Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 88
 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR > Gunnar Már fékk ekki samning Ekkert verður úr því að Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson gangi í raðir enska liðsins Crewe sem Guðjón Þórðarson stýrir. Umboðsmaður Gunnars, Magnús Agnar Magnússon, staðfesti það við Fréttablaðið í gær. Hann sagði nokkur lið í Noregi hafa gefið Gunnari Má auga en býst þó fastlega við því að hann leiki með Fjölnis- mönnum í efstu deild hér á landi næsta sumar. Flest af betri félög- um deildarinnar hafa þó áhuga á Gunnari og spurning hvort þau reyni að klófesta leikmanninn sterka? sport@frettabla- FÓTBOLTI Það telst heldur betur til fregna þegar varnarjaxlinn Ívar Ingimarsson missir af leik með Reading en hann mun missa af öðrum leik sínum í röð um helgina og jafnframt öðrum leik sínum á atvinnumanns- ferlinum vegna meiðsla. Ívar hefur átt við hném- eiðsli að stríða í þó nokk- urn tíma og ekki hjá því komist að hann láti skoða þau nánar. „Hann fór í spegl- un til þess að fá það á hreint hvað hefur verið að hrjá hann í hnénu undanfarið. Það hefði vissulega verið gott að geta beðið með þetta til sumars en hnéð er búið að vera að angra hann of lengi þannig að það varð ekki hjá þessu komist. Við sjáum til hvað kemur út úr þessu en hann mun augljóslega ekki spila með okkur um helgina,“ segir Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, á opinberri heimasíðu félagsins í gær. Mótherjar Reading í dag eru Heiðar Helguson og félagar í QPR en Heiðar skoraði ein- mitt tvö mörk í síðasta leik sínum fyrir Lundúnafélag- ið. Brynjar Björn Gunn- arsson verður í leik- mannahópi Reading í leiknum. Reading er sem stendur í öðru sæti Coca-Cola Champ- ionship deildarinn- ar þegar keppni er rúmlega hálfn- uð og stend- ur því vel að vígi til þess að komast aftur upp í úrvals- deildina. - óþ Ívar Ingimarsson missir af öðrum leiknum í röð: Fór í speglun á hné MEIDDUR Ívar Ingimarsson getur ekki leikið með Reading vegna meiðsla á hné. NORDIC PHOTOS/GETTY 48 Topplið KR-inga í Iceland Express-deild karla í körfubolta er búið að fá góðan liðsauka eftir að Brynjar Þór Björnsson ákvað að hætta að spila með Francis Marion háskólan- um og kom heim. Brynjar Þór mun auka enn frekar við breidd Vesturbæjarliðsins. „Ég var ekki sáttur við lífið og tilveruna. Það voru samt margir þættir sem leiddu til þessarar ákvörðunar. Ég er feginn að vera kominn heim. Ég er komin í KR til að reyna að styrkja liðið en líka til þess að hafa gaman af hlutunum sem vantaði þarna úti,“ segir Brynjar sem var með 2,5 stig að meðaltali í 14 leikjum með Francis Marion. „Ein af meginástæðunum fyrir því að maður kunni ekki við sig var að það var aldrei nein skemmtun á æfingum. Auðvitað veit maður að körfuboltaæf- ingar eru ekki eintómt fjör en mér fannst bara allt vera of neikvætt,” segir Brynjar sem var ekki sáttur við þjálfarann. „Það var margt mjög skrítið í því hvernig hann skipti inn á og stjórnaði liðinu. Ef maður gerði ein mistök þá var manni skipt útaf. Maður missti bara ánægjuna af því að spila,“ sagði Brynjar sem sagði þjálfarann ekki hafa borið neitt traust til sinna leikmanna. Brynjar hefur fylgst með KR-liðinu í vetur en þó ekki eins vel og hann vildi. „Netið var svo lélegt þarna úti að maður gat aldrei horft á leik- ina í beinni á KRTV en ég sá bikarleikinn síðasta laugardag. Eins og maður bjóst við að umgjörðin yrði góð í Bandaríkjunum þá eru KR-ingar mörgum skrefum á undan hvað varðar umgjörðina í kringum leikina,“ segir Brynjar sem er mjög spenntur fyrir því hvernig umgjörðin verður í úrslitakeppninni. Brynjar hefur fengið inni í háskólanum hérna heima og ætlar bara að klára tímabilið og sjá síðan til hvað hann gerir í framhaldinu. „Maður er að koma til að læra af Kobba