Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 31. janúar 2009 17 veiti hún samstarfsfólki sínu frelsi í hugmyndavinnu. „Ég er alltaf voða fegin þegar einhver kemur með betri hugmynd en ég, leikhús- vinnan er bara svona, eggjun og andsvar. Stundum legg ég eitthvað til, leikari kemur með aðra hug- mynd og ef að hún virkar betur þá notum við hana.“ Grease í sumar Leikstjórastarfið á vel við Selmu. „Það er auðvitað allt öðruvísi en að standa á sviði, maður þarf að hafa fullkomna yfirsýn, ég ræð auðvit- að listræna stjórnendur með mér sem gera allt með mér og það er ómetanleg samvinna, en ég er verkstjórinn, sú sem ber ábyrgð- ina og þarf að taka lokaákvarðan- ir um allt. Ég kann ótrúlega vel við þetta. Í rauninni er leikstjórastarf- ið rökrétt framhald af því sem ég hef verið að gera í gegnum tíðina, ég hef verið aðstoðarleikstjóri, ég hef verið framleiðandi og svo fram- vegis.“ Söngleikurinn Grease er næst- ur á verkefnaskrá Selmu, hún mun leikstýra honum í Loftkast- alanum í sumar. „En ég er ekkert farin að huga að því, núna er ég á fullu í Kardemommubænum og svo kemur að Idolinu, þar sest ég hinum megin við borðið, verð dómari eftir að hafa séð um fram- komuþjálf- un í fyrri þáttaröðun- um.“ Dóm- arastarfið leggst vel í hana, hún segir gaman a ð h i t t a hæfileika- söngvara. „ Þetta er áhugaverður útstillinga- gluggi fyrir ungt fólk með hæfi- leika, þarna getur það komið sér á framfæri.“ Vill ögra sjálfri sér Annars seg- ist hún ekki vön að hugsa hlutina langt fram í tím- ann. „Þessi bransi er þannig, stundum veit ég ekki hvað ég verð að gera eftir tvær vikur, stundum er ég með lengri verkefnalista. En ég er vön þessu. Ég er líka vön því að þurfa að skapa mér vinnu sjálf. Ég fæ oft hugmyndir að verkefnum og svo malla þær í hausnum á mér þangað til rétti tíminn kemur. Ég var til dæmis löngu búin að ákveða að setja upp söngleikinn Hárið, og svo kom að því að ég kýldi á það.“ En hvaða verkefni skyldu standa upp úr á fjölbreyttum ferli til þessa? „Það eru verk þar sem mér finnst ég hafa ögrað sjálfri mér, unnið persónulega sigra, tekið framfaraskref í söng eða leik. Ég nefni til dæmis Hárið, Rómeó og Júlíu með Vesturporti, Hafið bláa og Ávaxtakörfuna.“ Selma er til í að halda áfram að ögra sjálfri sér: „Ég hef ýmsar hugmyndir að verkefnum, svo langar mig til að leika meira og kannski takast á við nýja hluti í því.“ Núna kemst þó ekkert annað að en Kardemommubærinn. Það er farið að rökkva úti en að lokn- um æfingardegi er komið að því að vinna í lýsingunni og stefnt að því að vinna fram eftir kvöldi. „Ég kvarta ekki yfir því, það eru forréttindi að fá að vera í Karde- mommubænum, ekki síst eins og ástandið er í þjóðfélaginu. Eins og Edda Björg Eyjólfsdóttir leik- kona, sem fer með hlutverk Soffíu frænku, orðaði það svo skemmti- lega, það er mannbætandi að vera í Kardemommubæ.“ Besta setningin í Kardemommu- bæ: Meira að segja ræningjar geta orðið heiðarlegt fólk. Mottó í lífinu: Don‘t believe the hype. Besta kvikmyndin: Deer Hunter, Tootsie, The Champ, Shawshank Redemption o.fl. Uppáhaldslitur: Svartur. Fallegasti staður í heimi: Mér finnst allt fallegt þegar mér líður vel. Mesta afrek: Börnin mín tvö. Uppáhaldsbók: Sjálfstætt fólk. