Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 2
2 3. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
FASTEIGNIR „Þetta er ekkert annað
en uppgjöf hjá mbl.is. Þessi gjald-
taka á eftir að lenda á neytendum
og fólkið mun fljótlega uppgötva
að í raun er fátt að sækja inn á
fasteignavef mbl.is eftir þessar
breytingar,“ segir Grétar Jónas-
son, framkvæmdastjóri Félags
fasteignasala.
Frá og með 1. febrúar rukkar
mbl.is hverja fasteignasölu um
20.000 krónur á mánuði fyrir að
hafa eignalista sinn á fasteigna-
vefnum, en skráning var ókeyp-
is áður.
Félag fasteignasala rekur leit-
arvefinn fasteign.is, þar sem
skráningar fasteigna eru gjald-
frjálsar. Grétar segir mikinn
fjölda fasteignasala hafa ákveðið
að hætta viðskiptum við mbl.is í
kjölfar gjaldtökunnar. „Við vild-
um alls ekki eggja félagsmenn
okkar til neins, fasteignasalarn-
ir tóku þessa ákvörðun sjálfir. Nú
er fasteign.is orðinn stærsti vef-
urinn. Staðan hefur gjörbreyst,“
segir Grétar.
Gylfi Þór Þorsteinsson, auglýs-
ingastjóri Morgunblaðsins, segir
rangt að skráningar hafi hríð-
fallið í kjölfar breytinganna. „Í
dag (í gær) byrjuðum við að loka
á fasteignasölur sem ekki höfðu
gengið frá skráningum og menn
voru fljótir að bregðast við. Ég er
ekki með nákvæmar tölur en ég
held að við höfum meirihlutann
af starfandi fasteignasölum inni
hjá okkur.
Einstaka fasteignasölur, aðal-
lega þær minni, ætla ekki að vera
með en þær stærstu halda áfram.
Fólk vill auglýsa þar sem flestir
skoða,“ segir Gylfi. - kg
SAMFÉLAGSMÁL Spánverjarnir Enric
Huguet og Fabio Teixido, sem búa
saman í miðbæ Reykjavíkur, segj-
ast spara stórar fúlgur á því að ná
sér í mat úr ruslagámum einu sinni
í viku. „Það er alveg nóg að hafa og
sumt er ekki einu sinni komið fram
yfir síðasta söludag,“ segir Enric.
„Annað er útrunnið en samt alveg
í besta lagi.“
„Við verðum samt sem áður að
fara einstaka sinnum út í búð. Til
dæmis til að kaupa mjólkurvörur
og ef okkar langar í eitthvað sér-
stakt í matinn sem ekki hefur feng-
ist í gámunum.“
Þeir segjast fara að nóttu til því
þá sé meira næði. „Við vitum held-
ur ekki hvort einhverjir myndu
fetta fingur út í þetta ef þeir sæju
til okkar,“ segir Fabio. Þeir vilja þó
ekki gefa upp hvert þeir fara nema
að þetta eru gámar hjá matvöru-
verslunum í Reykjavík.
„Við vissum af fólki sem gerði
þetta á Spáni en okkur hugnað-
ist það ekki þar því það var fátt
um fína drætti en hér er nóg að
hafa eins og sést,“ segir Enric og
sýnir blaðamanni afrakstur síð-
ustu ferðar. „Síðan heyrðum við af
löndum okkar sem gámagrömsuðu
hér með þessum fína árangri svo
við ákváðum að slá til og höfum
nú gert þetta í nokkra mánuði.“
Þeir segjast verða vel varir við að
þeir séu ekki einir um kolann því
gámagrams færist í aukana hér á
landi. Einn af ókostunum við gáma-
grams ið er þó að oft verður matar-
æðið afar fábreytt til dæmis þegar
mikið fæst af einni ákveðinni vöru
sem neyta verður hið fyrsta áður
en hún verður óæt.
En fylgir einhver hugsjón þess-
ari iðju þeirra? „Já, það má segja
það,“ svarar Enric ákveðinn. „Hún
hljóðar svona: „Maður hendir ekki
mat.“
Þeir bjóða síðan upp á brauð með
reyktri ítalskri skinku sem reyndar
er komin fram yfir síðasta söludag.
Blaðamaður hafði aldrei bragðað
skinku af þessari tegund og er því
ekki viss hvort hún eigi að bragðast
eins og hún gerði. En engum varð
meint af. jse@frettabladid.is
Við vildum alls ekki
eggja félagsmenn okkar
til neins, fasteignasalarnir tóku
þessa ákvörðun sjálfir.