og Jóni. Ég þekki alla strákana út og inn og veit að liðsmórallinn er alveg frábær eins og hann var í fyrra. Ég mæti á æfingu í dag og ætla að reyna að sýna mig og sanna. Skemmtilegasti parturinn af tímabilinu er framundan,“ sagði Brynjar að lokum. BRYNJAR ÞÓR BJÖRNSSON: HÆTTUR Í FRANCIS MARION OG ÆTLAR AÐ KOMA HEIM OG SPILA MEÐ KR Var búinn að missa ánægjuna af því að spila Iceland Express-deild karla Snæfell-KR 75-80 (38-41) Stig Snæfells: Lucious Wagner 21 (9 frák., 4 stoðs.), Jón Ólafur Jónsson 16, Hlynur Bærings- son 12, Sigurður Þorvaldsson 12, Magni Hafsteins- son 7, Slobodan Subasic 5. Atli Rafn Hreinsson 2. Stig KR: Jakob Örn Sigurðarson 27, Jón Arnór Stefánsson 17, Fannar Ólafsson 12, Jason Dourisseau 11, Helgi Már Magnússon 8, Darri Hilmarsson 5. Stjarnan-Tindastóll 86-82 (49-38) Stigahæstir: Jovan Zdravevski 21, Justin Shouse 21 (10 stoðs.), Kjartan Atli Kjartansson 17 Birkir Guðlaugsson 12, Fannar Freyr Helgason 9 (10 frák.) - Friðrik Hreinsson 22, Svavar Atli Birgisson 16, Darrell Flake 16 (12 frák.), Ísak Einarsson 11. Njarðvík-ÍR 76-88 (34-48) Stigahæstir: Friðrik Stefánsson 17 (15 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 14, Logi Gunnarsson 13, Hjörtur Einarsson 10 - Hreggviður Magnúss. 19, Eiríkur Önundars. 18, Steinar Aras. 18, Ómar Sævarss. 11 (13 frák.), Ólafur Þórisson 10. N1-deild kvenna Haukar-Grótta 34-25 (20-8) Markahæstar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 13, Nína B. Arnfinnsdóttir 7, Ramune Pekarskyte 5, Nína Kristín Björnsdóttir 5 - Elsa Óðinsdóttir 11, Karolina Bæhrenz 6. ÚRSLITIN Í GÆR www.ifsport.is - www.hlidarfjall.is www.vmi.is - www.nscd.org www.vmi.is Föstudagur 13. febrúar Kl. 12:30. Kynning á búnaði og ráðgjöf fyrir þá sem vilja kynna sér skíðamennsku fatlaðra eða aðstoða fatlaða á skíðum. Kl. 15:00. Fatlaðir þátttakendur máta búnað og fá upplýsingar um námskeið helgarinnar. Laugardagur 14. febrúar Kl. 9:30-16:00. Fatlaðir skíðamenn og aðstoðarmenn fá leiðbeiningar og verklegar æfingar. Sunnudagur 15. febrúar Kl. 9:30-15:30. Fatlaðir skíðamenn og aðstoðarmenn fá leiðbeiningar og verklegar æfingar. Kl. 15:30. Stuttur fundur og námskeiðsslit. Skíðamennska fatlaðra, námskeið á vegum Íþrótta- sambands fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og Beth Fox frá Winter Park. Opinn kynningarfundur um skíða- mennsku og útivist fatlaðra í Íþróttahöllinni Akureyri, 13. febrúar kl. 18. Allir velkomnir. Námskeiðsgjald kr. 5.000. Skrá þarf þátttöku fyrir 1. febrúar nk. hjá annak@ifsport.is og/eða hlidarfjall@hlidarfjall.is Nánari upplýsingar fást hjá full- trúum vetraríþróttanefndar ÍF; Þresti Guðjónssyni, 896 1147, sporri@internet.is og Guðnýju Bachmann, 820 1663, gudnybachmann@hotmail.com. Skíðanámskeið ÍF og VMÍ í samstarfi við Winter Park Hlíðarfjalli, Akureyri 13.-15. febrúar 2009 KÖRFUBOLTI Jakob Örn Sigurðarson átti stórleik þegar KR setti nýtt met í úrvalsdeild karla með því að vinna sinn fimmtánda leik í röð í Stykkishólmi í gær. KR vann Snæ- fell 75-80 í hörkuleik þar sem tveir frábærir sprettir KR-inga hvor í sínum hálfleik komu sér afar vel þegar Snæfellingar sóttu að þeim undir lok beggja hálfleikja. Jakob var með 27 stig og 5 stoðsending- ar í leiknum en Hólmarar tefldu fram nýjum leikstjórnanda, Luci- ous Wagner, sem átti góðan leik. „Jakob stóð upp úr í kvöld og hann kláraði þennan leik fyrir okkur með stórum körfum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari KR, eftir leikinn. „Amerísk- ur leikstjórnandi var mættur til leiks hjá Snæfelli en Jakob steig upp á móti honum og átti einn sinn allra besta leik í vetur og er hann nú búinn að eiga marga góða,“ sagði Benedikt, ánægður með sinn mann. Snæfellingar voru fyrri til að ná góðum spretti þegar þeir komust í 21-16 í fyrsta leikhluta þar sem Lucious