Fréttablaðið - 31.01.2009, Page 8

Fréttablaðið - 31.01.2009, Page 8
8 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR 1 Hvaða þjóð Evrópu notaði greiðslukort oftast í fyrra? 2 Er ólöglegt að brenna fána NATO? 3 Fyrir hvaða ummæli var Gaukur Úlfarsson sýknaður í Hæstarétti í vikunni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66 EVRÓPUMÁL Í höfuðstöðvum fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins í Brussel eru menn við- búnir því að bregðast skjótt við, ákveði Íslendingar að sækja um aðild að sambandinu eftir komandi þingkosningar. Þetta hefur breska b l a ð i ð T h e Guardian í gær eftir háttsett- um heimildar- mönnum bæði í Brussel og Reykjavík. „Aðildarum- sókn yrði mjög vel tek ið í Brussel og aðild- arviðræðum, sem að öllu jöfnu taka mörg ár, yrði flýtt þannig að Ísland gæti orðið 29. aðildarríki ESB á mettíma, sennilega árið 2011,“ segir þar. Blaðið hefur eftir Olli Rehn, stækkunarmálastjóra ESB, að „sæki Ísland um fljótlega og aðildarviðræður ganga vel, þá geta Ísland og Króatía fengið inn- göngu samtímis.“ Gert er ráð fyrir að aðildarsamningur Króatíu, sem hefur verið unnið að síðan árið 2003 og er að komast á lokastig, gangi í gildi í ársbyrjun 2011. Þessu mati sínu hefur Rehn reyndar ítrekað lýst áður, nú síðast á málfundi í Osló í desember, sem Íslendingar sátu einnig í gegnum fjarfundabúnað í Háskólanum í Reykjavík. Guardian segir fleiri háttsetta fulltrúa ESB líta málið sömu augum og Rehn. Vegna smæð- ar íslenska hagkerfisins myndu núverandi efnahagsþrengingar hérlendis heldur ekki hafa nein teljandi áhrif á heildarhag ESB; í Brussel væri alla vega sú skoð- un ríkjandi að það væri ávinning- ur fyrir sambandið að fá Ísland til liðs við það. Bæði núverandi formennsku- þjóð, Tékkar, og sú næsta, Svíar, eru mjög áfram um frekari stækk- un sambandsins og myndu beita áhrifum sínum til að liðka fyrir aðildarviðræðum við Ísland. Á Evrópufréttavefnum euractiv. eu var í gær enn fremur sagt frá því að ESB hefði aðra ástæðu til að hafa áhuga á að aðildarsamn- ingur yrði snarlega gerður við Ísland. Hún er sú að þær breyt- ingar sem leiðtogar ESB hafa nú heitið Írum að gerðar verði á Lissabonsáttmálanum svonefnda verði lögleiddar með því að hengja þær við næsta aðildarsamning. Þannig spari sambandið sér að þurfa að endurtaka allt fullgild- ingarferlið fyrir sáttmálann sjálf- an. Þess er vænst að Írar kjósi aftur um staðfestingu Lissabon- sáttmálans í haust, eftir að fund- in hefur verið leið til að innleiða umræddar breytingar. Í augum margra ráðamanna ESB eru bæði þessi mál líka nátengd, uppfærsla og fullgilding Lissabonsáttmálans annars vegar og samningar um aðild nýrra ríkja hins vegar. Ástæðan er sú að þeir telja sambandið ekki geta fjölgað aðildarríkjum fyrr en innleidd- ar hafa verið þær uppfærslur á ákvarðanatöku og stofnanakerfi sambandsins sem í hinum nýja sáttmála felast. audunn@frettabladid.is UPPSLÁTTUR Fréttin var burðarfrétt á forsíðu The Guardian. Aðrir helstu fjölmiðlar Bretlands fylgdu henni síðan eftir. ESB-aðildar- umsókn fengi flýtiafgreiðslu Blaðið The Guardian sló því upp að háttsettir menn í Brussel hefðu staðfest að Íslandi stæði til boða flýtiafgreiðsla inn í Evrópusambandið. Ísland gæti því gengið í sambandið samtímis Króatíu árið 2011. OLLI REHN ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 94 0 01 .2 00 9 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 afsláttur af brettapökkum Brettadeildin er í Kringlunni. 30% Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum, orlofsíbúðum eða hótelherbergjum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er bæði eftir húsnæði á landsbyggðinni og í höfuðborginni. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is, fyrir 12. febrúar nk. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að liggja fyrir: Lýsing á eign og því sem henni fylgir, ástand hennar, staðsetning, stærð, aldur og fjöldi svefnplássa. Auk þess skal fylgja lýsing á útivistarmöguleikum og afþreyingu í næsta umhverfi. Æskilegt er að myndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. VR óskar eftir samstarfi við ferðaþjónustuaðila STJÓRNMÁL „Ég held að það megi fullyrða að fyrri forsetar hafi ekki tjáð sig svona um verkefni og vandamál væntanlegrar ríkisstjórnar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, sagn- fræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, sagði í viðtali við BBC á þriðju- dag að eitt af meginverkefnum nýrrar ríkisstjórnar yrði að gera breytingar á yfirstjórn Seðlabankans, og lögum um bankann. Kannski má segja að Ólafur hafi bara verið að bergmála skoðanir sem stjórnmálaforingjar hafi verið að setja fram, og að þeir flokkar sem nú stefna að því að mynda minni- hlutastjórn hafi sagt þetta brýnasta verkefnið, segir Guðni. „Þetta er óvenjulegt og fordæmalaust,“ segir Guðni. Annaðhvort sé for- setinn með þessu að gerast nokkurs konar upplýsinga- fulltrúi þeirra sem nú séu að mynda stjórn, eða hann líti á sig sem geranda í íslenskum stjórnmálum. Guðni tekur fram að þótt þetta sé óvenjulegt sé for- setaembættið ekki njörvað niður, og því ekkert sem banni Ólafi Ragnari að tjá sig með þessum hætti. Það sé svo kannski kjósenda að meta hvort þetta sé jákvæð eða neikvæð þróun í næstu kosningum. - bj Sagnfræðingur um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við BBC: Óvenjulegt og fordæmalaust ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON GUÐNI TH. JÓHANNESSON STJÓRNSÝSLA Már Guðmundsson, fyrrum aðalhagfræðingur Seðla- banka Íslands, sagði í gærmorg- un að enn hefði ekki verið rætt við sig um að taka að sér stöðu seðlabankastjóra. Már hefur verið nefndur sem líklegur til þessa, bæði í fjöl- miðlum og meðal hagfræðinga sem Fréttablaðið hefur talað við. Sjálfur bendir hann á að starf sitt núverandi, sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri á peninga- og hag- fræðisviði Alþjóðagreiðslubank- ans í Sviss, sé mjög mikilvægt og að fjölskylda hans hafi komið sér vel fyrir þar. Hann muni þó vega og meta málið, komi það upp. - kóþ Næsti seðlabankastjóri: Ekkert verið rætt við Má VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.