Fréttablaðið - 31.01.2009, Page 12
12 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Vegna mikilla þrenginga í efnahag þjóðarinnar leita
ráðherrar landsins leiða til að
hagræða og spara í rekstri rík-
isins. Guðlaugur Þór Þórðar-
son, heilbrigðisráðherra, hefur
af þessum sökum tekið nokkr-
ar ákvarðanir m.a. um sam-
einingu heilbrigðisstofnana á
landsbyggðinni og lokun St.
Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Ákvörðun ráðherra um lokun
spítalans var tekin í miklum
flýti án samráðs við hagsmuna-
aðila. Nefna má að bæjaryfir-
völd í Hafnarfirði segja ekkert
samráð hafa verið við sig og
einn þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins hefur opinberlega
réttilega bent á að þingmenn
hafi fyrst heyrt af ákvörðun
ráðherra í fjölmiðlum.
Rökþrota ráðherra
Fyrr í þessum mánuði var
haldinn afar fjölmennur borg-
arafundur í Íþróttahúsinu við
Strandgötu undir heitinu „Stönd-
um vörð um St. Jósefsspítala“.
Fundurinn fór mjög vel fram, en
þarna voru samankomnir hátt í
tvöþúsund manns. Fundarmenn
létu skoðanir sínar skýrt í ljós
með málefnalegum og yfirveg-
uðum hætti. Í upphafi fundar tal-
aði heilbrigðisráðherra. Reyndi
hann að færa rök fyrir þeirri
ákvörðun að loka St. Jósefsspít-
ala og opna þar þess í stað öldr-
unarþjónustu. Starfsemi spítal-
ans yrði flutt bæði á sjúkrahúsið
í Reykjanesbæ og Landsspít-
alann-háskólasjúkrahús. Rök-
semdir heilbrigðisráðherra voru
ómarkvissar og ótrúverðugar.
Ráðherra var rökþrota. Opin-
berlega hefur verið reynt að
réttlæta lokun með því að hús-
næði spítalans sé illa farið. Í
skoðunar ferð í síðustu viku í
fylgd Dórotheu Sigurjónsdóttur,
hjúkrunarstjóra, kom í ljós að
slíkar yfirlýsingar eru úr öllu
samhengi. Brýnast er að klæða
einn gafl í göngudeildareining-
unni en slíkt viðhald er eðlilegur
hluti af rekstri stofnana.
Grindarbotnsteymið
Á borgarafundinum komu fram
athyglisverðar upplýsingar sem
snúa sérstaklega að stórum
hópi kvenna. Í mörg ár hefur
verið byggt upp öflugt teymi á
spítalanum sem sérhæfir sig í
meðferð á grindarbotnsvanda-
málum kvenna. Slík vandamál
eru oft tengd fæðingum og geta
valdið þvag- og/eða hægðaleka
hjá 70% kvenna á aldrinum 25-
56 ára samkvæmt upplýsingum
starfsmanna á skurð- og svæf-
ingadeild spítalans. Eðli málsins
samkvæmt eru þessi vandamál
lítið rædd opinberlega því miður.
Þetta teymi er það eina sinna
tegundar í landinu og hefur
hjálpað afar mörgum konum.
Var fullyrt á fundinum að teymi
þetta myndi leysast upp væri því
splundrað með lokun spítalans.
Eðlilegt er að ráðherra skýri
framtíðarsýn sína hvað þessa
þjónustu varðar.
