móðir í Reykjavík. Bára Magnúsdóttir, ung menntaskólastúlka leikur dótturina Silju. Frumsýningin hefst kl. 20.30 í kvöld og er uppselt á sýninguna. Nýjar reglur IATA um merkingar á farangri: Farangur sé merktur bæði utan og innan ■ Flugleiðir vilja vekja athygli á nýjum reglum Alþjóðasambands flug- félaga (IATA) um merkingar á farangri flugfarþega. Þessar reglur taka gildi 1. janúar 1983. Samkvæmt þeim ber farþegum að merkja aUan innritaðan farangur með nafni og heimUisfangi bæði að utan- og innanverðu. Utan á ferðatösk- um og öðrum farangri þarf einnig að koma fram dvalarstaður farþega á áfangastað, tU dæmis hótel, eða annað það heimUisfang sem viðkomandi bef- ur meðan á dvöl stendur. Tilgangurinn með þessum nýju regl- um er sá að auðveldara verði að koma öUum farangri tryggilega tU skUa og flýta því að bafa upp á eigendum óskUafarangurs. Flugleiðum þykir rétt að undirstríka, að þessar reglur gUda bæði um innan- lands- og mUIUandsflug. Ók á þrjá kyrrstæða bfla og stór- skemmdi ■ Ökumaður, grunaður um ölvun við akstur, ók bifreið sinni á þrjár, kyrrstæðar bifreiðar á Þórsgötu i fymnótt með þeim afleiðingum að aUar bifreiðarnar fjórar eru stór- skemmdar á eftir. Þurfti að fjarlægja þær allar með aðstoð kranabíls eftir áreksturínn. Ökumaður var fluttur á slysadeUd. Innanlands- flug Flugleiða um áramótin ■ Á gamlársdag munu Flugleiðir fljúga tU Akureyrar (2 ferðir), Húsa- víkur, Patreksfjarðar, Egilsstaða, Sauðárkróks, ísaljarðar (2 ferðir), Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja (2 ferðir). Innanlandsflugi Flugleiða lýkur klukkan 16.25 á gamlársdag er seinasta vél kcmur tU Rcykjavíkur. Ekki er flogið innanlands á nýárs- dag, en sunnudaginn 2. janúar verður mikið annríki hjá Flugleiðum og farnar margar aukaferðir. Samtals er gert ráð fyrir 23 ferðum frá Reykjavík þann dag. Þá verða margar aukaferðir á mánu- dag og þriðjudag. Flugleiðavél kemur frá Luxemborg síðdegis á gamlársdag og heldur áfram til New York. Hún fer síðan frá New York að kvöldí nýársdags og lendir í Keflavík að morgni 2. janúar. Ekkcrt Evrópuflug verður á gaml- a'rsdag eða nýársdag, en 2. janúar fer Flugleiðavél með skíðafólk beint tU Innsbruck í Austurríki og áætlunarvét- ar félagsins fara tU Oslóar, Stokkhólms og London. Mánudaginn 3. janúar verður farið samkvæmt áætlun tU Glasgow og Kaupmannahafnar, en auk þess verður aukaferð tU Kaup- mannahafnar og önnur tU New York. Fleiri aukaferðir verða í mUlUandaflug- inu lýrstu dagana í janúar, en þær síðustu verða tU Kaupmnnnahafnar og Gautaborgar 9. janúar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.