GRÉTAR JÓNASSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI
FÉLAGS FASTEIGNASALA
Finna góss í gámum
Fólk stundar það að taka mat úr ruslagámum stórmarkaðanna. Tveir menn
sem búa í miðbænum eru afar ánægðir með afrakstur síðustu ferða í gámana.
Hólmfríður, er Lýðheilsustöð
að sýna tennurnar?
„Við erum frekar að minna á hvern-
ig á að halda tönnunum heilum
og hreinum svo við getum sýnt
tennurnar.“
Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir
hjá Lýðheilsustöð, fer fyrir tannverndar-
vikunni 2009. Sérstök áhersla er lögð á
tannþráðinn undir kjörorðinu „Taktu upp
þráðinn!“
HVAÐ ER GÁMAGRAMS?
Gámagrams er þekkt fyrirbæri víða um heim. Sumir líta á það sem
tómstundagaman sem gefur þó eitthvað í aðra hönd en hjá öðrum
skipar það mikilvægari sess. Oft er það tengt hugsjón um að nóg sé
af mat í heiminum fyrir alla þó að margir svelti. Meðan svo er sé það
ekki réttlætanlegt að láta mat fara til spillis. Oft vilja þeir, sem þetta
stunda, taka sem minnstan þátt í neyslusamfélaginu. Fréttablaðið
hefur heimildir fyrir því að þetta sé stundað hér á landi bæði af hug-
sjón en einnig af neyð.
ÚR SÍÐUSTU GÁMAFERÐ
2 pakkar af soðnum kartöflum
7 skinkubréf
17 pakkar af þurrskinku
10 bréf með völdu áleggi
1 beikonbréf
9 stykki af reyktum laxi
6 stykki af graflaxi
1 poki með tacos
2 pakkar af burritos, mexíkósku
brauði
3 pylsupakkar
5 pakkar með pasta fyrir lasanja
4 stykki af smurosti
2 grillostar
1 brauðostur
3 box af baunasalati
15 pakkar af fiskibollum
1 Pepsi Max-dós
1 dós af maísbaunum
1 samlokugrill
2 kíló af sykri
5 lítrar af appelsínudjúsi
4 flöskur af pilsner
10 pokar af karföfluflögum
1 hvítlauksbrauð
5 langlokubrauð
1 brauðhleifur
3 súkkulaðihorn
12 pakkar með vínarbrauð
5 pokar með möffinskökum
ÁNÆGÐIR MEÐ SÍÐUSTU „GÁMAFERГ Fabio
og Enric líða ekki skort en grípa góss úr
gámum. Sumt er ekki komið fram yfir síðasta
söludag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
gekkst í gær undir speglunar-
aðgerð á háskólasjúkrahúsinu í
Amsterdam í Hollandi. Í aðgerð-
inni var fjarlægt illkynja mein úr
vélinda Geirs. Í tilkynningu frá
Sjálfstæðisflokknum kemur fram
að aðgerðin hafi heppnast vel að
mati lækna og Geir sé væntanleg-
ur heim til starfa síðar í vikunni.
Enn fremur kemur fram í til-
kynningunni að ráðgert sé að
Geir fari utan í framhaldsmeð-
ferð eftir um það bil tvo mánuði.
- kg
Geir H. Haarde:
Aðgerðin
heppnaðist vel
FORMAÐUR Speglunaraðgerð á Geir H.
Haarde í Amsterdam heppnaðist vel,
segir í tilkynningu Sjálfstæðisflokksins.
JAPAN, AP Gos hófst í gær í eld-
fjallinu Asama skammt frá Tókíó
í Japan. Þykkur reykur stóð upp
úr fjallinu og fingerð aska féll á
götur borgarinnar.
Engar fréttir hafa borist af
manntjóni. Ekkert meiri háttar
tjón varð síðast þegar þetta fjall
gaus, sem var í ágúst síðastliðn-
um. Stjórnvöldum í Tókíó barst
hins vegar fjöldi símhringinga
í gær frá íbúum sem spurðu um
þetta „dularfulla hvíta ryk“ sem
sest hafði á götur og garða.
Töluverð sprengihljóð heyrðust
einnig þegar gosið hófst snemma
í gærmorgun. - gb
Eldgos í Japan:
Öskufall vekur
undrun í Tókíó
LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fimm-
tugsaldri hlaut annars stigs
brunasár á fæti þegar hann steig
ofan í sjóðheitan hver norðan við
Hveragerði um helgina. Jarðveg-
ur gaf sig undan honum svo hann
sökk til hnés í hverinn. Það varð
honum til happs að hann var í
stígvélum.