Hafnfirðingar verja spítalann
Konur hafa lyft grettistaki í
heilbrigðismálum þjóðarinnar
eins og allir vita. Hópur kvenna
hóf á sínum tíma söfnun fyrir
byggingu Landsspítalans. Konur
hafa verið í fararbroddi í upp-
byggingu Barnaspítala Hrings-
ins og hreyfingar nunna hafa
stuðlað að uppbyggingu sjúkra-
stofnana s.s. Landakotsspítala,
sjúkrahússins í Stykkishólmi
og St. Jósefsspítala svo eitthvað
sé nefnt. Árið 1991 stóð til að
leggja St. Jósefsspítala niður. Þá
skipulagði Bandalag kvenna í
Hafnarfirði(BKH) undirskrifta-
söfnun þar sem öll heimili í
Hafnarfirði voru heimsótt. Í
þeirri söfnun kom í ljós að mjög
mikil andstaða var við lokunar-
áformin. Þáverandi ráðherra tók
tillit til stöðunnar og starfsemi
St. Jósefsspítala fékk að halda
áfram. Á borgarafundinum rifj-
aði Kristín Gunnbjörnsdóttir,
formaður BKH, þessa sögu upp
í skeleggri ræðu sinni. Mörg
félög í Hafnarfirði hafa ásamt
félögum allra stjórnmálaflokka
í bænum ályktað gegn ákvörð-
un heilbrigðisráðherra um lokun
St. Jósefsspítala. Þverpólitísk
samstaða er gegn ákvörðun ráð-
herrans. Nú hafa 75% kosn-
ingabærra Hafnfirðinga einnig
ritaði undir undirskriftalista
gegn lokun St. Jósefsspítala. Af
framsögðu er ljóst að heilbrigð-
isráðherra verður að bjóða upp
á samráð um endurskoðun á
ákvörðun sinni.
Höfundur er alþingismaður.
Konur og St. Jósefsspítali
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR
Í DAG | Heilbrigðismál
UMRÆÐAN
Ragnheiður Bachmann skrifar um
ung- og smábarnavernd
Við Íslendingar stöndum framarlega í mæðravernd og ung- og smábarna-
vernd. Um það eru flestir sammála. Því til
sönnunar og stuðnings eru tölur, m.a. um
burðarmálsdauða, mæðradauða og lífslík-
ur barna, sem auðvelt er að bera saman
milli þjóða. Þar erum við fremst meðal
þjóða. Þetta er árangur sem við megum
vera stolt af og á stundum hreykja okkur
hóflega af. Staða þessa málaflokks er því góð, hvort
heldur við lítum okkur nær eða horfum til þeirra
þjóða sem við viljum gjarnan vera samstiga.
En þetta gerðist ekki sjáfkrafa og hefði aldrei
gerst ef ekki væri fyrir vel menntað og áhugasamt
starfsfólk í heilsugæslu og heilsuvernd. Fólk sem
fylgist vel með nýjungum, breytir og bætir sitt
starf eftir því sem reynsla og þekking eykst. Fólk
sem hefur framtíðarsýn fyrir sitt sérsvið og vinn-
ur með öðrum sérfræðingum með það að mark-
miði að gera betur, taka mið af breyttum aðstæð-
um í þjóðfélaginu og laga þjónustuna að þörfum
samfélagsins hverju sinni. Hið opinbera ræður
þessa sérfræðinga á sviði heilsugæslu, býr þeim
starfsumhverfi og aðstæður, kaup og kjör.
Hið sama verður ekki sagt um fjármálageirann.
Flestir eru sammála um það að á því
sviði hefur okkur ekki tekist vel upp.
Því til sönnunar er efnahagsástand-
ið eins og það blasir við þjóðinni í dag.
Staða þessa málaflokks er ekki góð.
Það fólk sem átti að vera leiðandi og
hafa umsjón með þessum málaflokki á
vegum hins opinbera virðist ekki hafa
haft framtíðarsýn og ekki aðlagað sitt
starf, breytt því eða bætt eða tekið mið
af aðstæðum í þjóðfélaginu hverju sinni.
Hið opinbera ræður þessa sérfræðinga
á sviði fjármála, býr þeim starfsum-
hverfi og aðstæður, kaup og kjör.
Nú hefur hið opinbera valið að segja upp starfs-
fólki í ung-og smábarnavernd, leggja niður Mið-
stöð mæðraverndar og Miðstöð heilsuverndar
barna, í þeirri mynd sem þær hafa starfað. Segja
upp sérfræðingum sem hafa verið leiðandi á sínu
sviði og byggt upp til framtíðar.
