Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 36
4 Fjölskyldan Vésteinn Sigurgeirsson og Hulda Guðjónsdóttir eru nývöknuð þegar blaðamað-ur hringir bjöllu á Leifs- götu. „Þau eru voða hress núna nývöknuð og að leika sér,“ segir Þóra sem tekur á móti blaða- manni. Það er notalegt andrúms- loft í íbúðinni og sannarlega nóg af dóti fyrir litlu vinina sem horfa forvitin á gestinn sem kominn er til að fá að heyra meira um fyr- irkomulagið á gæslu þeirra yfir daginn. „Hvort par um sig er nú í 150 prósent starfi samanlagt,“ segir Sigurgeir, sambýlismaður Þóru sem var að ljúka sinni vakt í hádeginu sem viðtalið átti sér stað. Hulda er mætt á staðinn til að taka við og Þóra, skrapp heim í hádeg- inu, enda vinnustaðurinn nokkrar mínútur í burtu. Guðjón var ekki á svæðinu, fastur á fundum. Skilningur hjá vinnuveitendum Kveikjan, að sögn þremenning- anna, var löngun til þess að verja meiri tíma með börnunum meðan þau væru svona lítil. Meiri en hægt væri ef allir væru að vinna fulla vinnu. „Við mættum mikl- um skilningi hjá vinnuveitendum okkar,“ segja þau. „Við erum öll í 70-80 prósent vinnu núna.“ Vinnu- staðir þeirra eru hjúkrunarfræði- deild HÍ, Þjóðarbókhlaðan, Hag- stofan og Jafnréttisstofa. Það var líka svo mikið mál að fá dagmömmu og fáar eru að vinna hér í miðbænum,“ bendir Hugrún á. „Við höfðum líka heyrt nokkuð misjafnar sögur af dagmömmum, sem spilaði auðvitað inn í.“ Peningaleg sjónarmið voru ekki lögð á vogarskálarnar þegar ákvörðunin var tekin og reiknuðu þau ekki einu sinni út hvort fyrir- komulagið þeirra væri léttara eða þyngra fyrir pyngjuna. „Það var ekki það sem við vorum að velta fyrir okkur heldur vildum við bara fá meiri tíma með börnunum.“ Æskuvinkonur úr Lauganesi Ekki eru allir vinir svo heppnir að eiga börn á nákvæmlega sama tíma en æskuvinkonurnar Þóra og Hugrún segja það hafa verið nokk- uð skondna tilviljun að þær skyldu verða óléttar á sama tíma. „Þegar Þóra sagði mér á sínum tíma að hún væri ólétt, þá gat ég sagt við hana að ég væri það sömuleiðis,“ segir Hugrún og hlær þegar hún rifjar þetta upp. Þær hafa verið vinkonur frá blautu barnsbeini, ólust báðar upp í Lauganeshverf- inu og hafa verið nágrannar í mið- bænum undanfarin ár. Hugrún er reyndar flutt aftur á æskuslóðir og hugur Þóru og Sigurgeirs, sem líka er þaðan, stefnir úr miðbæn- um þegar betur horfir á húsnæðis- markaði. Vinátta þeirra Hugrúnar og Þóru smitaðist til þeirra Sigur- geirs og Guðjóns og pörin hafa gert ýmislegt saman í gegnum tíðina, það var því ekkert vanda- mál að fara þá leið að skiptast á að gæta barnanna enda höfðu þau margoft hitt vinaforeldrana. „Við vorum náttúrulega heilmik- ið saman í fæðingarorlofinu og þannig hafa börnin verið mikið saman og þekkja hvort annað og okkur foreldrana líka.“ Börnin sem allt snýst um, þau Vésteinn og Hulda eru fædd með mánaðarmillibili, þó sitt á hvoru árinu. Vésteinn kom í heiminn 29. desember, nokkrum dögum fyrir settan dag og Hulda 28. janúar, nokkru eftir að hún átti að mæta til leiks. „Þannig varð eiginlega eins langt og hægt var á milli þeirra.“ Á meðan spjallið hefur átt sér stað hefur öll hersingin flutt sig yfir í eldhúsið þar sem komið er að matartíma hjá litlu krílunum. Á boðstólum eru maukaðar gulræt- ur með smjöri og krukkugóðgæti í eftirrétt. Vinsældir matarins eru nú mismiklar, Hulda er matargat en Vésteinn er vandlátari og meiri gikkur. Það gengur á ýmsu eins og foreldrar smábarna þekkja og eins gott að setja nógu stóran smekk á börnin. Vildum eiga meiri t með börnunum ok Komin úr hvíldinni. Vésteinn og Hulda nývök auk þeirra Sigurgeir, Hugrún og Þóra. Þau Þóra Þorsteinsdóttir, Sigurgeir Finnsson, Hugrún Hjaltadóttir og Guðjón Hauksson afréðu síðastliðið haust að fara ekki þá leið að setja börnin sín, Véstein og Huldu, í smábarnagæslu er fæðingarorlofi lyki. Þess í stað minnkuðu þau öll við sig vinnuna og skipt- ast á að gæta rúmlega eins árs barna sinna. Nei, takk! Vésteinn ekki í stuði fyrir hádegismat. Hulda fylgist íbyggin með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.