Fréttablaðið - 31.01.2009, Síða 41

Fréttablaðið - 31.01.2009, Síða 41
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Þegar þessi klausa kemur fyrir sjónir almennings er Bjarni Jóns- son ugglaust að melta frumsýningu Leikfélags Reykjavíkur frá því í gærkveldi á verkinu Rústað eftir Söruh Kane. Eftir henni beið hann spenntur þegar haft var samband við hann fyrir helgi til að forvitn- ast um fyrirætlanir hans. „Þetta er áhugavert verk og það er mjög tímabært að fá að sjá leikrit eftir Söruh Kane,“ sagði hann og bætti við í svolítið kaldhæðnum tón: „Það sannast á henni að erlendir höfundar þurfa helst að deyja til að vera settir upp hér.“ Ekki lætur Bjarni þar við sitja því hann ætlar líka í leikhús annað kvöld. „Já, þetta er smá leikhús- helgi hjá mér eins og oft áður,“ segir hann hlæjandi. „Ég ætla á sýningu suður í Grindavík sem heitir 21 manns saknað og fjall- ar um ævi séra Odds Gíslason- ar, eins mesta braskmennis síns tíma. Grindvíska atvinnuleikhúsið, skammstafað GRAL, setur verkið á svið og bak við það eru stórhuga Suðurnesjamenn í leikhúsbrans- anum sem eru komnir á heima- vígstöðvarnar að búa til leikhús sem er frábært mál. Ég hlakka til að sjá þetta. Það er bráðnauðsyn- legt að búa til atvinnugrundvöll fyrir listamenn annars staðar en bara í Reykjavík.“ Það eru sem sagt tveir stórir viðburðir hjá Bjarna þessa helgi en hvað skyldi hann ætla að gera á milli leiksýninga? „Ég veit það ekki,“ svarar hann hugsi. „Það er svo þreytandi að vera Íslendingur þessa dagana að mann langar mest að sofa.“ Ekki líst blaðamanni á þá stefnu svo hann spyr Bjarna hvort hann sé ekki skíðamaður. „Jú, mér finnst gaman að fara á skíði og hafði einmitt hugsað mér að fara einhvern næstu daga. Kannski maður skelli sér á sunnu- daginn og taki konuna með. Hver veit nema ungviðið láti til leiðast líka?“ gun@frettabladid.is Smá leikhúshelgi hjá mér eins og svo oft áður Það var að vonum að leikskáldið Bjarni Jónsson stefndi í leikhús um helgina. En að hann ætlaði að verja þar tveimur kvöldum af þremur, án þess að vera í vinnunni, var meira en búist var við. „Mér finnst gaman að fara á skíði, kannski maður skelli sér á sunnudaginn,“ segir leikskáldið Bjarni Jónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEIMSPEKIKAFFIHÚS verður haldið á Bláu könnunni í Hafnarstræti á Akureyri á morgun klukkan 11.00 fyrir hádegi. Ólafur Páll Jónsson heimspekingur mun fjalla um lýðræði og mannréttindi. Rope Yoga Eiðistorgi Nýir tímar! 16:40 - 18:20 Þriðjudag og fimmtudag Uppl síma: 895 9016 - so@hive.is Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti húsgögn ÚTSÖLULOK 20-80% AFSLáTTUR Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.