Í fjármálageiranum hefur gengið treglega að
finna réttan farveg fyrir uppsagnir fólks sem
átti að vera leiðandi á sínu sviði og byggja upp til
framtíðar. Um biðlaun og starfslokasamninga þarf
ekki að fjölyrða.
Eru þetta þær áherslur sem við viljum hafa í
okkar samfélagi? Er þetta það gildismat sem við
viljum?
Höfundur er ljósmóðir.
Eru þetta réttar áherslur?
Davíðsarmurinn og …
Sjálfstæðismenn funduðu á Grand
hóteli í gær, þar sem Geir H. Haarde,
fráfarandi forsætisráðherra reyndi að
stappa stálinu í sína menn. Í ræðu
sinni benti Geir meðal annars á að
sjálfstæðismenn ættu því láni að
fagna að þar ríkti algjör einhugur og
að allir flokksmenn væru einhuga um
að fylkja liði að baki formanni sínum,
ólíkt því sem gengur og gerist í öðrum
flokkum. Hefur Geir ekki frétt
það sem er á allra annarra
vitorði, að um nokkurt skeið
hefur Sjálfstæðisflokkurinn
skipst upp í tvær fylkingar,
annars vegar Davíðsarm
og hins vegar … æ, við
hvern var aftur hinn
armurinn kenndur?
Hann reyndi þó
Vefritið Eyjan hefur það eftir
„traustum heimildum úr Sjálfstæð-
isflokknum“ að til að liðka fyrir
áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
hafi Geir H. Haarde, beðið Davíð
Oddsson að víkja sem seðlabanka-
stjóri. Davíð hafi hins vegar hafnað
og því fór sem fór. Áhugavert hefði
verið að heyra það samtal, kannski
var það til dæmis eitthvað á
þessa leið: „Sæll Davíð, Geir
hér.“ „Já, hæ.“ „Ertu til í að
hætta sem seðlabankastjóri?“
„Nei.“ „Mátti reyna. Vertu
blessaður.“
Lofuðu að veikjast
Landssamband kvenna í Frjálslynda
flokknum sendi frá sér tilkynningu
á fimmtudag, þar sem skorað var
á þingflokkinn „að sjá til þess, nú
þegar, að hleypa inn varaþingmönn-
um eins og lofað hafði verið …“
Þetta er skrýtin áskorun. Samkvæmt
kosningalögum taka varamenn
þingsæti „þegar þingmenn þess lista,
sem þeir eru kosnir af, falla frá
eða forfallast“. Má skilja þess
áskorun sem svo að þing-
menn Frjálslynda flokksins
hafi lofað að veikjast eða
falla frá á miðju kjörtímabili
til að hleypa varamönnum
sínum að?
bergsteinn@frettabladid.is
RAGNHEIÐUR
BACHMANN
Þ
ótt sú ríkisstjórn sem nú er að taka við völdum hafi að
eigin sögn fyrst og fremst því hlutverki að gegna að
koma í framkvæmd bráðaaðgerðum til að milda áhrif
fjármálakreppunnar á heimilin og atvinnulífið í land-
inu og hyggist að flestu öðru leyti halda bara í horfinu
fram að væntanlegum kosningum, þá er vert að velta því fyrir
sér hverju það kann að breyta fyrir utanríkis- og öryggismál
Íslands að í ríkisstjórn sezt flokkur sem hefur það meðal annars
á stefnuskránni að Ísland segi sig úr Atlantshafsbandalaginu.
Í október síðastliðnum lagði þingflokkur VG til að utanríkis-
málanefnd Alþingis yrði falið að endurskoða áætlun NATO um loft-
rýmiseftirlit yfir Íslandi, með það að markmiði að því yrði hætt.
