Fréttablaðið - 31.01.2009, Síða 1
HELGARÚTGÁFA
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI31. janúar 2009 — 28. tölublað — 9. árgangur
● ANDREA RÓBERTS
Hannað af hjartans list
● HEIMILIÐ
Búsáhöld eftir byltingu
● LIST
Stærsta gallerí á Íslandi
heimili&hönnun
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
janúar 2009
ALLT BREYTT 26
Keypti sér smurt
brauð á 4.000 kr.
í Danmörku
YFIRHEYRSLA 28
TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG
Hallgrímur
Helgason kveður
gamla Ísland
STJÓRNMÁL Málefnasamningur Sam-
fylkingarinnar og Vinstri grænna
hlaut ekki náð fyrir augum fram-
sóknarmanna. Því varð ekkert úr
því að ný ríkissjórn yrði kynnt við
styttu Jóns Sigurðssonar á Austur-
velli eins og samfylkingarfólk og
VG höfðu gert ráð fyrir.
Efnahagsmálin eru ásteyting-
arsteinninn. Framsóknarmönnum
finnst ekki nægilega skýrt kveðið á
um leiðir til að mæta vanda heimila
og fyrirtækja. Þá hafa þeir einnig
ákveðnar hugmyndir um gjaldmið-
ilsmálin, en ekki hafa fengist skýr
svör við því um hvaða hugmyndir
er að ræða.
„Það vantar töluvert upp á að það
sé búið að útlista raunhæfar leiðir
að þeim markmiðum sem við erum
þó sammála um,“ sagði Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, þegar hann
gerði blaðamönnum grein fyrir
ákvörðun flokksins.
Þessi ákvörðun Framsóknar-
manna þýðir að flokkurinn er í raun
kominn í stjórnarmyndunarvið-
ræður með hinum tveimur flokk-
unum. „Það varð úr að við myndum
koma með okkar eigin tillögur til
að ná þessum markmiðum,“ sagði
Sigmundur Davíð. Hann sagði að
þegar þær lægju fyrir myndi flokk-
urinn kynna þær Samfylkingu og
Vinstri grænum. „Þær verða svo
væntanlega settar inn í þá vinnu
sem í hönd fer,“ bætti hann við.
Hann taldi því raunhæft að ætla að
ný ríkisstjórn yrði mynduð á mánu-
dag þótt Jóhanna Sigurðardóttir,
forsetaráðherraefni Samfylking-
ar, og Steingrímur Sigfússon, for-
maður Vinstri grænna, hefðu lýst
því yfir í gær að ríkisráðsfundur
nýrrar ríkisstjórnar yrði í dag.
Þingflokkur Framsóknarflokksins
kemur saman í dag og miðstjórnin
á morgun.
Framsóknarmenn voru einnig
óánægðir með að fá málefnasamn-
inginn til undirritunar klukkan
hálf tvö í gær en búið var að áætla
nokkuð hraða atburðarás. Ljóst
mátti því vera að ekki var ætlast
til þess að flokkurinn hefði mikinn
tíma til að taka afstöðu til samn-
ingsins.
Eins eru þeir óánægðir með að
hafa heyrt af fyrirætlunum stjórn-
arflokkanna í fjölmiðlum. Þar var
meðal annars gert ráð fyrir því að
ríkisstjórnin yrði kynnt við styttu
Jóns Sigurðssonar klukkan sex.
Eins var Samfylkingin búin að aug-
lýsa flokksstjórnarfund klukkan
fjögur á Nasa þar sem kynna átti
sáttmálann. Hann verður haldinn
fyrir hádegi í dag. - jse
Vilja skýrar tillögur
í efnahagsmálum
Framsóknarmenn neituðu að skrifa undir málefnasamning Samfylkingarinnar
og VG í gær. Þeir vilja skýrari tillögur í efnahagsmálum og hafa ákveðnar hug-
myndir í gjaldmiðlamálum. Óvíst er hvenær ný stjórn verður kynnt.
SJÁLFSTÆÐISMENN 20
GENGIÐ TIL GÓÐS Skíðaganga er vinsæl víða um heim, einkum á Norðurlöndum og í norðanverðri Evrópu. Gangan hefur ekki
notið viðlíkra vinsælda hér á landi, og má vafalaust rekja þá staðreynd til rysjótts veðurfars og þeirra erfiðu aðstæðna sem því
vilja fylgja. Þessir tveir hraustu menn blésu þó á allar bábiljur þegar þeir skíðuðu á Miklatúni í fallegu janúarveðri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Efnahagshrunið
er arfleifðin
TÍSKA 48VIÐTAL 16
VIL ÖGRA SJÁLFRI MÉR
Viðtal 24
Það er hvetjandi og ógnvekj-
andi í senn að leikstýra verki
sem allir elska, segir Selma
Björnsdóttir sem stýrir Karde-
mommubæ um þessar mundir.
KREPPAN INNBLÁSTUR
TÍSKUHÖNNUÐA
AUKIN ÁSÓKN Í
ANDLEG MÁLEFNI
Mín Borg ferðablað
Icelandair fylgir með
Fréttablaðinu í dag.
GEYMIÐ BLAÐIÐ
STJÓRNMÁL „Auðvitað vil ég bjóða
krafta mína fram fyrir flokk
sem ætlar sér
að endurnýja
flokkakerfið á
Íslandi og gang-
ast fyrir siðbót
í stjórnmálum,“
segir Þráinn
Bertelsson rit-
höfundur.
Þráinn stefn-
ir á að taka
efsta sæti á
lista Framsóknarflokksins í öðru
hvoru Reykjavíkurkjördæmanna
í komandi alþingiskosningum.
„Ég er kominn yfir hestasvein-
saldurinn og sækist því eftir að
leiða lista,“ segir Þráinn. Hann
sagði sig úr Framsóknarflokkn-
um vegna Íraksstríðsins en er
nú kominn heim. „Römm er sú
taug …“ - jbg / sjá síðu 62
Framsóknarflokkurinn:
Þráinn fer fram
ÞRÁINN
BERTELSSON
EFNAHAGSMÁL Hjörleifur Jakobs-
son, fyrrverandi stjórnarmaður í
Kaupþingi, gagnrýnir fjölmiðla-
umfjöllun um Kaupþing í grein
í Fréttablaðinu og segir hana
ósanngjarna.
Hjörleifur skrifar að fjárhags-
legt tjón sem íslenska þjóðin
hlýtur vegna bankahrunsins stafi
fyrst og fremst af IceSave-reikn-
ingum Landsbankans og ónýtum
gjaldmiðli af völdum óskynsam-
legrar peningamálastefnu Seðla-
banka Íslands.
Hann bendir á að útlit sé fyrir
að allar innistæður í Kaupþingi
fáist greiddar, öfugt við inn-
stæður dótturbanka annarra
íslenskra banka. Þá þurfi þjóðin
ekki að borga krónu vegna Kaup-
þing Edge, en gæti hins vegar
setið upp með reikning upp á 300
til 500 milljarða króna vegna
IceSave-reikninganna. sjá síðu 13
Hjörleifur Jakobsson:
Mesta tjónið út
af IceSave og SÍ