Fréttablaðið - 03.02.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 03.02.2009, Síða 8
8 3. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvert er kjörorð tannvernd- arvikunnar 2008? 2. Hvað heitir nýr dómsmála- ráðherra? 3. Hvar var hraðbanka stolið í heilu lagi aðfaranótt sunnu- dags? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 STJÓRNMÁL Þingmenn Sjálfstæðis- flokks ætla að hefja þingsetu sína í stjórnarandstöðu á morgun með því að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að bæta stöðu heimil- anna, um skuldaaðlögun og úttekt á séreignarsparnaði. Frumvörpin voru bæði unnin meðan flokkurinn sat í ríkisstjórn. „Við leggjum mikla áherslu á að þessi mál komi fram núna,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarkreppan hafi þegar tafið þessi mikilvægu mál of mikið. „Ég vona að það sé einlægur vilji hjá núverandi stjórnarflokkum til að ljúka málum sem skipta heim- ilin í landinu mjög miklu máli,“ sagði Arnbjörg. Hér sé komið tækifæri fyrir stjórnvöld að styðja þessi frumvörp og sjá til þess að þau hafi skjótan framgang. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir algert samkomulag hafa verið milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um þessi mál. Frumvarp Björns Bjarnason- ar, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, var afgreitt úr ríkisstjórn og þingflokki Sjálfstæðisflokks í janúar og hefur beðið afgreiðslu þingflokks Samfylkingar á þriðju viku, segir Björn. Verði frumvarpið að lögum mun það einfalda málsmeðferð þegar einstaklingur óskar eftir nauð- arsamningum við kröfuhafa. Það ætti enn fremur að gera skuldur- um aukna möguleika á að sleppa við að fara í gjaldþrot. „Grundvallarbreytingin felst í því að auðvelda fólki að ganga til samninga,“ segir Björn. Mál- inu verði endanlega lokið með því að greiða ákveðinn hluta skulda, í stað þess að fara í gjaldþrot sem fyrnist á ákveðnum tíma. Frumvarp Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, átti að leggja fyrir ríkisstjórn í síðustu viku. Það mun heimila fólki að nota séreignarsparnað til að greiða upp skuldir, segir Árni. Hann segir ekki ljóst hvaða áhrif frumvarpið muni hafa á líf- eyrissjóðina. Yngri aldurshóparn- ir skuldi meira en þeir eldri, en eigi um leið minni séreignasparn- að. Þar sem fjármunirnir fari í að greiða upp skuldir megi líta svo á að verið sé að færa þá úr einni teg- und sparnaðar í aðra. Stærstu lífeyrissjóðirnir gætu komið út nokkurn veginn á sléttu, noti fólk sparnaðinn til að greiða upp lífeyrissjóðslán, segir Árni. Minni sjóðir geti þurft að grípa til aðgerða leysi margir til sín sér- eignarsparnað sinn. Erfitt er að meta hversu margir munu nýta sér þennan möguleika, segir Árni. Á að giska þriðjung- ur af séreignarsparnaði lands- manna verði tekinn út og nýttur til greiðslu skulda, verði frumvarpið að lögum. Ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur þegar boðað frumvarp sem opna mun fyrir sér- eignarsparnað fyrir sjóðsfélaga í kröggum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að frum- varp Björns um skuldaaðlögun sé ekki nægilega vel unnið, og gildis- svið þess sé of þröngt. brjann@frettabladid.is Skiptir miklu fyrir heimilin Sjálfstæðismenn ætla að leggja fram frumvörp sem unnin voru þegar flokkurinn var í ríkisstjórn. Tæki- færi fyrir ný stjórnvöld til að styðja aðgerðir í þágu heimilanna segir þingflokksformaður flokksins. FRUMVÖRP Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hófu setu sína í stjórnarandstöðu á því að kynna frumvörp sem þeir hyggjast leggja fram á þingi á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Pantaðu ráðgjöf á landsbanki.is, í útibúinu þínu eða í síma 410 4000. F J Á R M Á L H E I M I L I S I N S STÖÐUMAT | HEIMILISBÓKHALD | RÁÐGJÖF • Greiðslujöfnun • Lengja lánstíma • Skuldbreyta vanskilum • Fresta afborgunum vegna sölutregðu • Fresta greiðslu afborgana og vaxta VIÐ FÖRUM MEÐ ÞÉR YFIR MÖGULEG ÚRRÆÐI DÓMSMÁL Athafnamaðurinn Þor- steinn Kragh, sem ákærður er fyrir aðild að einu umfangsmesta fíkniefnasmygli Íslandssögunn- ar, hefur krafist