Samkvæmt gildandi samkomulagi um þetta eftirlit á dönsk
flughersveit að koma hingað í marz til um þriggja vikna dvalar,
spænsk sveit í maí og bandarísk í sumarlok. Megnið af kostnað-
inum ber „útgerðarríki“ herþotnanna, en Ísland ber þann kostnað
sem fylgir gestgjafahlutverki þess, en sá kostnaður var í fyrra
áætlaður um 50 milljónir króna fyrir komu hverrar flugsveitar.
Eins og kunnugt er varð rof á fyrirhugaðri áætlun um
loftrýmiseftirlitið þegar ákveðið var að hætt yrði við að þotur úr
breska flughernum kæmu hingað síðla nýliðins árs, þegar uppnám-
ið vegna Icesave-deilunnar svonefndu stóð hvað hæst. Á tímum
þegar grípa þarf til óvinsælla niðurskurðaraðgerða liggja útgjöld
til varnarmála ávallt vel við höggi. Það á við í öllum löndum, en
vegna þess hve nýtt það er fyrir Íslendingum að þurfa að horfast
í augu við að það sé eðlilegur hluti af þeirri ábyrgð sem því fylgir
að vera sjálfstæð þjóð að verja skattfé í að tryggja öryggi og varn-
ir ríkisins, liggja öll útgjöld til þessa málaflokks hérlendis þeim
mun betur við höggi þegar skórinn kreppir í ríkisbúskapnum.
Það kæmi því ekki á óvart að hin nýja ríkisstjórn gripi til þess
ráðs í sparnaðarskyni að afþakka allar komur NATO-þotna til
landsins í ár. Þegar Fréttablaðið bar það undir varnarmálaráðherra
Danmerkur, Søren Gade, hvernig hann vænti að slíkri ákvörðun
yrði tekið sagðist hann ekki eiga von á að „nokkur yrði fúll“. Með
öðrum orðum taldi hann að því yrði sýndur skilningur ef íslensk
stjórnvöld bæðu í ljósi efnahagsþrenginganna um að tímabundið
hlé yrði gert á loftrýmisgæzlunni. Hann lagði hins vegar áherzlu
á gildi fyrirkomulagsins fyrir bæði Ísland og NATO í heild.
Full ástæða er til að taka undir þetta síðastnefnda sjónarmið
Gades, sem reyndar kom líka fram í máli Jaap de Hoop Schef-
fers, framkvæmdastjóra NATO, og Geirs H. Haarde, fráfarandi
forsætisráðherra, á alþjóðlegu málþingi um öryggismál á norður-
slóðum sem haldið var í Reykjavík nú í vikulokin.
Á þeim áratugum sem bandarísk herstöð var hér gátu evrópsk-
ar bandalagsþjóðir okkar litið svo á, að Bandaríkjamenn „sæju
alveg um“ Ísland og því þyrftu þær ekki að leiða hugann að
varnarhagsmunum þess. Þetta breyttist við brottför Varnarliðsins.
Loftrýmiseftirlitið er til þess fallið að efla til mikilla muna vitund
bandalagsríkjanna um öryggishagsmuni Íslands. Sem ekki ber að
vanmeta, þótt vissulega séu aðstæður blessunarlega þannig um
þessar mundir, að engin bein hernaðarleg ógn steðji að landinu.
Öryggismál Íslands á krepputímum:
Varnir
og sparnaður
AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR
Með breyttu hugarfari getur þú öðlast
það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem
hefur náð frábærum árangri í lífinu.
NLP er öflugasta sjálfstyrkingarnámskeið
sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
13. - 15.feb. og 20. - 22.feb. 2009.
www.ckari.com; Mail: rosa@ckari.com; Sími: 894-2992
Kári Eyþórsson MPNLP
„Hugurinn ber þig alla leið“
- Er sjálfstraustið í ólagi?
- Viltu betri líðan?
- Skilja þig fáir?
- Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu?
- Gengur öðrum betur í lífinu en þér?
- Gengur illa að klára verkefni?
- Er erfitt að höndla gagnrýni?
© cKari.com