Fréttablaðið - 31.01.2009, Page 84
31. janúar 2009 LAUGARDAGUR44
folk@frettabladid.is
Sölvi Óskarsson, eigandi
tóbaksverslunarinnar
Bjarkar, hefur höndlað
með tóbak í hálfa öld. Hann
merkir breyttar reyk-
ingavenjur landsmanna í
kreppunni.
„Pípan sækir í sig veðrið. Og svo
er miklu meira rúllað í dag en var
fyrir nokkrum árum,“ segir Sölvi
Óskarsson í tóbaksversluninni
Björk.
Sígarettur hafa snarhækkað í
verði og nú í kreppunni líta reyk-
ingamenn til þess. Sé miðað við
að reykingamaður reyki pakka á
dag þá kostar það hann á mánuði
um tuttugu þúsund krónur miðað
við að pakkinn kosti 700 krónur.
Að sögn Sölva nota pípureykinga-
menn um eitt bréf til eitt og hálft
bréf á viku. Píputóbaksbréf kost-
ar frá eitt þúsund upp í fimmt-
án hundruð krónur. Miðað við að
menn haldi sig við eitt bréf á viku
má ná kostnaðinum niður í fjögur
þúsund á mánuði þannig að þarna
getur munað verulega.
Sölvi segir reyndar erfitt að
setja upp eitthvert reiknilíkan.
Svo mismunandi séu reykingavenj-
ur hvers um sig. „Svo rúlla menn
miklu meira í dag en var fyrir
nokkrum árum. Þetta kemur í
bylgjum en Pólverjarnir sem hing-
að komu reykja mikið. Þeir rúlluðu
sínar sígarettur sjálfir. Einnig er
svo með námsfólk sem hefur verið
í Mið-Evrópu og jafnvel Bretlandi,
það kemur með þessar venjur og
sér sér hag í að rúlla sínar eigin
sígarettur. Það verður ódýrara.“
Sjálfur reykir þessi þekktasti
tóbaksölumaður landsins ekki.
Hefur ekki gert í fjörutíu ár. „Ég
varð að hætta þessu. Ég reykti í
tíu ár. Frá sextán ára aldri. Lond-
on Docks pakkinn af vindlum var
búinn fyrir kvöldmat. Ef ég fór svo
að horfa á fótboltaleik, spila bridge
eða tefla þá fóru fjórir vindl-
ar í viðbót að kvöldinu. Það gekk
ekki,“ segir Sölvi. Hann sér ekk-
ert athugavert við það að afgreiða
aðra með tóbak aðspurður og spyr
á móti hvort sá sem afgreiðir í apó-
teki þurfi að nota öll þau lyf sem
hann afgreiðir aðra með.
Fyrir þremur árum vann Sölvi
mál sem fór fyrir hæstarétt.
Sölvi þarf ekki lengur að fela
varning sinn. Hann segir það til
marks um tvískinnung eins og til
dæmis er í stórmörkuðum þar sem
tóbakspakki má ekki sjást en við
kassana er meðvitað raðað sælgæti
til þess fallið að æra börnin. „Svo
eru heilbrigðisyfirvöld að ærast
vegna offitu landsmanna.“
Sölvi hefur nú selt pípur og
varning tengdan neyslu tóbaks í
tuttugu og fimm ár í Bankastræt-
inu þar sem Björk er. Og er hafsjór
af fróðleik um pípureykingar sem
honum finnst merkilegar. Þannig
er til dæmis ekki sama hvort menn
reykja bogna pípu eða beina. Þeir
þóttu ómarktækir ævintýramenn
sem reyktu bogna pípu og var
vísað til Edwards Heath fyrrum
forsætisráðherra Bretlands með
það, en hann sást aldrei nema með
beina pípu. jakob@frettabladid.is
Reykjarpípan
sækir í sig veðrið
SÖLVI ÓSKARSSON Ekki er sama hvort pípan er bogin eða bein segir Sölvi – sem
sjálfur hefur ekki reykt í 40 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fjögur þúsund manns sóttu þær tíu
myndir sem voru sýndar á frönsku
kvikmyndahátíðinni sem hefur
nú lokið göngu sinni í Háskóla-
bíói. Tvær myndir stóðu upp úr á
hátíðinni, Skólabekkurinn og Ref-
urinn og barnið eftir Luc Jaqu-
et, því um 1.200 manns sáu hvora
mynd. Þessar tvær myndir verða
báðar sýndar áfram um helgina
vegna fjölda áskorana. Myndirnar
á hátíðinni voru allar á frönsku en
í þetta skiptið kom ein frá Belgíu
og ein frá Kanada.
Dagskráin hefur greinilega fall-
ið í góðan jarðveg og ljóst að hátíð-
in hefur fest sig vel í sessi hér á
landi.
Sú franska vinsæl
VELJUM
ÍSLENSKT
Fjármálaráðgjöf fyrir þig
Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband
í síma 444-7000 eða komdu við í næsta í útibúi Kaupþings.
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
> INNBROT HJÁ WINEHOUSE
Brotist var inn á heimili söngkonunnar
Amy Winehouse í London á dögunum
og stolið þaðan munum að verðmæti
um tveggja og hálfrar milljónar króna.
Meðal þess sem hvarf var flatskjár og
fimm gítarar. „Sumir af gíturunum
voru ómetanlegir sé miðað við til-
finningalegt gildi þeirra. Íbúðin er
í slæmu ástandi. Hún hafði ný-
lega verið þrifin til að undir-
búa heimkomu hennar,“ sagði
heimildarmaður.
Idol-sigurvegarinn fyrrverandi Kelly Clarkson
hefur sett nýtt met með því að stökkva hæst allra
á bandaríska Billboard-vinsældarlistanum, eða
upp um 96 sæti. Lag hennar, My
Life Would Suck Without You,
fór úr 97. sæti beint á toppinn
eftir að það var keypt 280 þús-
und sinnum í stafrænni útgáfu
sína fyrstu viku á lista. Vegna
árangursins hefur útgáfu-
fyrirtæki hennar ákveðið
að gefa plötu hennar, All
I Ever Wanted, út viku
fyrr en ella.
Þetta nýjasta lag
Clarkson er það fyrsta
sem fer á toppinn í
Bandaríkjunum síðan
fyrsta smáskífulag hennar,
A Moment Like This, kom
út árið 2002.
Clarkson setti met
Emily Blunt og Jason Segel eiga
nú í samningaviðræðum um að
leika í ævintýramyndinni Gúlliver
í Putalandi sem er byggð á sígildri
sögu Jonathan Swift. Gaman-
leikarinn Jack Black hefur þegar
samþykkt að leika aðalhlutverkið
og leikstjóri verður Rob Letterman
sem hefur áður sent frá sér teikni-
myndirnar Shark Tale og Monsters
vs. Aliens.
FRÉTTIR AF FÓLKI