Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 03.02.2009, Qupperneq 10
10 3. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR FJÖLMIÐLAR Sjálfstæðisflokkurinn var oftast tilgreindur í fréttum á síðasta ári, eða 12.799 sinnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum Creditinfo - Fjölmiðlavaktinni á greiningu á 118.036 fréttum síð- asta árs. Samfylking kemur þar á eftir og var nefnd nefnd 9.740 sinnum í vöktuðum fréttatímum eða í fréttagreinum dagblaðanna. Reykjavíkurborg var í þriðja sæti og tilgreind 7.242 sinnum. Capacent Gallup gerði könnun fyrir Fjölmiðlavaktina, þar sem 30,6 prósent töldu að Baugur hefði verið það fyrirtæki eða aðili sem nefnt var oftast í fjölmiðlum á síð- asta ári. Baugur var hins vegar í 28. sæti yfir þá aðila sem oftast voru nefndir. Þá töldu 16,7 pró- sent að Seðlabankinn hefði oftast verið nefndur, en Seðlabankinn var í fjórða sæti yfir þá sem oft- ast voru nefndir. Geir H. Haarde var oftast við- mælandi í fréttum á síðasta ári, eða 685 sinnum. Hann var sérstak- lega oft viðmælandi síðustu fjóra mánuði ársins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var viðmælandi 372 sinnum og Steingrímur J. Sigfús- son var viðmælandi 249 sinnum. Af þeim nítján einstaklingum sem oftast voru viðmælendur voru sautján stjórnmálamenn. Aðrir voru Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, sem var í tíunda sæti og Davíð Oddsson seðlabankastjóri sem var í 14. sæti. Viðmælendur í fréttum ljósvak- anna eru kyngreindir og kemur þá í ljós að konur eru oftast viðmæl- endur hjá Sjónvarpinu, eða í 24,5 prósent tilfella. 21,8 prósent við- mælenda hjá Rás 1 og 2 eru konur og 20,0 prósent viðmælenda hjá Stöð 2 – Bylgjunni. Mikill meirihluti, eða 83 prósent, frétta síðasta árs birtust í dagblöð- um. Af dagblöðunum birti Morg- unblaðið flestar innlendar fréttir, eða 36 prósent þeirra. Fréttablað- ið birti næstflestar, eða 28 prósent þeirra. Flestar ljósvakafréttir voru hins vegar á samtengdum rásum Rásar 1 og 2 í Ríkisútvarpinu, tæplega 41 prósent innlendra frétta sem fluttar eru í ljósvakamiðlum. Rúm 38 prósent frétta eru á Stöð 2 og Bylgjunni en rúmlega 21 prósent frétta ljósvakamiðlanna eru flutt- ar í Sjónvarpinu. svanborg@frettabladid.is Sjálfstæðisflokkur var oftast í fréttum Stjórnmálaflokkar voru oftast nefndir og stjórnmálamenn voru oftast viðmæl- endur í fréttum síðasta árs, samkvæmt samantekt Fjölmiðlavaktarinnar. Konur voru um fimmtungur viðmælenda, oftast viðmælendur hjá Sjónvarpinu. KÁTUR HUNDUR Þessi hundur réði sér varla fyrir kæti í nýföllnum snjónum fyrir utan Hvíta húsið í Washington, þar sem hann hafði það hlutverk að gæta forseta Bandaríkjanna ásamt öryggisverði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MÓTMÆLI Páll Hilmarsson ljós- myndari hefur beðið ríkissak- sóknara um að rannsaka atvik, þar sem lögreglukona á að hafa úðað piparúða í andlit hans. Páll hefur lýst því hér í blað- inu að konan hafi að ástæðulausu úðað yfir fólk, sem var í nokkurri fjarlægð og hinum megin girð- ingar, í Alþingisgarðinum þriðju- daginn 20. janúar. Þetta hafi gerst oftar en einu sinni. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir lögreglu hafa farið yfir atvikið. „En við teljum ekki neina ástæðu til að gera neitt í tengsl- um við það eða önnur mál,“ segir hann. - kóþ Piparúðaður ljósmyndari: Saksóknari líti yfir mótmælin ÚÐABRÚSINN MUNDAÐUR Hér sést dreift úr piparúðabrúsa niður í garðinn og yfir fólk sem var þar. MYND/PÁLL HILMARSSON – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun KARBOBLOKKER Kolvetnabani, 120 töflur. Minnkar hungurtilfinningu og hindrar upptöku kolvetna í líkamanum. 2.518 kr. 1.998 kr. Gildir til 8. 2. 2009 20% verðlækkun VOLTAREN EMULGEL 2.280 kr. 1.824 kr. 15% verðlækkun MICROLIFE BLÓÐÞRÝSTINGSMÆLIR Sjálfvirkur blóðþrýstingsmælir, einfaldur í notkun og nákvæmur. Minni: 30 niðurstöður. 