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hmm ... Það verður sá sem reddar kreppunni hehehe! Hvaða ræningi er í mestu uppá- haldi: Kommon, get ekki gert upp á milli þeirra … Fyrirmynd í lífinu: Foreldrar mínir, ástvinir og ýmsir snillingar lífs og liðnir! Eftirminnilegasta augnablik í leik- húsinu: Leiksýningin Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu og Leitt hún skyldi vera skækja. Og þegar við dönsuðum allsber í Hárinu og þegar ég gleymdi stund og stað þegar ég lék Grétu Garbó í Halldór í Hollywood (pant ekki lenda í því aftur). Draumahlutverk: Leyndó. Draumaverk til að leikstýra: Ég lifi í draumi þessa dagana í vinnunni í Kardemommubænum. ➜ SELMA Í HNOTSKURN SELMA BJÖRNSDÓTTIR Lék í Karde- mommubænum tíu ára gömul og leik- stýrir nú sama verki í Þjóðleikhúsinu. Það eru allt- af einhverjar raddir sem pirra sig á því að ég er ólærð og átta sig ekki á þeirri að ég er með mjög mikla reynslu, miklu meiri en margir leikstjórar sem eru að stíga sín fyrstu skref Við erum að búa okkur undir endurbyggingu íslensks efnahagslífs og laga okkur að breyttum aðstæðum. Þann 20. febrúar munum við taka upp nafnið Íslandsbanki. www.glitnir.is/nyrbankiverdurtil Nýr banki verður til # 2 Komdu í Fjármálaviðtal Við veitum þér persónulega þjónustu með vandaðri heildarráðgjöf um fjárhagslega stöðu heimilisins. Í Fjármálaviðtali förum við saman yfi r eignir og skuldir, tekjur og útgjöld og gerum greiðsluáætlun fyrir þín lán. Einfalt stöðumat á netinu Stöðumat er einföld reiknivél á glitnir.is sem gerir þér kleift að fá yfi rsýn yfi r helstu tekju- og útgjaldaliði heimilisins. Stöðumatið er gott fyrsta skref til að átta sig á stöðunni og þú sérð á augabragði: Útgjöld heimilisins Hversu mikið þarf að draga saman útgjöldin til ná endum saman Hvort afgangur sé til að leggja fyrir í sparnað Heimilisbókhaldið í tölvunni heima Heimilisbókhald Glitnis er einfalt skjal sem þú sækir á glitnir.is og notar til að auka yfi rsýn og koma betra skipulagi á fjármálin. Með því að halda heimilisbókhald: Færðu skýra yfi rsýn yfi r fjármálin Gerir þú tekju- og kostnaðaráætlun fyrir árið Setur þú markmið og berð saman við rauntölur jafnóðum Skráir þú raunverulegt inn- og útstreymi peninga Byrjar þú skipulega uppbyggingu á sparnaði Markmiðasetning í Netbanka Nú er mögulegt að setja sér sparnaðarmarkmið fyrir allar tegundir reikninga og sjá árangurinn jafnóðum í Netbanka Glitnis. Settu þér markmið í sparnaði í Netbanka Glitnis og sjáðu árangurinn í myndrænni útfærslu á „Minni síðu“ í Net- bankanum. Einföld leið til að setja sér markmið og ná árangri. 3 2 1 4 Eitt mikilvægasta hlutverk okkar er að auðvelda viðskiptavinum að taka réttar ákvarðanir með hag heimilisins að leiðarljósi. Þörfi n fyrir gott skipulag og skýra yfi rsýn yfi r fjármál heimilanna er mikil. Nú kynnum við, fyrstir banka, fjórar leiðir til að mæta þessari þörf. Á glitnir.is og í útibúinu þínu getur þú nálgast einfaldar og öfl ugar lausnir til að setja heimilinu fjárhagsleg markmið. Fjórar leiðir til að fá betri yfi rsýn yfi r fjármálin Látum verkin tala Okkar verkefni er að miðla þekkingu og veita góða þjónustu. Þannig vinnum við með fyrirtækjum og heimilum í landinu til að takast á við þau krefjandi verkefni sem framundan eru. Komdu á glitnir.is/markmid og byrjaðu árið af skynsemi. Skynsamleg markmið fyrir heimilið Heimilið Bifreiðar / samgöngur Matur / neysla Heilsa / tómstundir Frístundir Sparnaður 48% 6% 12% 17% 5% 12% Heimilið Bifreiðar og samgöngur Matur og neysla Heilsa og tómstundir 150.000 125.000 100.000 75.000 50.000 25.000 0 Áætlun Markmið Raunveruleg útgjöld VAXTARÞREP SPARILEIÐ 36 65% 11%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.