Maðurinn gekk brenndur einn
síns liðs til byggða í 45 mínútur og
kældi brunasárin reglulega með
snjó. Hann leitaði sér síðan lækn-
ishjálpar.
Hverasvæðið norðan Hvera-
gerðis myndaðist í Suðurlands-
skjálftanum síðasta sumar. Lög-
regla biður fólk að varast það. - sh
Gekk skaðbrenndur til byggða:
Kældi bruna-
sárin með snjó
HVERASVÆÐIÐ Hverasvæðið norðan
Hveragerðis myndaðist í Suðurlands-
skjálftanum síðasta sumar.
Formaður Félags fasteignasala segir fasteignavef mbl.is tapa á gjaldtöku:
Segir stöðuna gjörbreytta
FASTEIGNAVEFUR MBL Rukkar nú fast-
eignasölur fyrir skráningu eigna.
STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra segir ekki
koma til greina að koma á skóla-
gjöldum í Háskóla Íslands til
að bæta fjárhagsstöðu Háskóla
Íslands sem fær nú minna á fjár-
lögum, minna styrktarfé en meiri
nemendaaðsókn.
En hvað vill hún þá gera? „Það
þarf að fara vel yfir þetta, við
vitum að við verðum að lifa spart
en við verðum einnig að líta á
möguleikana sem við höfum.
Við erum til dæmis með úrvals-
fólk og það er nauðsynlegt að halda
í það.
Annars er þetta stjórn sem
hefur ekki mikið rými til aðgerða
þar sem hún verður einungis fram
að kosningum þannig að ég held
að fólk bíði ekki eftir neinum stór-
vægilegum breytingum í þessari
stjórnartíð.“
En hverju mun hún reyna að ná
fram á þessum stutta tíma? „Ég
mun fyrst horfa á Lánasjóðinn og
hvort það sé einhver möguleiki á
að endurskoða lögin um hann og
fyrirkomulag hans án þess að það
þýði beinlínis útgjaldaaukningu.“
Katrín átti 33 ára afmæli dag-
inn sem stjórnin var kynnt og er
hún yngsti ráðherra hennar. „Það
er mjög skrítin tilfinning að vera
allt í einu yfir þeim málaflokki þar
sem allir þeir eru sem kenndu mér
það sem ég kann,“ segir. „Nú verð
ég að hugsa hvernig ég get þjónað
þessum málaflokki sem best.“ - jse
Nýr menntamálaráðherra athugar hvort hægt verði að gera breytingar á LÍN:
Skólagjöld koma ekki til greina
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Nýr mennta-
málaráðherra mun athuga hvort hægt
verði að gera breytingar á lögum um
Lánasjóð íslenskra námsmanna en
tíminn er naumur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ALASKA, AP Íbúar Anchorage, höf-
uðborgar Alaska í Bandaríkjun-
um, birgðu sig upp af hlífðargler-
augum og grímum í gær vegna
viðvörunar um eldgos í fjallinu
Redoubt. Síðustu daga hafa vís-
indamenn fylgst náið með jarð-
skjálftum undir hinu 3.110 metra
háa Redoubt-fjall, sem er í rúm-
lega 160 kílómetra fjarlægð frá
höfuðborg ríkisins.
Phil Robinson, eigandi bygg-
ingavöruverslunar í Anchorage,
sagði við AP-fréttastofuna að
allar líkur væru á því að lagerinn
af gleraugum og grímum myndu
klárast vegna ótta íbúa við ösku-
fall sem gæti fylgt gosinu. - kg
Búist við eldgosi í Alaska:
Hlífðargler-
augu rokseljast
LÖGREGLUMÁL Þrír menn sem brot-
ist höfðu inn í íbúð við Furugrund
í Kópavogi á fimmta tímanum í
gær gengu í skrokk á húsráðanda.
Maðurinn var ekki heima þegar
brotist var inn en kom að þjófun-
um þar sem þeir voru að athafna
sig, að sögn lögreglu.
Mennirnir flúðu af vettvangi
en voru handteknir í gærkvöldi.
Þeir voru í annarlegu ástandi og
verða yfirheyrðir í dag. - bj
Kom að innbrotsþjófum:
Börðu eiganda
íbúðarinnar
SPURNING DAGSINS