Wagner setti niður tvo þrista og var kominn með 8 stig eftir átta mínútur. KR-ingar voru hins vegar ekki lengi að koma sér inn í leikinn; þeir héldu Snæfell- ingum stigalausum í rúmar fjórar mínútur og skoruðu á meðan sex- tán stig í röð. KR komst fyrir vikið í 21-32. Snæfellingar voru ekkert á því að gefast upp og náðu muninum aftur niður í eitt stig, 38-39 en Jón Arnór Stefánsson skoraði loka- körfu hálfleiksins og sá til þess að KR var þremur stigum yfir í hálf- leik. Snæfellingar skoruðu fjögur fyrstu stig seinni hálfleiks og kom- ust yfir en eftir jafnar mínútur náðu KR-ingar öðrum frábærum spretti og breyttu stöðunni úr 53- 56 í 55-70 og eftir það var á bratt- ann að sækja hjá heimamönnum. Snæfellingar gáfust þó ekki upp og náðu að vinna síðustu átta mín- úturnar 20-10 en þeir náðu aldrei muninum niður fyrir 5 stig og KR hélt því sigurgöngunni áfram. „Við vorum komnir með gott for- skot í byrjun fjórða leikhluta en þá fer allt í frost hjá okkur í sókn- inni,“ sagði Benedikt. „Við héld- um sjó varnarlega og það kláraði þetta.“ Benedikt bjóst alltaf við erfið- um leik í gær. „Við áttum von á hverju sem er; þeir eru búnir að styrkja sig með tveimur erlend- um leikmönnum og Kaninn þeirra var góður í kvöld. Ég er virkilega ánægður með þennan sigur á erf- iðum útivelli og gegn alveg gríðar- lega sterku liði. Hólmarar eru með frábært lið í höndunum og Siggi og Hlynur eru að gera fína hluti með þetta lið. Þeir eru klárlega með í baráttunni um Íslandsmeistaratitil- inn,“ sagði Benedikt. Hitt bikarúrslitaliðið, Stjarnan, mátti þakka fyrir að vinna Tinda- stól í Ásgarði þrátt fyrir að hafa verið með gott forskot stærsta hluta leiksins. Tindastóll minnkaði muninn niður í tvö stig í lokin en Stjörnumenn voru enn á ný sterk- ir á lokasekúndunum og unnu sinn sjötta sigur í sjö leikjum undir stjórn Teits Örlygssonar. ÍR-ingar unnu að lokum góðan sigur í Njarðvík sem þýðir að fjög- ur lið eru nú jöfn í 7. til 10. sæti með tólf stig og það stefnir því í afar harða baráttu um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. ooj@frettabladid.is Jakob átti frábæran leik KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram með fimm stiga sigri í Stykkishólmi í gær. „Snæfellingar eru klárlega með í baráttunni um titilinn,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sem var virkilega ánægður með sigurinn. 27 STIG Jakob Örn Sigurðarson lék vel í sigri á Snæfelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Það verða Frakkar og Króatar sem spila til úrslita á HM í Króatíu á sunnudaginn en und- anúrslitaleikirnir fóru fram í gær. Bæði liðin hafa spilað frábærlega á mótinu og sigrar þeirra í gær voru mjög öruggir. Ólympíumeistarar Frakka unnu öruggan sigur á Evrópumeistur- um Dana, 27-22, eftir að hafa náð mest átta marka forskoti í leikn- um. Frakkar voru 16-11 yfir í hálfleik og gerðu nánast út um leikinn með því að skora tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks. Þ et ta verður fyrsti úrslitaleikur Frakka á HM síðan þeir urðu meistarar 2001 en franska liðið hafði dottið út úr undanúr- slitum á þremur síð- ustu HM. Franski horna- maðurinn Luc Abalo nýtti sjö fyrstu skotin sín í leiknum en fékk síðan rauða spjaldið fyrir að skjóta niður danska markvörðinn Niklas Landin í vítakasti. Heimamenn Króata eru komnir í úrslitaleikinn í þriðja sinn í síðustu fjórum heimsmeistarakeppnum eftir 29-23 sigur á Pólverjum. Króatar voru með ágætt forskot framan af en Pól- verjar komu muninum niður í eitt mark fyrir hálfleik. Króatar gerðu út um leikinn með því að skora 7 af 8 fyrstu mörkum seinni hálfleiks og komast í 21-14. - óój Engin óvænt úrslit í undanúrslitum HM í handbolta: Frakkar og Króatar RAUTT Luc Abalo gæti misst af úrslitaleiknum. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.