frávísunar máls- ins. Helgi Jóhannesson Lögmaður hans segir að lögregla hafi ítrekað brotið á rétti Þorsteins við rann- sókn málsins með því að láta sér ekki í té gögn tengd málinu innan tilskilins frests. Það hafi gerst 156 sinnum. Málið snýst um 190 kíló af hassi sem aldraður Hollendingur flutti til landsins í húsbíl með Norrænu í júní síðastliðnum. Þorsteinn var handtekinn nokkrum mánuðum síðar grunaður um aðild að mál- inu. Hann sat í gæsluvarðhaldi mán- uðum saman. Sigríður Elsa Kjartansdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fellst ekki á rök Helga og segir að meint brot lögreglu, sem lögregla hefur raunar ekki andmælt, nægi ekki til frávísunar málsins. Hún segir að Þorsteinn gæti mögulega sótt rétt sinn vegna þeirra eftir öðrum leiðum. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagðist ekki þekkja til málsins og vildi ekki tjá sig um það. Málið um frávísunarkröfuna verður flutt fyrir dómi í dag og er ákvörðunar að vænta fljótlega í kjölfarið. - sh Sakar lögreglu um að brjóta á rétti sínum 156 sinnum: Þorsteinn Kragh krefst frávísunar GRIKKLAND, AP Óeirðalögreglan í Grikklandi beitti táragasi til að stöðva bændur sem hugðust aka dráttarvélum sínum inn í Aþenu. Að minnsta kosti tveir hlutu meiðsli, þar á meðal einn þingmaður PASOK, sem er stjórnarandstöðu- flokkur sósíalista. Bændurnir hafa í hálfan mánuð mótmælt lágu afurðaverði og krefj- ast fjárstuðnings frá ríkinu. Bænd- urnir hafa notað dráttarvélar til þess að loka bæði landamærum og þjóðvegum til að vekja athygli á málstað sínum. Í gær komu um þúsund manns með ferjum frá eyjunni Krít til Piraeus-hafnar skammt frá Aþenu með tugi dráttarvéla, vörubifreiða og annarra landbúnaðartækja, sem meiningin var að aka inn í borgina alla leið að landbúnaðarráðuneyt- inu. Stjórnvöld ákváðu hins vegar að einungis fótgangandi fólki yrði leyft að taka þátt í mótmælunum. „Við lítum á ráðuneytið sem heimkynni allra bænda og dyrnar standa alltaf opnar,“ sagði Michal- is Papadopoulos aðstoðarlandbún- aðarráðherra. Hópur bænda reyndi að aka drátt- arvélum í gegnum raðir lögreglunn- ar, sem hafði stillt sér upp við höfn- ina. Lögreglan beitti þá táragasi til að hindra för bændanna. - gb Bændur í Grikklandi hafa í hálfan mánuð efnt til mótmæla af ýmsu tagi: Táragas stöðvar dráttarvélar KARTÖFLUM KASTAÐ Í LÖGREGLU Bændurnir í Aþenu gripu sumir til þess ráðs að kasta kartöflum í lögregluþjóna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ég vona að það sé ein- lægur vilji hjá núverandi stjórnarflokkum til að ljúka mál- um sem skipta heimilin í landinu mjög miklu máli. ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR ÞINGFLOKKSFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS SAMGÖNGUR Icelandair tekur 800 krónur fyrir að láta farþega fá teppi og kodda í flugi, alveg sama hversu langt flugið er eða hvort það er til Evrópulands eða Banda- ríkjanna. Farþegar kaupa því teppið og koddann og geta tekið hvort tveggja með sér að flugi loknu. Farþegar geta líka komið með teppi og kodda að heiman. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að með nýjum sætum í lok október hafi þjónustunni um borð verið breytt. Nú sé maturinn seldur, einn- ig teppi og hálskragi eða koddi og það sé gert í hagræðingarskyni. - ghs Breytt þjónusta Icelandair: Selur kodda og teppi í flugi TRYGGINGAR Hafnarstjórn Fjalla- byggðar hefur lýst megnri óánægju með þá ákvörðun Viðlagatryggingar Íslands að hafna kröfu sveitarfélagsins um greiðslu tveggja milljóna króna bóta vegna tjóns sem varð í Ólafsfjarðarhöfn í október síð- astliðnum af völdum öldugangs. Sama dag varð einnig tjón á höfninni í Siglufirði vegna hárr- ar sjávarstöðu. Þar samþykkti Viðlagatrygg- ing að greiða Fjallabyggð rúm- lega milljón. „Þá er eftir að draga frá sjálfsábyrgð, þannig að þátt- taka viðlagatryggingar er lítil sem engin,“ segir í bókun hafn- arstjórnar sem vill fund með framkvæmdastjóra Viðlaga- tryggingar til að ræða málin. - gar Óánægja í Fjallabyggð: Tjón á höfnum fæst ekki bætt VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.