11.678 kr. 9.926 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 48 30 0 1/ 09 Af hverjum seldum mæli renna 500 kr. til Hjartaheilla. Fréttablaðið 28,2% Morgunblaðið 36,1% Viðskiptablaðið 8,1% DV 13,7% Blaðið / 24 stundir 13,9% Hlutfall frétta í dagblöðum árið 2008 Hlutfall frétta í ljósvakamiðlum árið 2008 Ríkisútvarpið - Rás 1 og 2 40,7% Sjónvarpið 21,1% Stöð 2 - Bylgjan 38,2% HEIMILD: CREDITINFO-FJÖLMIÐLAVAKTIN HEIMILD: CREDITINFO-FJÖLMIÐLAVAKTIN SAMFÉLAGSMÁL „Í janúar hafa um þrjú til fjögur hundruð gestir komið í hverja úthlutun,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar. „Það er gríðarleg fjölgun miðað við árið í fyrra, allt að tvö hundr- uð prósent. Á bak við flesta sem koma er fjölskylda. Það eru því nálægt þúsund manns á mánuði sem reiða sig á okkur. Við leggjum allan okkar metnað í að sinna þeim sem koma eftir bestu getu.“ Samsetning hópsins hefur breyst verulega. „Fjölskyldum hefur fjölgað, við höfum meðal annars fengið til okkar hjón sem bæði eru atvinnulaus með fjögur til fimm börn. Hópur útlendinga hefur líka farið stækkandi og við höfum fengið túlk til okkar svo við getum aðstoðað þá.“ Enn sem komið er gengur starf- semin þó ágætlega og enginn fer tómhentur frá nefndinni. „Við erum sparsamar og förum vel með svo við búum ágætlega enn þá, enda húsmæður sem kunna vel til verka. En ef aukningin heldur áfram segir það sig sjálft að við þurfum að skoða stöðuna.“ Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stéttarfélög hafa verið liðtæk að styrkja Mæðrastyrks- nefnd. Ragnhildur segir þó þörf fyrir meira og því séu peninga- og matargjafir vel þegnar. Tekið er á móti framlögum á þriðjudögum frá klukkan tíu til þrjú. - hhs Hjón með fimm börn meðal þeirra sem leituðu til Mæðrastyrksnefndar í janúar: Þúsund fengu mataraðstoð KONUR ÚR MÆÐRASTYRKSNEFND Egg eru algeng í matarskömmtun Mæðra- styrksnefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SEÐLABANKINN Aðaldyr Seðla- banka Íslands voru lokaðar og læstar upp úr klukkan þrjú í gær þegar ljósmyndara Fréttablaðs- ins bar að garði. Á þeim tíma hafði verið boðað til mótmæla sem báru yfirskrift- ina „Davíð út!“ Til stóð að safna mynt í bauk handa Davíð Odds- syni seðlabankastjóra „til að seðja græðgi hans og auðvelda honum að hætta“ eins og sagði í tilkynningu á Fésbók. Stefán Jóhann Stefánsson hjá Seðlabanka gat ekki útskýrt hvers vegna bankanum hefði verið lokað. Starfsemi hefði verið með eðlilegum hætti um daginn. - kóþ Starfsemin sögð óskert: Dyrnar læstar í Seðlabankanum LOK LOK OG LÆS Svona var aðkoman að Seðlabanka Íslands klukkan þrjú í gær. Þá hafði verið boðað til mótmæla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Stolnir gróðurhúsa- lampar ganga kaupum og sölum, að því er fram kemur í gæslu- varðhaldsúrskurði Héraðsdóms Suðurlands yfir sautján ára pilti. Félagi piltsins viðurkenndi fyrir lögreglu að þeir hefðu farið þrír saman og brotist inn í gróð- urhús í Árnessýslu. Þar stálu þeir þrjátíu gróðurhúsalömpum sem þeir seldu síðan á 250 þúsund krónur. Félagi piltsins fékk 175 þúsund en hann sjálfur 75 þús- und. Lögregla fékk ekki uppgefið nafn kaupanda. Pilturinn er nú laus úr gæslu- varðhaldi. - jss Þjófnaður úr gróðurhúsi: Stálu 30 lömp- um og seldu þá Ungverjar vilja Ísland í ESB Kinga Goncz, utanríkisráðherra Ungverjalands, hefur lýst stuðningi við að Ísland fái aðild að Evrópusam- bandinu. UNGVERJALAND Lækka laun Norsk fyrirtæki óska nú eftir því við starfsmenn sína að lækka launin til að hjálpa fyrirtækinu að halda öllum starfsmönnunum í vinnu. Í sumum tilfellum hefur starfshlutfallið verið minnkað. Sum fyrirtæki ætla að greiða launaskerðinguna til baka þegar vel árar ef ekki þarf að nota peningana. NOREGUR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu haldlagði sam- tals 530 kannabisplöntur í jan- úar. Plönturnar, sem flestar voru á lokastigi ræktunar, fundust við húsleitir á ýmsum stöðum í umdæminu. Um er að ræða allnokkur aðskil- in mál. Samhliða hefur verið lagt hald á ýmsan búnað sem tengist starfseminni, þar á meðal nokk- urt magn gróðurhúsalampa. Þess má geta að allt árið 2008 lagði lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hald á um 700 kanna- bisplöntur. - jss Höfuðborgarsvæðið: Heilu gróður- húsin tekin

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.