Fréttablaðið - 03.02.2009, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2009 23
FÓTBOLTI Blikinn Magnús Páll
Gunnarsson hefur gert fimm
mánaða samning við þýska C-
deildarliðið Wuppertaler SV
Borussia en hann hefur verið
við æfingar hjá félaginu síðustu
daga.
Wuppertaler er sem stendur í
fallsæti þýsku C-deildarinnar en
þjálfari liðsins var rekinn eftir
að liðið vann ekki í átta leikjum í
röð fyrir áramót en Magnús Páll
er einn þriggja nýrra leikmanna
sem er ætlað að styrkja liðið í
seinni hlutanum.
Fyrsti leikur Magnúsar er á
móti Bayern München II á föstu-
dagskvöldið og þá er spurning
hvort hann geti hjálpað til að
enda markaþurrð liðsins sem
skoraði ekki í síðustu fjórum
leikjum sínum fyrir vetrarfrí. - óój
Magnús Páll til Wuppertaler:
Fyrsti leikurinn
er gegn Bayern
FRAM Á VOR Magnús Páll Gunnarsson
leikur í þýsku C-deildinni næstu mánuði.
KÖRFUBOLTI Pétur Guðmunds-
son, þjálfari Grindavíkur í Ice-
land Express-deild kvenna, hefur
gefið það út að hann ætli ekki að
styrkja liðið með erlendum leik-
manni fyrir lokasprettinn í vetur.
Þetta verður þá fyrsta tíma-
bilið síðan 1999-2000 að Grinda-
vík verður ekki með bandarískan
leikmann innan sinna raða.
Grindavíkurliðið hefur nú
unnið tvo fyrstu leiki sína í neðri
hlutanum og er á góðri leið inn
í úrslitakeppnina með sex stiga
forskot á Snæfell þegar tíu stig
eru enn í pottinum. - óój
Þjálfari Grindavíkurkvenna:
Mun treysta á
sínar stelpur
STIGAHÆST Petrúnella Skúladóttir er í
lykilhlutverki í Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Búum við á besta stað
blessa skyldum kúna
Íslendingar eiga það
sem aðra vantar núna
Öllum standa opnar dyr
andans kraft skal virkja
þá er best að borða skyr
búkinn til að styrkja
H
ÍV
T
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
FRJÁLSAR ÍR vann yfirburðasig-
ur í heildarstigakeppni félaga á
Meistaramóti unglinga 15-22 ára
sem fram fór um helgina.
ÍR hlaut alls 354 stig, FH varð
í öðru sæti með 198 stig og Fjöln-
ir í þriðja sæti með 124 stig. ÍR
ingar sigruðu stigakeppnina
í þremur aldursflokkum eða í
meyj-a, drengja- og ungkvenna-
flokki. Breiðablik vann í flokki
sveina, FH í flokki stúlkna og
Fjölnir í flokki ungkarla.
Helga Margrét Þorsteinsdótt-
ir úr Ármanni varð sigursælust
á mótinu um helgina en hún vann
allar sex keppnisgreinarnar sem
hún tók þátt í í stúlknaflokki. - óój
MÍ unglinga í frjálsum:
Helga Margrét
vann sex greinar
FÓTBOLTI Það var líf á lokadegi
félagsskiptagluggans í gær og
mesta fjörið var í kringum Andrei
Arshavin og kaup Arsenal á honum
frá Zenit St Petersburg.
Á tímabili skiptust netmiðlar
á að segja að kaupin á Arshavin
væru gengin í gegn eða að ekk-
ert yrði af því að rússneski lands-
liðsmaðurinn kæmi til Lundúna-
liðsins. Á endanum komu fréttir
af því að Arsenal hafi í raun náð
samkomulagi við rússneska liðið
og að félagið muni kaupa hann á
rúmleg tólf milljónir punda. Það
kemur þó ekki endanlega í ljós
fyrr en í dag.
Fram að kaupum Arsenal á
Arshavin var endurkoma Robbie
Keane til Tottenham stærsta frétt
dagsins. Tottenham keypti Keane
aftur frá Liverpool fyir 12 milljón-
ir punda eftir að hafa selt hann til
Bítlaborgarinnar fyrir 20 milljón-
ir punda í sumar. Keane skrifaði
í dag undir fjögurra ára samning
við Spurs en hann viðurkenndi að
það hafi ekki verið rétt ákvörðun
að yfirgefa White Hart Lane.
Harry Redknapp hefur verið
duglegur að ná í gamla Tottenham
síðan hann tók við stjórastöðunni
hjá Tottenham en hann hefur líka
keypt þá Jermain Defoe (frá Port-
smouth) og Pascal Chimbonda (frá
Sunderland) til liðsins.
Meðal annarra frétta dagsins þá
lánaði ítalska liðið Internazionale
tvo leikmenn til enskra úrvals-
deildarliða. Chelsea fékk Ricardo
Quaresma að láni og Oliver Dac-
ourt mun spila með Fulham út
leiktíðina. Everton fékk Jo á láni
frá Manchester City
Newcastle seldi Charles N’Zog-
bia til Wigan sem að sama skapi
seldi varnarmannnn Ryan Tayl-
or til Newcastle og lánaði Henri
Camara til Stoke. Þá fékk Port-
smouth gríska landsliðsfyrirliðann
Angelos Basinas frá AEK.
- óój
Lokadagur félagsskiptagluggans var fjörugur en fresturinn var framlengdur um nokkra tíma vegna veðurs:
Arshavin fór til Arsenal eftir allt saman
FRÁBÆR Á EM
Andrei Arshavin.
NORDICPHOTOS/GETTY