Fréttablaðið - 03.02.2009, Page 12

Fréttablaðið - 03.02.2009, Page 12
12 3. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR PALESTÍNA, AP Flugskeyti frá ísrael- skri herþotu var í gær skotið á bif- reið sem var á ferð á sunnanverðu Gasasvæði, með þeim afleiðingum að einn Palestínumaður lést. Daginn áður höfðu Ísraelar hótað Palestínumönnum á Gasa hörðum hefndaraðgerðum vegna sprengjuflaugaárása frá svæðinu yfir landamærin til Ísraels. Vopnahléið, sem bæði Hamas- hreyfingin og Ísraelsstjórn lýstu yfir einhliða 18. janúar síðastlið- inn, hangir á bláþræði. Hamas- liðar hafa haldið áfram sprengju- flaugaárásum sínum og Ísraelar hafa einnig haldið áfram loftárás- um sínum. Egyptar sögðust engu síður í gær vonast til þess að samkomu- lag um vopnahlé milli Ísraels- stjórnar og Hamashreyfingarinn- ar á Gasaströnd verði komið í höfn á fimmtudag. Sendinefnd frá Hamas hélt til viðræðna við Egypta í gær. Leiðtogar Hamas vilja að vopna- hlé standi í eitt ár og feli í sér að landamæri Gasastrandar verði opnuð. Ísraelar krefjast þess á móti að sprengjuflaugaárásum á Ísrael linni og vilja tryggingu fyrir því að Hamas safni sér ekki vopnum. Hamasmenn hafna þessu skilyrði: „Við erum andspyrnuhreyfing og hersetin þjóð og það er réttur okkar að eiga vopn,“ sagði Abu Zuhri, talsmaður Hamas. Hann segir Hamas einnig hafa hafnað því að tengja örlög ísra- elska hermannasins Gilads Schalit við vopnahléssamkomulag. Schalit hefur verið í gíslingu á Gasasvæð- inu síðan 2006. Egyptar hafa gegnt lykilhlut- verki í viðræðum um vopnahlé. Hamasliðar og Ísraelar hafa ekki viljað ræðast við beint, en Egyptar hafa átt fundi með hvorum tveggja til að finna sameiginlega fleti. Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seti átti í gær fundi í París með bæði Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, og George Mit- chell, nýjum erindreka Baraks Obama Bandaríkjaforseta í Mið- Austurlöndum. Einnig hitti Sar- kozy forsætisráðherra Katars, Sheik Hamad bin Jassem al-Thani, sem átti þátt í að leysa harðvítug- ar deilur í Líbanon á síðasta ári. Ísraelar ganga til kosninga í næstu viku og velja sér nýtt þing. Samkvæmt skoðanakönnunum eiga harðsnúnir hægrimenn von á stórsigri. Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudflokksins, gæti því hæglega orðið forsætisráðherra landsins á ný. gudsteinn@frettabladid.is Viðræður í Egyptalandi Vopnahlé Ísraela og Hamas hangir á bláþræði. Egypt ar reyna að miðla málum og segjast bjartsýn- ir. Sarkozy Frakklandsforseti einnig í viðræðum. Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á morgun Hvað má búast við að kreppan verði löng eða djúp? Markaðurinn fer yfir helstu samkomu auð- og áhrifamanna sem nýlokið er í Davos í Sviss. Fréttir og fróðleikur úr viðskiptalífinu Í Markaðnum á morgun FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P TIL BRÁÐABIRGÐA Í TJALDI Palestínumenn höfðu nokkrir komið sér fyrir til bráðabirgða í tjöldum í flóttamannabúðunum Jebaliya á Gasaströnd. ÚRSKURÐUR MÚRMELDÝRSINS Ben Hughes heldur á Punxsutawney Phil, sem Bandaríkjamenn fylgjast grannt með 2. febrúar ár hvert. Hughes sá skugga dýrsins í gær, og telur því full- víst að vetur standi í sex vikur enn. NOREGUR Miðflokkurinn í Nor- egi ætlar ekki að taka ESB-málin á dagskrá þó að Framsóknar- flokkurinn, systurflokkur hans á Íslandi, sé hættur andstöðu sinni við inngöngu í ESB. Miðflokkur- inn er að móta sér nýja stefnuskrá fyrir 2009-2013, að sögn norska dagblaðsins VG. Liv Signe Navarsete, formað- ur flokksins, segir óhugsandi að stefnubreyting Framsóknar- flokksins hafi nokkur áhrif á Mið- flokkinn. „Það er óhugsandi að það verði nokkur breyting á afstöðu flokksins til ESB meðan ég er for- maður flokksins,“ segir hún. - ghs Norski miðflokkurinn: Skoðanaskipti óhugsandi BYGGINGARIÐNAÐUR Stjórn Íbúða- lánasjóðs hefur samþykkt að lána Búmönnum 750 milljónir króna til fyrsta áfanga framkvæmda á mið- svæði Álftaness. Þetta upplýsti Sigurður Magnússon bæjarstjóri á bæjarstjórnarfundi. Um er að ræða lán til tíu fyrstu íbúðanna og þjónustumiðstöðv- ar. „Áformað er að þessar fram- kvæmdir geti hafist í sumar og því þurfi að semja sem fyrst um vega- framkvæmdir,“ segir í fundagerð bæjarstjórnarinnar. Bæjarfulltrúar minnihluta Sjálf- stæðisflokks sögðu að ekki lægju fyrir samningar bæjarfélags- ins við Búmenn um afnot og nýt- ingu þess húsnæðis sem eigi að byggja. „Ekkert liggur fyrir um leigu- verð til bæjarfélagsins og ætl- aðra íbúa. Ekki liggur fyrir framkvæmdaáætlun eða rekstr- aráætlun fyrir mannvirkið. Hver verður fjárhagsleg skuldbinding bæjarsjóðs vegna verkefnisins, meðal annars vegna gatnagerðar, nú þegar ljóst er að bæjarsjóður er þegar alvarlega skuldsettur?“ segir í bókun sjálfstæðismanna sem sátu hjá þegar meirihluti Á- listans samþykkti, í ljósi þreng- inga á lánamarkaði, að kanna möguleika á því að fjárfestar eða framkvæmdaaðilar gætu tekið við byggingarétti á miðsvæðinu af sveitarfélaginu sem hlutagreiðsl- um vegna framkvæmda. - gar Búmenn fá fyrirgreiðslu hjá Íbúðalánasjóði vegna nýs miðbæjarkjarna: Lána 750 milljónir á Álftanes Á ÁLFTANESI Fulltrúar Á-listans segja þrengingar á lánamarkaði valda því að þeir vilja skipta á byggingarrétti fyrir framkvæmdir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Stjórn Félags vél- stjóra og málmtæknimanna, VM, samþykkti einróma á fundi sínum í gær að lýsa yfir stuðningi við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2013. „Ég er nýsestur í þennan stól eftir 27 ár á sjónum,“ segir Guð- mundur Ragnarsson, formaður VM. „Áður fyrr þótti það mikil upp- lifun að sjá hval en síðustu sjö til tíu árin er allt morandi í þessu. Sérfræðingar hafa sagt að hval- ur hér við land éti um sex millj- ón tonn af fiski. Ég skil ekki af hverju umhverfisverndarsinnar og þeir sem vilja veiða geta ekki mæst á miðri leið, við þurfum líka á störfunum að halda sem fylgja veiðunum svo nú ríður á.“ - jse Stjórn VM ályktar um hvalinn: Styðja hvalveið- arnar einróma

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.