Fréttablaðið - 31.01.2009, Síða 1

Fréttablaðið - 31.01.2009, Síða 1
HELGARÚTGÁFA Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI31. janúar 2009 — 28. tölublað — 9. árgangur ● ANDREA RÓBERTS Hannað af hjartans list ● HEIMILIÐ Búsáhöld eftir byltingu ● LIST Stærsta gallerí á Íslandi heimili&hönnun LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] janúar 2009 ALLT BREYTT 26 Keypti sér smurt brauð á 4.000 kr. í Danmörku YFIRHEYRSLA 28 TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG Hallgrímur Helgason kveður gamla Ísland STJÓRNMÁL Málefnasamningur Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna hlaut ekki náð fyrir augum fram- sóknarmanna. Því varð ekkert úr því að ný ríkissjórn yrði kynnt við styttu Jóns Sigurðssonar á Austur- velli eins og samfylkingarfólk og VG höfðu gert ráð fyrir. Efnahagsmálin eru ásteyting- arsteinninn. Framsóknarmönnum finnst ekki nægilega skýrt kveðið á um leiðir til að mæta vanda heimila og fyrirtækja. Þá hafa þeir einnig ákveðnar hugmyndir um gjaldmið- ilsmálin, en ekki hafa fengist skýr svör við því um hvaða hugmyndir er að ræða. „Það vantar töluvert upp á að það sé búið að útlista raunhæfar leiðir að þeim markmiðum sem við erum þó sammála um,“ sagði Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann gerði blaðamönnum grein fyrir ákvörðun flokksins. Þessi ákvörðun Framsóknar- manna þýðir að flokkurinn er í raun kominn í stjórnarmyndunarvið- ræður með hinum tveimur flokk- unum. „Það varð úr að við myndum koma með okkar eigin tillögur til að ná þessum markmiðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði að þegar þær lægju fyrir myndi flokk- urinn kynna þær Samfylkingu og Vinstri grænum. „Þær verða svo væntanlega settar inn í þá vinnu sem í hönd fer,“ bætti hann við. Hann taldi því raunhæft að ætla að ný ríkisstjórn yrði mynduð á mánu- dag þótt Jóhanna Sigurðardóttir, forsetaráðherraefni Samfylking- ar, og Steingrímur Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, hefðu lýst því yfir í gær að ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar yrði í dag. Þingflokkur Framsóknarflokksins kemur saman í dag og miðstjórnin á morgun. Framsóknarmenn voru einnig óánægðir með að fá málefnasamn- inginn til undirritunar klukkan hálf tvö í gær en búið var að áætla nokkuð hraða atburðarás. Ljóst mátti því vera að ekki var ætlast til þess að flokkurinn hefði mikinn tíma til að taka afstöðu til samn- ingsins. Eins eru þeir óánægðir með að hafa heyrt af fyrirætlunum stjórn- arflokkanna í fjölmiðlum. Þar var meðal annars gert ráð fyrir því að ríkisstjórnin yrði kynnt við styttu Jóns Sigurðssonar klukkan sex. Eins var Samfylkingin búin að aug- lýsa flokksstjórnarfund klukkan fjögur á Nasa þar sem kynna átti sáttmálann. Hann verður haldinn fyrir hádegi í dag. - jse Vilja skýrar tillögur í efnahagsmálum Framsóknarmenn neituðu að skrifa undir málefnasamning Samfylkingarinnar og VG í gær. Þeir vilja skýrari tillögur í efnahagsmálum og hafa ákveðnar hug- myndir í gjaldmiðlamálum. Óvíst er hvenær ný stjórn verður kynnt. SJÁLFSTÆÐISMENN 20 GENGIÐ TIL GÓÐS Skíðaganga er vinsæl víða um heim, einkum á Norðurlöndum og í norðanverðri Evrópu. Gangan hefur ekki notið viðlíkra vinsælda hér á landi, og má vafalaust rekja þá staðreynd til rysjótts veðurfars og þeirra erfiðu aðstæðna sem því vilja fylgja. Þessir tveir hraustu menn blésu þó á allar bábiljur þegar þeir skíðuðu á Miklatúni í fallegu janúarveðri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Efnahagshrunið er arfleifðin TÍSKA 48VIÐTAL 16 VIL ÖGRA SJÁLFRI MÉR Viðtal 24 Það er hvetjandi og ógnvekj- andi í senn að leikstýra verki sem allir elska, segir Selma Björnsdóttir sem stýrir Karde- mommubæ um þessar mundir. KREPPAN INNBLÁSTUR TÍSKUHÖNNUÐA AUKIN ÁSÓKN Í ANDLEG MÁLEFNI Mín Borg ferðablað Icelandair fylgir með Fréttablaðinu í dag. GEYMIÐ BLAÐIÐ STJÓRNMÁL „Auðvitað vil ég bjóða krafta mína fram fyrir flokk sem ætlar sér að endurnýja flokkakerfið á Íslandi og gang- ast fyrir siðbót í stjórnmálum,“ segir Þráinn Bertelsson rit- höfundur. Þráinn stefn- ir á að taka efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi alþingiskosningum. „Ég er kominn yfir hestasvein- saldurinn og sækist því eftir að leiða lista,“ segir Þráinn. Hann sagði sig úr Framsóknarflokkn- um vegna Íraksstríðsins en er nú kominn heim. „Römm er sú taug …“ - jbg / sjá síðu 62 Framsóknarflokkurinn: Þráinn fer fram ÞRÁINN BERTELSSON EFNAHAGSMÁL Hjörleifur Jakobs- son, fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, gagnrýnir fjölmiðla- umfjöllun um Kaupþing í grein í Fréttablaðinu og segir hana ósanngjarna. Hjörleifur skrifar að fjárhags- legt tjón sem íslenska þjóðin hlýtur vegna bankahrunsins stafi fyrst og fremst af IceSave-reikn- ingum Landsbankans og ónýtum gjaldmiðli af völdum óskynsam- legrar peningamálastefnu Seðla- banka Íslands. Hann bendir á að útlit sé fyrir að allar innistæður í Kaupþingi fáist greiddar, öfugt við inn- stæður dótturbanka annarra íslenskra banka. Þá þurfi þjóðin ekki að borga krónu vegna Kaup- þing Edge, en gæti hins vegar setið upp með reikning upp á 300 til 500 milljarða króna vegna IceSave-reikninganna. sjá síðu 13 Hjörleifur Jakobsson: Mesta tjónið út af IceSave og SÍ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.