Fréttablaðið - 31.01.2009, Side 42
31. janúar 2009 LAUGARDAGUR2
Ævar Kjartansson, guðfræð-
ingur og útvarpsmaður, heldur
fyrirlesturinn Kristur og kreppan
í Hallgrímskirkju á morgun.
Fræðslumorguninn verður hald-
inn í safnaðarsal Hallgrímskirkju
á morgun, sunnudaginn 1. febrú-
ar, klukkkan 10. Fyrirlestrinum
lýkur svo með kaffispjalli. Klukk-
an 11 hefst messa og barnastarf í
umsjón Rósu Árnadóttur og munu
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson og
séra Birgir Ásgeirsson predika og
þjóna fyrir altari.
Drengjakór Reykjavíkur í Hall-
grímskirkju syngur undir stjórn
Friðriks S. Kristinssonar. Organ-
isti er Hörður Áskelsson. - rat
Kristur og kreppan
Fyrirlesari á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju á morgun verður Ævar Kjartansson,
guðfræðingur og útvarpsmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hljómeyki og Rinascente flytja
stórvirkið Dixit Dominus eftir
Händel með einsöngvurum í
tilefni af 250. ártíð tónskáldsins.
Í tilefni af 250. ártíð Händels
flytja Rinascente og Hljómeyki,
undir stjórn Magnúsar Ragnars-
sonar, stórvirkið Dixit Dominus.
Einsöngvarar eru Hallveig Rún-
arsdóttir, Marta Guðrún Halldórs-
dóttir, Jóhanna Halldórsdóttir og
Eyjólfur Eyjólfsson. Einnig verða
fluttar sólókantatan Clori, mia
bella Clori og dúókantatan Amar-
illi vezzosa.
Tónleikarnir hefjast klukkan
átta annað kvöld í Neskirkju við
Hagatorg og er almennt miðaverð
3.500 krónur en 3.000 krónur í for-
sölu hjá 12 tónum. - hs
Fagna ártíð Händels
Hljómeyki flytur ásamt Rinascente og ein-
söngvurum Dixit Dominus og fleiri verk eftir
Händel næsta sunnudagskvöld.
BLÁFJÖLL toga í marga þessa helgina. Rútuferðir þang-
að eru klukkan 12.40 frá Olísplaninu í Mjódd og til baka
klukkan 17.05. Verð fram og til baka kostar 1.100 krónur.
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA
AFLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚK
AFLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚK
AFLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚK
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA
AFLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚK
AFLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚK
ÚTS LA
Þúsundir fermetra
af flísum með
20 -70% afslætti
Plastparket
frá 1.790 kr/m 2
Heimilisgólfdúkar
20% afsláttur
SÍÐUSTU DAGAR
....
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki